Lög og regla

Fréttamynd

Fá ekki greiðslur úr ríkissjóði

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum bænda á bænum Hjallalandi í Sveinsstaðahreppi í Austur-Húnavatnssýslu, en þeir vildu að viðurkennt yrði með dómi að þeir ættu rétt á greiðslum úr ríkissjóði sem handhafar beingreiðslna sauðfjárbúsins á bænum. Þeir töldu sig eiga rétt á skaðabótagreiðslum úr ríkissjóði vegna breytinga á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á landbúnaðarafurðum sem tóku gildi árið 2000.

Innlent
Fréttamynd

Ung kona kærði kynferðisbrot

Lögreglan í Keflavík rannsakar kynferðisbrot sem átti sér þar stað í heimahúsi um helgina. Kona um tvítugt hefur kært mann á svipuðum aldri fyrir að nýta sér ölvunarástand hennar eftir gleðskap sem stóð á laugardagskvöld og fram á aðfaranótt sunnudags.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um kynferðislegt ofbeldi

Reykvíkingur á fertugsaldri er grunaður um að hafa beitt fjórar ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi. Á heimili mannsins fundust tugir barnaklámsmynda í tölvu hans.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur enn í haldi

Þrír eru enn í haldi lögreglunnar vegna mótmælaaðgerða á Nordica-hóteli í gær. Mótmælendurnir ruddust inn á alþjóðlega ráðstefnu um álframleiðslu sem haldin var á hótelinu og skvettu grænleitum vökva yfir ráðstefnugestu. Vökvinn fór einnig á innréttingar og tölvubúnað. Tveir mótmælendanna eru Íslendingar, en sá þriðji Englendingur. Þau verða yfirheyrð frekar með morgninum.

Innlent
Fréttamynd

Farið fram á gæsluvarðhald

Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir Paul Gill, breska atvinnumótmælandanum, sem var einn þremenninganna sem mótmæltu á álráðstefnu á Nordica-hóteli í gær. Náttúruvaktin þvær hendur sínar af Ólafi Páli Sigurðssyni, einum mótmælendanna, þrátt fyrir að fram komi á heimasíðu samtakanna að þegar hún varð að fullgildum samtökum í október síðastliðnum gegndi Ólafur Páll Sigurðsson starfi framkvæmdastjóra þar.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á tólf ára dreng

44 ára vörubílsstjóri, Hreggviður Heiðarsson, réðst á tvo unga drengi, tólf og þrettán ára síðasta laugardagskvöld. Hluti árásarinnar var tekin upp á GSM síma og hefur DV myndskeiðið undir höndum. Ennfremur má sjá myndskeiðið hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Dótturfyrirtæki Össurar fær bætur

Bandaríska stoðtækjafyrirtækið Bledsoe Brace Systems hefur verið dæmt af alríkisdómstól í Seattle í Washington-ríki til að greiða dótturfélagi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, Generation Orthotics, tæplega sjö milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 455 milljóna íslenskra króna í bætur, fyrir brot á einkaleyfum fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Ráðuneyti og lögregla semja

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Böðvar Bragason lögreglustjóri skrifuðu síðdegis í gær undir samning um árangursstjórnum og markmið lögreglunnar í Reykjavík. Lögregluembættið kynnti einnig stefnumótun ársins og kynnt var ársskýrsla lögreglunnar fyrir árið 2004.

Innlent
Fréttamynd

Kærir nauðgun í Keflavík

Stúlka um tvítugt hefur lagt fram kæru vegna nauðgunar sem átti sér stað fyrir hádegi á sunnudaginn var í Keflavík. Rannsókn málsins er á frumstigi en farið verður með það sem misneytingarmál þar sem konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar.

Innlent
Fréttamynd

Þrír ungir menn fengu skilorð

Þrír ungir menn á aldrinum 23 til 25 ára fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir margvísleg þjófnar-, umferðarlaga-, og fíkniefnalagabrot.

Innlent
Fréttamynd

Fengu skilorðsbundna dóma

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag tvo rúmlega tvítuga menn í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og önnur minniháttar brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Annar maðurinn fékk þriggja mánaða dóm en hinn tveggja mánaða. Ákvörður refsingar þriðja mannsins var frestað, haldi hann almennt skilorð.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir teknir fyrir hraðakstur

Lögreglan í Keflavík tók fjóra ökumenn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt. Sá sem hraðast ók var mótorhjólamaður á hundrað og fimmtíu kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar. Hinir þrír óku allir á rúmlega hundrað og tuttugu kílómetra hraða.

Innlent
Fréttamynd

Ræninginn ófundinn

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna vopnaðs ráns sem framið var á bensínstöð Olís í Hamraborg í Kópavogi í gær. Ræninginn kom á bensínstöðina á sjötta tímanum og ógnaði starfsstúlku með skrúfjárni, spennti upp peningakassann, náði þaðan einhverju fé og hvarf síðan á braut. Hann er talinn vera 170-175 sentímetrar á hæð, grannur og með ljósskolleitt hár.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um aðild að barnaklámhring

Karlmaður hefur verið handtekinn í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík fyrir meinta aðild að alþjóðlegum barnaklámhring. Um 150 manns voru handteknir í þrettán löndum í morgun, grunaðir um aðild að málinu.

Innlent
Fréttamynd

Glæpapar framselt til Íslands

Par af erlendum uppruna sem komst af landi brott á stolnum bílaleigubíl með tvær milljónir af sviknu fé í vasanum, eftir að hafa framselt falsaða tékka í banka og tekið peningana út í erlendum gjaldmiðli, var handtekið í Danmörku á laugardag. Parið verður framselt til Íslands á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Barnakláms leitað hjá Íslendingi

Tölvubúnaður, disklingar og myndbönd eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík vegna gruns um að þar sé að finna barnaklám. Eigandinn, 32 ára karlmaður, var handtekinn í gær og yfirheyrður. Europol stýrði aðgerðum gegn barnaklámhring í 13 löndum.

Innlent
Fréttamynd

Snuprar Ríkislögreglustjóra

Umboðsmaður Alþingis gerir athugasemdir við vinnubrögð Ríkislögreglustjórans í tveimur aðskildum málum. Umboðsmaður telur að kröfum stjórnsýslulaga hafi ekki verið fullnægt.  

Innlent
Fréttamynd

Ríkið ekki bótaskylt vegna eymsla

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfum fyrrum starfsmanns varnarliðsins um bætur vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 1993. Maðurinn klemmdist milli lyftara og kassa þegar verið var að tæma gám í einni af birgðastöðvum Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli.

Innlent
Fréttamynd

Sviku fé út úr íslenskum banka?

Erlendur ríkisborgari með bandarískt vegabréf og bresk kona voru handtekin í Danmörku á laugardag grunuð um að hafa svikið fé út úr íslenskum banka. Þau voru með eina og hálfa milljón á sér þegar þau komu til Danmerkur með Norrænu.

Innlent
Fréttamynd

Vitað um athæfi mannsins um hríð

Íslendingur um þrítugt var handtekinn í dag í tengslum við alþjóðlega herferð gegn barnaklámi. Vitað hefur verið um athæfi hans um hríð en beðið var með handtökuna til að reyna að ná fleirum.

Innlent
Fréttamynd

Fluttu inn 130 g og 1000 töflur

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi sex ungmenni, fimm karla og eina konu, til fangavistar í dag fyrir aðild að innflutningi á eitt þúsund amfetamíntöflum og rúmlega 130 grömmum af kókaíni. Efnin voru keypt í Rotterdam og flutt til landsins með Íslandspósti, falin inni í vaxkertum.

Innlent
Fréttamynd

Vörubíl ekið á stúlku

Vörubíl var ekið á tíu ára stúlku á gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar laust eftir hádegið í gær.

Innlent
Fréttamynd

Þungir dómar í fíkniefnamáli

Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti.

Innlent
Fréttamynd

Ógnaði fólki með skrúfjárni

Úlpuklæddur maður framdi rán á bensínafgreiðslustöð Olís í Hamraborg í Kópavogi laust eftir klukkan fimm í gærdag. Ógnaði hann tveimur starfsmönnum stöðvarinnar með skrúfjárni áður en hann hvarf brott með sölu dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um nauðgun í heimahúsi

Grunur er uppi um nauðgun í heimahúsi í Keflavík um helgina. Lögreglu var tilkynnt um málið um hádegi í gær en fólkið sem á í hlut er um tvítugt. Víkurfréttir greina frá þessu og segja að búist hafi verið við að kæra yrði lögð fram í dag.

Innlent
Fréttamynd

Veifaði kynfærum sínum

Stúlku var hrint fyrir utan skemmtistaðinn Traffic í Hafnargötu í Keflavík rétt upp úr fjögur í gærnótt og var óskað eftir aðstoð lögreglunnar í Keflavík þar eð stúlkan meiddist lítillega.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í þremur ruslagámum

Tólf voru teknir fyrir hraðakstur í gærkvöld og nótt í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Sá sem fór hraðast ók á 138 kílómetra hraða. Þá var ungur maður tekinn grunaður um ölvun við akstur. Eins hafði slökkvilið á staðnum í nógu að snúast en kveikt var í þremur ruslagámum á Eyrarbakka, Selfossi og í Grímsnesi.

Innlent
Fréttamynd

Á 187 km hraða á Reykjanesi

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ í nótt. Fjórir voru kærðir fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók var á 187 kílómetra hraða. Tvívegis var lögreglan kölluð að skemmtistaðnum Traffic við Hafnargötu. Í annað skiptið var það vegna stúlku sem sparkaði í bíl þar fyrir utan eftir að hafa verið vísað út.

Innlent
Fréttamynd

Of greitt ekið

Mikil umferð var í umdæmi lögreglunnar í Keflavík aðfaranótt sunnudags og talsvert um umferðarlagabrot.

Innlent
Fréttamynd

Teknir fyrir fíkniefnaneyslu

Fjórir voru teknir höndum og færðir á lögrelgustöðina á Ísafirði eftir að bifreið sem þeir voru í var stöðvuð við eftirlit. Mennirnir eru grunaðir um neyslu fíkniefna en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Innlent