Lög og regla Gæsluvarðhald til 3. desember Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir karlmanni vegna tilraunar til stórfellds fíkniefnasmygls. Maðurinn tengist stóru máli sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu og snýst um umfangsmikið smygl á amfetamíni og LSD meðal annars. Hæstiréttur staðfestir að maðurinn skuli vera í gæslu allt til 3. desember. Innlent 13.10.2005 14:52 Áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir 48 ára manni, sem skar leigubílstjóra á háls í lok júlí, hefur verið framlengt til áttunda desember. Innlent 13.10.2005 14:52 Fastir á hálendinu Bandarískir ferðamenn sem ferðuðust um Jökuldali á jeppa sátu fastir í bílnum í nokkuð langan tíma í fyrradag. Einn ferðalanganna gekk í nokkra klukkutíma inn í Landmannalaugar þar sem hann komst í talstöð og náði að kalla á hjálp. Innlent 13.10.2005 14:52 Glerhált fyrir austan Glerhált var í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum í gær og mikið var um útafakstur sem hafi þó í flestum tilfellum verið minniháttar og ekki komið beint við sögu lögreglunnar. Innlent 13.10.2005 14:52 Osta- og tímaritaþjófur fær dóm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega fertugan karlmanna í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að stela oststykki fyrir 286 krónur og tímariti fyrir 1.425 krónur. Dómurinn er skilorðsbundinn. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og rauf með tímarits- og ostaþjófnaðinum skilorð og var það dæmt með. Innlent 13.10.2005 14:52 Refsilaust að kýla tönn úr löggu Dómari hjá Héraðsdómi Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að fangelsa mann sem kýldi lögregluþjón í Keflavík, þannig að hann missti tönn. Lögreglumaðurinn segir ótrúlegt að lögreglan sé ekki betur varin en þetta; ódýrara sé að sparka í hund en lögregluþjóna. Hann fær enn höfuðverkjaköst. Innlent 13.10.2005 14:51 Bílþjófur kominn í fangelsi Maður fæddur árið 1982 var handtekinn í fyrrakvöld í tengslum við rannsókn fjölda bílþjófnaða sem lögreglan í Reykjavík og lögreglan í Kópavogi unnu saman að. Innlent 13.10.2005 14:52 Stal páskaeggi og átti hass Í Héraðsdómi Reykjavíkur var nítján ára piltur dæmdur í þriggja mánaða skilorðbundið fangelsi og sextán ára piltur dæmdur í tveggja mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir þjófnaðarbrot. Mál þriðja piltsins var skilið frá þessu máli. Innlent 13.10.2005 14:52 Kærði viku eftir árásina Í dómnum er látið að því liggja að kona hafi unnið til áverkanna," segir Jónína Bjartmarz, alþingismaður og lögfræðingur, um dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku þar sem refsingu yfir manni vegna heimilisofbeldis var frestað. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari, dæmdi málið. Innlent 13.10.2005 14:52 Komst ekki hjá sektinni Fertugur karlmaður var, í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð, fyrir hraðakstur. Innlent 13.10.2005 14:52 Skilorð fyrir ýmis brot Rúmlega tvítugur maður var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir, brot gegn lögreglulögum, fíkniefnabrot og vopnalagabrot. Innlent 13.10.2005 14:52 Tveir fyrir dóm vegna bankaráns Tuttugu og eins árs maður hefur játað fyrir dómi að hafa framið vopnað bankarán í útibúi Búnaðarbanka Íslands á Vesturgötu í Reykjavík 17. nóvember í fyrra. Aðalmeðferð málsins var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 14:51 Braut gegn fósturdóttur sinni Maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við fósturdóttur sína. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa káfað á vinkonu hennar og fyrir vörslu barnakláms. Innlent 13.10.2005 14:51 Afneitun mæðra algeng Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir almennt að þegar brotið er kynferðislega gegn börnum geti það oft valdið svo miklum sársauka hjá mæðrum barnanna að þær bregðist við með afneitun. Slíkt segir hann geta komið illa út gagnvart barninu sem sé skelfilegt en jafnframt segir hann að hægt sé að vinna með slíka hluti. Innlent 13.10.2005 14:51 Eldur í Ósk KE "Við vorum ný hættir að draga og vorum á heimleið þegar við sáum þá veifa til okkar," sagði Sverrir Þór Jónsson, á Brynhildi HF-83, þegar hann var á leið í land með Ósk KE-5 í togi eftir að kviknaði í bátnum um ellefu sjómílur norðvestur af Sandgerði. Innlent 13.10.2005 14:51 Undir áhrifum daginn eftir Ökumaður var tekinn í Hafnarfirði um klukkan tvö í gær grunaður um ölvun við akstur Innlent 13.10.2005 14:51 Erill hjá lögreglu á Ísafirði Erill var hjá lögreglunni á Ísafirði í gærkvöldi og í nótt, einkum í tengslum við dansleik sem einstaklingar héldu á Suðureyri. Tilkynnt var um eina líkamsárás en kæra hefur ekki borist. Innlent 13.10.2005 14:50 Hljóðkútur inn um framrúðu Hljóðkútur kastaðist af vagni vörubifreiðar og inn um glugga fólksbíls skammt norður af Borgarnesi um miðjan dag í gær. Innlent 13.10.2005 14:51 Ekkert annað en vísir að her Það er alltaf slæmt að heyra af mannfalli og slysförum hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar sem eiga í hlut," segir Stefán Pálsson, formaður félags herstöðvaandstæðinga, um sjálfsmorðsárásina í Kabúl þar sem þrír Íslendingar særðust. Innlent 13.10.2005 14:51 Varð alvarleikinn ljós í fréttum Eyrún Björnsdóttir, eiginkona Stefáns Gunnarssonar, íslenska friðargæsluliðans sem slasaðist í Kabúl á laugardag, segist hafa það þokkalegt eftir að hún náði í Stefán og gat talað við hann. Sprengjuárásin var á laugardagsmorgun en hún náði ekki tali af honum fyrr en í fyrrinótt. Innlent 13.10.2005 14:51 Fíkniefnaneytandi ók undir áhrifum Ökumaður var stöðvaður á Dalvík í fyrrinótt, grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna Innlent 13.10.2005 14:51 Rann út á gatnamótin Ekki urðu meiðsli á fólki við árekstur tveggja bíla á mótum Dalsbrautar og Borgarbrautar á Akureyri í gærdag. Innlent 13.10.2005 14:51 Stefán áfram á sjúkrahúsi Stefán Gunnarsson, friðargæsluliði í Afganistan, fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans við sjálfsmorðsárásina í Kabúl í Afganistan á laugardag. Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar, segir Stefán verða áfram á sjúkrahúsi. Ellefu ára afgönsk stúlka og 23 ára bandarísk kona létust í sjálfsmorðsárásinni. Innlent 13.10.2005 14:51 Vill fá Steinar heim sem fyrst "Það var hræðilegt að heyra þessar fréttir. Mér finnst ég svo lítils megnug að geta ekkert gert til að hjálpa honum," segir Soffía Hrönn Jakobsdóttir, eiginkona Steinars Arnar Magnússonar, annars íslensku friðargæsluliðanna sem særðust í sprengjuárás í Kabúl í Afganistan í gær. Innlent 13.10.2005 14:50 Hefur séð áverka á líkama og sál Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þó hann hafi ekki séð för eftir bora í hnéskeljum á fólki hafi hann séð áverka á fólki sem kemur úr fíkniefnaheiminum, þar á meðal ör eftir eggvopn og nefbrot eftir barsmíðar. Hann segir ofbeldisverk og hörkuna í þessum heimi hafa aukist með aukinni neyslu örvandi vímuefna. Innlent 13.10.2005 14:50 Verslun truflaði umferð Það jaðraði við umferðaröngþveiti í Stykkishólmi þegar Bónus opnaði sína 22. verslun og þá þrettándu á landsbyggðinni á slaginu tíu á laugardagsmorguninn. Að sögn lögreglu fylltist bærinn af kaupglöðum gestum. Innlent 13.10.2005 14:50 Rannsókn lokið í Hagamelsmálinu Lögreglan í Reykjavík hefur lokið rannsókn á því þegar móðir varð dóttur sinni að bana á heimili þeirra við Hagamel í sumar. Dóttirin var á tólfta ári og var henni banað þar sem hún lá í rúmi sínu og eldri bróðir hennar særður. Innlent 13.10.2005 14:50 Annir hjá Kópavogslöggunni Þrjú fíkniefnamál komu upp í Kópavogi aðfaranótt laugardags. Lögregla stöðvaði annars vegar ökumann og hins vegar tvo gangandi vegfarendur í annarlegu ástandi. Fundust bæði hass og amfetamín við leit á viðkomandi einstaklingum. Innlent 13.10.2005 14:50 Nissan vinsælastur meðal bílaþjófa Haukur Ásmundsson, aðalvarðstjóri í Reykjavík, segir mest vera stolið af Nissan- og Subaru-bílum. Frá því klukkan fimm á föstudag til klukkan tvö í gær var sex bílum stolið í Reykjavík, þar af þremur Nissan, tveimur Subaru og einum Saab. Innlent 13.10.2005 14:50 Erill hjá Keflavíkurlögreglu Lögreglan í Keflavík handtók fyrir stundu karlmann í bíl í bænum með ætluð fíkniefni og eru yfirheyrslur að hefjast yfir honum. Talið er að hann hafi verið með eitt gramm af amfetamíni í fórum sínum og einhverja sveppi. Innlent 13.10.2005 14:50 « ‹ 110 111 112 113 114 115 116 117 118 … 120 ›
Gæsluvarðhald til 3. desember Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir karlmanni vegna tilraunar til stórfellds fíkniefnasmygls. Maðurinn tengist stóru máli sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu og snýst um umfangsmikið smygl á amfetamíni og LSD meðal annars. Hæstiréttur staðfestir að maðurinn skuli vera í gæslu allt til 3. desember. Innlent 13.10.2005 14:52
Áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir 48 ára manni, sem skar leigubílstjóra á háls í lok júlí, hefur verið framlengt til áttunda desember. Innlent 13.10.2005 14:52
Fastir á hálendinu Bandarískir ferðamenn sem ferðuðust um Jökuldali á jeppa sátu fastir í bílnum í nokkuð langan tíma í fyrradag. Einn ferðalanganna gekk í nokkra klukkutíma inn í Landmannalaugar þar sem hann komst í talstöð og náði að kalla á hjálp. Innlent 13.10.2005 14:52
Glerhált fyrir austan Glerhált var í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum í gær og mikið var um útafakstur sem hafi þó í flestum tilfellum verið minniháttar og ekki komið beint við sögu lögreglunnar. Innlent 13.10.2005 14:52
Osta- og tímaritaþjófur fær dóm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega fertugan karlmanna í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að stela oststykki fyrir 286 krónur og tímariti fyrir 1.425 krónur. Dómurinn er skilorðsbundinn. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og rauf með tímarits- og ostaþjófnaðinum skilorð og var það dæmt með. Innlent 13.10.2005 14:52
Refsilaust að kýla tönn úr löggu Dómari hjá Héraðsdómi Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að fangelsa mann sem kýldi lögregluþjón í Keflavík, þannig að hann missti tönn. Lögreglumaðurinn segir ótrúlegt að lögreglan sé ekki betur varin en þetta; ódýrara sé að sparka í hund en lögregluþjóna. Hann fær enn höfuðverkjaköst. Innlent 13.10.2005 14:51
Bílþjófur kominn í fangelsi Maður fæddur árið 1982 var handtekinn í fyrrakvöld í tengslum við rannsókn fjölda bílþjófnaða sem lögreglan í Reykjavík og lögreglan í Kópavogi unnu saman að. Innlent 13.10.2005 14:52
Stal páskaeggi og átti hass Í Héraðsdómi Reykjavíkur var nítján ára piltur dæmdur í þriggja mánaða skilorðbundið fangelsi og sextán ára piltur dæmdur í tveggja mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir þjófnaðarbrot. Mál þriðja piltsins var skilið frá þessu máli. Innlent 13.10.2005 14:52
Kærði viku eftir árásina Í dómnum er látið að því liggja að kona hafi unnið til áverkanna," segir Jónína Bjartmarz, alþingismaður og lögfræðingur, um dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku þar sem refsingu yfir manni vegna heimilisofbeldis var frestað. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari, dæmdi málið. Innlent 13.10.2005 14:52
Komst ekki hjá sektinni Fertugur karlmaður var, í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð, fyrir hraðakstur. Innlent 13.10.2005 14:52
Skilorð fyrir ýmis brot Rúmlega tvítugur maður var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir, brot gegn lögreglulögum, fíkniefnabrot og vopnalagabrot. Innlent 13.10.2005 14:52
Tveir fyrir dóm vegna bankaráns Tuttugu og eins árs maður hefur játað fyrir dómi að hafa framið vopnað bankarán í útibúi Búnaðarbanka Íslands á Vesturgötu í Reykjavík 17. nóvember í fyrra. Aðalmeðferð málsins var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 14:51
Braut gegn fósturdóttur sinni Maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við fósturdóttur sína. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa káfað á vinkonu hennar og fyrir vörslu barnakláms. Innlent 13.10.2005 14:51
Afneitun mæðra algeng Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir almennt að þegar brotið er kynferðislega gegn börnum geti það oft valdið svo miklum sársauka hjá mæðrum barnanna að þær bregðist við með afneitun. Slíkt segir hann geta komið illa út gagnvart barninu sem sé skelfilegt en jafnframt segir hann að hægt sé að vinna með slíka hluti. Innlent 13.10.2005 14:51
Eldur í Ósk KE "Við vorum ný hættir að draga og vorum á heimleið þegar við sáum þá veifa til okkar," sagði Sverrir Þór Jónsson, á Brynhildi HF-83, þegar hann var á leið í land með Ósk KE-5 í togi eftir að kviknaði í bátnum um ellefu sjómílur norðvestur af Sandgerði. Innlent 13.10.2005 14:51
Undir áhrifum daginn eftir Ökumaður var tekinn í Hafnarfirði um klukkan tvö í gær grunaður um ölvun við akstur Innlent 13.10.2005 14:51
Erill hjá lögreglu á Ísafirði Erill var hjá lögreglunni á Ísafirði í gærkvöldi og í nótt, einkum í tengslum við dansleik sem einstaklingar héldu á Suðureyri. Tilkynnt var um eina líkamsárás en kæra hefur ekki borist. Innlent 13.10.2005 14:50
Hljóðkútur inn um framrúðu Hljóðkútur kastaðist af vagni vörubifreiðar og inn um glugga fólksbíls skammt norður af Borgarnesi um miðjan dag í gær. Innlent 13.10.2005 14:51
Ekkert annað en vísir að her Það er alltaf slæmt að heyra af mannfalli og slysförum hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar sem eiga í hlut," segir Stefán Pálsson, formaður félags herstöðvaandstæðinga, um sjálfsmorðsárásina í Kabúl þar sem þrír Íslendingar særðust. Innlent 13.10.2005 14:51
Varð alvarleikinn ljós í fréttum Eyrún Björnsdóttir, eiginkona Stefáns Gunnarssonar, íslenska friðargæsluliðans sem slasaðist í Kabúl á laugardag, segist hafa það þokkalegt eftir að hún náði í Stefán og gat talað við hann. Sprengjuárásin var á laugardagsmorgun en hún náði ekki tali af honum fyrr en í fyrrinótt. Innlent 13.10.2005 14:51
Fíkniefnaneytandi ók undir áhrifum Ökumaður var stöðvaður á Dalvík í fyrrinótt, grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna Innlent 13.10.2005 14:51
Rann út á gatnamótin Ekki urðu meiðsli á fólki við árekstur tveggja bíla á mótum Dalsbrautar og Borgarbrautar á Akureyri í gærdag. Innlent 13.10.2005 14:51
Stefán áfram á sjúkrahúsi Stefán Gunnarsson, friðargæsluliði í Afganistan, fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans við sjálfsmorðsárásina í Kabúl í Afganistan á laugardag. Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar, segir Stefán verða áfram á sjúkrahúsi. Ellefu ára afgönsk stúlka og 23 ára bandarísk kona létust í sjálfsmorðsárásinni. Innlent 13.10.2005 14:51
Vill fá Steinar heim sem fyrst "Það var hræðilegt að heyra þessar fréttir. Mér finnst ég svo lítils megnug að geta ekkert gert til að hjálpa honum," segir Soffía Hrönn Jakobsdóttir, eiginkona Steinars Arnar Magnússonar, annars íslensku friðargæsluliðanna sem særðust í sprengjuárás í Kabúl í Afganistan í gær. Innlent 13.10.2005 14:50
Hefur séð áverka á líkama og sál Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þó hann hafi ekki séð för eftir bora í hnéskeljum á fólki hafi hann séð áverka á fólki sem kemur úr fíkniefnaheiminum, þar á meðal ör eftir eggvopn og nefbrot eftir barsmíðar. Hann segir ofbeldisverk og hörkuna í þessum heimi hafa aukist með aukinni neyslu örvandi vímuefna. Innlent 13.10.2005 14:50
Verslun truflaði umferð Það jaðraði við umferðaröngþveiti í Stykkishólmi þegar Bónus opnaði sína 22. verslun og þá þrettándu á landsbyggðinni á slaginu tíu á laugardagsmorguninn. Að sögn lögreglu fylltist bærinn af kaupglöðum gestum. Innlent 13.10.2005 14:50
Rannsókn lokið í Hagamelsmálinu Lögreglan í Reykjavík hefur lokið rannsókn á því þegar móðir varð dóttur sinni að bana á heimili þeirra við Hagamel í sumar. Dóttirin var á tólfta ári og var henni banað þar sem hún lá í rúmi sínu og eldri bróðir hennar særður. Innlent 13.10.2005 14:50
Annir hjá Kópavogslöggunni Þrjú fíkniefnamál komu upp í Kópavogi aðfaranótt laugardags. Lögregla stöðvaði annars vegar ökumann og hins vegar tvo gangandi vegfarendur í annarlegu ástandi. Fundust bæði hass og amfetamín við leit á viðkomandi einstaklingum. Innlent 13.10.2005 14:50
Nissan vinsælastur meðal bílaþjófa Haukur Ásmundsson, aðalvarðstjóri í Reykjavík, segir mest vera stolið af Nissan- og Subaru-bílum. Frá því klukkan fimm á föstudag til klukkan tvö í gær var sex bílum stolið í Reykjavík, þar af þremur Nissan, tveimur Subaru og einum Saab. Innlent 13.10.2005 14:50
Erill hjá Keflavíkurlögreglu Lögreglan í Keflavík handtók fyrir stundu karlmann í bíl í bænum með ætluð fíkniefni og eru yfirheyrslur að hefjast yfir honum. Talið er að hann hafi verið með eitt gramm af amfetamíni í fórum sínum og einhverja sveppi. Innlent 13.10.2005 14:50