Skutu sér leið inn í íbúðina 4. desember 2004 00:01 Sjö eða átta menn réðust, vopnaðir haglabyssu, inn í íbúð í Fossvogi um klukkan tvö í fyrrinótt. Þeir skutu upp hurð til að komast inn í íbúðina með tveimur skotum úr haglabyssunni og gengu í skrokk á húsráðanda. Ungt par var í íbúðinni, konan náði að forða sér út en mennirnir handleggsbrutu manninn og veittu honum skurð á enni. Nágranni sem taldi sig hafa heyrt skothvelli hringdi í lögregluna sem sendi fjölda vopnaðra sérsveitarmanna á staðinn. Mennirnir voru horfnir af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Húsráðandi gat borið kennsl á þá sem voru að verki og hófst strax leit að mönnunum sem flestir hafa áður komið við sögu lögreglu. Skýrslur voru teknar af nokkrum mönnum, sem grunaðir eru um húsbrotið, í gær og á eftir að taka skýrslur af fleirum. Maðurinn sem varð fyrir árásinni vildi ekki tjá sig um árásina en honum var augljóslega brugðið. Handleggsbrotið og áverkinn, sem maðurinn fékk á ennið, voru veitt með barefli líklega golfkylfu sem tekin hafði verið úr golfsetti fyrir innan útidyrnar. Lögregla tók einnig til skoðunar hamar sem fannst í íbúðinni en óvíst er hvort árásarmennirnir beittu honum. Haglaskot eins og notuð eru við gæsaveiðar voru í haglabyssunni sem var skotið af. Rottweilerhundur húseigandans virðist ekki hafa ráðist að árásarmönnunum. Nágranni sem Fréttablaðið ræddi við segist rétt hafa rumskað við einhver læti og óp í konu en segir eiginmann sinn hafa heyrt mikil slagsmálalæti. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir ekki liggja fyrir hvert tilefni árásarinnar var. En segir öll mál sem þessi vera litin mjög alvarlegum augum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Sjö eða átta menn réðust, vopnaðir haglabyssu, inn í íbúð í Fossvogi um klukkan tvö í fyrrinótt. Þeir skutu upp hurð til að komast inn í íbúðina með tveimur skotum úr haglabyssunni og gengu í skrokk á húsráðanda. Ungt par var í íbúðinni, konan náði að forða sér út en mennirnir handleggsbrutu manninn og veittu honum skurð á enni. Nágranni sem taldi sig hafa heyrt skothvelli hringdi í lögregluna sem sendi fjölda vopnaðra sérsveitarmanna á staðinn. Mennirnir voru horfnir af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Húsráðandi gat borið kennsl á þá sem voru að verki og hófst strax leit að mönnunum sem flestir hafa áður komið við sögu lögreglu. Skýrslur voru teknar af nokkrum mönnum, sem grunaðir eru um húsbrotið, í gær og á eftir að taka skýrslur af fleirum. Maðurinn sem varð fyrir árásinni vildi ekki tjá sig um árásina en honum var augljóslega brugðið. Handleggsbrotið og áverkinn, sem maðurinn fékk á ennið, voru veitt með barefli líklega golfkylfu sem tekin hafði verið úr golfsetti fyrir innan útidyrnar. Lögregla tók einnig til skoðunar hamar sem fannst í íbúðinni en óvíst er hvort árásarmennirnir beittu honum. Haglaskot eins og notuð eru við gæsaveiðar voru í haglabyssunni sem var skotið af. Rottweilerhundur húseigandans virðist ekki hafa ráðist að árásarmönnunum. Nágranni sem Fréttablaðið ræddi við segist rétt hafa rumskað við einhver læti og óp í konu en segir eiginmann sinn hafa heyrt mikil slagsmálalæti. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir ekki liggja fyrir hvert tilefni árásarinnar var. En segir öll mál sem þessi vera litin mjög alvarlegum augum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira