Erlent

Fréttamynd

Strípalingar í vanda

Þrír ungir strípalingar lentu í nokkrum vanda eftir að þeir höfðu hlaupið allsberir um fínann veitingastað í Washington. Þeir komu keyrandi að veitingastaðnum íklæddir einungis höttum og skóm. Til þess að vera vissir um að komast undan, skildu þeir bílinn eftir í gangi.

Erlent
Fréttamynd

Vodafone kaupir indverskt farsímafélag

Breski farsímarisinn Vodafone hefur keypt 67 prósenta hlut asíska fjárfestingafélagsins Hutchison Whampoa í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands. Kaupverð nemur 11,1 milljarði bandaríkjadala, jafnvirði 753,8 milljörðum íslenskra króna. Vodafone hefur háð harða baráttu um hlutinn við fjölda farsímafélaga allt frá því fyrirtækið lýsti yfir áhuga á kaupum í indverska félaginu seint á síðasta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Slagsmál vegna gleraugnasvika

Gleraugnasali í Toronto í Kanada hefur verið ákærður fyrir að ganga í skrokk á hálfáttræðum fréttamanni sem hugðist fletta ofan af vörusvikum hans. Barsmíðarnar náðust á myndband og verða notaðar í málaferlunum gegn honum.

Erlent
Fréttamynd

Segja Írana kynda undir ófriðnum

Talsmenn Bandaríkjahers sökuðu í dag Írana um að kynda undir ófriðareldinum í Írak með því að smygla vopnum til uppreisnarmanna í landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn saka íranska embættismenn með beinum hætti um að láta uppreisnarmönnum vopn í té.

Erlent
Fréttamynd

Engin lausn fékkst á kjarnorkudeilunni.

Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu enda segja þeir hana ekki brjóta í bága við alþjóðalög. Leitað var leiða til lausnar kjarnorkudeilunni á ráðstefnu í Þýskalandi í dag en án árangurs.

Erlent
Fréttamynd

Royal kynnir stefnuskránna

Segolene Royal, forsetaefni franskra sósílista, kynnti í dag stefnuskrá sína fyrir kosningarnar í vor. Tillögur hennar eru í hundrað liðum og þær miða allar að því að gera Frakkland að sterkara og sanngjarnara þjóðfélagi.

Erlent
Fréttamynd

Þyrla skotin niður í Írak

Óljósar fregnir hafa borist af því að flugskeyti hafi grandað bandarískri herþyrlu af Apache-gerð norður af Bagdad í morgun. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Bagdad fyrr í dag sögðu talsmenn Bandaríkjahers að æ fleiri vísbendingar væru um að vopn sem kæmu frá Íran væru notuð í baráttunni gegn hernámsliðinu.

Erlent
Fréttamynd

Cameron í kannabisneyslu

Breska dagblaðið Independent on Sunday fullyrðir að David Cameron leiðtogi breska Íhaldsflokksins hafi á unglingsárum sínum reykt marijúana. Cameron vildi ekki neita þessum staðhæfingum í samtölum við blaðamenn í morgun en lét nægja að segja að hann hefði gert hluti þegar hann var ungur sem hann sæi eftir í dag.

Erlent
Fréttamynd

Kjarnorkuáætluninni verður haldið til streitu

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir að Íranar ætli að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en um leið muni þeir ekkert aðhafast sem brjóti í bága við alþjóðalög. Tíu dagar eru þangað til fresturinn sem Íranar fengu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að hætta auðgun úrans rennur út.

Erlent
Fréttamynd

Berdymukhamedov sigurstranglegastur

Túrkmenar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýjan forseta. Hann fær það erfiða verkefni að taka við arfleið hins nýlátna Saparmurat Niyazov, betur þekktur sem Turkmenbashi eða faðir allra Túrkmena.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að halda úranauðgun áfram

Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en vilja gera það í samræmi við alþjóðalög. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, á 28 ára afmælishátíð klerkabyltingarinnar í landinu í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Kosið um fóstureyðingar

Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Portúgal í dag um hvort rýmka eigi rétt kvenna til fóstureyðinga. Þeir sem eru hlynntir rýmkuðum heimildum virðast vera í naumum meirihluta. Til að atkvæðagreiðslan teljist gild verður að minnsta helmingur atkvæðisbærra manna að taka þátt og því gæti reynst erfitt að fá frumvarpið samþykkt.

Erlent
Fréttamynd

Viðræðurnar að sigla í strand

Allt stefnir í að viðræður sexveldanna svonefndu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu sem fram fara í Peking í Kína séu að sigla í strand. Ríkinu hefur verið boðin aðstoð á sviði matvæla og orkumála gegn því að hætta öllum frekari tilraunum með kjarnorkuvopn.

Erlent
Fréttamynd

Þrír gangast við barni Önnu Nicole Smith

Þótt bandaríska fyrirsætan Anna Nicole Smith sé öll er dramatíkinni í kringum hana langt í frá lokið. Nú stendur styrinn um faðerni einkadóttur hennar en þrír menn gera tilkall til þess.

Erlent
Fréttamynd

Obama í framboð

Barack Obama, öldungadeildarþingmaður, tilkynnti formlega í dag að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni demókrata í kosningunum 2008. Obama greindi frá ákvörðun sinni á tröppum gamla þinghússins í Springfield í Illinois en þar flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1858.

Erlent
Fréttamynd

Sea Sheperd enn við sama heygarðshornið

Reyna á til þrautar að höggva á hnútinn í Alþjóða hvalveiðiráðinu á ráðstefnu sem fram fer í Japan í næstu viku en formaður íslensku sendinefndarinnar er svartsýnn á að hún skili árangri. Liðsmenn Sea Sheperd-samtakanna réðust á japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skaut föstum skotum að Bandaríkjamönnum.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti sakaði Bandaríkin um valdníðslu, í ræðu sinni á ráðstefnu um öryggismál í Þýskalandi í dag. Við sama tækifæri skoraði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á Írana að sýna samvinnu um kjarnorkumál sín. Innan Bandaríkjahers er undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran sagður langt kominn.

Erlent
Fréttamynd

Tilboð Nasdaq í LSE rann út í dag

Lokafrestur hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE) til að taka óvinveittu yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq rann út klukkan eitt í dag. Ekki liggur fyrir hvort hluthafar í LSE hafi tekið tilboðinu, sem er óbreytt frá fyrra tilboði Nasdaq. Síðar í dag verður greint frá því hvort einhverjir hluthafar LSE hafi tekið tilboðinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn mótmælt við al-Aqsa moskuna

Palestínumenn og Arabar búsettir í Ísrael héldu í morgun áfram mótmælum sínum við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem. Grjóti var kastað að rútu með ferðamönnum, eldar kveiktir og rúður brotnar.

Erlent
Fréttamynd

Obama býður sig fram

Barack Obama öldungardeildarþingmaður mun í dag lýsa því formlega yfir að hann bjóði sig fram sem forsetaefni demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarna 2008.

Erlent
Fréttamynd

Dánarorsökin enn óljós

Krufning á fyrirsætunni Önnu Nicole Smith, sem fannst látin á hóteli í Flórída í fyrrakvöld, leiddi ekki í ljós dánarorsök hennar en lögregla útilokar þó að henni hafi verið ráðinn bani.

Erlent
Fréttamynd

Sýkt kjöt fór líklega í verslanir

Breskir embættismenn hafa viðurkennt að líkur séu á að sýkt kjöt af búi í Suffolk þar sem fuglaflensa greindist í síðustu viku hafi ratað í verslanir og verið selt neytendum.

Erlent
Fréttamynd

Boða hvalveiðiráðstefnu

Japanar ætla í næstu viku að halda alþjóðlega ráðstefnu um hvalveiðar. Öllum aðildarríkjum Alþjóðahvalveiðiráðsins er boðið til ráðstefnunar en tilgangur hennar er sagður að gera nauðsynlegar endurbætur á ráðinu. Umhverfisverndarsamtök segja hins vegar ljóst að markmiðið sé að þrýsta enn frekar á að hvalveiðar verði heimilaðar á ný.

Erlent
Fréttamynd

Undirbúningur í fullum gangi

Undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran eru langt komnar innan bandaríska stjórnkerfisins og ættu þær að geta hafist með vorinu. Þó er talið líklegra að ekki verði ráðist í þær fyrr en á næsta ári, skömmu áður en George Bush Bandaríkjaforseti lætur af embætti.

Erlent
Fréttamynd

Búlgarar þrýsta á líbýsk stjórnvöld

Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum úti um alla Búlgaríu í dag til þess að sýna samstöðu með fimm samlöndum sínum sem voru dæmdir til dauða í Líbýu. Fimmmenningarnir voru dæmdir til dauða fyrir að hafa smitað fleiri en 450 börn af HIV veirunni. Fleiri en 50 þeirra hafa nú látist.

Erlent
Fréttamynd

SÞ ráðast inn í fátækrahverfi á Haiti

Hundruð hermanna frá Sameinuðu þjóðunum gerðu í dag innrás í fátækrahverfið Cite Soleil í borginni Port-au-Prince á Haiti. Um 300 þúsund manns búa í hverfinu. Herinn var að reyna að handsama leiðtoga glæpagengis og yfirtaka svæðið sem gengið réði yfir.

Erlent
Fréttamynd

Forstjóri Cartoon Network segir af sér

Forstjóri Cartoon Network, Jim Samples, sagði af sér í dag eftir að ein auglýsingaherferð stöðvarinnar fór úr böndunum. Auglýsingaherferði snerist um það að búa til lítil ljósaskilti sem sýndu persónu úr teiknimyndaseríu gefa dónalega bendingu á þann er á horfði. Þeim var síðan komið fyrir á fjölförnum stöðum í Boston í Bandaríkjunum.

Erlent