Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rússnesk stjórnvöld hóta notkun kjarnavopna og segja að öllum tiltækum ráðum verði beitt til þess að verja landið. Bandaríkjaforseti sakar Rússa um gróf brot gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og vestrænir leiðtogar segja herkvaðningu til marks um örvæntingu. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum ræðum við við kviðarholsskurðlækni um gríðarlega fjölgun magaerma- og hjáveituaðgerða hjá Íslendingum á síðustu tveimur árum. Um þriðjungur Íslendinga er of feitur í dag. Læknirinn segir úrelt að segja feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Við hefjum fréttatímann á beinni útsendingu frá fréttamanni okkar Kristínu Ólafsdóttur sem er stödd í Lundúnum og fylgdist þar með útför Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningar. Hún mun fara yfir daginn og sýna frá spjalli sínu við breska hermenn og íslensku forsetahjónin. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gefið kost á sér í embætti annars varaforseta Alþýðusambandsins. Rætt verður við Sólveigu Önnu í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Systkini frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú. Við ræðum við systkinin í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því að hættustigi hefur verið lýst yfir á landamærunum vegna fordæmalauss fjölda hælisleitenda. Hátt í þrjú þúsund manns hafa sótt um alþjóðlega vernd á það sem af er ári og eru innviðir við það að bresta.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Prestar í Hjallakirkju lýsa stöðugri niðurlægingu og kynbundinni áreitni af hálfu starfsbróður síns, sem áminntur verður fyrir hegðun sína. Andrúmsloftið á vinnustaðnum er sagt hafa verið óbærilegt en framtíð prestsins innan þjóðkirkjunnar er enn óráðin. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Laugalandi og yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stjórnvalda um heimilið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forseti Íslands gerði stöðu íslenskunnar og fortíðarþrá meðal annars að umtalsefni þegar hann setti Alþingi í dag. Tryggja þyrfti stöðu tungumálsins í stafrænum heimi og sýna þeim sem hingað flyttu og vildu læra íslensku umburðarlyndi. Við fylgjumst með setningu Alþingis í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hærri skattar á bifreiðaeigendur, hærri skattar á neytendur áfengis og tóbaks og útgjöld ríkissjóðs aukast um 80 milljarða frá því í fyrra. Þetta er á meðal breytinga í nýju fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í morgun. Við kynnum okkur ný fjárlög og ræðum við þingmenn stjórnarandstöðunnar í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýjar rannsóknir á notkun virka efnisins í ofskynjunarsveppum í lækningaskyni við þunglyndi lofa mjög góðu að sögn læknis. Psilosybin sé allt öðruvísi en öll önnur lyf sem notuð hafi verið við þunglyndi til þessa. Þingmaður vill að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum efnum. Við skoðum málið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað. Þetta segir kona sem byrlað hefur verið ólyfjan. Hún segir þolendur sjaldnast fá aðstoð þrátt fyrir að um algjöra frelsissviptingu sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl þriðji nýr konungur Bretlands Elísabetu annarri móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet önnur Bretlandsdrottning er látin, 96 ára að aldri. Heilsu drottninarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún var stödd í kastala sínum í Skotlandi þegar hún lést. Enginn hefur setið lengur á konungsstóli í Bretlandi en hún.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordæmalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjölskylda á Ásbrú í Reykjanesbæ missti allt sitt í bruna í morgun þegar eldur kom upp í íbúð þeirra. Við sjáum myndir frá íbúðinni sem er gjörónýt og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30 segjum við frá málum sem komu upp um helgina þar sem grunur er um byrlun.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. Fjallað er um þetta og annað í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hjúkrunarfræðingar í hópi þeirra fjórtán sem hættu á Landspítalanum í gær segir fólk ekki gera sér grein fyrir hversu alvarleg staða sé komin upp á bráðamóttökunni. Þær segja að uppsögn hafi verið síðasta úrræði sem þær hafi haft. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dýraverndarsamtök telja eftirlitskerfið hafa brugðist dýrum í neyð og gagnrýna Matvælastofnun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Borgarfirði þar sem hross og fleiri dýr eru sögð hafa sætt illri meðferð á bóndabæ. Við ræðum við fyrrverandi eiganda hrossa úr stóðinu sem segir áfall að sjá myndir af þeim og leitar nú leiða til þess að fá þau aftur.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sorglegt er að ekki hafi tekist að koma böndum á faraldur lyfjatengdra andláta þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrunar en á síðasta ári. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. Við fjöllum um málið og ræðum við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands eru ósáttir við hvernig stjórnendur hafa tekið á meintu kynferðisbroti innan veggja skólans. Skólameistarinn hefur beðið nemendur að vanda sig í umræðum um málið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsdeildar lögreglu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra segir ekki hægt að tala um lítið svigrúm til launahækkana ef slíkt eigi ekki að gilda fyrir stjórnendur líka. Forystumenn í atvinnulífinu verði að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum. Það er að sögn ráðherra mjög alvarlegt ef verðbólgan fer úr böndunum og Seðlabankinn á ærið verk fyrir höndum. Við ræðum við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þróun verðbólgunnar veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gengum það sem þau upplifa núna. Dómsmálaráðherra telur að herða þurfi skotvopnalöggjöf. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent