Lög og regla

Fréttamynd

Impregilo vill rannsókn

Impregilo hefur farið fram á opinbera rannsókn vegna fréttar í DV. Þar er greint frá fyrrum starfsmönnum Impregilo sem sögðust hafa verið neyddir til að borga yfirmanni fyrirtækisins brennivín í skiptum fyrir yfirvinnu.

Innlent
Fréttamynd

Sameining lögregluliða

Lagt er til í skýrslu dómsmálaráðuneytisins um nýskipun lögreglumála sem birt var í gær að lögregluembættin þrjú á Höfðuborgarsvæðinu verði sameinuð.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stinga lögreglu af

Ökumaður fólksbíls reyndi að stinga lögregluna af þegar hún ætlaði að hafa tal af honum við venjulegt eftirlit í Breiðholti undir morgun. Eftir að hafa gefið vel í snarstöðvaði hann bílinn og hljóp út úr honum en lögreglumenn náðu honum skömmu síðar. Grunur leikur á að hann hafi stolið bílnum enda hefur hann áður orðið uppvís að slíku.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa að borga mun minna

Baugi var gert að greiða lægri upphæð vegna endurálagningar skatta en félagið hafði gert ráð fyrir. Baugur sendi síðastliðinn föstudag bréf til helstu viðskiptafélaga sinna og banka þar sem fram kemur að félagið hafi greitt 140 milljónir króna vegna endurálagningar skatta, í stað 282 milljóna eins og fram hafði komið í tilkynningu frá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Impregilo sýknað af launakröfum

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo var í dag sýknað af launakröfum fyrrverandi innkaupastjóra upp á um þrjár og hálfa milljón króna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa innkaupastjórans, sem er viðskiptafræðingur að mennt, var í mörgum liðum en hann krafðist meðal annars greiðslu fyrir yfirvinnu á starfstíma og launa í uppsagnarfresti auk orlofs af yfirvinnu og uppsagnarfresti.

Innlent
Fréttamynd

Sjómaður slasaðist á hendi

Sjómaður á togaranum Guðmundi í Nesi slasaðist illa á hendi í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn eftir að rætt hafði verið um ástand hans við lækni.

Innlent
Fréttamynd

Flóðbylgja gæti náð til Grindavíku

Gjósi Katla af öllum mætti gæti flóðbylgja skollið á suðurströnd landsins. Þessi möguleiki er fjarlægur en engu að síður raunhæfur og út frá honum verður unnið þegar aðgerðir vegna hugsanlegs Kötlugoss verða ákveðnar.

Innlent
Fréttamynd

Hagkvæmasti kosturinn valinn

Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra finnst sjálfsagt að skoða til hlítar möguleikann á að taka nýtt varðskip á leigu í stað þess að festa á því kaup.

Innlent
Fréttamynd

Tekið undir hugmyndir Georgs

"Ég fagna mjög sjónarmiðum Georgs um að íhuga leigu á skipi," segir Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið á laugardag að hagkvæmara væri að leigja nýtt varðskip í stað þess að kaupa það.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stinga af

Lögreglumenn á Akranesi höfðu afskipti af grunsamlegum manni á föstudagskvöld. Maðurinn tók til fótanna þegar hann varð var við lögreglumennina en þeir náðu þó að hlaupa hann uppi og handsama.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn með fíkniefni

Lögreglan á Akranesi hafði afskipti af einum góðkunningja lögreglunnar í gærkvöld þar sem hann var á gangi í bænum. Maðurinn tók til fótanna þegar hann varð var við lögreglu en hún náði að hlaupa hann uppi og handsama. Þegar lögreglumenn handsömuðu manninn náði hann að kasta frá sér tveimur litlum bögglum sem reyndust innihalda fíkniefni.

Innlent
Fréttamynd

Fundu amfetamín

Lögreglan í Borganesi hafði í nótt afskipti af ökumanni við hefðbundið umferðareftirlit.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægum gögnum stolið

Brotist var inn á heimili Sveins Rúnars Haukssonar, læknis og formanns Félagsins Ísland-Palestína, á föstudaginn. Sveinn Rúnar segir að fartölvu mikilvægum gögnum sem snerta Félagið Ísland-Palestína hafi verið stolið.

Innlent
Fréttamynd

Flutningabíll fauk af veginum

Gámaflutningabíll fauk út af veginum norðan við Akureyri í gærmorgun. Ökumaðurinn slasaðist á andliti og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl en meiðslin voru þó ekki mikilsháttar.

Innlent
Fréttamynd

Skeytti ekki um líf ungrar stúlku

Maður hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa ekki komið ungri stúlku í bráðri lífshættu til hjálpar. Alvarlegt brot sem ber vott um skeytingarleysi gagnvart lífi stúlkunnar, segir í dómnum.

Innlent
Fréttamynd

Íhuga dómsmál til leiðréttingar

Hjúkrunarfræðingar hyggjast höfða dómsmál á hendur atvinnurekanda sínum í von um að ná fram leiðréttingu á kjörum. Hæstiréttur staðfesti nýverið að starf deildarstjóra á félagsmálastofnun væri jafnverðmætt og deildarverkfræðings. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Nýtt varðskip á rekstrarleigu

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, vill að nýtt varðskip verði leigt en ekki keypt. Hann telur óskynsamlegt að verja þremur milljörðum króna til kaupa á nýju skipi.

Innlent
Fréttamynd

Handteknir með fíkniefni og þýfi

Þrír menn voru handteknir í nótt eftir að fíkniefni og þýfi fundust í fórum þeirra. Þeir voru á bíl sem lögreglan stöðvaði við eftirlit og þar sem mennirnir þóttu grunsamlegir var leitað í bílnum. Þar fannst meðal annars fartölva og geislaspilari úr bíl. Mennirnir voru færðir í fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í 18 mánaða fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann á fertugsaldri í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ekki komið ungri konu undir læknishendur þegar hún veiktist lífshættulega eftir að hafa tekið inn banvænan skammt af kókaíni og E-töflum í húsi við Lindargötu í ágúst í hitteðfyrra.

Innlent
Fréttamynd

Fimm teknir fyrir ölvunarakstur

Lögreglan í Reykjavík tók fimm menn úr umferð í nótt vegna ölvunaraksturs sem er óvenju mikið í miðri viku. Þar af voru tveir nokkuð drukknir. Allir sinntu þó stöðvunarmerkjum lögreglu strax og enginn þeirra efndi til frekari vandræða eftir að hafa verið stöðvaður.

Innlent
Fréttamynd

Sýknað af kröfu um laun

Hæstiréttur sýknaði í dag VSÓ ráðgjöf af rúmlega milljónar króna kröfu náttúrufræðings, vegna vinnu við matsskýrslu um umhverfisáhrif Norðlingaölduveitu. Áður hafði héraðsdómur komist að þveröfugri niðurstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir 14 ára stúlku

Lýst er eftir fjórtán ára stúlku, Ragnheiði Clausen, sem fór af heimili sínu síðastliðinn föstudag. Síðast er vitað um ferðir hennar á sunnudag en hún var klædd í svarta úlpu og gallabuxur. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um ferðir hennar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaðir af árás

Tveir menn voru dæmdir í 45 og 30 daga fangelsi fyrir húsbrot á heimili Steingríms Njálssonar í maí árið 2003. Mennirnir voru sýknaðir af líkamsárás gegn Steingrími sem þeir voru einnig ákærðir fyrir. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir nokkur ofbeldisbrot

Tæplega tvítugur maður var dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir nokkur ofbeldisbrot. Maðurinn var dæmdur fyrir vopnað rán í Hringbrautarapóteki í september í fyrra, fyrir að hafa hótað öðrum manni með haglabyssu og fyrir að hafa ógnað afgreiðslumanni bensínstöðvar með hnífi.

Innlent
Fréttamynd

Fékk skilorð með skilyrðum

Nítján ára piltur var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir vopnað rán í Hringbrautarapóteki með gasskammbyssu. Þá var hann sakfelldur fyrir að leggja haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Tólf mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir í þrjú ár með þeim skilyrðum að pilturinn sæti umsjón á skilorðstímanum.

Innlent
Fréttamynd

Fékk bætur fyrir líkamstjón

Hæstiréttur dæmdi Reykjavíkurborg í dag til að greiða ungri konu tvær og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir á Hinsegin dögum árið 2002. Konan varð undir skyggni sem féll á hóp hátíðargesta á Ingólfstorgi. Tugir manna urðu undir skyggninu, þar á meðal konan sem fékk höfuðhögg og skurð á höfuðið, auk þess að togna í hálsi og baki.

Innlent
Fréttamynd

Tímamótajafnréttisdómur

Nýjasti dómur Hæstaréttar í máli gegn Akureyrarbæ er varðar mismunun vegna kynbundins launamunar markar tímamót. Þetta segir Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvitækjum stolið úr göngum

Maður stal slökkvitækjum úr Vestfjarðagöngum um sexleytið í gær og komst undan. Vegfarandi, sem sá til hans á grænum fólksbíl, lét lögregluna vita og er þjófsins nú leitað. Lögreglan lítur þetta mjög alvarlegum augum þar sem slökkvitæki í jarðgöngum geta skipt sköpum ef eldur kviknar í bíl því það getur valdið snöggri hitamyndun og súrefnisskorti.

Innlent
Fréttamynd

Fólk ætti að fá að brugga

Leyfa verður fólki að framleiða léttvín og líkjöra, sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, á þingfundi Alþingis í gær.

Innlent