Erlent

Fréttamynd

Al-Kaída fagnar niðurstöðum þingkosninganna í Bandaríkjunum

Leiðtogi Al-Kaída í Írak, Abu Hamza al-Muhajir, fagnaði í dag niðurstöðum bandarísku þingkosninganna og sagði bandaríska kjósendur hafa gert rétta hlutinn. Kom þetta fram í hljóðupptöku sem var birt á netinu í dag en ekki hefur enn verið staðfest að hún sé ósvikin.

Erlent
Fréttamynd

Fánahylling bönnuð í menntaskóla í Bandaríkjunum

Nemendafélag háskóla eins í Orange County í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að banna hina svokölluðu fánahyllingu. Í henni er frasinn "under God" sem útleggjast mætti á hinu ylhýra sem "undirgefin Guði" en á undanförnum árum hefur hæstiréttur Bandaríkjanna bannað ýmsar trúarlega vísanir í hvers kyns opinberum athöfnum og þá sérstaklega í skólum.

Erlent
Fréttamynd

Spennan magnast í Kongó

Ásakanir um kosningasvindl hafa komið fram í Kongó undanfarið og er óttast að þær bæti við þegar eldfimt andrúmsloft í landinu. Samkvæmt síðustu tölum hefur áskorandinn Jean-Pierra Bemba saxað á forskot sitjandi forseta, Joseph Kabila, sem hefur hlotið um 60% atkvæða þegar tveir þriðju atkvæða hefur verið talinn.

Erlent
Fréttamynd

Vörður um homma og lesbíur

Öflugur lögregluvörður var um nokkur þúsund homma og lesbíur og stuðningsfólk þeirra, í skrúðgöngu á Hinsegin dögum í Jerúsalem, í dag.

Erlent
Fréttamynd

Hamas ekki í nýrri stjórn Palestínumanna

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, gaf í skyn í dag að hann myndi ekki taka sæti í þjóðstjórninni sem Hamas samtökin eru að reyna að mynda með Fatah hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta.

Erlent
Fréttamynd

Ed Bradley lést úr hvítblæði

Bandaríkjamaðurinn Ed Bradley, einn stjórnenda fréttaskýringaþáttarins 60 mínútur, lést í gær úr hvítblæði á sjúkrahúsi í New York í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Andstæða forverans

Væntanlegur varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, er líklegur til þess að gera verulegar breytingar á stríðsrekstrinum í Írak. Hann þykir gerólíkur forvera sínum í embætti, hinum umdeilda Donald Rumsfeld.

Erlent
Fréttamynd

Rumsfeld hverfur úr embætti

„Þetta byrjaði að þróast smám saman," sagði Tony Snow, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, í gær um brotthvarf hins umdeilda varnarmálaráðherra Donalds Rumsfeld.

Erlent
Fréttamynd

Bush skiptir um gír

Bush forseti á erfið tvö ár í vændum þar sem demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum þingsins í fyrsta sinn í tólf ár. Bush virðist fús til samstarfs við Demókrataflokkinn og er engu líkara en tapið sé honum ákveðinn léttir.

Erlent
Fréttamynd

Kosinn á þing fyrstur múslima

Múslimi var í fyrsta sinn kosinn á þjóðþing Bandaríkjanna í Washington á þriðjudaginn. Keith Ellison er lögfræðingur frá Minneapolis og hefur setið á ríkisþinginu í Minnesota.

Erlent
Fréttamynd

Schwarzenegger snýr aftur

Arnold Schwarzenegger vann sætan sigur í Kaliforníu þegar hann var endurkjörinn í ríkisstjóraembættið með yfirgnæfandi meirihluta og situr því annað kjörtímabil.

Erlent
Fréttamynd

Þrefalt meiri ofdrykkja

Fimmti hver karlkyns Dani sem náð hefur sextíu og fimm ára aldri á við áfengisvandamál að stríða. Mælist ofdrykkja í þessum hópi þrefalt meiri nú en hún gerði fyrir tólf árum.

Erlent
Fréttamynd

Dvínandi gildi hornsteinanna

Aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfið við Bandaríkin hafa í meira en hálfa öld verið hornsteinar öryggis- og varnarmálastefnu Íslands. Margt hefur grafið undan þessum hornsteinum á síðustu árum. Önnur grein.

Erlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Disney

Bandaríski afþreyingarisinn Disney skilaði methagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 782 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna og hefur hann aldrei verið meiri. Hagnaðurinn er að mestu tilkominn vegna góðrar aðsóknar á kvikmyndir undir merkjum Disney og í Disneygarðana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný skýrsla um vatnsmál í Afríku dregur upp dökka mynd

Samkvæmt nýrri skýrslu sem þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér í dag er nauðsynlegt að eyða mun meiri fjármunum en nú er gert í hreinsun vatns. Skýrslan segir einnig að mun fleiri láti lífið úr sjúkdómum sem berast með óhreinu vatni heldur en af HIV/AIDS og malaríu samanlagt.

Erlent
Fréttamynd

Erfðabreyttur vírus sem krabbameinslyf?

Erfðabreyttur vírus getur sýkt og drepið krabbameinsfrumur í heila fólks án þess að skaða heilbrigðar frumur. Þetta kom fram í nýjum rannsóknum sem voru birtar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Allen viðurkennir ósigur

George Allen, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Virgínufylki viðurkenndi rétt í þessu ósigur sinn í kosningunum sem fram fóru þann 7. nóvember síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt bænahús gyðinga opnar í Munchen

Nýtt bænahús gyðinga opnaði í Munchen í Þýskalandi í dag, 68 árum eftir að Adolf Hitler lét rífa niður bænahúsið sem stóð þar áður. Litið er á byggingu bænahússins sem staðfestingu á fjölgun gyðingasamfélagsins í Munchen en nasistar hreinsuðu borgina af gyðingum á valdatíma sínum.

Erlent
Fréttamynd

Demókratar nær öruggir um sigur

Allt bendir til að demókratar hafi náð meirihluta í báðum deildum í bandarísku þingkosningunum, í fyrsta sinn í tólf ár. George Bush forseti hefur rétt út sáttahönd til leiðtoga þeirra og kveðst nú opinn fyrir öllum hugmyndum um hernaðinn í Írak.

Erlent