Erlent Samkynhneigðir sniðganga hótel Hópur sem berst fyrir réttindum samkynhneigðra í Taílandi hefur nú ákveðið að sniðganga Evrópsku hótelkeðjuna Novotel. Þetta gerist í kjölfar þess að dyraverðir á einum staðnum vildu ekki hleypa klæðskiptingi þar inn. Erlent 28.6.2007 09:40 Visa styrkir FIFA Kreditkortafyrirtækið Visa hefur náð samningum við Alþjóða knattspyrnusambandið um að styrkja heimsmeistaramótin 2010 og 2014. Visa mun styrkja knattspyrnusambandið um samtals 170 milljónir dala á átta árum. Erlent 28.6.2007 09:19 Skakki turninn ekki svo skakkur Skakki turninn í Písa er ekki jafn skakkur og áður eftir að verkfræðingar luku við björgunaraðferðir á honum. Turninn, sem var við að hrynja, hefur verið réttur við um 45 sentimetra og er nú í sömu stöðu og hann var árið 1838. Jarðvegur var tekinn undan þeirri hliðinni, sem hallaði frá, með þeim árangri að hann rétti sig við. Erlent 28.6.2007 08:54 Verkfalli verður frestað Búist er við því að verkfalli hundruð þúsunda opinberra starfsmanna í Suður-Afríku verði frestað í dag eftir góðar viðræður við stjórnvöld í gærkvöldi og nótt. Verkfallið hefur staðið í fjórar vikur og hefur lamað opinbera starfsemi í landinu. Erlent 28.6.2007 08:50 Lögregla í Írak fann 20 lík Lögreglan í Írak fann í morgun lík 20 manna sem allir höfðu verið afhöfðaðir. Líkin fundust við ánna Tígris, rétt sunnan við Bagdad. Heimamenn á svæðinu sáu líkin og létu lögregluna vita en enn á eftir að bera kennsl á þau. Afhöfðanir eru algengar við aftökur. Öfgafullir súnníar nota þær sem og al-Kaída í Írak. Þó er sjaldgæft að svo stór hópur fórnarlamba finnist í einu. Erlent 28.6.2007 08:36 Búist við frekari rigningum í Bretlandi Búist er við enn frekari rigningum í Bretlandi næstu daga. Líklegt er að rigningin eigi eftir að valda enn frekari vandræðum og þá sérstaklega á þeim svæðum sem urðu hvað verst úti í flóðunum síðustu daga. Strax í dag er búist við frekari rigningu og einnig um helgina. Erlent 28.6.2007 08:06 Chavez ræðir vopnakaup í Rússlandi Forseti Venesúela, Hugo Chavez, er nú kominn til Rússlands til viðræðna við Vladimir Putin, forseta Rússlands, um kaup á hergögnum. Búist er við því að Chavez eigi eftir að festa kaup á nokkrum þyrlum og skoða kafbáta. Þetta er önnur heimsókn hans til Rússlands á undanförnu ári. Erlent 28.6.2007 07:29 Uppblástur alvarleg umhverfisvá Tugir milljóna gætu þurft að flýja heimili sín vegna uppblásturs, sérstaklega í Afríku sunnan Sahara og Mið-Asíu, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að vegna loftslagsbreytinga séu stór svæði, sem áður voru gróði vaxin, að breytast í eyðimerkur. Erlent 28.6.2007 07:27 Hanaslagur verður loks bannaður Louisiana verður síðasta ríkið í Bandaríkjunum til þess að banna hanaslagi. Ríkisþingið samþykkti í gærkvöldi frumvarp um að banna slagsmálin frá og með ágústmánuði árið 2008. Þá verður bannað að veðja á úrslit í henni frá og með samþykkt laganna. Erlent 28.6.2007 07:23 Bílsprengja banar 25 Bílsprengja sem sprakk í Bagdad í morgun varð 25 að bana og særði fleiri en 40 manns. Árásin átti sér stað á fjölförnum gatnamótum þar sem leigubílar taka og skila af sér farþegum. Sprengingin varð á háannatíma í sjíahverfinu Bayaa í suðvesturhluta borgarinnar. Um 40 bílar urðu eldi að bráð vegna hennar. Erlent 28.6.2007 07:18 13 láta lífið í átökum við lögreglu í Rio Lögreglan í Rio de Janeiro í Brasilíu skaut 13 glæpamenn til bana í hörðum skotbardaga í gærkvöldi. Bardaginn átti sér stað í fátækrahverfi í borginni en fleiri en 1.300 lögreglumenn, studdir af brynvörðum bílum, réðust inn í hverfið. Erlent 28.6.2007 07:14 Miliband sagður nýr utanríkisráðherra Bretlands Gordon Brown, nýr forsætisráðherra Bretlands, hefur tilnefnt David Miliband umhverfisráðherra sem nýjan utanríkisráðherra samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar. Hann tekur við af Margaret Beckett. Þá herma heimildir Sky að Douglas Alexander verði nýr ráðherra þróunarmála. Erlent 28.6.2007 07:10 Ekki séð aðra eins úrkomu fyrr Íslendingur sem búið hefur í Hull í 20 ár segir ástandið skelfilegt á flóðasvæðunum í Bretlandi. Samgöngur eru enn í lamasessi á Englandi og í Wales eftir flóðin þar í gær og fyrradag. Íbúarnir bíða milli vonar og ótta því spáð er meiri úrkomu á svæðinu um næstu helgi. Erlent 27.6.2007 17:52 Boðar breytingar Gordon Brown boðaði breytingar og nýja forgangsröðun þegar hann tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í dag. Þingmenn allra flokka á breska þinginu hylltu Tony Blair eftir að hann flutti síðasta ávarp sitt á þinginu í morgun. Síðdegis sagði Blair af sér þingmennsku en hann tekur við embætti sérstaks erindreka fjórveldanna svo kölluðu í friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent 27.6.2007 18:26 Norðmenn hækka stýrivexti Norski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 4,5 prósentum. Bankinn ætlar að halda stýrivöxtum að jafnaði í 5,75 prósentum næstu tvö árin sem er 50 punktum meira en bankinn hafði áður sagst ætla að gera. Viðskipti erlent 27.6.2007 16:52 Meira en helmingur jarðarbúa í borgum árið 2008 Meira en helmingur jarðarbúa mun búa í borgum árið 2008, flestir í þróunarlöndunum. Þetta kemur fram í skýrslu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu Þjóðanna. Fólksfjöldi í þéttbýli mun tvöfaldast í borgum Afríku og Asíu næstu 30 árin. Erlent 27.6.2007 16:11 Eftirlitsmenn fá leyfi til að skoða kjarnaofn í N-Kóreu Bráðlega fá eftirlitsmenn Sameinuðu Þjóðanna leyfi til að skoða kjarnaofn í Norður Kóreu. Þetta verður fyrsta alþjóðlega eftirlitssveitin sem fær leyfi til að skoða Yongbyon kjarnaofninn síðan 2002. Fjórir menn munu skipa sveitina. Erlent 27.6.2007 15:39 MCC styrkir Mósambík um 507 milljónir dala Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að MCC sjóðurinn muni veita Mósambík fjárhagslega aðstoð. Sjóðurinn hyggst veita Mósambík 507 milljónir dala til vegagerðar og til að styrkja baráttuna við malaríu. Malaría banar 150 manns á dag í Mósambík, meirihluti þeirra eru börn. Erlent 27.6.2007 14:54 Þýskir stjórnmálamenn fordæma tölvugerða mynd Þýskir stjórnmálamenn hafa fordæmt tölvugerða mynd af leiðtogum Póllands vera að sjúga brjóst þýska kanslarans, Angelu Merkel. Myndin birtist á forsíðu pólska vikuritsins Wprost, og er titluð sem „Stjúpmóðir Evrópu." Erlent 27.6.2007 14:24 Missti hluta fótanna í skemmtigarði í Nashville Líðan 13 ára stúlku sem missti hluta af báðum fótum sínum í síðustu viku er stöðug. Kaitlyn Lasitter var í leiktæki í skemmtigarði í Nashville þegar vír úr tækinu slitnaði og hjó lappinar af henni fyrir ofan ökla. Erlent 27.6.2007 13:44 Fuglaflensa í Þýskalandi Þjóðverjar fundu þrjá sýkta svani í Leipzig í gær, og um helgina fundust sex tilfelli í fuglum í Nürnberg. Þetta er fyrstu tilfellin sem að fuglaflensan finnst í Þýskalandi á þessu ári. Erlent 27.6.2007 13:14 Ryanair meinað að kaupa Aer Lingus Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur meinað írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair að gera yfirtökutilboð í írska flugfélagið Aer Lingus. Í úrskurði framkvæmdastjórnarinnar segir að kaupin myndu koma niður á samkeppni og geta valdið hækkun á fargjöldum. Viðskipti erlent 27.6.2007 12:57 Réttargeðlæknar í Svíþjóð óttast sjúklinga sem hafa í hótunum Réttargeðlæknar í Sundsvall í Svíþjóð hafa gefið út yfirlýsingu um að þeir ætli að hætta að leggja mat á ástand hættulegra sjúklinga, sem haldnir eru ofsóknarhugsunum eða hafa í hótunum, undir eigin nafni. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að geðveikur maður er grunaður um að hafa skotið lögreglumann í Nyköping í Svíþjóð til bana. Erlent 27.6.2007 11:40 Mugabe reiður út í spillt fyrirtæki Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hótaði í morgun öllu illu gegn erlendum fyrirtækjum og námum í landinu. Mugabe segir mörg fyrirtækjanna vera spillt og segist hann ætla að þjóðnýta fyrirtækin ef að þau halda áfram að reyna að grafa undan honum. Erlent 27.6.2007 11:10 Niðurstaða áfrýjunar birt í dag Suður-Ameríkulönd komast að því í dag hvort að FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, snúi við úrskurði sínum um að banna fótboltaleiki sem fara fram ofar en 2.500 metra yfir sjávarmáli. Suður-ameríska knattspyrnusambandið áfrýjaði banninu þar sem þau sögðu það ósanngjarnt og ónauðsynlegt. Erlent 27.6.2007 10:47 Fangelsi fyrir að smita börn af HIV 17 starfsmenn í heilbrigðisgeiranum í Kasakstan hlutu fangelsisdóm fyrir að smita tugi barna af HIV veirunni. Alls voru 21 kærðir en fjórir af æðstu mönnum hópsins fengu skilorðsbundna dóma, sem vakti mikla reiði á meðal foreldra barnanna. Erlent 27.6.2007 10:34 Reiður múgur ræðst á hermenn í Kashmir-héraði Hundruðir reiðra íbúa í Kashmir-héraði neyddu tvo indverska hermenn til að afklæðast, rökuðu svo höfuð þeirra og lömdu þá. Ástæðan er sú að hermennirnir eru taldir hafa ætlað að nauðga 17 ára stúlku úr bænum Kunan. Lögreglan rannsakar málið, sem átti sér stað seint í gærkvöldi. Erlent 27.6.2007 09:45 Flóð í Suður-Svíþjóð Ár hafa flætt yfir bakka sína í Smálöndunum í Suður-Svíþjóð eftir mikla úrkomu þar síðan á þriðjudag. Vatnsleiðslur hafa sprungið og valdið vandræðum. Kjallarar húsa hafa fyllst af vatni og vegir lokast vegna flóða. Erlent 27.6.2007 09:32 Bílsprengja í Írak Bílsprengja í Írak banaði að minnsta kosti þremur í morgun. Árásinni var beint að tveimur lögreglubifreiðum á stóru markaðstorgi í N-Baghdad. Lögreglan sagði að sprengjan hefði sprungið í Suleikh umdæminu og að tíu manns til viðbótar séu slasaðir. Erlent 27.6.2007 09:26 Ísraelar ráðast inn á Gaza Ísraelar drápu að minnsta kosti tíu Palestínumenn í átökum á Gaza svæðinu í morgun. Aðgerðin sem herinn var í er sú stærsta síðan Hamas tók völdin á Gaza. Ekki er ljóst hvert markmið hennar er en ísraelski herinn hefur ekkert sagt um hana ennþá. Hún bendir þó til þess að Ísraelar ætli sér einnig að þjarma að Hamas hernaðarlega en þeir hafa mikið reynt að einangra samtökin bæði fjárhagslega og stjórnmálalega. Erlent 27.6.2007 09:01 « ‹ 84 85 86 87 88 89 90 91 92 … 334 ›
Samkynhneigðir sniðganga hótel Hópur sem berst fyrir réttindum samkynhneigðra í Taílandi hefur nú ákveðið að sniðganga Evrópsku hótelkeðjuna Novotel. Þetta gerist í kjölfar þess að dyraverðir á einum staðnum vildu ekki hleypa klæðskiptingi þar inn. Erlent 28.6.2007 09:40
Visa styrkir FIFA Kreditkortafyrirtækið Visa hefur náð samningum við Alþjóða knattspyrnusambandið um að styrkja heimsmeistaramótin 2010 og 2014. Visa mun styrkja knattspyrnusambandið um samtals 170 milljónir dala á átta árum. Erlent 28.6.2007 09:19
Skakki turninn ekki svo skakkur Skakki turninn í Písa er ekki jafn skakkur og áður eftir að verkfræðingar luku við björgunaraðferðir á honum. Turninn, sem var við að hrynja, hefur verið réttur við um 45 sentimetra og er nú í sömu stöðu og hann var árið 1838. Jarðvegur var tekinn undan þeirri hliðinni, sem hallaði frá, með þeim árangri að hann rétti sig við. Erlent 28.6.2007 08:54
Verkfalli verður frestað Búist er við því að verkfalli hundruð þúsunda opinberra starfsmanna í Suður-Afríku verði frestað í dag eftir góðar viðræður við stjórnvöld í gærkvöldi og nótt. Verkfallið hefur staðið í fjórar vikur og hefur lamað opinbera starfsemi í landinu. Erlent 28.6.2007 08:50
Lögregla í Írak fann 20 lík Lögreglan í Írak fann í morgun lík 20 manna sem allir höfðu verið afhöfðaðir. Líkin fundust við ánna Tígris, rétt sunnan við Bagdad. Heimamenn á svæðinu sáu líkin og létu lögregluna vita en enn á eftir að bera kennsl á þau. Afhöfðanir eru algengar við aftökur. Öfgafullir súnníar nota þær sem og al-Kaída í Írak. Þó er sjaldgæft að svo stór hópur fórnarlamba finnist í einu. Erlent 28.6.2007 08:36
Búist við frekari rigningum í Bretlandi Búist er við enn frekari rigningum í Bretlandi næstu daga. Líklegt er að rigningin eigi eftir að valda enn frekari vandræðum og þá sérstaklega á þeim svæðum sem urðu hvað verst úti í flóðunum síðustu daga. Strax í dag er búist við frekari rigningu og einnig um helgina. Erlent 28.6.2007 08:06
Chavez ræðir vopnakaup í Rússlandi Forseti Venesúela, Hugo Chavez, er nú kominn til Rússlands til viðræðna við Vladimir Putin, forseta Rússlands, um kaup á hergögnum. Búist er við því að Chavez eigi eftir að festa kaup á nokkrum þyrlum og skoða kafbáta. Þetta er önnur heimsókn hans til Rússlands á undanförnu ári. Erlent 28.6.2007 07:29
Uppblástur alvarleg umhverfisvá Tugir milljóna gætu þurft að flýja heimili sín vegna uppblásturs, sérstaklega í Afríku sunnan Sahara og Mið-Asíu, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að vegna loftslagsbreytinga séu stór svæði, sem áður voru gróði vaxin, að breytast í eyðimerkur. Erlent 28.6.2007 07:27
Hanaslagur verður loks bannaður Louisiana verður síðasta ríkið í Bandaríkjunum til þess að banna hanaslagi. Ríkisþingið samþykkti í gærkvöldi frumvarp um að banna slagsmálin frá og með ágústmánuði árið 2008. Þá verður bannað að veðja á úrslit í henni frá og með samþykkt laganna. Erlent 28.6.2007 07:23
Bílsprengja banar 25 Bílsprengja sem sprakk í Bagdad í morgun varð 25 að bana og særði fleiri en 40 manns. Árásin átti sér stað á fjölförnum gatnamótum þar sem leigubílar taka og skila af sér farþegum. Sprengingin varð á háannatíma í sjíahverfinu Bayaa í suðvesturhluta borgarinnar. Um 40 bílar urðu eldi að bráð vegna hennar. Erlent 28.6.2007 07:18
13 láta lífið í átökum við lögreglu í Rio Lögreglan í Rio de Janeiro í Brasilíu skaut 13 glæpamenn til bana í hörðum skotbardaga í gærkvöldi. Bardaginn átti sér stað í fátækrahverfi í borginni en fleiri en 1.300 lögreglumenn, studdir af brynvörðum bílum, réðust inn í hverfið. Erlent 28.6.2007 07:14
Miliband sagður nýr utanríkisráðherra Bretlands Gordon Brown, nýr forsætisráðherra Bretlands, hefur tilnefnt David Miliband umhverfisráðherra sem nýjan utanríkisráðherra samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar. Hann tekur við af Margaret Beckett. Þá herma heimildir Sky að Douglas Alexander verði nýr ráðherra þróunarmála. Erlent 28.6.2007 07:10
Ekki séð aðra eins úrkomu fyrr Íslendingur sem búið hefur í Hull í 20 ár segir ástandið skelfilegt á flóðasvæðunum í Bretlandi. Samgöngur eru enn í lamasessi á Englandi og í Wales eftir flóðin þar í gær og fyrradag. Íbúarnir bíða milli vonar og ótta því spáð er meiri úrkomu á svæðinu um næstu helgi. Erlent 27.6.2007 17:52
Boðar breytingar Gordon Brown boðaði breytingar og nýja forgangsröðun þegar hann tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í dag. Þingmenn allra flokka á breska þinginu hylltu Tony Blair eftir að hann flutti síðasta ávarp sitt á þinginu í morgun. Síðdegis sagði Blair af sér þingmennsku en hann tekur við embætti sérstaks erindreka fjórveldanna svo kölluðu í friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent 27.6.2007 18:26
Norðmenn hækka stýrivexti Norski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 4,5 prósentum. Bankinn ætlar að halda stýrivöxtum að jafnaði í 5,75 prósentum næstu tvö árin sem er 50 punktum meira en bankinn hafði áður sagst ætla að gera. Viðskipti erlent 27.6.2007 16:52
Meira en helmingur jarðarbúa í borgum árið 2008 Meira en helmingur jarðarbúa mun búa í borgum árið 2008, flestir í þróunarlöndunum. Þetta kemur fram í skýrslu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu Þjóðanna. Fólksfjöldi í þéttbýli mun tvöfaldast í borgum Afríku og Asíu næstu 30 árin. Erlent 27.6.2007 16:11
Eftirlitsmenn fá leyfi til að skoða kjarnaofn í N-Kóreu Bráðlega fá eftirlitsmenn Sameinuðu Þjóðanna leyfi til að skoða kjarnaofn í Norður Kóreu. Þetta verður fyrsta alþjóðlega eftirlitssveitin sem fær leyfi til að skoða Yongbyon kjarnaofninn síðan 2002. Fjórir menn munu skipa sveitina. Erlent 27.6.2007 15:39
MCC styrkir Mósambík um 507 milljónir dala Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að MCC sjóðurinn muni veita Mósambík fjárhagslega aðstoð. Sjóðurinn hyggst veita Mósambík 507 milljónir dala til vegagerðar og til að styrkja baráttuna við malaríu. Malaría banar 150 manns á dag í Mósambík, meirihluti þeirra eru börn. Erlent 27.6.2007 14:54
Þýskir stjórnmálamenn fordæma tölvugerða mynd Þýskir stjórnmálamenn hafa fordæmt tölvugerða mynd af leiðtogum Póllands vera að sjúga brjóst þýska kanslarans, Angelu Merkel. Myndin birtist á forsíðu pólska vikuritsins Wprost, og er titluð sem „Stjúpmóðir Evrópu." Erlent 27.6.2007 14:24
Missti hluta fótanna í skemmtigarði í Nashville Líðan 13 ára stúlku sem missti hluta af báðum fótum sínum í síðustu viku er stöðug. Kaitlyn Lasitter var í leiktæki í skemmtigarði í Nashville þegar vír úr tækinu slitnaði og hjó lappinar af henni fyrir ofan ökla. Erlent 27.6.2007 13:44
Fuglaflensa í Þýskalandi Þjóðverjar fundu þrjá sýkta svani í Leipzig í gær, og um helgina fundust sex tilfelli í fuglum í Nürnberg. Þetta er fyrstu tilfellin sem að fuglaflensan finnst í Þýskalandi á þessu ári. Erlent 27.6.2007 13:14
Ryanair meinað að kaupa Aer Lingus Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur meinað írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair að gera yfirtökutilboð í írska flugfélagið Aer Lingus. Í úrskurði framkvæmdastjórnarinnar segir að kaupin myndu koma niður á samkeppni og geta valdið hækkun á fargjöldum. Viðskipti erlent 27.6.2007 12:57
Réttargeðlæknar í Svíþjóð óttast sjúklinga sem hafa í hótunum Réttargeðlæknar í Sundsvall í Svíþjóð hafa gefið út yfirlýsingu um að þeir ætli að hætta að leggja mat á ástand hættulegra sjúklinga, sem haldnir eru ofsóknarhugsunum eða hafa í hótunum, undir eigin nafni. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að geðveikur maður er grunaður um að hafa skotið lögreglumann í Nyköping í Svíþjóð til bana. Erlent 27.6.2007 11:40
Mugabe reiður út í spillt fyrirtæki Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hótaði í morgun öllu illu gegn erlendum fyrirtækjum og námum í landinu. Mugabe segir mörg fyrirtækjanna vera spillt og segist hann ætla að þjóðnýta fyrirtækin ef að þau halda áfram að reyna að grafa undan honum. Erlent 27.6.2007 11:10
Niðurstaða áfrýjunar birt í dag Suður-Ameríkulönd komast að því í dag hvort að FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, snúi við úrskurði sínum um að banna fótboltaleiki sem fara fram ofar en 2.500 metra yfir sjávarmáli. Suður-ameríska knattspyrnusambandið áfrýjaði banninu þar sem þau sögðu það ósanngjarnt og ónauðsynlegt. Erlent 27.6.2007 10:47
Fangelsi fyrir að smita börn af HIV 17 starfsmenn í heilbrigðisgeiranum í Kasakstan hlutu fangelsisdóm fyrir að smita tugi barna af HIV veirunni. Alls voru 21 kærðir en fjórir af æðstu mönnum hópsins fengu skilorðsbundna dóma, sem vakti mikla reiði á meðal foreldra barnanna. Erlent 27.6.2007 10:34
Reiður múgur ræðst á hermenn í Kashmir-héraði Hundruðir reiðra íbúa í Kashmir-héraði neyddu tvo indverska hermenn til að afklæðast, rökuðu svo höfuð þeirra og lömdu þá. Ástæðan er sú að hermennirnir eru taldir hafa ætlað að nauðga 17 ára stúlku úr bænum Kunan. Lögreglan rannsakar málið, sem átti sér stað seint í gærkvöldi. Erlent 27.6.2007 09:45
Flóð í Suður-Svíþjóð Ár hafa flætt yfir bakka sína í Smálöndunum í Suður-Svíþjóð eftir mikla úrkomu þar síðan á þriðjudag. Vatnsleiðslur hafa sprungið og valdið vandræðum. Kjallarar húsa hafa fyllst af vatni og vegir lokast vegna flóða. Erlent 27.6.2007 09:32
Bílsprengja í Írak Bílsprengja í Írak banaði að minnsta kosti þremur í morgun. Árásinni var beint að tveimur lögreglubifreiðum á stóru markaðstorgi í N-Baghdad. Lögreglan sagði að sprengjan hefði sprungið í Suleikh umdæminu og að tíu manns til viðbótar séu slasaðir. Erlent 27.6.2007 09:26
Ísraelar ráðast inn á Gaza Ísraelar drápu að minnsta kosti tíu Palestínumenn í átökum á Gaza svæðinu í morgun. Aðgerðin sem herinn var í er sú stærsta síðan Hamas tók völdin á Gaza. Ekki er ljóst hvert markmið hennar er en ísraelski herinn hefur ekkert sagt um hana ennþá. Hún bendir þó til þess að Ísraelar ætli sér einnig að þjarma að Hamas hernaðarlega en þeir hafa mikið reynt að einangra samtökin bæði fjárhagslega og stjórnmálalega. Erlent 27.6.2007 09:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent