Skeytti ekki um líf ungrar stúlku 28. janúar 2005 00:01 Ríflega 32 ára Reykvíkingur hefur verið dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki komið stúlku sem var í bráðri lífshættu vegna fíkniefnaneyslu til hjálpar. Stúlkan lést mánudagskvöldið 25. ágúst í íbúð við Lindargötu 12. Áður en stúlkan lést höfðu maðurinn og stúlkan bæði verið við fíkniefnaneyslu í íbúðinni frá því snemma að morgni mánudags og fram eftir degi. Maðurinn bar því við fyrir dómi að eftir klukkan fjögur síðdegis hefði hann farið í annað hús að sækja hass. Þegar hann hefði komið til baka fimmtán mínútum síðar hefði stúlkan verið í krampakasti eftir að hafa sprautað sig með fíkniefnum. Maðurinn sagðist hafa sett hendur sínar undir handarkrika stúlkunnar og gengið með hana um gólf. Síðan hefði hann tvisvar sett hana í kalda sturtu og lagt hana í rúm inni í svefnherbergi. Þar hafi hún skolfið í krampa og verið með froðu í báðum munnvikum. Maðurinn sagðist hafa beitt blástursaðferð og hjartahnoði áður en hann hringdi í Neyðarlínuna um klukkan 20.30. Þegar lögreglan kom á vettvang lá stúlkan nakin í rúminu með breitt upp að vanga. Lögreglan segir að húð stúlkunnar hafi verið orðin gul að lit, köld viðkomu og enginn púls fundist. Í krufningarskýrslu kemur fram að stúlkan hafi látist vegna banvænar kókaíns- og e-töflu eitrunar. Í skýrslunni kemur einnig fram að hugsanlegt hafi verið að stúlkan hefði lifað eitrunina af, hefði henni verið strax komið undir læknishendur. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki vera ábyrgur gerða sinna umræddan dag því hann hefði verið í losti vegna þess sem komið hefði fyrir stúlkuna og undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins segir að framferði mannsins þennan umrædda dag beri vott um skeytingarleysi hans gagnvart lífi ungrar stúlku sem í ástandi sínu hafi verið honum að öllu leyti háð um líf sitt. "Er hér um alvarlegt brot að ræða," segir í dómnum. Frá því árið 1993 hefur maðurinn nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir auðgunar- og fíkniefnabrot. Síðast gekkst hann undir dómssátt vegna fíkniefnabrots í apríl árið 2003. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Ríflega 32 ára Reykvíkingur hefur verið dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki komið stúlku sem var í bráðri lífshættu vegna fíkniefnaneyslu til hjálpar. Stúlkan lést mánudagskvöldið 25. ágúst í íbúð við Lindargötu 12. Áður en stúlkan lést höfðu maðurinn og stúlkan bæði verið við fíkniefnaneyslu í íbúðinni frá því snemma að morgni mánudags og fram eftir degi. Maðurinn bar því við fyrir dómi að eftir klukkan fjögur síðdegis hefði hann farið í annað hús að sækja hass. Þegar hann hefði komið til baka fimmtán mínútum síðar hefði stúlkan verið í krampakasti eftir að hafa sprautað sig með fíkniefnum. Maðurinn sagðist hafa sett hendur sínar undir handarkrika stúlkunnar og gengið með hana um gólf. Síðan hefði hann tvisvar sett hana í kalda sturtu og lagt hana í rúm inni í svefnherbergi. Þar hafi hún skolfið í krampa og verið með froðu í báðum munnvikum. Maðurinn sagðist hafa beitt blástursaðferð og hjartahnoði áður en hann hringdi í Neyðarlínuna um klukkan 20.30. Þegar lögreglan kom á vettvang lá stúlkan nakin í rúminu með breitt upp að vanga. Lögreglan segir að húð stúlkunnar hafi verið orðin gul að lit, köld viðkomu og enginn púls fundist. Í krufningarskýrslu kemur fram að stúlkan hafi látist vegna banvænar kókaíns- og e-töflu eitrunar. Í skýrslunni kemur einnig fram að hugsanlegt hafi verið að stúlkan hefði lifað eitrunina af, hefði henni verið strax komið undir læknishendur. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki vera ábyrgur gerða sinna umræddan dag því hann hefði verið í losti vegna þess sem komið hefði fyrir stúlkuna og undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins segir að framferði mannsins þennan umrædda dag beri vott um skeytingarleysi hans gagnvart lífi ungrar stúlku sem í ástandi sínu hafi verið honum að öllu leyti háð um líf sitt. "Er hér um alvarlegt brot að ræða," segir í dómnum. Frá því árið 1993 hefur maðurinn nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir auðgunar- og fíkniefnabrot. Síðast gekkst hann undir dómssátt vegna fíkniefnabrots í apríl árið 2003.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira