Erlent Verstu flóð í hálfa öld Nærri milljón íbúar í Tabasco-héraði í Suður-Mexíkó hafa misst heimili sín í einhverjum mestu flóðum í landinu í hálfa öld. Um 80% héraðsins eru undir vatni. Mikilli rigningu er spáð á svæðinu um helgina. Erlent 3.11.2007 18:08 Neyðarlög í Pakistan Neyðarástandi var lýst yfir í Pakistan í dag. Musharraf forseti tók sér alræðisvald og skipti um forseta hæstréttar. Dómstóllinn á enn eftir að úrskurða um kjörgengi Musharrafs í síðustu kosningum. Erlent 3.11.2007 17:59 Bandarískt sjónvarp í óvissu Framtíð margra þekktustu sjónvarpsþátta Bandaríkjanna er í óvissu eftir að bandlag handritshöfunda í Hollywood samþykkti í gærkvöldi að boða til verkfalls á mánudag. Viðræður samningsaðila hafa siglt í strand og ólíklegt talið að verkfalli verði forðað. Erlent 3.11.2007 13:20 Kjarnorkusérfræðingar í Norður-Kóreu Bandarískir kjarnorkusérfræðingar skoða í dag kjarnakljúfinn í Yongbyon í Norður-Kóreu. Þeirra verk verður að rífa hann og hefjast þeir handa við það á mánudaginn. Það er stórt skref fyrir ráðamenn í Pyongyang - sem hafa heitið því að leggja kjarnorkuáætlun sína á hilluna. Erlent 3.11.2007 13:07 Ráðist gegn PKK Hérðasstjórn Kúrda lét í morgun loka skrifstofum skæruliðahóps aðskilnaðarsinna í norðurhluta Íraks. Forsætisráðherra landsins sagði í morgun að allt yrði gert til að stöðva skæruliðana og koma í veg fyrir innrás Tyrkja. Erlent 3.11.2007 12:14 Áhyggur af framhaldinu á Srí Lanka Blikur eru á lofti á Srí Lanka eftir að helsti samningamaður skæruliða Tamíltígra féll ásamt fimm öðrum háttsettum mönnum í loftárás stjórnarhersins í morgun. Erlent 2.11.2007 18:21 Metnir sem lífshættulegir bílar Toyota Hilux pallbílar eru lífshættulegir að mati sænsks bílablaðs. Bifreiðin fer nærri því að velta í ökuprófi. Samskonar próf olli vandræðum fyrir A-bíl Mercedez Benz fyrir áratug. Erlent 2.11.2007 17:48 Ungliðahópur Vítisengla stofnaður í Danmörku Vítisenglar í Danmörku hafa stofnað svokallaðan ungliðahóp fyrir þá sem vilja ganga í samtökin en hafa ekki efni á vélfáki. Ekki fæst gefið upp hvaða tilgangi nýi hópurinn þjóni. Erlent 2.11.2007 18:06 Fallni tamílaleiðtoginn hitti marga Íslendinga Tamílaleiðtoginn sem Bjarni Vestmann heilsaði á Sri Lanka á dögunum var einn af þeim Tamílum sem Norðmaðurinn Erik Solheim átti mest samskipti við þegar hann var að reyna að koma á friði í landinu. Erlent 2.11.2007 15:11 Nei ráðherra Ráðherra í breska innanríkisráðuneytinu var í dag sektaður um 100 sterlingspund, rúmar 12000 krónur fyrir að tala í farsíma undir stýri. Erlent 2.11.2007 13:17 Ísraelar vilja frið áður en George Bush hættir Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels vonast til þess að ná friðarsamningum við Palestínumenn áður en George Bush forseti lætur af völdum. Erlent 2.11.2007 11:57 Til hamingju með daginn elskan Ríkasti maður Indlands gaf í dag eiginkonu sinni fjögurra milljarða króna Airbus einkaþotu, í tilefni af því að hún varð 44 ára. Erlent 2.11.2007 11:11 Erfitt að sjá svertingja í myrkri Þáttastjórnandi hjá BBC lenti í súpunni í vikunni þegar hún var að tala um umferðaröryggi. Erlent 2.11.2007 10:21 Hiroshima sprengjuflugmaðurinn látinn Bandaríski herflugmaðurinn sem varpaði fyrstu kjarnorkusprengju heims, yfir japönsku borgina Hiroshima, lést í dag. Erlent 1.11.2007 16:50 Ráðuneytisstjóri fauk eftir koss Ráðuneytisstjóri í sænska forsætisráðuneytinu hefur sagt af sér eftir að myndir birtust af henni ölvaðri að kyssa sjónvarpsfréttamann á krá í Stokkhólmi. Erlent 1.11.2007 16:15 Lundúnalögreglan sektuð fyrir skothríð Lundúna lögreglan hefur verið sektuð um tæpar 22 milljónir króna fyrir að skjóta saklausan Brasilíumann til bana í járnbrautarlest árið 2005. Erlent 1.11.2007 15:48 Chrysler segir upp 10.000 manns Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler ætlar að segja upp allt að 10.000 manns í hagræðingarskyni á næsta ári. Félagið segir árangurinn í verra lagi á þessu ári og spáir verri sölu á bílum undir merkjum fyrirtækisins en áður var reiknað með. Viðskipti erlent 1.11.2007 15:46 Bandaríska utanríkisþjónustan gerir uppreisn vegna Íraks Starfsmenn bandarísku untaríkisráðuneytisins eru ævareiðir yfir því að ákveðið hefur verið að skylda þá til þess að þjóna í Írak. Erlent 1.11.2007 15:00 Guð hatar homma Kirkjusöfnuður í Bandaríkjunum sem hatast við samkynhneigða hefur verið sektaður um tæpan milljarð króna fyrir að trufla útför hermanns sem féll í stríðinu í Írak. Erlent 1.11.2007 14:33 Churchill hótaði afsögn vegna vetnissprengjunnar Winston Churchill hótaði að segja af sér sem forsætisráðherra, árið 1954 ef samráðherrar hans féllust ekki á að Bretar skiptu ekki kjarnorkusprengjum sínum út fyrir hinar margfallt öflugri vetnissprengjur. Erlent 1.11.2007 13:54 Fæst barnanna í Chad munaðarleysingjar Fæst barnanna sem frönsk samtök ætluðu að fljúga með frá Afríkuríkinu Chad eru munaðarleysingjar að sögn talsmanns Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Erlent 1.11.2007 13:18 Einkaneysla undir væntingum vestanhafs Einkaneysla jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í september. Þetta er 0,1 prósentustigi undir væntingum en skýrist af háu stýrivaxtastigi og auknum samdrætti á fasteignamarkaði vestanhafs. Viðskipti erlent 1.11.2007 13:21 Olíuverðið nálægt 100 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk í sögulegar hæðir á fjármálamörkuðum í dag og fór yfir 96 dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra og stefnir hraðbyr að 100 dala markinu. Viðskipti erlent 1.11.2007 09:18 Stýrivextir lækka í Bandaríkjunum Bankastjórn bandaríska seðlabankans ákvað í dag að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara vextirnir því úr 4,75 prósentum í 4,5 prósent. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu en útilokuðu þó ekki 50 punkta vaxtalækkun vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi. Viðskipti erlent 31.10.2007 18:28 Múslimar fá enga afsökunarbeiðni -utanríkisráðherra Danmerkur Utanríkisráðherra Danmerkur segir að enginn muni biðja múslima afsökunar á því að Danski þjóðarflokkurinn skuli nota mynd af Múhameð spámanni á einu auglýsingaplakati sínu. Erlent 31.10.2007 15:05 Gengi Google aldrei hærra Gengi hlutabréfa í netleitarrisanum Google fór yfir 700 dali á hlut í dag en þetta mun vera í fyrsta sinn síðan fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað um mitt ár 2004 sem gengið hefur farið svo hátt. Viðskipti erlent 31.10.2007 14:45 Hagvöxtur í Bandaríkjunum umfram spár Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 3,9 prósent á þriðja ársfjórðungi samanborið við 3,8 prósent á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð meiri hagvöxtur en reiknað hafði verið með á fjórðungnum sem einkennst hefur á þrengingum á bandarískum fasteignamarkaði og lausafjárkrísu á fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 31.10.2007 13:21 Enn mótmælt í Búrma Rúmlega 200 búddamunkar mótmæltu herforingjastjórninni í Búrma í morgun. Mótmælin voru friðsamleg. Ekki er búist við að mótmælt verði víðar og að fleiri taki þátt vegna þess hversu hart var tekið á umfangsmiklum mótmælum í stærstu borgum Búrma í síðasta mánuði. Erlent 31.10.2007 12:21 Unglingur kveikti elda Unglingsstrákur hefur játað að hafa kveikt elda í skóglendi Suður-Kaliforníu í síðustu viku. Annar brennuvargur er eftirlýstur vegna elda sem loguðu suður af Los Angeles og kvart milljón bandaríkjadala boðin í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiði til handtöku. Erlent 31.10.2007 12:15 Ekki gera það í flugvélunum okkar Singapore Airlines biður farþega sína um að stunda ekki kynlíf í hinum risavöxnu Airbus 380 vélum sem það hefur tekið í sína þjónustu, fyrst flugfélaga. Erlent 31.10.2007 11:22 « ‹ 48 49 50 51 52 53 54 55 56 … 334 ›
Verstu flóð í hálfa öld Nærri milljón íbúar í Tabasco-héraði í Suður-Mexíkó hafa misst heimili sín í einhverjum mestu flóðum í landinu í hálfa öld. Um 80% héraðsins eru undir vatni. Mikilli rigningu er spáð á svæðinu um helgina. Erlent 3.11.2007 18:08
Neyðarlög í Pakistan Neyðarástandi var lýst yfir í Pakistan í dag. Musharraf forseti tók sér alræðisvald og skipti um forseta hæstréttar. Dómstóllinn á enn eftir að úrskurða um kjörgengi Musharrafs í síðustu kosningum. Erlent 3.11.2007 17:59
Bandarískt sjónvarp í óvissu Framtíð margra þekktustu sjónvarpsþátta Bandaríkjanna er í óvissu eftir að bandlag handritshöfunda í Hollywood samþykkti í gærkvöldi að boða til verkfalls á mánudag. Viðræður samningsaðila hafa siglt í strand og ólíklegt talið að verkfalli verði forðað. Erlent 3.11.2007 13:20
Kjarnorkusérfræðingar í Norður-Kóreu Bandarískir kjarnorkusérfræðingar skoða í dag kjarnakljúfinn í Yongbyon í Norður-Kóreu. Þeirra verk verður að rífa hann og hefjast þeir handa við það á mánudaginn. Það er stórt skref fyrir ráðamenn í Pyongyang - sem hafa heitið því að leggja kjarnorkuáætlun sína á hilluna. Erlent 3.11.2007 13:07
Ráðist gegn PKK Hérðasstjórn Kúrda lét í morgun loka skrifstofum skæruliðahóps aðskilnaðarsinna í norðurhluta Íraks. Forsætisráðherra landsins sagði í morgun að allt yrði gert til að stöðva skæruliðana og koma í veg fyrir innrás Tyrkja. Erlent 3.11.2007 12:14
Áhyggur af framhaldinu á Srí Lanka Blikur eru á lofti á Srí Lanka eftir að helsti samningamaður skæruliða Tamíltígra féll ásamt fimm öðrum háttsettum mönnum í loftárás stjórnarhersins í morgun. Erlent 2.11.2007 18:21
Metnir sem lífshættulegir bílar Toyota Hilux pallbílar eru lífshættulegir að mati sænsks bílablaðs. Bifreiðin fer nærri því að velta í ökuprófi. Samskonar próf olli vandræðum fyrir A-bíl Mercedez Benz fyrir áratug. Erlent 2.11.2007 17:48
Ungliðahópur Vítisengla stofnaður í Danmörku Vítisenglar í Danmörku hafa stofnað svokallaðan ungliðahóp fyrir þá sem vilja ganga í samtökin en hafa ekki efni á vélfáki. Ekki fæst gefið upp hvaða tilgangi nýi hópurinn þjóni. Erlent 2.11.2007 18:06
Fallni tamílaleiðtoginn hitti marga Íslendinga Tamílaleiðtoginn sem Bjarni Vestmann heilsaði á Sri Lanka á dögunum var einn af þeim Tamílum sem Norðmaðurinn Erik Solheim átti mest samskipti við þegar hann var að reyna að koma á friði í landinu. Erlent 2.11.2007 15:11
Nei ráðherra Ráðherra í breska innanríkisráðuneytinu var í dag sektaður um 100 sterlingspund, rúmar 12000 krónur fyrir að tala í farsíma undir stýri. Erlent 2.11.2007 13:17
Ísraelar vilja frið áður en George Bush hættir Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels vonast til þess að ná friðarsamningum við Palestínumenn áður en George Bush forseti lætur af völdum. Erlent 2.11.2007 11:57
Til hamingju með daginn elskan Ríkasti maður Indlands gaf í dag eiginkonu sinni fjögurra milljarða króna Airbus einkaþotu, í tilefni af því að hún varð 44 ára. Erlent 2.11.2007 11:11
Erfitt að sjá svertingja í myrkri Þáttastjórnandi hjá BBC lenti í súpunni í vikunni þegar hún var að tala um umferðaröryggi. Erlent 2.11.2007 10:21
Hiroshima sprengjuflugmaðurinn látinn Bandaríski herflugmaðurinn sem varpaði fyrstu kjarnorkusprengju heims, yfir japönsku borgina Hiroshima, lést í dag. Erlent 1.11.2007 16:50
Ráðuneytisstjóri fauk eftir koss Ráðuneytisstjóri í sænska forsætisráðuneytinu hefur sagt af sér eftir að myndir birtust af henni ölvaðri að kyssa sjónvarpsfréttamann á krá í Stokkhólmi. Erlent 1.11.2007 16:15
Lundúnalögreglan sektuð fyrir skothríð Lundúna lögreglan hefur verið sektuð um tæpar 22 milljónir króna fyrir að skjóta saklausan Brasilíumann til bana í járnbrautarlest árið 2005. Erlent 1.11.2007 15:48
Chrysler segir upp 10.000 manns Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler ætlar að segja upp allt að 10.000 manns í hagræðingarskyni á næsta ári. Félagið segir árangurinn í verra lagi á þessu ári og spáir verri sölu á bílum undir merkjum fyrirtækisins en áður var reiknað með. Viðskipti erlent 1.11.2007 15:46
Bandaríska utanríkisþjónustan gerir uppreisn vegna Íraks Starfsmenn bandarísku untaríkisráðuneytisins eru ævareiðir yfir því að ákveðið hefur verið að skylda þá til þess að þjóna í Írak. Erlent 1.11.2007 15:00
Guð hatar homma Kirkjusöfnuður í Bandaríkjunum sem hatast við samkynhneigða hefur verið sektaður um tæpan milljarð króna fyrir að trufla útför hermanns sem féll í stríðinu í Írak. Erlent 1.11.2007 14:33
Churchill hótaði afsögn vegna vetnissprengjunnar Winston Churchill hótaði að segja af sér sem forsætisráðherra, árið 1954 ef samráðherrar hans féllust ekki á að Bretar skiptu ekki kjarnorkusprengjum sínum út fyrir hinar margfallt öflugri vetnissprengjur. Erlent 1.11.2007 13:54
Fæst barnanna í Chad munaðarleysingjar Fæst barnanna sem frönsk samtök ætluðu að fljúga með frá Afríkuríkinu Chad eru munaðarleysingjar að sögn talsmanns Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Erlent 1.11.2007 13:18
Einkaneysla undir væntingum vestanhafs Einkaneysla jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í september. Þetta er 0,1 prósentustigi undir væntingum en skýrist af háu stýrivaxtastigi og auknum samdrætti á fasteignamarkaði vestanhafs. Viðskipti erlent 1.11.2007 13:21
Olíuverðið nálægt 100 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk í sögulegar hæðir á fjármálamörkuðum í dag og fór yfir 96 dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra og stefnir hraðbyr að 100 dala markinu. Viðskipti erlent 1.11.2007 09:18
Stýrivextir lækka í Bandaríkjunum Bankastjórn bandaríska seðlabankans ákvað í dag að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara vextirnir því úr 4,75 prósentum í 4,5 prósent. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu en útilokuðu þó ekki 50 punkta vaxtalækkun vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi. Viðskipti erlent 31.10.2007 18:28
Múslimar fá enga afsökunarbeiðni -utanríkisráðherra Danmerkur Utanríkisráðherra Danmerkur segir að enginn muni biðja múslima afsökunar á því að Danski þjóðarflokkurinn skuli nota mynd af Múhameð spámanni á einu auglýsingaplakati sínu. Erlent 31.10.2007 15:05
Gengi Google aldrei hærra Gengi hlutabréfa í netleitarrisanum Google fór yfir 700 dali á hlut í dag en þetta mun vera í fyrsta sinn síðan fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað um mitt ár 2004 sem gengið hefur farið svo hátt. Viðskipti erlent 31.10.2007 14:45
Hagvöxtur í Bandaríkjunum umfram spár Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 3,9 prósent á þriðja ársfjórðungi samanborið við 3,8 prósent á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð meiri hagvöxtur en reiknað hafði verið með á fjórðungnum sem einkennst hefur á þrengingum á bandarískum fasteignamarkaði og lausafjárkrísu á fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 31.10.2007 13:21
Enn mótmælt í Búrma Rúmlega 200 búddamunkar mótmæltu herforingjastjórninni í Búrma í morgun. Mótmælin voru friðsamleg. Ekki er búist við að mótmælt verði víðar og að fleiri taki þátt vegna þess hversu hart var tekið á umfangsmiklum mótmælum í stærstu borgum Búrma í síðasta mánuði. Erlent 31.10.2007 12:21
Unglingur kveikti elda Unglingsstrákur hefur játað að hafa kveikt elda í skóglendi Suður-Kaliforníu í síðustu viku. Annar brennuvargur er eftirlýstur vegna elda sem loguðu suður af Los Angeles og kvart milljón bandaríkjadala boðin í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiði til handtöku. Erlent 31.10.2007 12:15
Ekki gera það í flugvélunum okkar Singapore Airlines biður farþega sína um að stunda ekki kynlíf í hinum risavöxnu Airbus 380 vélum sem það hefur tekið í sína þjónustu, fyrst flugfélaga. Erlent 31.10.2007 11:22
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent