Erlent

Fréttamynd

Ban Ki-moon í Kongó

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í sinni fyrstu heimsókn til Afríku og hóf hann ferð sína í Kongó. Ban talaði við nýkjörið þing landsins og sagði þar að Kongó gæti treyst á stuðning Sameinuðu þjóðanna við uppbyggingu landsins.

Erlent
Fréttamynd

Beckham til bjargar

Beyonce, Scarlett Johansson og David Beckham eru ný andlit Disney fyrirtækisins í herferð þess „Ár hinna milljón drauma.“ Stjörnurnar tóku að sér hlutverk frægra sögupersóna úr Disney sögum og ljósmyndarinn heimsfrægi, Anne Leibovitz, tók myndirnar.

Erlent
Fréttamynd

Settu hvolpinn inn í ofn

Tveir bræður frá Atlanta í Bandaríkjunum sem voru sakaðir um að setja málningarlímband á lappir og trýni þriggja mánaða gamals hvolps og ofnbaka hann síðan lifandi játuðu sekt sína í gær.

Erlent
Fréttamynd

Eitrað te dró Litvinenko til dauða

Breskir embættismenn hafa skýrt frá því að það hafi verið eitrað te sem hafi banað Alexander Litvinenko. Þetta kom í ljós þegar tekanna sem hafði verið í herbergi Litvinenkos var rannsökuð.

Erlent
Fréttamynd

Ford: Versta afkoma í 103 ár

Bandaríski bílarisinn Ford tapaði tæpum 890 milljörðum króna í fyrra. Afkoma síðasta árs er sú versta í 103 ára sögu fyrirtækisins. Minnkandi spurn eftir jeppum og öðrum eldsneytisfrekum ökutækjum er ein aðalástæða tapsins, svo og harðnandi samkeppni við aðra bílaframleiðendur. Búist er við áframhaldandi taprekstri næstu 2 árin.

Erlent
Fréttamynd

Ályktað gegn efasemdarmönnum

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þess efnis að þeir sem afneiti Helför gyðinga verði fordæmdir. Bandaríkjamenn lögðu fram drög að ályktuninni. Hún er sögð svar við ráðstefnu í Íran fyrir áramót þar sem dregið var í efa að Helförin hefði átt sér stað. Það voru rúmlega hundrað þjóðir sem studdu ályktunina.

Erlent
Fréttamynd

Taka harðar á Írönum

George Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið hersveitum sínum í Írak heimild til að taka útsendara írönsku klerkastjórnarinnar í landinu fastari tökum en áður. Íranskir flugumenn eru grunaðir um að þjálfa herflokka sjía sem berjast gegn hernámsliðinu en fram til þessa hefur þeim yfirleitt verið sleppt eftir nokkurra daga varðhald.

Erlent
Fréttamynd

16 fallið á Gaza

Að minnsta kosti 16 hafa týnt lífi og fjölmargir særst í átökum milli Hamas og Fatah-liða á Gaza-svæðinu síðasta sólahring. Meðal látinna er tveggja ára drengur. Þetta eru einhver verstu átök sem blossað hafa upp milli fylkinganna í marga mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Google viðurkennir mistök

Stofnendur Google viðurkenndu í gær að ákvörðun þeirra um að verða við beiðni kínverskra stjórnvalda að efnisstýra leitarvél sinni í Kína hefði verið röng. Sögðu þeir það vera þar sem ákvörðunin hefði skaða orðspor fyrirtækisins í Evrópu og í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Breska lögreglan vill fá Lúgóvoj

Líklegt er talið að breska lögreglan krefjist þess að Rússar framselji Andrei Lúgóvoj, fyrrverandi njósnara KGB, vegna morðsins á starfsbróður sínum, Alexander Litvinenko. Eitrað var fyrir honum með geislavirku efni. Breska dagblaðið Guardian fullyrti þetta í gær.

Erlent
Fréttamynd

Fordæma þá sem afneita Helförinni

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þess efnis að þeir sem afneiti Helför gyðinga verði fordæmdir. Bandaríkjamenn lögðu fram drög að ályktuninni og er hún sögð svar við ráðstefnu í Íran fyrir áramót þar sem dregið var í efa að Helförin hefði átt sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Kleinuhringur með koffíni

Vísindamanni í Bandaríkjunum hefur tekist að koma koffíni í kleinuhring. Ætla að margir kjósi slíka kræsingum á morgnana í náinni framtíð. Það var veirusérfræðinginum Robert Bohannon sem tókst þetta, en hann lét ekki þar við sitja og kom koffíni líka í kökukrem og annað góðmeti.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæð átök á Gaza

Að minnsta kosti þrettán týndu lífi og fjölmargir særðust í átökum milli Hamas og Fatah-liða á Gaza-svæðinu síðasta sólahring. Átökin eru þau verstu milli þessara hópa í marga mánuði. Meðal látinna var tveggja ára drengur.

Erlent
Fréttamynd

Sturtaði evruseðlum yfir mannfjöldann

Vegfarendum í Kaiserslautern í Þýskalandi varð nokkuð hverft við í morgun þegar ský dró fyrir sólu og peningaseðlum tók að rigna. Ekki voru örlátir veðurguðir þarna á ferðinni heldur maður sem unnið hafði 100.000 evrur, jafnvirði níu milljóna króna, í útvarpshappdrætti.

Erlent
Fréttamynd

Mettap á rekstri Ford

Það er af sem áður var hjá bandaríska bílarisanum Ford því afkoma síðasta árs var sú versta í 103 ára sögu fyrirtækisins . Ársuppgjör þess var kynnt í gær en samkvæmt því nam tapið á árinu tæpum 890 milljörðum króna, sem er litlu minna en verg þjóðarframleiðsla Íslendinga á ári.

Erlent
Fréttamynd

Hyggst herja á Írana

George Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið hersveitum sínum í Írak heimild til að taka útsendara írönsku klerkastjórnarinnar í landinu fastari tökum en áður.

Erlent
Fréttamynd

Stóraukin umsvif í Afganistan

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar að gera Afganistan að þungamiðju friðargæslu- og þróunarverkefna Íslendinga í Asíu og í því skyni á að fjölga friðargæsluliðum þar um helming. Þetta tilkynnti hún á utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sátt um launagreiðslur Wal-Mart

Sátt hefur náðst á milli bandarisku verslanakeðjunnar Wal-Mart og stjórnvalda vestanhafs að verslanakeðjan greiði tæplega 87.000 starfsmönnum fyrirtækisins samstals 33 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, afturvirk laun fyrir ógreidda yfirvinnu. Þetta var ákveðið eftir að villa fannst í skráningakerfi Wal-Mart. Svo virðist sem fyrirtækið hafi sömuleiðis greitt 215.000 starfsmönnum laun á sama tíma.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

NYSE útilokar ekki yfirtöku á LSE

Stjórn bandarísku kauphallarinnar í New York (NYSE) er enn opin fyrir möguleikanum á yfirtöku kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) . Þetta sagði John Thain, forstjóri NYSE á ráðstefnu Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum, sem fram fer í Davos í Sviss.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Microsoft

Hagnaður bandaríska tölvurisans Microsoft á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins, sem lauk í desember, nam 2,63 milljörðum bandaríkjadala. Þetta jafngildir 184,36 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu sem er 28 prósenta samdráttur á milli ára. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum eru tafir á útgáfu Windows Vista, nýjasta stýrikerfi Microsoft.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kristallar koma úr stórutá

Samkvæmt fjölmiðlum í Malasíu síðastliðna daga er margt furðulegt að gerast þar. Kraftaverkalæknar eru á ferð og dularfullar risa-górillur láta glitta í sig. En það nýjasta er ung kona og tærnar á henni. Hvers vegna? Jú, það koma gimsteinar út úr þeim. Fjölmiðlar skýrðu fyrst frá þessu á þriðjudaginn var en fyrsti steininn leit dagsins ljós í október í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Hermönnum fjölgað í Afganistan

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, tilkynnir á fundi Norðuratlantshafsbandalagsins (NATO) á morgun að Bandaríkjamenn ætli sér að fjölga hermönnum í Afganistan og auka við fjárhagsaðstoð til þess að gera út af við Talibana. Hún ætlast einnig til þess að bandamenn Bandaríkjanna í NATO geri slíkt hið sama en Evrópulöndin virðast hafa takmarkaðan áhuga á slíkum aðgerðum.

Erlent
Fréttamynd

Ólöglegir innflytjendur sendir til síns heima

Mikill ótti hefur gripið um sig í samfélögum spænskra innflytjenda í Kaliforníu í Bandaríkjunum að undanförnu eftir að lögregla þar hóf að flytja af landi brott ólöglega innflytjendur. Lögreglan hóf átakið á þriðjudaginn var og segist einbeita sér að þeim ólöglegu innflytjendum sem eru glæpamenn.

Erlent
Fréttamynd

Fox stefnir Google

Kvikmyndasamsteypan 20th Century Fox stefndi í gær Google, eigendum YouTube heimasíðunnar eftir að heilu þættirnir úr seríunni frægu „24“ birtust á YouTube. Fox krefst þess að Google láti af hendi upplýsingar um notandann sem setti þættina á heimasíðuna.

Erlent
Fréttamynd

Yfirborð sjávar mun hækka næstu 1000 árin

Yfirborð sjávar mun halda áfram að hækka næstu þúsund árin þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda í heiminum til þess að koma í veg fyrir það. Ástæðan fyrir hækkun yfirborðs sjávar er talin vera aukið magn gróðurhúsaloftteguna.

Erlent
Fréttamynd

Myrtar til að vera giftar

Þrír menn í Kínva voru handteknir fyrir að hafa myrt tvær konur og selt líkin sem „Líkbrúðir" Samkvæmt gömlum kínverskum hefðum boðar það ekki gott ef ungir menn deyja án þess að hafa gift sig og þess vegna hefur það verið stundað að grafa látnar konur við hliðina á þeim til þess að þeir fái notið þeirra í framhaldslífinu.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir morð í Írak

Bandaríski hermaðurinn Corey Clagett var í dag dæmdur í fangelsi til 18 ára fyrir þátttöku sína í morði á þremur íröskum föngum. Hann er þriðji hermaðurinn sem er dæmdur í tenglsum fyrir morðin. Þau áttu sér stað nærri borginni Tíkrít í norðurhluta Írak 9. maí 2006.

Erlent
Fréttamynd

34 létust og 64 slösuðust

Að minnsta kosti 26 manns létu lífið og 64 slösuðust þegar bílsprengja sprakk í Karrada verslunarhverfinu í Bagdad í dag. Fyrr um daginn voru gerðar tvær árásir á markaði í Bagdad og létust átta manns í þeim. Heildartala látinna í dag er því komin upp í 34.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin styrkja Afganistan um 740 milljarða

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í dag að stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, myndi biðja þingið um að heimila 10,6 milljarða dollara fjárveitingu til Afganistan. Þetta jafngildir 740 milljörðum íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Fer holu í höggi

Bandaríski skrautpáfagaukurinn Al hefur að undanförnu leikið listir sínar fyrir sjónvarpsáhorfendur í Flórída. Gauksi er fjölhæfur í meira lagi því á meðal íþróttagreina sem hann hefur lagt fyrir sig eru körfubolti, fimleikar og meira að segja golf.

Erlent