Erlent

Fréttamynd

Buxnadómarinn gefst ekki upp

Roy L. Pearson, bandaríski dómarinn sem krafðist þriggja milljarða króna bóta fyrir buxur sem týndust í fatahreinsun tapaði því máli. Hann er þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og hefur beðið dómarann í málinu að taka það upp aftur, jafnvel þótt brækurnar hafi á endanum fundist.

Erlent
Fréttamynd

Ég trampaði á hálsi hennar til að ná sálinni út

Breskur kviðdómur heyrði í dag lýsingu á skelfilegum endalokum tvítugrar kúrdiskrar stúlku. Fjölskylda hennar og vinir myrtu hana fyrir að kasta rýrð á heiður fjölskyldunnar. Hún hafði orðið ástfangin af röngum manni. Henni var nauðgað og misþyrmt áður en hún var kyrkt.

Erlent
Fréttamynd

Sopranos fékk flestar Emmy tilnefningar

Sjónvarpsþættirnir um Sopranos fjölskylduna hafa fengið langflestar tilnefningar til Emmy verðlaunanna. Þættirnir fá 15 tilnefningar meðal annars sem bestu dramaþættirnir. Helstu keppinautar Sopranos eru Grey´s Anatomy, Boston Legal, House og Heroes.

Erlent
Fréttamynd

Bretar segja brottrekstur erindreka óréttlætanlegan

Rússar hafa ákveðið að reka fjóra breska erindreka úr landi og hefna þar með fyrir ákvörðun Breta sem ráku nýverið fjóra enrindreka Rússa frá Bretlandi. David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun Rússa óréttlætanlega.

Erlent
Fréttamynd

Feðgar fundu víkingafjársjóð

Gríðarstór víkingafjársjóður fannst í janúar á þessu ári í Jórvíkurskíri í Englandi. Þeir sem fundu hann voru tveir feðgar að leika sér með málmleitartæki. Þeir héldu sjóðnum saman og afhentu hann Breska þjóðminjasafninu til rannsókna og varðveislu. Talið er að sjóðurinn sé frá tíundu öld.

Erlent
Fréttamynd

Sao Paulo vélin var á fjórföldum lendingarhraða

Myndbandsupptökur af flugslysinu í Sao Paulo í Brasilíu í gær sýna að Airbus flugvélin var á allt að fjórföldum venjulegum lendingarhraða þegar hún snerti flugbrautina. Yfir 200 manns fórust þegar vélin fór til vinstri út af flugbrautinni, við enda hennar, og lenti á bensínstöð. Smellið á „Spila“ til þess að sjá myndband af flugvélinni lenda.

Erlent
Fréttamynd

Chirac yfirheyrður vegna spillingarmála

Jacques Chirac, fyrrum forseti Frakklands, var yfirheyrður af dómara í morgun vegna spillingarmála. Um þó nokkur mál sem tengjast upplognum störfum er að ræða. Talið er að atvikin hafi átt sér stað í borgarstjóratíð Chirac's en hann var borgarstjóri Parísar á níunda áratug síðustu aldar.

Erlent
Fréttamynd

Rússar svara fyrir sig á hádegi

Rússneska utanríkisráðuneytið ætlar sér að gefa frá sér yfirlýsingu varðandi samband Bretlands og Rússlands á hádegi í dag. Undanfarna mánuði hefur samband ríkjanna tveggja versnað verulega. Mál fyrrum njósnarans Alexander Litvinenko, sem myrtur var með geislavirka efninu pólóníum 210 í Lundúnum, er ein helsta ástæða þess.

Erlent
Fréttamynd

25 fórust þegar bygging hrundi í Mumbai

Að minnsta kosti 25 manns fórust þegar gömul bygging hrundi í Mumbai, fjármálamiðstöð Indlands. Talið er að tugir séu enn fastir í rústum byggingarinnar. Björgunarmenn eru nú að fara í gegnum þær í leit að þeim sem lifðu af.

Erlent
Fréttamynd

Innanríkisráðherra Breta reykti kannabis á yngri árum

Jacqui Smith, innanríkisráðherra Breta, hefur viðurkennt að hafa reykt kannabis þegar hún var við nám í Oxford háskóla á níunda áratugnum. Játning hennar kemur fram daginn eftir að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti að hún myndi vera yfir nefnd sem á að endurskoða stefnu landsins í fíkniefnamálum.

Erlent
Fréttamynd

Í eldhúsið með ykkur

Eina leiðin til þess að jafna launamun kynjanna er að karlmenn taki meiri þátt í heimilisstörfunum. Þetta segir atvinnumálastjóri Evrópusambandsins í ákalli til allra karlmanna í aðildarríkjunum. Launamunur kynjanna er þar um 15 prósent.

Erlent
Fréttamynd

Hamas samtökin í tengslum við al-Kæda

Utanríkisráðherra Frakklands segir að Hamas samtökin hafi þegar tengsl við al-Kæda og þau tengsl séu ekki til komin vegna þrýstings vestrænna ríkisstjórna á Hamas. Utanríkisráðherra Ítalíu sagði fyrr í vikunni að vesturlönd hefðu rekið Hamas í fangið á al-Kæda.

Erlent
Fréttamynd

Öldungadeildin felldi heimflutning frá Írak

Tillaga um að kalla bandaríska hermenn heim frá Írak fyrir apríllok á næsta ári, náði ekki fram að ganga í öldungadeild bandaríska þingsins í dag. Meirihluti þingmanna greiddi að vísu atkvæði með tillögunni en það var ekki nóg. Í öldungadeildinni eru 100 þingsæti og það þurfti 60 atkvæði til að fá tillöguna samþykkta.

Erlent
Fréttamynd

Von í Darfur: Risastórt neðanjarðar stöðuvatn

Bandarískir jarðfræðingar hafa fundið risastórt neðanjarðar stöðuvatn í Darfur héraði í Súdan. Þessi fundur gæti orðið mikilvægt skref til friðar í héraðinu, þar sem vatnsskortur og hungursneyð er stór þáttur í átökunum. Þegar hefur náðst samkomulag um að grafa eittþúsund brunna á þessu svæði.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar ráðast á himininn

Kínverjar leggja ofuráherslu á að allt fari sem best fram þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir þar á næsta ári. Þeir hafa meðal annars áhyggjur af veðrinu því tölur sýna að það eru helmingslíkur á því að það rigni á setningardegi leikanna áttunda ágúst.

Erlent
Fréttamynd

Kanntu að reikna eins og 8 ára barn ?

Ný könnun í Bretlandi virðist sýna að stærðfræðikunnáttu fólks fari hrakandi. Stærðfræðispurning sem lögð var fyrir átta ára börn var einnig lögð fyrir 2000 fullorðna. Spurningin var: Hvað er einn áttundi af 32. Nokkrir svarmöguleikar voru gefnir.

Erlent
Fréttamynd

Fullt af leyndarmálum í Washington

Meira en tuttugu milljón opinber skjöl voru stimpluð leyndarmál í bandarísku stjórnsýslunni á síðasta ári. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað vinnubrögðin og segir menn alltof gjarna á að veifa trúnaðarstimplinum.

Erlent
Fréttamynd

Grænland var eins og Suður-Svíþjóð

Fyrir um hálfri milljón ára ríkti milt veðurfar á Grænlandi og gróður var þar svipaður og í suðurhluta Kanada eða í Smálöndunum í Svíþjóð. Þar voru grænir skógar og býsnin öll af skordýrum og öðru lífi. Þetta kemur fram í grein í vísindaritinu Science sem hefur vakið mikla athygli í allri umræðunni um loftslagsbreytingar.

Erlent
Fréttamynd

Mömmu var ekki skemmt

Spænskur faðir hefur verið sviptur umgengnisrétti við tíu ára gamlan son sinn, eftir að móðirin sá myndir af þeim í nautahlaupinu í Pamplona. Hjónin eru skilin en sonurinn var í sumarfríi með föður sinum. Á myndunum sem móðirin sá voru feðgarnir á harðahlaupum nokkrum metrum á undan 600 kílóa tarfi. Hún hringdi þegar í lögregluna.

Erlent
Fréttamynd

Líbanski herinn sækir lengra inn í flóttamannabúðir

Líbanskar hersveitir sóttu í dag lengra inn í flóttamannabúðir þar sem þær hafa barist við liðsmenn Fatah al-Islam síðan 20. maí síðastliðinn. Samtökin eru sögð tengjast Al Kæda. Líbanski herinn hefur nú hrakið liðsmenn þeirra inn í lítið horn flóttamannabúðanna. Að minnsta kosti 227 hafa fallið í þessum átökum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar hóta að reka 80 breska diplomata úr landi

Rússar hafa hótað að reka 80 breska diplomata úr landi í hefndarskyni fyrir brottrekstur fjögurra rússneskra diplomata frá Bretlandi. Rússarnir voru reknir vegna tregðu stjórnvalda til þess að framselja meintan morðingja rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkos.

Erlent
Fréttamynd

Vill líta á alla landsmenn sem líffæragjafa

Landlæknir Bretlands vill breyta lögum þannig að litið sé á alla þegna landsins sem viljuga líffæragjafa, nema þeir óski sérstaklega eftir því að vera það ekki. Í dag er þessu þveröfugt farið. Sir Liam Donaldson segir að með því megi bjarga hundruðum mannslífa á hverju ári.

Erlent
Fréttamynd

Sýrlendingar heimta Golan hæðir

Sýrlendingar segja að þeir muni ekki hefja friðarviðræður við Ísrael nema Ísraelar gefi fyrirfram loforð um að skila öllum Golan hæðunum. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands lýsti þessu yfir á sýrlenska þinginu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Íranar segja fund með Bandaríkjamönnum líklegan

Utanríkisráðherra Írans sagði í dag að miklar líkur væru á því að Bandaríkin og Íran myndu eiga viðræður í náinni framtíð. Ummæli hans þykja gefa til kynna að fundur verði haldinn á næstunni en utanríkisráðherrar landanna tveggja hittust í Írak í maí síðastliðnum. Talið er að ríkin tvö muni ræða öryggisástandið í Írak og leiðir til þess að bæta úr því.

Erlent
Fréttamynd

Fjölskyldur HIV smitaðra barna þiggja bætur

Rúmur helmingur fjölskyldna þeirra 426 barna sem smituðust af HIV veirunni í Líbíu fyrir nokkrum árum hefur þegar fengið bætur sem þeim var lofað. Afgangur þeirra fær væntanlega bæturnar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Al-Sadr tekur þátt í stjórnmálum á nýjan leik

Stjórnmálaarmur samtaka sjía klerksins Múktada al-Sadr tilkynnti í dag að hann hefði hafið þátttöku í írakska þinginu á ný. Fyrir mánuði síðan dró hann sig úr stjórnarsamstarfi vegna óánægju með viðbrögð stjórnvalda við árás á heilaga mosku sjía múslima.

Erlent
Fréttamynd

Síamstvíburar í Kína bíða aðgerðar

síamstvíburar sem fæddust í Kína bíða nú aðskilnaðar. Opinber fréttastofa Kína sendi í gær frá sér myndir af stúlkunum í fyrsta sinn, en sagði ekki til um hvort um stráka eða stúlkur væri að ræða. Tvíburarnir fæddust þann 15. mars síðastliðinn og fara brátt í aðgerð.

Erlent
Fréttamynd

Tré drukkna í Osló

Á meðan úrkoman í Reykjavík hefur aðeins verið sjö millimetrar frá miðjum júní, eru tré að drukkna í Osló vegna mikilla rigninga undanfarnar vikur. Tré eru einnig að falla þar vegna þess að jarðvegurinn er orðinn svo gljúpur að ræturnar hafa litla festu.

Erlent
Fréttamynd

Erdogan hótar að hætta í stjórnmálum

Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, sagði í dag að hann myndi hætta afskiptum af stjórnmálum ef flokkur hans næði ekki að mynda eins flokks stjórn eftir kosningarnar sem verða á sunnudaginn kemur. Skoðanakannanir gefa til kynna að flokkur hans, AK, muni fá nógu mörg atkvæði til þess að ná meirihluta á þingi.

Erlent
Fréttamynd

Þungir dómar í barnaþrælkunarmáli í Kína

Yfirvöld í Kína dæmdu í morgun einn mann til dauða og 28 í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að umfangsmiklu barnaþrælkunarmáli. Eigendur, verkstjórar og glæpamenn hjá fyrirtækjunum sem komu að málinu voru þeir sem hlutu dóma. Börnin voru látin herða múrsteina í þartilgerðum ofnum. Þau unnu í 14 til 16 tíma, án launa og fengu oft barsmíðar að degi loknum. Vistarverur þeirra voru litlu betri en fangelsisklefar.

Erlent