Stefán áfram á sjúkrahúsi 24. október 2004 00:01 Stefán Gunnarsson, friðargæsluliði í Afganistan, fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans við sjálfsmorðsárásina í Kabúl í Afganistan á laugardag. Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar, segir Stefán verða áfram á sjúkrahúsi. Ellefu ára afgönsk stúlka og 23 ára bandarísk kona létust í sjálfsmorðsárásinni. Aðspurður um hvort Stefán nái sér að fullu segir Arnór það verða að koma í ljós, en gert sé ráð fyrir því. Arnór segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að Íslendingarnir verði sendir heim en hugsanlegt sé þó að Stefán komi fyrr en áætlað var. Steinar Örn Magnússon hefur verið settur í gifs að sögn Arnórs. Hann var ásamt Sverri Hauki Grönli á spítalanum fyrstu nóttina eftir árásina. "Ég held að það sem hafi ráðið því að árásin var gerð hafi verið að þeir voru á merktum bílum frá Friðargæslunni. Árásin var á friðargæsluna, ekki á Íslendingana sérstaklega," segir Arnór. Hann segir misskilning hjá erlendum fréttastofum að Íslendingarnir séu hermenn. Það sé krafa Atlantshafsbandalagsins að allir sem starfi við friðargæslu séu einkennisklæddir og þess vegna sé hugsanlegt að erlendu fréttastofurnar telji þá vera hermenn. Arnór segir Íslendingana verða að hlíta ákvæðum bandalagsins en þeir séu borgaralegir sérfræðingar sem sjái um rekstur flugvallarins. Aðspurður um hvort Íslendingunum stafi ekki meiri ógn af því að vera klæddir eins og hermenn svarar Arnór því neitandi og segir það þvert á móti. "Það hefur verið óvenju rólegt þarna undanfarnar vikur. Von var á óróa og átökum í kringum kosningarnar en svo varð ekki. Árásin var óvænt og ég held að hún sé ekki túlkuð sem byrjun á óstöðugra ástandi," segir Arnór. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Stefán Gunnarsson, friðargæsluliði í Afganistan, fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans við sjálfsmorðsárásina í Kabúl í Afganistan á laugardag. Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar, segir Stefán verða áfram á sjúkrahúsi. Ellefu ára afgönsk stúlka og 23 ára bandarísk kona létust í sjálfsmorðsárásinni. Aðspurður um hvort Stefán nái sér að fullu segir Arnór það verða að koma í ljós, en gert sé ráð fyrir því. Arnór segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að Íslendingarnir verði sendir heim en hugsanlegt sé þó að Stefán komi fyrr en áætlað var. Steinar Örn Magnússon hefur verið settur í gifs að sögn Arnórs. Hann var ásamt Sverri Hauki Grönli á spítalanum fyrstu nóttina eftir árásina. "Ég held að það sem hafi ráðið því að árásin var gerð hafi verið að þeir voru á merktum bílum frá Friðargæslunni. Árásin var á friðargæsluna, ekki á Íslendingana sérstaklega," segir Arnór. Hann segir misskilning hjá erlendum fréttastofum að Íslendingarnir séu hermenn. Það sé krafa Atlantshafsbandalagsins að allir sem starfi við friðargæslu séu einkennisklæddir og þess vegna sé hugsanlegt að erlendu fréttastofurnar telji þá vera hermenn. Arnór segir Íslendingana verða að hlíta ákvæðum bandalagsins en þeir séu borgaralegir sérfræðingar sem sjái um rekstur flugvallarins. Aðspurður um hvort Íslendingunum stafi ekki meiri ógn af því að vera klæddir eins og hermenn svarar Arnór því neitandi og segir það þvert á móti. "Það hefur verið óvenju rólegt þarna undanfarnar vikur. Von var á óróa og átökum í kringum kosningarnar en svo varð ekki. Árásin var óvænt og ég held að hún sé ekki túlkuð sem byrjun á óstöðugra ástandi," segir Arnór.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira