Erlent

Fréttamynd

Frakkar lofa Abbas aðstoð

Utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchner, segir að Frakkar muni aðstoða palestínsku ríkistjórnina með beinni fjárhagslegri aðstoð. Kouchner talaði við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í vikunni og upplýsti hann um áætlanir Frakka. Ekki er vitað hversu mikilli upphæð Frakkar ætla að verja í aðstoðina.

Erlent
Fréttamynd

Konu hermanns ekki vísað úr landi

Yaderline Jimenez, eiginkonu Alex Jimenez sem saknað hefur verið í Írak síðan í maí, verður ekki vísað úr landi. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna staðfestir það. Alex, sem er bandarískur hermaður, hafði sótt um græna kortið fyrir konu sína eftir að þau giftust árið 2004. Yaderline kom ólöglega til landsins frá Dóminíska Lýðveldinu.

Erlent
Fréttamynd

Sprengja finnst í bíl á Spáni

Lögreglan á Spáni fann 100 kg af sprengiefni í bíl í Ayamonte, um 200 kílómetrum vestur af Sevilla. Einnig fundust hvellhettur í bílnum. Ekki kemur fram hver kom sprengiefninu fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Útboð í Blackstone hefst í dag

Frumútboð hefst síðdegis í dag á bréfum í bandaríska fjárfestingasjóðum Blackstone Group í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir því að sjóðurinn taki inn á milli 3,87 til 4,14 milljarða bandaríkjadala á sölu bréfanna. Það jafngildir tæpri 241 til 257 milljörðum íslenskra króna. Almenn viðskipti hefjast með bréf í félaginu að lokinni skráningu þess í Kauphöllina í New York á morgun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Páfi hefur áhyggjur af kristnum í Írak

Benedikt XVI hefur miklar áhyggjur af kristnum íbúum í Írak og í öðrum miðausturlöndum, vegna ofbeldis og ofsóknum sem þeir verða fyrir. Hann segir kristið fólk á þessu svæði þjást andlega og veraldlega.

Erlent
Fréttamynd

H5N1 finnst í Tékklandi

H5N1 afbrigði fuglaflensunnar fannst í kalkún á bóndabæ í Tékklandi í dag. Hermenn, lögreglumenn og dýralæknar hafa afgirt bóndabæinn þar sem veiran fannst. Veiran fannst um 150 kílómetra frá höfuðborginni Prag.

Erlent
Fréttamynd

Mubarak boðar til viðræðna

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hefur boðið fulltrúum Palestínu, Ísraels og Jórdaníu til viðræðna í næstu viku. Ríkisstjórnir landanna hafa þó ekki enn þekkst boðið. Ef fundurinn fer fram verður hann fyrsti fundur Mahmoud Abbas og Ehuds Olmert síðan Hamas komst til valda fyrir 18 mánuðum síðan.

Erlent
Fréttamynd

Hunter með fjórðung í Dobbies

Skoski auðjöfurinn sir Tom Hunter hefur blásið til sóknar gegn yfirtökutilboði bresku verslanakeðjunnar Tesco í skosku garðvörukeðjuna Dobbies. Hunter er mótfallinn yfirtökutilboðinu og hefur aukið hratt við hlut sinn í keðjunni. Í gær tryggði hann sér fjórðung hlutabréfa í henni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Austurríkismenn sleppa grunuðum njósnara

Yfirvöld í Austurríki hafa leyst úr haldi fulltrúa rússnesku geimferðastofnunarinnar sem sakaður var um njósnir. Maðurinn, sem er rússneskur, var handtekinn í síðustu viku í eða við borgina Linz vegna gruns um njósnastarfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Sandur hættulegri en hákarlar?

Samkvæmt rannsókn feðganna Bradley og Barry Maron hafa fleiri látið lífið af völdum sands heldur en af völdum hákarla. Í rannsókninni kemur fram að 16 ungmenni létust í Bandaríkjunum eftir að drukkna í sandi á árunum 1990-2006. Á sama tíma létust 12 af völdum hákarlaárásar.

Erlent
Fréttamynd

Stöðuvatnið sem hvarf

Jökulvatn í Chile tók upp á þeirri óþægilegu nýjung að láta sig hverfa. Vísindamenn eru ráðþrota og engar vísbendingar er að finna um hvert það brá sér. Vatnið var í Suður-Andes fjöllunum og þegar þjóðgarðsverðir fóru um svæðið í mars var það á sínum stað, um tveir hektarar að stærð, blandað misstórum ísjökum. Þeir fóru síðan aftur í síðasta mánuði og þá var það horfið.

Erlent
Fréttamynd

2% múslima í Indónesíu finnst í lagi að beita ofbeldi

Könnun í Indónesíu hefur leitt í ljós að um 2% múslima í landinu telja að trú þeirra leyfi þeim að beita ofbeldi gegn þeim sem eru annarar trúar. Aðstandendur könnuninnar segir það þó samt eiga að valda áhyggjum. 240 milljónir manns búa í Indónesíu.

Erlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir barnaníð

Maður sem hefur unnið mikið í nágrenni grunnskólans Orange Street í Bandaríkjunum, Dale Hutchings, hefur verið ákærður fyrir að misnota sjö börn. Maðurinn er talinn hafa misnotað börnin samtals yfir þúsund sinnum. Öll börnin voru undir 13 ára þegar misnotkunin byrjaði. Misnotkunin stóð yfir frá 1998-2007.

Erlent
Fréttamynd

Yahoo kaupir íþróttaveitu

Jerry Yang, annar stofnenda bandarísku netveitunnar Yahoo og nýráðinn forstjóri hennar, hefur ekki setið auðum höndum en vefurinn hefur nú keypt íþróttavefinn Rivals.com. Kaupverð er ekki gefið upp.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tíu farast í bruna í Rússlandi

Að minnsta kosti tíu manns hafa látið lífið eftir að elliheimili í Rússlandi brann. Fjórir eru slasaðir og að minnsta kosti 300 manns þurftu að yfirgefa heimilið.

Erlent
Fréttamynd

Bhutto segir sjálfsmorðsárásir aldrei réttlætanlegar

Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, sagði í morgun að víkja ætti trúmálaráðherra landsins úr embætti fyrir að hafa sagt að sjálfsmorðsárásir væru sanngjörn viðbrögð við riddaratign Salmans Rushdie. Ráðherrann reyndi síðar að útskýra ummæli sín á þann hátt að hann hefði átt við að öfgatrúarsinnar gætu notað þessa afsökun.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla í Englandi leitar að barni

Lögreglan í Mið-Englandi hóf í morgun umfangsmikla leit að níu ára dreng eftir að fregnir bárust af því að honum hefði verið rænt. Engir foreldrar hafa þó gefið sig fram við lögreglu og sagt að þeir sakni barns síns. Lögreglunni var sagt að illa útlítandi maður á fimmtugsaldri hefði sést ýta níu ára dreng inn í bíl Redditch í gærkvöldi og því hófst leitin. Lögreglan gengur nú hús úr húsi og leitar einnig með aðstoð hunda.

Erlent
Fréttamynd

13 létust og 35 særðust í sprengingu í Írak

13 létu lífið og að minnsta kosti 35 særðust þegar sjálfsmorðssprengjumaður keyrði vörubíl hlaðinn sprengiefni á bæjarstjórnarbyggingu í bæ í norðurhluta Írak í morgun. Á meðal látinna voru konur og börn. Fjölmörg hús eyðilögðust í sprengingunni.

Erlent
Fréttamynd

Banna áfengi og klám á svæðum frumbyggja

Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að banna áfengi og klám á frumbyggjasvæðum í landinu í að minnsta kosti sex mánuði til þess að reyna að koma í veg fyrir misnotkun á börnum. Ný skýrsla sem kom út í síðustu viku benti á að misnotkun á börnum væri mjög útbreidd á meðal frumbyggja. Hún kenndi mikilli áfengisneyslu og fátækt um ástandið.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogar ESB takast á í Brussel

Leiðtogar Evrópuríkja hittast í Brussel í dag til þess að ræða nýjan sáttmála til þess að bæta starfsemi Evrópusambandsins. Þjóðverjar, sem eru í forystu sambandsins um þessar mundir, ætla að leggja til róttækar breytingar á starfseminni, en ætla ekki að kalla tillöguna stjórnarskrá.

Erlent
Fréttamynd

Hill til Norður-Kóreu í dag

Christopher Hill, aðalsamingamaður Bandaríkjanna í kjarnorkudeilu þeirra við Norður-Kóreu, kemur til Norður-Kóreu í dag til viðræðna við þarlenda valdhafa. Tilgangur ferðar hans er að flýta fyrir afvopnunarferlinu en það hefur verið í biðstöðu síðan í janúar á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Thaksin ákærður fyrir spillingu

Saksóknarar í Taílandi hafa lagt fram ákæru á hendur Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra landsins. Hann er ásakaður um að hafa hjálpað eiginkonu sinni að eignast land í eigu stjórnvalda fyrir smápeninga. Ákæran sem nú er birt er niðurstaða einnar af tólf rannsóknum sem beinast gegn Thaksin. Hann hefur neitað því gera nokkuð rangt.

Erlent
Fréttamynd

Talibanar beina augunum að Kabúl

Talibanar í Afganistan eru að breyta um aðferðir og ætla að einbeita sér að Kabúl á næstunni. Talsmaður talibana skýrði fréttastofu BBC frá þessu í nótt. Hann tók fram að NATO hefði náð að bana nokkrum leiðtogum þeirra en nú væru þeir að herða öryggisaðgerðir og fleiri en nokkru sinni byðu sig fram í sjálfsmorðsárásir.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar losa mest af koltvíoxíð út í andrúmsloftið

Kína er sú þjóð sem sleppir mestu af koltvíoxíð út í andrúmsloftið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem hollensk umhverfisstofnun gerði og AP fréttastofan greinir frá. Kína fer þar með upp fyrir Bandaríkin sem hafa mengað mest allra hingað til.

Erlent
Fréttamynd

Abbas útilokar viðræður við Hamas

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sakar Hamas-liða um að reyna að koma á fót eigin ríki á Gaza. Í ræðu sem Abbas flutti í dag fordæmdi hann Hamas og sagði þau skipuð grimmum hryðjuverkamönnum eftir að þau yfirtóku Gaza í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Sænskur lögreglumaður skotinn til bana

Sænskur lögreglumaður var skotinn til bana í bænum Nyköping um fimm leytið í dag, að því er kemur fram á fréttavef Dagens nyheter. Tveir lögreglumenn voru sendir til að sækja mann í íbúð hans en manninn átti að fara með í geðlæknismat. Hann var álitinn hættulegur umhverfi sínu og voru því tveir lögreglumenn sendir á staðinn.

Erlent
Fréttamynd

Flóttamönnum fjölgar

Í dag er alþjóðlegur dagur flóttamanna. Á síðasta ári voru flóttamenn tæpar tíu milljónir og er talið vist að þeim fari fjölgandi í náinni framtíð. Talsmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir ástandið mjög alvarlegt.

Erlent
Fréttamynd

Bush vill að Blair gerist erindreki

George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur talað við Tony Blair um að Blair gerist erindreki í Mið-Austurlöndunum þegar hann lætur af embætti sem forsætisráðherra Bretlands þann 27. júní næstkomandi. Talsmaður forsetans segir að Bush og Conloeezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefðu borið erindið undir Blair í eigin persónu.

Erlent
Fréttamynd

Aftöku frestað í Íran

Maður og kona í Íran hafa verið dæmd til þess að vera grýtt til dauða fyrir hjúskaparbrot, en dómsvaldið þar í landi hefur gefið út skipun um að bíða skuli með aftökuna. Ástæðan er gagnrýni vestrænna landa á þessari framkvæmd aflífana.

Erlent