Lög og regla

Fréttamynd

Grunaður um að hafa hjólað ölvaður

Til kasta lögreglu kom í heldur óvenjulegu máli í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þar rákust saman maður á reiðhjóli og bíll við Hverfisgötuna án þess þó að alvarleg slys yrðu á fólki en bíll og hjól skemmdust eitthvað.

Innlent
Fréttamynd

Lét ófriðlega fyrir utan partí í Grafarvogi

Lögreglan í Reykjavík var kölluð að húsi í Grafavogi á miðnætti í gær en þar fór fram unglingapartí. Foreldrar veisluhaldarans voru ekki heima og fór partíið úr böndunum þegar maður vopnaður felgulykli og hnífi fór að berja á húsinu þar sem honum var vörnuð innganga í partíið.

Innlent
Fréttamynd

Skorinn illa á háls á skemmtistað

Ráðist var á mann og hann skorinn illa á háls á skemmtistað við Smiðjustíg í miðborginni í nótt. Árásarmaðurinn hafði brotið glas og lagði til mannsins en hann fékk stóran skurð á háls auk nokkurra áverka annars staðar á líkamanum þar sem hann reyndi að verja sig. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og voru saumuð tuttugu spor í hálsinn á honum en hann mun þó ekki vera í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Lögmaður dæmdur fyrir auðgunarbrot

Hæstiréttur hefur dæmt lögmann, sem fundinn var sekur um auðgunarbrot, til sex mánaðar fangelsisvistar. Lögmaðurinn gerði fjárnám í fasteign konu á grundvelli tryggingarvíxils að fjárhæð fimm milljónir króna, þótt krafan væri mun lægri. Hann hagræddi dagsetningum á ýmsum plöggum, svo það liti út fyrir að kröfurnar væru frá fyrri tíma og gerðist þar með sekur um að aðstoða konuna við svikin.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í grunnskóla og leikskóla

Brotist var inn í grunnskóla og leikskóla á Kjalarnesi síðustu nótt. Einn var handtekinn eftir að hafa brotist inn í Klébergsskóla. Hann hafði kastað stórum steini í gegnum rúðu til að komast inn og fært muni úr skólanum í bíl sinn. Lagt var hald á bílinn og þýfi.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir vopnað rán

Hilmar Ragnarsson, sem ásamt öðrum manni framdi vopnað rán í SPRON í Hátúni fyrir tæpum tveimur árum, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi. Vitorðsmaður hans er ófundinn.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú ár fyrir nauðgun

Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir að nauðga fyrrum sambýliskonu sinni á heimili hennar auk umferðarlaga- og fíkniefnabrota.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald staðfest

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir albönskum karlmanni sem grunaður er um morð í Grikklandi.

Innlent
Fréttamynd

Fékk einn mánuð fyrir fíkniefnasölu

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi mann á þrítugsaldri í eins mánaðar fangelsi fyrir vörslu fíkniefna af ýmsu tagi. Hafði hann innanklæða E- pillur, amfetamín og kókaín. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa selt tveimur aðilum E-pillur. Ákærði játaði sök og var dæmdur til eins mánaðar skilorðsbundinnar fangelisisvistar. Litið var til þess í dómnum að hann hafði ekki gerst brotlegur áður.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um hæfi Björns

Sérskipaður ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, sagði í dómsal í dag að þótt ekki mætti lesa sérstaka velvild úr skrifum dómsmálaráðherra í garð Baugs, þá efaðist hann ekki um hæfi ráðherra til að hafa afskipti af málinu. Verjendur héldu hins vegar fram vanhæfi dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas til að fara með málið í heild.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðleg herferð gegn ólöglegu niðurhali

Alþjóðleg samtök flytjenda og framleiðenda tónlistra hófu viðamikla herferð gegn ólöglegu niðurhali tónlistar af netinu, í gær. Fjöldi slíkra mála er rekinn fyrir dómstólum víða um heim og slík mál eru til rannsóknar á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Lenti undir bíl í Hveragerði

Heldur fór illa fyrir konu í Hveragerði í gær þegar hún steig út úr bíl sínum. Svo virðist sem hún hafi gleymt að setja bílinn í gír eða handbremsu og því fór bíllinn að renna. Konan reyndi þá að stöðva hann en það vildi ekki betur til en svo að hún lenti undir bílnum og rann hann að hluta til yfir hana.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í íbúð í austurborginni

Brotist var inn í íbúð í austurborginni í um sexleytið í kvöld. Innbrotsþjófurinn eða -þjófarnir spenntu upp glugga og höfðu á brott með sér tölvu og heimilissíma. Ekki er vitað hver þar að verki en lögregla leitar þjófanna.

Innlent
Fréttamynd

Tveir stútar lentu í árekstri

Erilsamt var hjá lögreglunni í Reykjavík. Lögregluþjónar þurftu að hafa afskipti af fimm minniháttar líkamsárásum og sex voru teknir vegna ölvunaraksturs. Tveir þeirra höfðu endað ferð sína á því að lenda í árekstri. Þar fór þó betur en svo að nokkur meiddist.

Innlent
Fréttamynd

Tvær bílveltur fyrir norðan

Lögreglan á Akureyri var kölluð af stað vegna tveggja bílveltna síðustu nótt. Bíll valt á Öxnadalsheiði um þrjúleytið í nótt og annar í Fnjóskadal um sexleytið í morgun. Enginn slasaðist í bílveltunum tveimur en bílarnir skemmdust eitthvað.

Innlent
Fréttamynd

Þrír gistu fangaklefa

Þrír gistu fangaklefa lögreglunnar í Reykjanesbæ, tveir vegna slagsmála en einn vegna ölvunar. Lögreglan var tvívegis kölluð að sama skemmtistaðnum vegna áfloga og handtók einn mann en honum var sleppt skömmu síðar.

Innlent
Fréttamynd

Réðist á lögreglumenn með skóflu

Tveir fengu að gista fangaklefa lögreglunnar á Ísafirði eftir dansleik á Bolungarvík, báðir vegna slagsmála. Annar var ekki reiðubúinn að hlýða þegar lögregla ætlaði að stöðva hann heldur réðist hann að lögreglumönnum vopnaður skóflu.

Innlent
Fréttamynd

Sex teknir vegna fíkniefnasölu

Sex voru handteknir í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna gruns um sölu, vörslu og neyslu fíkniefna. Þeir sem voru handteknir eru allir á aldrinum fimmtán til 24 ára.

Innlent
Fréttamynd

Enn fundað um lögbann á sýningu á mynd

Fundur stendur enn yfir hjá sýslumanninum í Reykjavík þar sem tekin er fyrir krafa um bann á sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason sem fjallar um nokkur ungmenni í undirheimum Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Fundað um Skuggabörn hjá sýslumanni

Fundur stendur nú yfir hjá sýslumanninum í Reykjavík þar sem tekin er fyrir krafa um bann á sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason. Krafan er grundvölluð á því að við sögu í myndinni komi ungur piltur, sem var myrtur eftir að tökum lauk. Að óbreyttu átti að forsýna myndina í kvöld og sýna hana svo í Ríkissjónvarpinu á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Fundu 200 g af fíkniefnum við húsleit í Kópavogi

Kópavogslögreglan lagði hald í tæp tvö hundruð grömm af fíkniefnum við húsleit í íbúð í Lindarhverfi í gærkvöldi. Sex manneskjur, sem voru í íbúðinni voru handteknar og færðar til yfirheyrslu. Fjórum var fljótlega sleppt, en í nótt játuðu tveir að hafa átt efnin og að hafa ætlað þau til sölu.

Innlent
Fréttamynd

Tekur fyrir lögbann á sýningu myndar

Sýslumaðurinn í Reykjavík tekur í dag fyrir kröfu um bann á sýningu heimildarmyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason. Krafan er grundvöllluð á því að við sögu í myndinni komi ungur piltur, sem var myrtur eftir að töku myndarinnar lauk. Að óbreyttu átti að forsýna hana í kvöld og svo í Ríkissjónvarpinu á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ákært í 309 kærðum nauðgunum

370 nauðganir voru kærðar til lögreglu á árunum 1995 til 2004. Ákært var í 61 máli en 309 kærur leiddu ekki til ákæru fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur þingmanns.

Innlent
Fréttamynd

Kona sem ógnaði leigubílstjóra enn í haldi

Rúmlega þrítug kona er enn í haldi lögreglu, eftir að hún var handtekinn í Reykjavík í gærkvöldi þegar hún ógnaði leigubílstjóra með eftirlíkingu af skambyssu. Hún hafði boðið bílstjóranum blíðu sína en þegar hann þáði ekki boðið dró hún upp byssuna.

Innlent
Fréttamynd

Lögbannskrafa Jónínu tekin fyrir í morgun

Lögbannskrafa Jónínu Benediktsdóttur á fréttaflutning Fréttablaðsins af tölvupóstsendingum tengdum Baugsmálinu var tekin fyrir í Héraðsdómi í morgun. Ákveðið var að aðalmeðferð í málinu verði 29. nóvember næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Tvær rúður á bílaleigu sprengdar

Tvær rúður í afgreiðsluhúsi Bílaleigu Flugleiða við Akureyrarflugvöll voru sprengdar með heimatilbúnum sprengjum í nótt. Sprengjurnar virðast hafa verið límdar á rúðurnar og síðan sprengdar. Ekkert bendir til þess að sprengjuvargarnir hafi stolið neinu og eru þeir ófundnir.

Innlent