Erlent

Fréttamynd

Ný undur veraldar valin

Þau eru tignarleg nýju undrin sjö sem valin voru þau mikifenglegustu í veröldinni gjörvallri í netkosningu sem lauk í gær. Úrslitin voru kunngjörð í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

130 manns hið minnsta féllu

Að minnst kosti 130 manns féllu og 240 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Amirli í Norður-Írak í gær. Árásin eru sú mannskæðasta í Írak í 3 mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingar hiti hugsanlega Ólympíuþorpið

Svo gæti farið að íslenskum orkufyrirtækjum yrði falið að sjá um að hita Ólympíuþorpið sem byggt verður fyrir vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi 2014. Möguleikinn var ræddur á fundi í Moskvu fyrir helgi.

Erlent
Fréttamynd

Vináttusamningur undirritaður

Loftferðasamningur milli Íslands og Moskvuborgar var meðal þess sem borgarstjórinn í Reykjavík ræddi á fundi sínum með borgarstjóra í Moskvu í vikunni. Vináttusamningur milli borganna var undirritaður við það tækifæri.

Erlent
Fréttamynd

Stórstjörnur stigu á stokk

Stórstjörnur hafa stigið á stokk í öllum álfum í dag til að vekja athygli á þeirri hættu sem steðjar að heiminum vegna loftslagsbreytinga. Live Earth tónleikar vour haldnir í níu stórborgum til styrktar umhverfinu.

Erlent
Fréttamynd

Live Earth í dag

Þekktir tónlistarmenn rokka víða um heim í dag og vilja með tónlist sinni vekja athygli á loftslagsmálum. Tónleikar þar sem hver stórstjarnan kemur fram á fætur annarri eru haldnir í níu borgum í öllum álfum heims og voru það Ástralir og Kínverjar sem hófu leikinn í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Brotið gegn trú- og samviskufrelsi í Noregi

Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum. Þetta var niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg á dögunum. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi.

Erlent
Fréttamynd

Krefst þess að bresk stúlka verði látin laus

Umaru Yar'Adua, forseti Nígeru, hefur krafið mannræningja þar í landi um að láta þriggja ára breska stúlku lausa án tafar en henni var rænt í vikunni. Hann hefur skipað öryggissveitum að tryggja að henni verið skilað heilu og höldnu til foreldra sinna. Móðir stúlkunnar segir mannræningjana hafa hótað að myrða hana ef þeir fái ekki föður hennar í skiptum fyrir hana.

Erlent
Fréttamynd

Læknir leiddur fyrir dómara

Íraski læknirinn Bilal Abdullah var í morgun leiddur fyrir dómara í Lundúnum og ákærður fyrir aðild að hryðjuverkaárás á Glasgow-flugvelli fyrir viku. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa átt þátt í að skipuleggja sprengjutilræði í Lundúnum degi áður. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. júlí.

Erlent
Fréttamynd

Hús sprakk í Svíþjóð

Kröftug sprenging varð í húsi í Södersvik austan við Norrtälje í Svíþjóð í nótt og er það gjörónýtt. Enginn var í húsinu sem er til útleigu en næstu leigjendur áttu að taka við á morgun. Samkvæmt lögreglu hafði enginn haft í hótunum við þá sem tengjast húsinu og urðu eigendurnir fyrir miklu áfalli.

Erlent
Fréttamynd

Hætta á að fólk geti drukknað á Hróaskeldu

Rauði krossinn í Danmörku varar við því að hætta sé á að fólk geti drukknað á Hróaskelduhátíðinni. Þar hefur úrkoma verið mikil undanfarið og stór svæði eru þakin vatni. Talsmenn Rauða krossins á svæðinu segja að hætta á því að fólk geti drukknað sé raunveruleg, sérstaklega ef það er mjög ölvað og getur ekki komið sér upp úr vatninu af sjálfsdáðum.

Erlent
Fréttamynd

Nektarhlaupið í Pamplona

Hundruð dýraverndunarsinna hlupu nærri naktir á götum borgarinnar Pamplona á Spáni í gær til þess að mótmæla hinu árlega nautahlaupi í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Málverk seldist á 2,2 milljarða

Málverk eftir endurreisnarlistamanninn Raphael seldist á uppboði í gær fyrir meira en 2,2 milljarða íslenskra króna. Verkið er af ítalska greifanum Lorenzo d'Medici, forföður þess sem nú er á skjánum í Bachelor þáttunum á Skjá einum. Verkið hafði ekki sést opinberlega síðan árið 1968.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæltu mannránum og ofbeldi

Hundruð þúsunda manna í Kólumbíu mótmæltu í gær mannránum FARC, samtökum vinstri sinnaðra uppreisnarmanna. Talið er að um þrjú þúsund Kólumbíumenn séu nú í haldi mannræningja.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð ekki hærra á árinu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna óeirða við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu í vikunni. Olíuverðið stendur í rúmum 75 dölum á tunnu og hefur ekki verið hærra síðan í ágúst í fyrra en þá var það nýkomið úr methæðum. Greinendur gera ráð fyrir frekari hækkunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Japanar bjóða í Barneys

Japanska fatakeðjan Fast Retailing hefur boðið 900 milljónir bandaríkjadala, tæpa 56 milljarða króna, í bandarísku verslanakeðjuna Barneys. Þetta er annað yfirtökutilboðið sem berst í verslanakeðjuna sem rekur verslanir víða um Bandaríkin. Hitt kom frá arabíska fjárfestingasjóðnum Istithmar upp á 825 milljónir dala, rétt rúman 51 milljarð, fyrir um hálfum mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tvær til þrjár milljónir HIV/AIDS smitaðir í Indlandi

Á bilinu 2 til 3,1 milljón manna í Indlandi eru með HIV/AIDS samkvæmt nýrri rannsókn sem Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Indlandi stóðu að. Áður var talið að allt að tvisvar sinnum fleiri væru smitaðir í Indlandi og hefði það því verið fjölmennasti hópur smitaðra í einu landi.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð þúsunda mótmæla í Kólumbíu

Hundruð þúsunda mótmæltu mannránum FARC, vinstri sinnaðra uppreisnarmanna, í Kólumbíu í gær. Talið er að um þrjú þúsund kólumbíumenn séu í haldi mannræningja. Mótmælin, sem voru þau stærstu síðan árið 1999, voru skipulögð eftir að FARC myrti 11 stjórnmálamenn sem þau höfðu í haft í haldi síðastliðin fimm ár.

Erlent
Fréttamynd

Konur tala ekki meira en karlar

Vísindamenn hafa afsannað þá goðsögn að konur tali meira en karlar. Þeir settu hljóðnema á 400 háskólanema í Bandaríkjunum og fylgdust með þeim í ákveðinn tíma. Í ljós kom að á meðaltali sagði hver kona rúmlega 16.200 orð á dag en karlmenn tæplega 15.700. Þeir karlmenn sem mest töluðu fóru upp í 45 þúsund orð en sumir sögðu rétt 500 orð á dag.

Erlent
Fréttamynd

Mannræningjar hóta að myrða stúlkuna

Hópurinn sem rændi þriggja ára breskri stúlku í Nígeríu hefur hótað að myrða hana ef faðir hennar samþykkir ekki að koma í stað hennar. Móðir hennar skýrði frá þessu í nótt. Stúlkunni var rænt þegar verið var að fara með hana í skólann. Stærsti uppreisnarhópurinn í Nígeríu, MEND, fordæmdi ránið á stúlkunni.

Erlent
Fréttamynd

Segir Ísland eiga fullt erindi í öryggisráðið

Brian Atwood, einn helsti sérfræðingur á sviði þróunarmála í heiminum vill endurskipuleggja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en segir þó Ísland eiga þar fullt erindi. Atwood hélt opin fund í utanríkisráðuneytinu í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Segir björgunarfólk hafa valdið dauða sonar síns

Faðir manns sem lést í flóðunum í Bretlandi í síðustu viku segir klúður björgunarfólks hafa valdið dauða sonar hans. Hjálparsveitum tókst ekki að losa manninn úr holræsi og hann lést eftir þriggja klukkustunda baráttu. Sláandi myndir af vettvangi voru birtar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Um 100 börn lentu í sjónum við strendur Dublinar

Meira en 100 börnum hefur verið bjargað eftir að siglingarkeppni við strendur Dublinar breyttist í martröð í dag. Öflug vindhviða varð til þess að 91 bát hvolfdi. Um 100 börn sem tóku þátt í keppninni lentu við það í sjónum.

Erlent
Fréttamynd

45 múslímskir læknar ætluðu að ráðast á Bandaríkin

Lögregla hefur fundið internetsamræður á heimasíðu, sem haldið er úti af múslímskum net-hryðjuverkamönnum, þar sem fram kemur að 45 múslímskir læknar hafi ætlað sér að ráðast á Bandaríkin með bílsprengjum og eldflaugum. Þetta kemur fram í vefútgáfu The Telegraph.

Erlent
Fréttamynd

Mannræningjar Margaret Hill segja hana heila á húfi

Mannræningjar Margaret Hill, stúlkunnar sem rænt var í borginni Port Harcourt í Suður- Nígeríu í morgun, hafa haft samband við föður hennar og sagt að hún sé heil á húfi. Faðir hinnar þriggja ára gömlu Margrétar starfar hjá olíufyrirtæki í borginni en stúlkunni var rænt úr bíl, af vopnuðum byssumönnum.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Þetta er í samræmi við það sem greinendur höfðu gert ráð fyrir. Stýrivextir hafa farið síhækkandi á svæðinu síðastliðið eitt og hálft ár og hafa þeir ekki verið hærri í sex ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikil fjölgun HIV-sýkinga í Svíþjóð

Fjörtíu prósent aukning hefur orðið á HIV-sýkingum á milli ára í Svíþjóð. Fleiri en nokkru sinni frá því skráning hófst fyrir 20 árum hafa smitast á fyrstu sex mánuðum ársins 2007. 153 karlmenn og 99 konur hafa greinst með smit á þessu tímabili.

Erlent