Erlent Friðarviðræður að hefjast á ný í Sómalíu Sómalskir uppreisnarmenn og meðlimir í bráðabirgðastjórn Sómalíu náðu í dag samkomulagi um að hefja aftur friðarviðræður undi handleiðslu Félags arabískra þjóða og Súdan. Innlent 10.11.2006 21:16 Al-Kaída fagnar niðurstöðum þingkosninganna í Bandaríkjunum Leiðtogi Al-Kaída í Írak, Abu Hamza al-Muhajir, fagnaði í dag niðurstöðum bandarísku þingkosninganna og sagði bandaríska kjósendur hafa gert rétta hlutinn. Kom þetta fram í hljóðupptöku sem var birt á netinu í dag en ekki hefur enn verið staðfest að hún sé ósvikin. Erlent 10.11.2006 19:51 Fánahylling bönnuð í menntaskóla í Bandaríkjunum Nemendafélag háskóla eins í Orange County í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að banna hina svokölluðu fánahyllingu. Í henni er frasinn "under God" sem útleggjast mætti á hinu ylhýra sem "undirgefin Guði" en á undanförnum árum hefur hæstiréttur Bandaríkjanna bannað ýmsar trúarlega vísanir í hvers kyns opinberum athöfnum og þá sérstaklega í skólum. Erlent 10.11.2006 19:32 Spennan magnast í Kongó Ásakanir um kosningasvindl hafa komið fram í Kongó undanfarið og er óttast að þær bæti við þegar eldfimt andrúmsloft í landinu. Samkvæmt síðustu tölum hefur áskorandinn Jean-Pierra Bemba saxað á forskot sitjandi forseta, Joseph Kabila, sem hefur hlotið um 60% atkvæða þegar tveir þriðju atkvæða hefur verið talinn. Erlent 10.11.2006 19:03 Evrópsk varnarsamvinna að komast á nýtt stig Á mánudaginn mun Evrópusambandið stofna sjóð sem á að standa straum af kostnaði við evrópska varnarsamvinnu og það þrátt fyrir að Bretland ætli sér ekki að taka þátt. Erlent 10.11.2006 18:04 Fyrrum yfirmaður verkefnis breska hersins um fljúgandi furðuhluti varar við árás geimvera Rétt eftir að yfirmaður bresku leyniþjónustunnar varaði við hryðjuverkaógninni kom önnur viðvörun, en í þetta sinn frá fyrrverandi yfirmanni verkefnis breska hersins um fljúgandi furðuhluti. Hann varaði við árásum geimvera, sagði að þær gætu átt sér stað hvenær sem er og einna helst á Bretlandi. Erlent 10.11.2006 17:31 Stór lottóvinningur Erlent 10.11.2006 16:50 Pólverjar íhuga að reisa kjarnorkuver vegna vantrausts á Rússum Pólverjar eru að íhuga að reisa kjarnorkuver til orkuframleiðslu, því þeir treysta ekki Rússum til þess að sjá sér fyrir orku. Rússar hafa sýnt sig að vera ekki mjög áreiðanlegir byrgjar, og nota orku sína í pólitískum tilgangi. Erlent 10.11.2006 16:24 Leita leiða til að lifa í breyttu loftslagi Evrópusambandið mun á næsta ári leita eftir hugmyndum um hvernig það getur bætt undirbúning sinn undir loftslagsbreytingar. Erlent 10.11.2006 15:41 Vörður um homma og lesbíur Öflugur lögregluvörður var um nokkur þúsund homma og lesbíur og stuðningsfólk þeirra, í skrúðgöngu á Hinsegin dögum í Jerúsalem, í dag. Erlent 10.11.2006 15:14 Fyrsta ríkisstjórn Svartfjallalands staðfest Þing Svartfjallalands staðfesti í dag fyrstu ríkisstjórn þessa nýlega sjálfstæða ríkis. Erlent 10.11.2006 14:23 Breska leyniþjónustan rannsakar áform um 30 hryðjuverkaárásir Elísa Manningham-Buller, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, segir 30 hryðjuverkaárásir í rannsókn í Bretlandi og að leyniþjónustan fylgist með yfir 1600 einstaklingum, sem margir væru í tengslum við Al-Kæda í Pakistan. Erlent 10.11.2006 12:14 Hamas ekki í nýrri stjórn Palestínumanna Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, gaf í skyn í dag að hann myndi ekki taka sæti í þjóðstjórninni sem Hamas samtökin eru að reyna að mynda með Fatah hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta. Erlent 10.11.2006 11:19 Ed Bradley lést úr hvítblæði Bandaríkjamaðurinn Ed Bradley, einn stjórnenda fréttaskýringaþáttarins 60 mínútur, lést í gær úr hvítblæði á sjúkrahúsi í New York í Bandaríkjunum. Erlent 9.11.2006 21:46 Andstæða forverans Væntanlegur varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, er líklegur til þess að gera verulegar breytingar á stríðsrekstrinum í Írak. Hann þykir gerólíkur forvera sínum í embætti, hinum umdeilda Donald Rumsfeld. Erlent 9.11.2006 21:46 Rumsfeld hverfur úr embætti „Þetta byrjaði að þróast smám saman," sagði Tony Snow, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, í gær um brotthvarf hins umdeilda varnarmálaráðherra Donalds Rumsfeld. Erlent 9.11.2006 21:47 Bush skiptir um gír Bush forseti á erfið tvö ár í vændum þar sem demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum þingsins í fyrsta sinn í tólf ár. Bush virðist fús til samstarfs við Demókrataflokkinn og er engu líkara en tapið sé honum ákveðinn léttir. Erlent 9.11.2006 21:46 Schwarzenegger snýr aftur Arnold Schwarzenegger vann sætan sigur í Kaliforníu þegar hann var endurkjörinn í ríkisstjóraembættið með yfirgnæfandi meirihluta og situr því annað kjörtímabil. Erlent 9.11.2006 21:46 Kosinn á þing fyrstur múslima Múslimi var í fyrsta sinn kosinn á þjóðþing Bandaríkjanna í Washington á þriðjudaginn. Keith Ellison er lögfræðingur frá Minneapolis og hefur setið á ríkisþinginu í Minnesota. Erlent 9.11.2006 21:46 Þrefalt meiri ofdrykkja Fimmti hver karlkyns Dani sem náð hefur sextíu og fimm ára aldri á við áfengisvandamál að stríða. Mælist ofdrykkja í þessum hópi þrefalt meiri nú en hún gerði fyrir tólf árum. Erlent 9.11.2006 21:46 Dvínandi gildi hornsteinanna Aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfið við Bandaríkin hafa í meira en hálfa öld verið hornsteinar öryggis- og varnarmálastefnu Íslands. Margt hefur grafið undan þessum hornsteinum á síðustu árum. Önnur grein. Erlent 9.11.2006 21:46 Réttindi samkynhneigðra aukin í Mexíkóborg Þingið í Mexíkóborg lögleiddi í dag borgaralega hjónavígslu samkynhneigðra. Í Mexíkó er næstmesti fjöldi kaþólikka og mómæltu margir þessum nýju lögum. Erlent 9.11.2006 23:50 Methagnaður hjá Disney Bandaríski afþreyingarisinn Disney skilaði methagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 782 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna og hefur hann aldrei verið meiri. Hagnaðurinn er að mestu tilkominn vegna góðrar aðsóknar á kvikmyndir undir merkjum Disney og í Disneygarðana. Viðskipti erlent 9.11.2006 23:01 Yfirmaður MI5, bresku leyniþjónustunnar, varar við hryðjuverkaógninni Yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, Lafði Eliza Manningham-Buller, skýrði frá því í ræðu í morgun að vitað væri um allt að 30 áætlanir um hryðjuverk í Bretlandi. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu. Erlent 9.11.2006 22:58 Kjörsókn í bandarísku þingkosningunum ekki verið meiri síðan 1982 Talið er að um 83 milljónir, eða um 40,4% kjósenda, hafi kosið í þingkosningum í Bandaríkjunum þann 7. nóvemeber síðastliðinn. Þetta er aukning frá þingkosningunum 2002 en þá kusu um 39,7% kjósenda. Erlent 9.11.2006 22:39 Ný skýrsla um vatnsmál í Afríku dregur upp dökka mynd Samkvæmt nýrri skýrslu sem þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér í dag er nauðsynlegt að eyða mun meiri fjármunum en nú er gert í hreinsun vatns. Skýrslan segir einnig að mun fleiri láti lífið úr sjúkdómum sem berast með óhreinu vatni heldur en af HIV/AIDS og malaríu samanlagt. Erlent 9.11.2006 22:18 Erfðabreyttur vírus sem krabbameinslyf? Erfðabreyttur vírus getur sýkt og drepið krabbameinsfrumur í heila fólks án þess að skaða heilbrigðar frumur. Þetta kom fram í nýjum rannsóknum sem voru birtar í dag. Erlent 9.11.2006 20:57 Allen viðurkennir ósigur George Allen, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Virgínufylki viðurkenndi rétt í þessu ósigur sinn í kosningunum sem fram fóru þann 7. nóvember síðastliðinn. Erlent 9.11.2006 20:17 Nýtt bænahús gyðinga opnar í Munchen Nýtt bænahús gyðinga opnaði í Munchen í Þýskalandi í dag, 68 árum eftir að Adolf Hitler lét rífa niður bænahúsið sem stóð þar áður. Litið er á byggingu bænahússins sem staðfestingu á fjölgun gyðingasamfélagsins í Munchen en nasistar hreinsuðu borgina af gyðingum á valdatíma sínum. Erlent 9.11.2006 20:05 Demókratar nær öruggir um sigur Allt bendir til að demókratar hafi náð meirihluta í báðum deildum í bandarísku þingkosningunum, í fyrsta sinn í tólf ár. George Bush forseti hefur rétt út sáttahönd til leiðtoga þeirra og kveðst nú opinn fyrir öllum hugmyndum um hernaðinn í Írak. Erlent 9.11.2006 19:08 « ‹ 230 231 232 233 234 235 236 237 238 … 334 ›
Friðarviðræður að hefjast á ný í Sómalíu Sómalskir uppreisnarmenn og meðlimir í bráðabirgðastjórn Sómalíu náðu í dag samkomulagi um að hefja aftur friðarviðræður undi handleiðslu Félags arabískra þjóða og Súdan. Innlent 10.11.2006 21:16
Al-Kaída fagnar niðurstöðum þingkosninganna í Bandaríkjunum Leiðtogi Al-Kaída í Írak, Abu Hamza al-Muhajir, fagnaði í dag niðurstöðum bandarísku þingkosninganna og sagði bandaríska kjósendur hafa gert rétta hlutinn. Kom þetta fram í hljóðupptöku sem var birt á netinu í dag en ekki hefur enn verið staðfest að hún sé ósvikin. Erlent 10.11.2006 19:51
Fánahylling bönnuð í menntaskóla í Bandaríkjunum Nemendafélag háskóla eins í Orange County í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að banna hina svokölluðu fánahyllingu. Í henni er frasinn "under God" sem útleggjast mætti á hinu ylhýra sem "undirgefin Guði" en á undanförnum árum hefur hæstiréttur Bandaríkjanna bannað ýmsar trúarlega vísanir í hvers kyns opinberum athöfnum og þá sérstaklega í skólum. Erlent 10.11.2006 19:32
Spennan magnast í Kongó Ásakanir um kosningasvindl hafa komið fram í Kongó undanfarið og er óttast að þær bæti við þegar eldfimt andrúmsloft í landinu. Samkvæmt síðustu tölum hefur áskorandinn Jean-Pierra Bemba saxað á forskot sitjandi forseta, Joseph Kabila, sem hefur hlotið um 60% atkvæða þegar tveir þriðju atkvæða hefur verið talinn. Erlent 10.11.2006 19:03
Evrópsk varnarsamvinna að komast á nýtt stig Á mánudaginn mun Evrópusambandið stofna sjóð sem á að standa straum af kostnaði við evrópska varnarsamvinnu og það þrátt fyrir að Bretland ætli sér ekki að taka þátt. Erlent 10.11.2006 18:04
Fyrrum yfirmaður verkefnis breska hersins um fljúgandi furðuhluti varar við árás geimvera Rétt eftir að yfirmaður bresku leyniþjónustunnar varaði við hryðjuverkaógninni kom önnur viðvörun, en í þetta sinn frá fyrrverandi yfirmanni verkefnis breska hersins um fljúgandi furðuhluti. Hann varaði við árásum geimvera, sagði að þær gætu átt sér stað hvenær sem er og einna helst á Bretlandi. Erlent 10.11.2006 17:31
Pólverjar íhuga að reisa kjarnorkuver vegna vantrausts á Rússum Pólverjar eru að íhuga að reisa kjarnorkuver til orkuframleiðslu, því þeir treysta ekki Rússum til þess að sjá sér fyrir orku. Rússar hafa sýnt sig að vera ekki mjög áreiðanlegir byrgjar, og nota orku sína í pólitískum tilgangi. Erlent 10.11.2006 16:24
Leita leiða til að lifa í breyttu loftslagi Evrópusambandið mun á næsta ári leita eftir hugmyndum um hvernig það getur bætt undirbúning sinn undir loftslagsbreytingar. Erlent 10.11.2006 15:41
Vörður um homma og lesbíur Öflugur lögregluvörður var um nokkur þúsund homma og lesbíur og stuðningsfólk þeirra, í skrúðgöngu á Hinsegin dögum í Jerúsalem, í dag. Erlent 10.11.2006 15:14
Fyrsta ríkisstjórn Svartfjallalands staðfest Þing Svartfjallalands staðfesti í dag fyrstu ríkisstjórn þessa nýlega sjálfstæða ríkis. Erlent 10.11.2006 14:23
Breska leyniþjónustan rannsakar áform um 30 hryðjuverkaárásir Elísa Manningham-Buller, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, segir 30 hryðjuverkaárásir í rannsókn í Bretlandi og að leyniþjónustan fylgist með yfir 1600 einstaklingum, sem margir væru í tengslum við Al-Kæda í Pakistan. Erlent 10.11.2006 12:14
Hamas ekki í nýrri stjórn Palestínumanna Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, gaf í skyn í dag að hann myndi ekki taka sæti í þjóðstjórninni sem Hamas samtökin eru að reyna að mynda með Fatah hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta. Erlent 10.11.2006 11:19
Ed Bradley lést úr hvítblæði Bandaríkjamaðurinn Ed Bradley, einn stjórnenda fréttaskýringaþáttarins 60 mínútur, lést í gær úr hvítblæði á sjúkrahúsi í New York í Bandaríkjunum. Erlent 9.11.2006 21:46
Andstæða forverans Væntanlegur varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, er líklegur til þess að gera verulegar breytingar á stríðsrekstrinum í Írak. Hann þykir gerólíkur forvera sínum í embætti, hinum umdeilda Donald Rumsfeld. Erlent 9.11.2006 21:46
Rumsfeld hverfur úr embætti „Þetta byrjaði að þróast smám saman," sagði Tony Snow, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, í gær um brotthvarf hins umdeilda varnarmálaráðherra Donalds Rumsfeld. Erlent 9.11.2006 21:47
Bush skiptir um gír Bush forseti á erfið tvö ár í vændum þar sem demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum þingsins í fyrsta sinn í tólf ár. Bush virðist fús til samstarfs við Demókrataflokkinn og er engu líkara en tapið sé honum ákveðinn léttir. Erlent 9.11.2006 21:46
Schwarzenegger snýr aftur Arnold Schwarzenegger vann sætan sigur í Kaliforníu þegar hann var endurkjörinn í ríkisstjóraembættið með yfirgnæfandi meirihluta og situr því annað kjörtímabil. Erlent 9.11.2006 21:46
Kosinn á þing fyrstur múslima Múslimi var í fyrsta sinn kosinn á þjóðþing Bandaríkjanna í Washington á þriðjudaginn. Keith Ellison er lögfræðingur frá Minneapolis og hefur setið á ríkisþinginu í Minnesota. Erlent 9.11.2006 21:46
Þrefalt meiri ofdrykkja Fimmti hver karlkyns Dani sem náð hefur sextíu og fimm ára aldri á við áfengisvandamál að stríða. Mælist ofdrykkja í þessum hópi þrefalt meiri nú en hún gerði fyrir tólf árum. Erlent 9.11.2006 21:46
Dvínandi gildi hornsteinanna Aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfið við Bandaríkin hafa í meira en hálfa öld verið hornsteinar öryggis- og varnarmálastefnu Íslands. Margt hefur grafið undan þessum hornsteinum á síðustu árum. Önnur grein. Erlent 9.11.2006 21:46
Réttindi samkynhneigðra aukin í Mexíkóborg Þingið í Mexíkóborg lögleiddi í dag borgaralega hjónavígslu samkynhneigðra. Í Mexíkó er næstmesti fjöldi kaþólikka og mómæltu margir þessum nýju lögum. Erlent 9.11.2006 23:50
Methagnaður hjá Disney Bandaríski afþreyingarisinn Disney skilaði methagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 782 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna og hefur hann aldrei verið meiri. Hagnaðurinn er að mestu tilkominn vegna góðrar aðsóknar á kvikmyndir undir merkjum Disney og í Disneygarðana. Viðskipti erlent 9.11.2006 23:01
Yfirmaður MI5, bresku leyniþjónustunnar, varar við hryðjuverkaógninni Yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, Lafði Eliza Manningham-Buller, skýrði frá því í ræðu í morgun að vitað væri um allt að 30 áætlanir um hryðjuverk í Bretlandi. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu. Erlent 9.11.2006 22:58
Kjörsókn í bandarísku þingkosningunum ekki verið meiri síðan 1982 Talið er að um 83 milljónir, eða um 40,4% kjósenda, hafi kosið í þingkosningum í Bandaríkjunum þann 7. nóvemeber síðastliðinn. Þetta er aukning frá þingkosningunum 2002 en þá kusu um 39,7% kjósenda. Erlent 9.11.2006 22:39
Ný skýrsla um vatnsmál í Afríku dregur upp dökka mynd Samkvæmt nýrri skýrslu sem þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér í dag er nauðsynlegt að eyða mun meiri fjármunum en nú er gert í hreinsun vatns. Skýrslan segir einnig að mun fleiri láti lífið úr sjúkdómum sem berast með óhreinu vatni heldur en af HIV/AIDS og malaríu samanlagt. Erlent 9.11.2006 22:18
Erfðabreyttur vírus sem krabbameinslyf? Erfðabreyttur vírus getur sýkt og drepið krabbameinsfrumur í heila fólks án þess að skaða heilbrigðar frumur. Þetta kom fram í nýjum rannsóknum sem voru birtar í dag. Erlent 9.11.2006 20:57
Allen viðurkennir ósigur George Allen, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Virgínufylki viðurkenndi rétt í þessu ósigur sinn í kosningunum sem fram fóru þann 7. nóvember síðastliðinn. Erlent 9.11.2006 20:17
Nýtt bænahús gyðinga opnar í Munchen Nýtt bænahús gyðinga opnaði í Munchen í Þýskalandi í dag, 68 árum eftir að Adolf Hitler lét rífa niður bænahúsið sem stóð þar áður. Litið er á byggingu bænahússins sem staðfestingu á fjölgun gyðingasamfélagsins í Munchen en nasistar hreinsuðu borgina af gyðingum á valdatíma sínum. Erlent 9.11.2006 20:05
Demókratar nær öruggir um sigur Allt bendir til að demókratar hafi náð meirihluta í báðum deildum í bandarísku þingkosningunum, í fyrsta sinn í tólf ár. George Bush forseti hefur rétt út sáttahönd til leiðtoga þeirra og kveðst nú opinn fyrir öllum hugmyndum um hernaðinn í Írak. Erlent 9.11.2006 19:08
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent