Erlent

Fréttamynd

Ísjakar undan strönd Nýja Sjálands

Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa sent frá sér viðvörun til sjófarenda vegna mörg hundruð ísjaka undan strönd landsins. Töluverð hætta er talin geta skapast nærri jökunum þar sem veður á svæðinu mun versna.

Erlent
Fréttamynd

Lögfræðiteymi í bandaríska kosningaslaginn

Bæði repúblikanar og demókratar í Bandaríkjunum eru búnir að safna saman hópum lögfræðinga, sem eiga að leggja fram kærur ef úrslit verða einhversstaðar í vafa í þingkosningunum sem fram fara á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Útgöngubanni aflétt að hluta til í Bagdad

Íröksk yfirvöld hafa aflétt útgöngubanni í höfðuborginni Bagdad að hluta til en því var komið á áður en Saddam Hussein, fyrrverandi forseti landsins, var dæmdur til dauða í gær fyrir glæpi gegn mannkyni. Óttast var að til uppþota kæmi í kjölfarið í höfuðborginni en allt hefur verið með kyrrum kjörum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin segjast standa sig vel í loftslagsmálum

Aðalsamningamaður Bandaríkjanna í umhverfismálum segir að Bandaríkin standi sig betur í því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda en mörg önnur lönd. Hann á ekki von á því að bandaríkjamenn undirgangist Kyoto samkomulagið, meðan núverandi ríkisstjórn situr í Washington.

Erlent
Fréttamynd

Þingmönnum synjað um kött gegn músaplágu

Yfirvöld hafa synjað beiðni breskra þingmanna um að fá kött, til þess að takast á við mikla músaplágu í þinghúsinu. Mýsnar hrjá bæði háa og lága; þær skoppa um á milli skrifborða blaðamanna, jafnt og í testofu þinghússins.

Erlent
Fréttamynd

Lakshmi Mittal skipaður forstjóri Arcelor Mittal

Indverskættaði stálkóngurinn Lakshmi Mittal, einn ríkasti maður sem búsettur er á Bretlandseyjum, hefur tekið við sem forstjóri hins nýsameinaða stálfyrirtækis Arcelor Mittal. Fyrirtæki Mittals, Mittal Steel, keypti stálfyrirtækið Arcelor fyrir fimm mánuðum og hafa fyrirtækið sameinast.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krefjast 38 þúsund ára fangelsis

Spænskir saksóknarar segja að þeir muni krefjast 38 þúsund ára fangelsis fyrir hvern hryðjuverkamannanna sem ákærðir eru fyrir árásir á lestarkerfi Madridar, árið 2004.

Erlent
Fréttamynd

Blair getur unnið með palestínskri embættismannastjórn

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að hann gæti gengið til samninga við palestinska stjórn, undir forystu Hamas, ef samtökin yrðu við alþjóðlegum kröfum um að afneita ofbeldi, og viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.

Erlent
Fréttamynd

Statoil eykur olíuvinnslu við Mexíkóflóa

Norski ríkisolíurisinn Statoil greindi frá því í dag að það hefði ætli að kaupa ýmsar eignir og réttindi til olíuvinnslu af bandaríska olíufélaginu Anadarko Petroleum Corp. við Mexíkóflóa. Kaupverð nemur 901 milljón dölum eða ríflega 61,5 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spennan magnast fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum

Spennan fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum heldur áfram að magnast, degi áður en Bandaríkjamenn ganga til kosninga. Ný skoðanakönnun sem dagblaðið USA Today og Gallup hafa gert sýnir að forskot demókrata í kosningunum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur minnkað nokkuð á síðustu tveimur vikum og þá er mjög mjótt á munum í kosningum til öldungadeildarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Óeirðir vegna erfiðra inntökuprófa í lögreglu á Indlandi

Hundruðu manna gengu berserksgang í borginni Ghaziabad í norðurhluta Indlands í gærkvöld til þess að mótmæla erfiðum inntökuprófum í lögregluna. Mennirnir réðust bæði á fólk og farartæki sem á vegi þeirra varð og voru hátt í 30 menn handteknir í óeirðunum.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð lækkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði í dag þrátt fyrir að ákvörðun OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, um samdrátt í olíuframleiðslu til að sporna gegn frekari verðlækkunum á hráolíu, gekk í gildi á miðvikudag í síðustu viku. Ekki er talið víst að eining sé um ákvörðunina innan aðildarríkja OPEC.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

LSE og Kauphöllin í Tókýo ræða saman

Stjórn kauphallarinnar í Tókýó í Japan, einhver stærsta kauphöllin í Asíu, hefur lýst því yfir að hún eigi í samstarfsviðræðum við kauphöllina í Lundúnum (LSE). Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) er meðal annars rætt um skráningu fyrirtækja í báðum kauphöllum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Talinn flæktur í spillingarmál

Saksóknarar í Taívan segjast hafa gögn sem sýni fram á að Chen Shui-bian, forseti landsins, sé flæktur í spillingarmál í tengslum við leynilegan sjóð, sem hann hefur haft afskipti af. Gögnin nægi til að leggja fram ákæru á hendur forsetanum.

Erlent
Fréttamynd

Saddam Hussein dæmdur til dauða

Dauðadómi sem í gær var kveðinn upp yfir Saddam Hussein misjafnlega tekið. Fögnuður í röðum íraskra sjía-múslima sem stjórn Saddams ofsótti, en talsmenn súnnía spáðu blóðbaði sem yrði á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Athyglin á hliðarmálunum

Málefnin sem voru á aðaldagskrá Norðurlandaráðsþings í Kaupmannahöfn í vikunni sem leið, svo sem hvernig norræna velferðarmódelinu reiddi af í hnattvæðingunni, vöktu minni athygli fjölmiðla en hliðarefni á borð við jafnréttismál í Færeyjum.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar kannski að segja af sér

Sheik Taj Aldin Al-Hilali, múslimaklerkurinn í Ástralíu sem vakti hörð viðbrögð í september þegar hann sagði slæðulausar konur vera eins og óvarið kjöt, sagðist á föstudag ætla að segja af sér ef óháð nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að með þessum ummælum hafi hann verið að hvetja til nauðgana.

Erlent
Fréttamynd

Ortega í forystu

Kjósendur í Miðameríkuríkinu Níkaragva biðu í gær í löngum biðröðum eftir að fá að kjósa í forsetakosningum, sem Daniel Ortega, gamla sandínistaleiðtoganum sem stjórnaði landinu megnið af níunda áratugnum, var spáð góðu gengi í.

Erlent
Fréttamynd

Dularfull beinbrot ungbarna

Undanfarið hefur hollenska dagblaðið De Telegraaf birt fréttir af beinbrotum ungbarna sem vakið hafa töluverðan ugg þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Keypti eiturlyf og vændi

Forseti Bandarísku evangelistakirkjunnar, Ted Haggard, er sakaður um að hafa keypt sér metamfetamín og nudd af karlhóru. Í Evangelistasamtökunum í Bandaríkjunum eru allt að 30 milljónir meðlima.

Erlent
Fréttamynd

Byggð námumanna ógnað

Glæður í úrgangi frá kolanámu á Svalbarða gætu leitt til þess að allir íbúar eyjarinnar, sem eru rússneskir, neyðist til að flýja heimili sín. Til þess kæmi þó ekki fyrr en glæðurnar breytast í loga, að sögn norskra yfirvalda.

Erlent
Fréttamynd

Bush fagnar dauðadómi Saddams

George W. Bush fagnaði niðurstöðu dómstólsins í Bagdad í dag. Hann sagði hann mikilvægan áfanga á leið Íraks til friðar og velsæmdar er hann talaði við fréttamenn á leið sinni um Texas í dag.

Erlent
Fréttamynd

Málsmeðferðin gagnrýnd

Súnníar í Írak eru æfir vegna dauðadóms yfir Saddam Hússein, fyrrverandi forseta Íraks, en á sama tíma fagna sjíar. Mannréttindasamtök segja málsmeðferðina gagnrýnisverða. Bandarísk stjórnvöld fagna dómnum og segja hann fyrsta skrefið í átt að nýrri framtíð fyrir Íraka.

Erlent
Fréttamynd

Bandarískur prestur leystur frá störfum vegna kynlífshneykslis

Einn af áhrifamestu predikurum kristinnar trúar í Bandaríkjunum, Ted Haggard, var rekinn af kirkjuráði sínu nú um helgina. Haggard, sem er mikið á móti hjónabandi samkynhneigðra, viðurkenndi nú á föstudaginn að hann hefði keypt sér eiturlyf og farið í nuddtíma til karlkyns hóru.

Erlent
Fréttamynd

Forsetakosningar haldnar í Níkaragva

Fimm eru í framboði í Níkaragva en baráttan er helst sögð standa milli Daniel Ortega, fyrrverandi forseta og skæruliðaleiðtoga, og athafnamannsins Eduardo Montealegre.

Erlent
Fréttamynd

Skutu 12 ára stúlku til bana

Ísraelskar leyniskyttur skutu 12 ára palestínska stúlku til bana í bænum Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í gær. Aðgerðir Ísraela þar síðan á miðvikudag hafa kostað á fimmta tug Palestínumanna lífið. Á sama tíma er þjóðstjórn Palestínumanna sögð ná næsta leyti.

Erlent