Erlent Lítið magn e-taflnaveldur skemmdum Lítið magn af e-töflum þarf til þess að valda heilaskemmdum hjá fólki sem aldrei hefur tekið lyfið áður, segir í nýrri rannsókn sem Háskólinn í Amsterdam lét gera og fréttavefur BBC skýrir frá. Erlent 28.11.2006 21:54 Geislavirkni vart í London Meðal þeirra staða í London þar sem geislavirkni hefur fundist í kjölfar láts Rússans Litvinenko er húsnæði rússneska auðjöfursins Boris Berezovskí. Grunur er um að þrír hafi orðið fyrir geislamengun. Erlent 28.11.2006 21:54 Mun ekki kalla herinn heim George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á blaðamannafundi í Ríga í Lettlandi í gær að hann ætlaði ekki að láta undan þrýstingi og kalla bandaríska herliðið heim frá Írak fyrr en ástandið þar hefur lagast. Erlent 28.11.2006 21:54 Barátta gegn þeim vanrækt Flest ríki Evrópusambandsins sinna lítt baráttu gegn kynþáttafordómum og mismunun, sérstaklega þegar kemur að sviðum atvinnu, húsnæðis og menntun, kom fram í nýrri skýrslu ESB í gær. Erlent 28.11.2006 21:54 Áframhaldandi gæsluvarðhald Danska lögreglan hefur yfirheyrt einn mann til viðbótar sem talinn er tengjast stórfelldustu áætlunum um hryðjuverk sem uppgötvast hafa í Danmörku, segir í frétt Politiken. Erlent 28.11.2006 21:54 50 til 80 prósent skeyta eru rusl Á bilinu 50 til 80 prósent allra skeyta sem hlaðast inn í tölvupósthólf Evrópumanna eru ruslpóstur. Frá þessu greindi Viviane Reding, sem fer með fjarskipta- og fjölmiðlamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, á blaðamannafundi um hertar aðgerðir ESB gegn ruslpóstsplágunni, í Brussel fyrir skömmu. Erlent 28.11.2006 21:54 Börnin eiga að njóta forgangs Kofi Annan ávarpaði í dag öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og sagði þar frá því að í átökunum í Mið-Austurlöndum væru börn farin að verða hermenn. Hann talaði um nauðsyn þess að koma í veg fyrir þessa þróun og bætti við að flestir flóttamenn á átakasvæðum væru konur og börn. Erlent 28.11.2006 23:21 NATO-ríki lofa aukinni þátttöku í Afganistan Á ráðstefnu Norður-Atlantshafs Bandalagsins (NATO) lofuðu aðildarríki því að leyfa herliðum sín í Afganistan að taka þátt í bardögum en George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði lagt mikla áherslu á málið fyrir ráðstefnuna. Erlent 28.11.2006 23:01 Býflugur í bandaríska herinn Bandaríski herinn er farinn að þjálfa nýja tegund af hermönnum. Og með nýrri tegund er átt við aðra tegund en mannkynið því nýju hermennirnir eru býflugur. Rannsóknarstofnun bandaríska hersins skýrði frá því í gær að þeim hefði tekist að þjálfa venjulegar býflugur til þess að finna lykt af mörgum tegundum af sprengiefni og að leita það uppi. Erlent 28.11.2006 22:40 Íraski herinn að verða tilbúinn Þrettán af 112 herdeildum íraska hersins geta nú barist óstuddar við uppreisnarmenn þar í landi. Þetta kom fram í ræðu sem breskur ráðherra hélt í dag. Hann sagði ennfremur að 78 herdeildir þyrftu lágmarksstuðning en þær sem eftir væru væru enn í þjálfun. Ein írösk herdeild hefur um 500 hermenn. Erlent 28.11.2006 22:13 Frelsi á internetinu Kanadískir tölvufræðingar hafa búið til forrit sem mun gera notendum þess kleift að komast fram hjá eldveggjum ríkisstjórna á internetinu sem þýðir að fólk í löndum sem takmarka aðgang að efni á internetinu gæti skoðað hvað sem það vildi. Erlent 28.11.2006 22:02 Haldið upp á 80 ára afmæli Kastró Hátíðishöld vegna 80 ára afmælis Fídels Kastró, forseta Kúbu, hófust í dag en Kastró sást þó hvergi þar sem hann er enn að jafna sig eftir neyðaruppskurð sem hann fór í þann 31. júlí síðastliðinn. Margir Kúbverjar telja að Kastró sé of gamall til þess að snúa aftur til valda en hann eftirlét bróður sínum stjórntaumana eftir uppskurðinn. Erlent 28.11.2006 21:26 Fimm stúlkur láta lífið í áhlaupi Bandaríkjahers Sex Írakar, þar á meðal fimm ungar stúlkur, létu lífið í skotabardögum á milli bandarískra hermanna og grunaðra uppreisnarmanna í bænum Ramadi í dag. Bandaríska hersveitin notaði vopn gegn skriðdrekum, hríðskotabyssu og venjulegar byssur í skotbardaganum gegn tveimur mönnum sem voru uppi á þaki hússins sem stúlkurnar voru í. Erlent 28.11.2006 21:10 Norðmenn að taka við flugvellinum í Kabúl Norðmenn hafa boðist til þess að taka við stjórninni á flugvellinum í Kabúl en þeir tóku þó fram að þeir myndu aðeins gera það í sex mánuði og að þátttaka þeirra ylti á því hvað þeir yrðu beðnir um að gera. Erlent 28.11.2006 20:54 Fleiri fjölmiðlar segja ástandið í Írak borgarastríð Eftir að sjónvarpsstöðin CNN fór að kalla ástandið í Írak borgarastyrjöld hafa fleiri fréttamiðlar tekið heitið upp og það gegn vilja Hvíta hússins. Á meðal þessara miðla er dagblaðið New York Times en ritstjóri þess sagði að erfitt væri að færa rök fyrir því að það væri ekki borgarastyrjöld í Írak. Erlent 28.11.2006 20:20 Pútin ekki til Riga Talsmenn Pútins Rússlandsforseta sögðu í kvöld að hann gæti ekki farið til Riga til þess að eiga fund með forsetum Frakklands og Lettlands en nú stendur yfir leiðtogafundur NATO í Riga. Talað var um að fundur gæti átt sér stað á miðvikudaginn þegar að leiðtogafundi NATO myndi ljúka en ekki var hægt að finna tíma þar sem þeir gátu allir hist og því var hætt við fyrirhugaðan fund. Erlent 28.11.2006 20:11 Myrti fimm veiðimenn Grískur sauðfjárbóndi hefur viðurkennt að hafa skotið fimm veiðimenn til bana sem farið höfðu í óleyfi um landareign hans. Erlent 28.11.2006 19:15 Ísraelar halda sig við vopnahlé Ísraelski forsætisráðherrann Ehud Olmert sagðist í dag vonsvikinn yfir því að enn væri verið að skjóta flugskeytum frá Gaza á Ísrael en hélt því engu að síður fram að Ísraelar héldu sig við vopnahléið. Erlent 28.11.2006 19:52 Bandaríkjaher yfirgefi Írak Lykillinn að því að binda enda á vargöldina í Írak er að bandarískar hersveitir yfirgefi landið. Þetta sagði Ali Khameini, erkiklerkur í Íran, á fundi sínum með Jalal Talabani Íraksforseta í dag. Erlent 28.11.2006 19:12 Páfi í sáttahug Benedikt páfi sextándi rétti múslimum sáttarhönd við komuna til Ankara í Tyrklandi í dag. Erlent 28.11.2006 19:08 Kona verður milljónamæringur á því að spila tölvuleik Kínversk kona varð á dögunum fyrsti milljónamæringurinn sem verður til í sýndarveruleika. Hún spilar leikinn Second Life, http://secondlife.com/, á netinu og selur þar hús, íbúðir og landsvæði. Í leiknum græddi hún alls 300 milljónir Linden dollara, en það er gjaldmiðill leiksins. Það merkilega er að það er hægt að skipta sýndarpeningunum í alvöru dollara á genginu 275 Linden dollarar á móti einum raunverulegum. Leikjavísir 28.11.2006 19:25 Varnirnar ekki ennþá fullnægjandi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar á morgun að ræða við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um varnarsamstarf. Núverandi fyrirkomulag varna Íslands er ekki fullnægjandi, að mati ráðherrans. Erlent 28.11.2006 19:02 Sigríður Dúna afhendir trúnaðarbréf Föstudaginn 24. nóvember afhenti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Thabo Mbeki forseta Suður-Afríku trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Suður-Afríku. Fór afhendingin fram við hátíðlega athöfn í bústað forseta í Pretoríu, höfuðborg Suður-Afríku. Erlent 28.11.2006 19:01 Afganistan efst á baugi Enn frekari stækkun til austurs og hernaðurinn í Afganistan, eru efst á baugi á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Lettlandi í dag. Georgía og Úkraína eru á meðal þeirra ríkja sem gætu fengið aðild að bandalaginu á næstu misserum. Erlent 28.11.2006 18:57 Bemba í stjórnarandstöðu Jean-Pierre Bemba, maðurinn sem tapaði forsetakosningunum í Austur-Kongó fyrir Joseph Kabila í gær, hefur sagt að hann muni starfa í stjórnarandstöðu til þess að vernda hinn viðkvæma frið sem er í landinu um þessar mundir og bjarga þannig landinu frá óreiðu og ofbeldi. Í yfirlýsingu sem Bemba gaf frá sér sagði hann að hann stæði við kvartanir sínar sem var vísað frá dómi í gær en myndi engu að síður vilja styrkja lýðræðið í landinu og myndi því starfa í stjórnarandstöðu. Erlent 28.11.2006 17:52 Correa næsti forseti Ekvador Hæstaréttardómari í kjörstjórn í Ekvador sagði í dag að Rafael Correa hefði unnið sigur í forestakosningum í Ekvador eftir að 94% atkvæða höfðu verið talin. Sagði hann að Correa væri með alls 57% atkvæða og að niðurstöður ættu ekki eftir að breytast. Hins vegar var annar dómari sem vildi ekki staðfesta sigur Correa strax og sagði að réttara væri að bíða uns öll atkvæði hefðu verið talin. Erlent 28.11.2006 17:40 Actavis hyggur á útrás í Þýskalandi Þýskt dagblað greindi frá því í dag að lyfjarisinn Actavis ætlaði sér frekari fjárfestingar þar í landi. Vitnaði blaðið í viðtal við Róbert Wessmann, forstjóra Actavis, þar sem hann sagði að fyrirtæki myndi tilkynna um nýjar fjárfestingar fyrir jól. Það var aðeins fyrir viku síðan að Actavis keypti rússneska lyfjafyrirtækið ZiO Zdorovje fyrir 60 milljónir dollara, eða um fjóra milljarða íslenskra króna. Erlent 28.11.2006 17:26 Kynjakvóti tekinn upp í Frakklandi Stjórnvöld í Frakklandi hafa sett saman nýtt frumvarp sem á að neyða flokka til þess að koma fleiri konum í fremstu víglínu í stjórnmálum. Samkvæmt nýja frumvarpinu verða héraðs- og sveitastjórnir þar í landi að hafa jafnmargar konur og karlmenn. Einnig er kveðið á um að flokkar sem nái ekki þessu takmarki í landskosningum missi 75% af ríkisstyrkjum sínum. Erlent 28.11.2006 17:02 Myrtir fyrir að fara yfir akur Innlent 28.11.2006 16:56 Bush ergir Putin George Bush sagði, í Lettlandi í dag, að hann styddi aðild Georgíu að NATO. Fyrsta ráðstefna NATO í fyrrverandi kommúnistaríki, hefst í Riga í kvöld. Erlent 28.11.2006 16:49 « ‹ 212 213 214 215 216 217 218 219 220 … 334 ›
Lítið magn e-taflnaveldur skemmdum Lítið magn af e-töflum þarf til þess að valda heilaskemmdum hjá fólki sem aldrei hefur tekið lyfið áður, segir í nýrri rannsókn sem Háskólinn í Amsterdam lét gera og fréttavefur BBC skýrir frá. Erlent 28.11.2006 21:54
Geislavirkni vart í London Meðal þeirra staða í London þar sem geislavirkni hefur fundist í kjölfar láts Rússans Litvinenko er húsnæði rússneska auðjöfursins Boris Berezovskí. Grunur er um að þrír hafi orðið fyrir geislamengun. Erlent 28.11.2006 21:54
Mun ekki kalla herinn heim George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á blaðamannafundi í Ríga í Lettlandi í gær að hann ætlaði ekki að láta undan þrýstingi og kalla bandaríska herliðið heim frá Írak fyrr en ástandið þar hefur lagast. Erlent 28.11.2006 21:54
Barátta gegn þeim vanrækt Flest ríki Evrópusambandsins sinna lítt baráttu gegn kynþáttafordómum og mismunun, sérstaklega þegar kemur að sviðum atvinnu, húsnæðis og menntun, kom fram í nýrri skýrslu ESB í gær. Erlent 28.11.2006 21:54
Áframhaldandi gæsluvarðhald Danska lögreglan hefur yfirheyrt einn mann til viðbótar sem talinn er tengjast stórfelldustu áætlunum um hryðjuverk sem uppgötvast hafa í Danmörku, segir í frétt Politiken. Erlent 28.11.2006 21:54
50 til 80 prósent skeyta eru rusl Á bilinu 50 til 80 prósent allra skeyta sem hlaðast inn í tölvupósthólf Evrópumanna eru ruslpóstur. Frá þessu greindi Viviane Reding, sem fer með fjarskipta- og fjölmiðlamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, á blaðamannafundi um hertar aðgerðir ESB gegn ruslpóstsplágunni, í Brussel fyrir skömmu. Erlent 28.11.2006 21:54
Börnin eiga að njóta forgangs Kofi Annan ávarpaði í dag öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og sagði þar frá því að í átökunum í Mið-Austurlöndum væru börn farin að verða hermenn. Hann talaði um nauðsyn þess að koma í veg fyrir þessa þróun og bætti við að flestir flóttamenn á átakasvæðum væru konur og börn. Erlent 28.11.2006 23:21
NATO-ríki lofa aukinni þátttöku í Afganistan Á ráðstefnu Norður-Atlantshafs Bandalagsins (NATO) lofuðu aðildarríki því að leyfa herliðum sín í Afganistan að taka þátt í bardögum en George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði lagt mikla áherslu á málið fyrir ráðstefnuna. Erlent 28.11.2006 23:01
Býflugur í bandaríska herinn Bandaríski herinn er farinn að þjálfa nýja tegund af hermönnum. Og með nýrri tegund er átt við aðra tegund en mannkynið því nýju hermennirnir eru býflugur. Rannsóknarstofnun bandaríska hersins skýrði frá því í gær að þeim hefði tekist að þjálfa venjulegar býflugur til þess að finna lykt af mörgum tegundum af sprengiefni og að leita það uppi. Erlent 28.11.2006 22:40
Íraski herinn að verða tilbúinn Þrettán af 112 herdeildum íraska hersins geta nú barist óstuddar við uppreisnarmenn þar í landi. Þetta kom fram í ræðu sem breskur ráðherra hélt í dag. Hann sagði ennfremur að 78 herdeildir þyrftu lágmarksstuðning en þær sem eftir væru væru enn í þjálfun. Ein írösk herdeild hefur um 500 hermenn. Erlent 28.11.2006 22:13
Frelsi á internetinu Kanadískir tölvufræðingar hafa búið til forrit sem mun gera notendum þess kleift að komast fram hjá eldveggjum ríkisstjórna á internetinu sem þýðir að fólk í löndum sem takmarka aðgang að efni á internetinu gæti skoðað hvað sem það vildi. Erlent 28.11.2006 22:02
Haldið upp á 80 ára afmæli Kastró Hátíðishöld vegna 80 ára afmælis Fídels Kastró, forseta Kúbu, hófust í dag en Kastró sást þó hvergi þar sem hann er enn að jafna sig eftir neyðaruppskurð sem hann fór í þann 31. júlí síðastliðinn. Margir Kúbverjar telja að Kastró sé of gamall til þess að snúa aftur til valda en hann eftirlét bróður sínum stjórntaumana eftir uppskurðinn. Erlent 28.11.2006 21:26
Fimm stúlkur láta lífið í áhlaupi Bandaríkjahers Sex Írakar, þar á meðal fimm ungar stúlkur, létu lífið í skotabardögum á milli bandarískra hermanna og grunaðra uppreisnarmanna í bænum Ramadi í dag. Bandaríska hersveitin notaði vopn gegn skriðdrekum, hríðskotabyssu og venjulegar byssur í skotbardaganum gegn tveimur mönnum sem voru uppi á þaki hússins sem stúlkurnar voru í. Erlent 28.11.2006 21:10
Norðmenn að taka við flugvellinum í Kabúl Norðmenn hafa boðist til þess að taka við stjórninni á flugvellinum í Kabúl en þeir tóku þó fram að þeir myndu aðeins gera það í sex mánuði og að þátttaka þeirra ylti á því hvað þeir yrðu beðnir um að gera. Erlent 28.11.2006 20:54
Fleiri fjölmiðlar segja ástandið í Írak borgarastríð Eftir að sjónvarpsstöðin CNN fór að kalla ástandið í Írak borgarastyrjöld hafa fleiri fréttamiðlar tekið heitið upp og það gegn vilja Hvíta hússins. Á meðal þessara miðla er dagblaðið New York Times en ritstjóri þess sagði að erfitt væri að færa rök fyrir því að það væri ekki borgarastyrjöld í Írak. Erlent 28.11.2006 20:20
Pútin ekki til Riga Talsmenn Pútins Rússlandsforseta sögðu í kvöld að hann gæti ekki farið til Riga til þess að eiga fund með forsetum Frakklands og Lettlands en nú stendur yfir leiðtogafundur NATO í Riga. Talað var um að fundur gæti átt sér stað á miðvikudaginn þegar að leiðtogafundi NATO myndi ljúka en ekki var hægt að finna tíma þar sem þeir gátu allir hist og því var hætt við fyrirhugaðan fund. Erlent 28.11.2006 20:11
Myrti fimm veiðimenn Grískur sauðfjárbóndi hefur viðurkennt að hafa skotið fimm veiðimenn til bana sem farið höfðu í óleyfi um landareign hans. Erlent 28.11.2006 19:15
Ísraelar halda sig við vopnahlé Ísraelski forsætisráðherrann Ehud Olmert sagðist í dag vonsvikinn yfir því að enn væri verið að skjóta flugskeytum frá Gaza á Ísrael en hélt því engu að síður fram að Ísraelar héldu sig við vopnahléið. Erlent 28.11.2006 19:52
Bandaríkjaher yfirgefi Írak Lykillinn að því að binda enda á vargöldina í Írak er að bandarískar hersveitir yfirgefi landið. Þetta sagði Ali Khameini, erkiklerkur í Íran, á fundi sínum með Jalal Talabani Íraksforseta í dag. Erlent 28.11.2006 19:12
Páfi í sáttahug Benedikt páfi sextándi rétti múslimum sáttarhönd við komuna til Ankara í Tyrklandi í dag. Erlent 28.11.2006 19:08
Kona verður milljónamæringur á því að spila tölvuleik Kínversk kona varð á dögunum fyrsti milljónamæringurinn sem verður til í sýndarveruleika. Hún spilar leikinn Second Life, http://secondlife.com/, á netinu og selur þar hús, íbúðir og landsvæði. Í leiknum græddi hún alls 300 milljónir Linden dollara, en það er gjaldmiðill leiksins. Það merkilega er að það er hægt að skipta sýndarpeningunum í alvöru dollara á genginu 275 Linden dollarar á móti einum raunverulegum. Leikjavísir 28.11.2006 19:25
Varnirnar ekki ennþá fullnægjandi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar á morgun að ræða við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um varnarsamstarf. Núverandi fyrirkomulag varna Íslands er ekki fullnægjandi, að mati ráðherrans. Erlent 28.11.2006 19:02
Sigríður Dúna afhendir trúnaðarbréf Föstudaginn 24. nóvember afhenti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Thabo Mbeki forseta Suður-Afríku trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Suður-Afríku. Fór afhendingin fram við hátíðlega athöfn í bústað forseta í Pretoríu, höfuðborg Suður-Afríku. Erlent 28.11.2006 19:01
Afganistan efst á baugi Enn frekari stækkun til austurs og hernaðurinn í Afganistan, eru efst á baugi á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Lettlandi í dag. Georgía og Úkraína eru á meðal þeirra ríkja sem gætu fengið aðild að bandalaginu á næstu misserum. Erlent 28.11.2006 18:57
Bemba í stjórnarandstöðu Jean-Pierre Bemba, maðurinn sem tapaði forsetakosningunum í Austur-Kongó fyrir Joseph Kabila í gær, hefur sagt að hann muni starfa í stjórnarandstöðu til þess að vernda hinn viðkvæma frið sem er í landinu um þessar mundir og bjarga þannig landinu frá óreiðu og ofbeldi. Í yfirlýsingu sem Bemba gaf frá sér sagði hann að hann stæði við kvartanir sínar sem var vísað frá dómi í gær en myndi engu að síður vilja styrkja lýðræðið í landinu og myndi því starfa í stjórnarandstöðu. Erlent 28.11.2006 17:52
Correa næsti forseti Ekvador Hæstaréttardómari í kjörstjórn í Ekvador sagði í dag að Rafael Correa hefði unnið sigur í forestakosningum í Ekvador eftir að 94% atkvæða höfðu verið talin. Sagði hann að Correa væri með alls 57% atkvæða og að niðurstöður ættu ekki eftir að breytast. Hins vegar var annar dómari sem vildi ekki staðfesta sigur Correa strax og sagði að réttara væri að bíða uns öll atkvæði hefðu verið talin. Erlent 28.11.2006 17:40
Actavis hyggur á útrás í Þýskalandi Þýskt dagblað greindi frá því í dag að lyfjarisinn Actavis ætlaði sér frekari fjárfestingar þar í landi. Vitnaði blaðið í viðtal við Róbert Wessmann, forstjóra Actavis, þar sem hann sagði að fyrirtæki myndi tilkynna um nýjar fjárfestingar fyrir jól. Það var aðeins fyrir viku síðan að Actavis keypti rússneska lyfjafyrirtækið ZiO Zdorovje fyrir 60 milljónir dollara, eða um fjóra milljarða íslenskra króna. Erlent 28.11.2006 17:26
Kynjakvóti tekinn upp í Frakklandi Stjórnvöld í Frakklandi hafa sett saman nýtt frumvarp sem á að neyða flokka til þess að koma fleiri konum í fremstu víglínu í stjórnmálum. Samkvæmt nýja frumvarpinu verða héraðs- og sveitastjórnir þar í landi að hafa jafnmargar konur og karlmenn. Einnig er kveðið á um að flokkar sem nái ekki þessu takmarki í landskosningum missi 75% af ríkisstyrkjum sínum. Erlent 28.11.2006 17:02
Bush ergir Putin George Bush sagði, í Lettlandi í dag, að hann styddi aðild Georgíu að NATO. Fyrsta ráðstefna NATO í fyrrverandi kommúnistaríki, hefst í Riga í kvöld. Erlent 28.11.2006 16:49
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent