Lög og regla Ákvörðun tekin fyrir jól Hæstiréttur mun taka ákvörðun fyrir jól um hvort gefið verði leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem refsingu manns var frestað en hann beitti eiginkonu sína ofbeldi. Í málum þar sem refsingu er frestað verður ekki áfrýjað nema með leyfi Hæstaréttar. Innlent 13.10.2005 15:08 Rannsókn lögreglu engu skilað Rannsókn lögreglunnar á Blönduósi á því hver kveikti í atvinnuhúsnæðinu Votmúla aðfaranótt þriðjudagsins 28. september hefur enn engu skilað. Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn segir að enginn sé grunaður þó ummerki bendi til þess að kveikt hafi verið í húsinu. Innlent 13.10.2005 15:08 Dæmdur í 15 mánaða fangelsi Tvítugur karlmaður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tólf mánuðir eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Málsatvik eru þau að árásarmaðurinn stakk annan mann fjórum sinnum með hnífi, í áflogum utan við skemmtistaðinn Broadway, svo af hlutust fjögur 2-8 sentímetra djúp sár. Innlent 13.10.2005 15:08 Fór á Vog eftir yfirheyrslur Ungi maðurinn, sem framdi rán í tveimur söluturnum í Vesturborginni með skömmu millibili í fyrrakvöld og var handtekinn með þýfið á sér, fór í vímuefnameðferð á Vog að yfirheyrslum loknum í gærkvöldi. Hann hafði einmitt útskrifað sig sjálfur þaðan í fyrrakvöld, skömmu áður en hann framdi ránin. Innlent 13.10.2005 15:07 Ökumaðurinn líklega fundinn Lögreglan í Keflavík telur sig vera búna að finna manninn sem ók niður konu í Sandgerði fyrir tæpri viku og stakk af. Konan var á leið heim til sín að loknum vinnudegi þegar ekið var á hana á Strandgötu. Hún slasaðist talsvert, var rænulítil þegar að var komið og var hún flutt á slysadeild Landspítalans og síðan lögð inn á spítalann. Innlent 13.10.2005 15:07 Í fangelsi fyrir hnífstungur Tvítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að stinga mann fjórum sinnum fyrir framan Broadway í Ármúla í september í fyrra. Tólf mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir. Innlent 13.10.2005 15:08 Farþegum um Leifsstöð fjölgar Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúm tuttugu prósent í nóvember miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 89 þúsund farþegum árið 2003 í rúma 107 þúsund farþega nú. Innlent 13.10.2005 15:08 Allt brann sem brunnið gat Ekki hefur verið staðfest hvað olli bruna í einbýlishúsi að Bárugötu á Sauðárkróki. Allt brann sem sem brunnið gat í austurhluta stofunnar, þar sem eldurinn kom upp, segir Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Sýni hafa verið send suður til frekari rannsóknar. Innlent 13.10.2005 15:07 Handtöku Jóns Baldvins krafist Saksóknari í Mexíkó hefur krafist þess að dómari gefi út handtökuskipun á Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra og dóttur hans Snæfríði. Þau eru sökuð um barnsrán með því að hafa numið dóttur Snæfríðar á brott án samþykkis fyrrverandi eiginmanns hennar, Marcos Brancaccia. Feðginin verða ekki framseld frá Íslandi. Innlent 13.10.2005 15:07 Enduðu ránsförina á ljósastaur Þrír innbrotsþjófar, sem jafnframt gerðust bílþjófar í nótt, enduðu ránsför sína á ljósastaur í Breiðholti. Grunur leikur á að þeir hafi brotist inn í fyrirtæki í Hafnarfirði, stolið þaðan ýmsum munum og bíl í eigu fyrirtækisins. Ferðalag þremenninganna, sem jafnframt eru taldir hafa verið ölvaðir, gekk ekki betur en svo að þeir óku bílnum stolna á ljósastaur. Innlent 13.10.2005 15:06 Bílvelta í hálku Betur fór en á horfðist þegar bíll valt á Borgarfjarðarbraut við Grímsá laust fyrir hádegi á sunnudag. Innlent 13.10.2005 15:07 Fleiri þurfa að gefa skýrslu Enn á eftir að ræða við nokkra menn sem veitt geta upplýsingar um húsbrotið í Logalandi í Fossvogi aðfaranótt laugardags að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 15:07 Upptökin rakin til sígarettuglóðar Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir það ganga kraftaverki næst að ekki skyldu fleiri farast í húsbrunanum á Sauðárkróki í gærmorgun. Helgistund verður í Sauðárkrókskirkju í dag vegna slyssins en þar lést 21 árs gamall piltur. Grunur manna beinist að því að eldsupptök megi rekja til þess að sígarettuglóð hafi komist í sófa. Innlent 13.10.2005 15:07 Sömu þjófar stálu sömu hlutum Tilkynnt var um innbrot í iðnaðarhúsnæði í Súðarvogi snemma á sunnudagsmorguninn. Fljótlega kom í ljós að þjófarnir voru hinir sömu og handteknir voru í Breiðholti aðfaranótt sunnudags, vegna innbrots í Hafnarfirði. Þjófarnir unnu skemmdir og skitu í ruslafötur. Innlent 13.10.2005 15:07 Bílvelta á Grindavíkurvegi Bifreið valt út af Grindavíkurvegi rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Enginn slasaðist en bifreiðin skemmdist töluvert og var fjarlægð með kranabíl að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar í Keflavík. Talið er að hálka hafi valdið slysinu. Innlent 13.10.2005 15:07 Þakklát fyrir líf þeirra sem lifðu Líf þriggja ungmenna hékk á bláþræði í eldsvoðanum á Bárustíg á Sauðárkróki. Piltur sem fannst meðvitundarlaus inni í húsinu fékk að fara af sjúkrahúsi í gær. Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn segir að þakka megi fyrir að slökkviliðsmennirnir hafi fyrst farið inn um þvottahúsið því annars hefði líklega ekki náðst til piltsins í tæka tíð. Innlent 13.10.2005 15:07 Mildi að ekki fleiri létust Mikil mildi þykir að ekki skyldu fleiri hafa farist í brunanum á Sauðárkróki í gærmorgun. 21 árs gamall piltur fórst en þrjú ungmenni, tveir piltar og ein stúlka, björguðust naumlega. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að slökkviliðsmenn og nágrannar hafi unnið þrekvirki við bjarga þeim út. Innlent 13.10.2005 15:06 Klesstu stolinn bíl Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá menn um tvítugt á aðfaranótt sunnudags. Mennirnir eru grunaðir um að hafa stolið bifreiðinni sem þeir voru á, auk ýmissa muna úr fyrirtæki í Hafnarfirði. Innlent 13.10.2005 15:07 Enginn handtekinn í árásarmálinu Enginn hefur verið handtekinn vegna árásar hóps manna inn í íbúð í Fossvogi í fyrrinótt. Lögreglan í Reykjavík hefur yfirheyrt nokkra menn sem grunaðir eru um að hafa misþyrmt ungum manni í íbúðinni. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sjö til átta talsins en þeir voru vopnaðir haglabyssu og bareflum. Innlent 13.10.2005 15:06 Munaði sekúndum að allir færust Yfirlögregluþjónninn á Sauðárkróki segir að aðeins hafi munað sekúndum að fjögur ungmenni færust öll í húsbrunanum þar í gærmorgun. Bænastund var haldin í Sauðárkrókskirkju nú síðdegis vegna slyssins en 21 árs gamall piltur lét lífið í eldsvoðanum. Innlent 13.10.2005 15:07 Harður árekstur í Önundarfirði Harður árekstur varð á brú í Önundafirði um sexleytið í gærkvöldi. Tveir bílar, jeppi og fólksbíll, rákust þar saman og er fólksbílinn óökufær. Engin slys urðu á fólki. Áreksturinn varð á brúnni yfir Vaðal en hún er einbreið. Á þessari sömu brú varð dauðaslys fyrir nokkrum árum. Innlent 13.10.2005 15:06 Fjórir á sjúkrahús vegna eldsins Fjórir voru fluttir á sjúkrahús, þar af einn með sjúkraflugi til Reykjavíkur, eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsi á Sauðárkróki í morgun. Lögreglu og slökkviliði var tilkynnt um eldinn laust fyrir klukkan ellefu og þegar að var komið lagði mikinn reyk frá húsinu og eldtungur stóðu út um glugga á efri hæð en húsið er tvílyft einbýlishús. Innlent 13.10.2005 15:06 Stálu fimm fartölvum Tveir menn um tvítugt voru, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdir í þriggja og fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Innlent 13.10.2005 15:06 Gekk berserksgang um borð Lögreglan á Vopnafirði hafði afskipti af tveimur áhafnarmeðlimum af bát sem liggur við festar í höfninni Innlent 13.10.2005 15:06 Glærahálka á vegum Lögreglan á Hólmavík var kölluð út um klukkan fjögur á föstudaginn vegna bílveltu í vestanverðum Hrútafirði Innlent 13.10.2005 15:06 Skemmdarverk unnin í Garðabæ Verulegt tjón var unnið á Hofsstaðaskóla í Garðabæ í gærkvöldi þegar einhverjir fóru þar hamförum og brutu ellefu rúður. Skemmdarvargarnir eru ófundnir. Tjón hleypur á hundruð þúsunda króna. Innlent 13.10.2005 15:06 Eldur í íbúðarhúsi á Sauðárkróki Íbúðarhús á Sauðárkróki er stórskemmt ef ekki ónýtt eftir eldsvoða sem þar kom upp í morgun. Að sögn fréttaritara Bylgjunnar sem er á staðnum stóðu eldtungur út um glugga hússins þegar eldurinn var sem mestur. Fólki var bjargað út úr húsinu fyrr í morgun en ekki liggur ljóst fyrir hvort einhverjum hafi orðið meint af. Innlent 13.10.2005 15:06 Piltur lést í eldsvoða Piltur um tvítugt fórst í bruna í einbýlishúsi við Bárustíg á Sauðárkróki í gær. Annar piltur fannst meðvitundarlaus í húsinu og var hann fluttur á sjúkrahús Sauðárkróks og þaðan til Reykjavíkur á gjörgæsludeild. Stúlka og piltur sem einnig voru í húsinu sluppu ómeidd en þau stukku út af annarri hæð hússins. Innlent 13.10.2005 15:06 Ungmenni lést í eldsvoðanum Banaslys varð í eldsvoðanum á Sauðárkróki í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Sauðárkróki var tilkynnt um eldinn laust fyrir klukkan ellefu í morgun. Lögregla og slökkvilið héldu þegar á vettvang. Eldtungur stóðu þá út um glugga og lagði mikinn reyk frá húsinu. Innlent 13.10.2005 15:06 Skutu sér leið inn í íbúðina Sjö eða átta menn réðust, vopnaðir haglabyssu, inn í íbúð í Fossvogi um klukkan tvö í fyrrinótt. Þeir skutu upp hurð til að komast inn í íbúðina með tveimur skotum úr haglabyssunni og gengu í skrokk á húsráðanda. Ungt par var í íbúðinni, konan náði að forða sér út en mennirnir handleggsbrutu manninn og veittu honum skurð á enni. Innlent 13.10.2005 15:06 « ‹ 102 103 104 105 106 107 108 109 110 … 120 ›
Ákvörðun tekin fyrir jól Hæstiréttur mun taka ákvörðun fyrir jól um hvort gefið verði leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem refsingu manns var frestað en hann beitti eiginkonu sína ofbeldi. Í málum þar sem refsingu er frestað verður ekki áfrýjað nema með leyfi Hæstaréttar. Innlent 13.10.2005 15:08
Rannsókn lögreglu engu skilað Rannsókn lögreglunnar á Blönduósi á því hver kveikti í atvinnuhúsnæðinu Votmúla aðfaranótt þriðjudagsins 28. september hefur enn engu skilað. Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn segir að enginn sé grunaður þó ummerki bendi til þess að kveikt hafi verið í húsinu. Innlent 13.10.2005 15:08
Dæmdur í 15 mánaða fangelsi Tvítugur karlmaður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tólf mánuðir eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Málsatvik eru þau að árásarmaðurinn stakk annan mann fjórum sinnum með hnífi, í áflogum utan við skemmtistaðinn Broadway, svo af hlutust fjögur 2-8 sentímetra djúp sár. Innlent 13.10.2005 15:08
Fór á Vog eftir yfirheyrslur Ungi maðurinn, sem framdi rán í tveimur söluturnum í Vesturborginni með skömmu millibili í fyrrakvöld og var handtekinn með þýfið á sér, fór í vímuefnameðferð á Vog að yfirheyrslum loknum í gærkvöldi. Hann hafði einmitt útskrifað sig sjálfur þaðan í fyrrakvöld, skömmu áður en hann framdi ránin. Innlent 13.10.2005 15:07
Ökumaðurinn líklega fundinn Lögreglan í Keflavík telur sig vera búna að finna manninn sem ók niður konu í Sandgerði fyrir tæpri viku og stakk af. Konan var á leið heim til sín að loknum vinnudegi þegar ekið var á hana á Strandgötu. Hún slasaðist talsvert, var rænulítil þegar að var komið og var hún flutt á slysadeild Landspítalans og síðan lögð inn á spítalann. Innlent 13.10.2005 15:07
Í fangelsi fyrir hnífstungur Tvítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að stinga mann fjórum sinnum fyrir framan Broadway í Ármúla í september í fyrra. Tólf mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir. Innlent 13.10.2005 15:08
Farþegum um Leifsstöð fjölgar Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúm tuttugu prósent í nóvember miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 89 þúsund farþegum árið 2003 í rúma 107 þúsund farþega nú. Innlent 13.10.2005 15:08
Allt brann sem brunnið gat Ekki hefur verið staðfest hvað olli bruna í einbýlishúsi að Bárugötu á Sauðárkróki. Allt brann sem sem brunnið gat í austurhluta stofunnar, þar sem eldurinn kom upp, segir Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Sýni hafa verið send suður til frekari rannsóknar. Innlent 13.10.2005 15:07
Handtöku Jóns Baldvins krafist Saksóknari í Mexíkó hefur krafist þess að dómari gefi út handtökuskipun á Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra og dóttur hans Snæfríði. Þau eru sökuð um barnsrán með því að hafa numið dóttur Snæfríðar á brott án samþykkis fyrrverandi eiginmanns hennar, Marcos Brancaccia. Feðginin verða ekki framseld frá Íslandi. Innlent 13.10.2005 15:07
Enduðu ránsförina á ljósastaur Þrír innbrotsþjófar, sem jafnframt gerðust bílþjófar í nótt, enduðu ránsför sína á ljósastaur í Breiðholti. Grunur leikur á að þeir hafi brotist inn í fyrirtæki í Hafnarfirði, stolið þaðan ýmsum munum og bíl í eigu fyrirtækisins. Ferðalag þremenninganna, sem jafnframt eru taldir hafa verið ölvaðir, gekk ekki betur en svo að þeir óku bílnum stolna á ljósastaur. Innlent 13.10.2005 15:06
Bílvelta í hálku Betur fór en á horfðist þegar bíll valt á Borgarfjarðarbraut við Grímsá laust fyrir hádegi á sunnudag. Innlent 13.10.2005 15:07
Fleiri þurfa að gefa skýrslu Enn á eftir að ræða við nokkra menn sem veitt geta upplýsingar um húsbrotið í Logalandi í Fossvogi aðfaranótt laugardags að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 15:07
Upptökin rakin til sígarettuglóðar Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir það ganga kraftaverki næst að ekki skyldu fleiri farast í húsbrunanum á Sauðárkróki í gærmorgun. Helgistund verður í Sauðárkrókskirkju í dag vegna slyssins en þar lést 21 árs gamall piltur. Grunur manna beinist að því að eldsupptök megi rekja til þess að sígarettuglóð hafi komist í sófa. Innlent 13.10.2005 15:07
Sömu þjófar stálu sömu hlutum Tilkynnt var um innbrot í iðnaðarhúsnæði í Súðarvogi snemma á sunnudagsmorguninn. Fljótlega kom í ljós að þjófarnir voru hinir sömu og handteknir voru í Breiðholti aðfaranótt sunnudags, vegna innbrots í Hafnarfirði. Þjófarnir unnu skemmdir og skitu í ruslafötur. Innlent 13.10.2005 15:07
Bílvelta á Grindavíkurvegi Bifreið valt út af Grindavíkurvegi rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Enginn slasaðist en bifreiðin skemmdist töluvert og var fjarlægð með kranabíl að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar í Keflavík. Talið er að hálka hafi valdið slysinu. Innlent 13.10.2005 15:07
Þakklát fyrir líf þeirra sem lifðu Líf þriggja ungmenna hékk á bláþræði í eldsvoðanum á Bárustíg á Sauðárkróki. Piltur sem fannst meðvitundarlaus inni í húsinu fékk að fara af sjúkrahúsi í gær. Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn segir að þakka megi fyrir að slökkviliðsmennirnir hafi fyrst farið inn um þvottahúsið því annars hefði líklega ekki náðst til piltsins í tæka tíð. Innlent 13.10.2005 15:07
Mildi að ekki fleiri létust Mikil mildi þykir að ekki skyldu fleiri hafa farist í brunanum á Sauðárkróki í gærmorgun. 21 árs gamall piltur fórst en þrjú ungmenni, tveir piltar og ein stúlka, björguðust naumlega. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að slökkviliðsmenn og nágrannar hafi unnið þrekvirki við bjarga þeim út. Innlent 13.10.2005 15:06
Klesstu stolinn bíl Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá menn um tvítugt á aðfaranótt sunnudags. Mennirnir eru grunaðir um að hafa stolið bifreiðinni sem þeir voru á, auk ýmissa muna úr fyrirtæki í Hafnarfirði. Innlent 13.10.2005 15:07
Enginn handtekinn í árásarmálinu Enginn hefur verið handtekinn vegna árásar hóps manna inn í íbúð í Fossvogi í fyrrinótt. Lögreglan í Reykjavík hefur yfirheyrt nokkra menn sem grunaðir eru um að hafa misþyrmt ungum manni í íbúðinni. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sjö til átta talsins en þeir voru vopnaðir haglabyssu og bareflum. Innlent 13.10.2005 15:06
Munaði sekúndum að allir færust Yfirlögregluþjónninn á Sauðárkróki segir að aðeins hafi munað sekúndum að fjögur ungmenni færust öll í húsbrunanum þar í gærmorgun. Bænastund var haldin í Sauðárkrókskirkju nú síðdegis vegna slyssins en 21 árs gamall piltur lét lífið í eldsvoðanum. Innlent 13.10.2005 15:07
Harður árekstur í Önundarfirði Harður árekstur varð á brú í Önundafirði um sexleytið í gærkvöldi. Tveir bílar, jeppi og fólksbíll, rákust þar saman og er fólksbílinn óökufær. Engin slys urðu á fólki. Áreksturinn varð á brúnni yfir Vaðal en hún er einbreið. Á þessari sömu brú varð dauðaslys fyrir nokkrum árum. Innlent 13.10.2005 15:06
Fjórir á sjúkrahús vegna eldsins Fjórir voru fluttir á sjúkrahús, þar af einn með sjúkraflugi til Reykjavíkur, eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsi á Sauðárkróki í morgun. Lögreglu og slökkviliði var tilkynnt um eldinn laust fyrir klukkan ellefu og þegar að var komið lagði mikinn reyk frá húsinu og eldtungur stóðu út um glugga á efri hæð en húsið er tvílyft einbýlishús. Innlent 13.10.2005 15:06
Stálu fimm fartölvum Tveir menn um tvítugt voru, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdir í þriggja og fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Innlent 13.10.2005 15:06
Gekk berserksgang um borð Lögreglan á Vopnafirði hafði afskipti af tveimur áhafnarmeðlimum af bát sem liggur við festar í höfninni Innlent 13.10.2005 15:06
Glærahálka á vegum Lögreglan á Hólmavík var kölluð út um klukkan fjögur á föstudaginn vegna bílveltu í vestanverðum Hrútafirði Innlent 13.10.2005 15:06
Skemmdarverk unnin í Garðabæ Verulegt tjón var unnið á Hofsstaðaskóla í Garðabæ í gærkvöldi þegar einhverjir fóru þar hamförum og brutu ellefu rúður. Skemmdarvargarnir eru ófundnir. Tjón hleypur á hundruð þúsunda króna. Innlent 13.10.2005 15:06
Eldur í íbúðarhúsi á Sauðárkróki Íbúðarhús á Sauðárkróki er stórskemmt ef ekki ónýtt eftir eldsvoða sem þar kom upp í morgun. Að sögn fréttaritara Bylgjunnar sem er á staðnum stóðu eldtungur út um glugga hússins þegar eldurinn var sem mestur. Fólki var bjargað út úr húsinu fyrr í morgun en ekki liggur ljóst fyrir hvort einhverjum hafi orðið meint af. Innlent 13.10.2005 15:06
Piltur lést í eldsvoða Piltur um tvítugt fórst í bruna í einbýlishúsi við Bárustíg á Sauðárkróki í gær. Annar piltur fannst meðvitundarlaus í húsinu og var hann fluttur á sjúkrahús Sauðárkróks og þaðan til Reykjavíkur á gjörgæsludeild. Stúlka og piltur sem einnig voru í húsinu sluppu ómeidd en þau stukku út af annarri hæð hússins. Innlent 13.10.2005 15:06
Ungmenni lést í eldsvoðanum Banaslys varð í eldsvoðanum á Sauðárkróki í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Sauðárkróki var tilkynnt um eldinn laust fyrir klukkan ellefu í morgun. Lögregla og slökkvilið héldu þegar á vettvang. Eldtungur stóðu þá út um glugga og lagði mikinn reyk frá húsinu. Innlent 13.10.2005 15:06
Skutu sér leið inn í íbúðina Sjö eða átta menn réðust, vopnaðir haglabyssu, inn í íbúð í Fossvogi um klukkan tvö í fyrrinótt. Þeir skutu upp hurð til að komast inn í íbúðina með tveimur skotum úr haglabyssunni og gengu í skrokk á húsráðanda. Ungt par var í íbúðinni, konan náði að forða sér út en mennirnir handleggsbrutu manninn og veittu honum skurð á enni. Innlent 13.10.2005 15:06