Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Stór jarðskjálfti varð í Vatnajökli um klukkan 23:40 í kvöld. Var hann 5,2 stig. Innlent 28.7.2025 00:15
Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. Innlent 27.7.2025 23:29
Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins undirrituðu í dag viðskiptasamning sem felur í sér fimmtán prósenta heildartoll á innflutning Evrópusambandsríkja til Bandaríkjanna. Erlent 27.7.2025 22:03
Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að vinkla fjölmiðlafólk í slík myndbönd. Innlent 27.7.2025 18:03
Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af atvinnubílstjóra í farþegaflutningum sem reyndist undir áhrifum áfengis í dag. Innlent 27.7.2025 17:49
Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. Innlent 27.7.2025 17:36
„Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Utanvegaakstur er vandamál víða á hálendinu en til að bregðast við því hefur Ferðaklúbburinn 4x4 hleypt af stað átakinu “Ökum slóðann”, sem er verkefni til að koma í veg fyrir akstur utan vega. Innlent 27.7.2025 14:06
Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Erlendur ferðamaður, sem sóttur var á Hrafntinnusker við Laugaveginn upp úr 15 í gær, var úrskurðaður látinn á vettvangi eftir tilraunir til endurlífgunar. Innlent 27.7.2025 12:48
Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fyrsta forgangi vegna alvarlegs slyss í Silfru á Þingvöllum um tíuleytið. Um meðvitundarlausan einstakling var að ræða sem búið er að flytja á sjúkrahús. Innlent 27.7.2025 12:17
Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. Innlent 27.7.2025 12:03
Bátar brenna í Bolungarvík Eldur kviknaði í tveimur bátum í Bolungarvíkurhöfn í dag. Mikið viðbragð er á vettvangi og slökkvistarf stendur yfir. Innlent 27.7.2025 11:59
Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. Innlent 27.7.2025 11:54
„Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir með ólíkindum hvað tónleikahátíð Kaleo í Vaglaskógi í gær gekk vel. Ekkert stórslys hafi orðið og önnur vandamál hafi verið minniháttar. Innlent 27.7.2025 11:44
Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Norðvestan 5-13 m/s og bjart veður sunnan heiða í dag, en súld eða dálítil rigning norðanlands. Lægir og styttir upp í kvöld. Hiti frá 8 stigum við norðurströndina, að 19 stigum á Suðurlandi. Veður 27.7.2025 10:15
Tekist á um Evrópumálin Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 27.7.2025 09:55
Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Merkúr Máni Hermannsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík, nældi sér í brons með íslenska landsliðinu í Ólympíukeppninni í líffræði í Filippseyjum. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem Ísland vinnur til verðlauna í keppninni. Innlent 27.7.2025 08:54
Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví. Erlent 27.7.2025 08:32
Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Lögreglumenn urðu varir við að íslenska fánanum var flaggað á fánastöng í miðbænum eftir miðnætti. Þar sem ekki náðist í neinn í húsinu var fáninn tekinn niður af lögreglu. Einnig var ökumaður leigubíls stöðvaður fyrir að vera ekki með sýnilegar verðmerkingar og höfð afskipti af fimm veitingastöðum. Innlent 27.7.2025 07:47
Virknin minnkað þó áfram gjósi Áfram gýs úr einum gíg í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni en gosvirknin hefur minnkað aðeins frá því síðustu daga. Enn rennur hraunið til austurs og suðausturs. Innlent 27.7.2025 07:25
Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Maður á fótknúnu þríhjóli sem braust inn á veitingastað í London og rændi þar 73 dýrum rauðvínsflöskum hefur játað sekt í þremur ákæruliðum bresku lögreglunnar. Erlent 26.7.2025 23:09
Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Kveikt var í hinu svokallaða Tjaldi vonarinnar í Laugardal í gærkvöldi. Þegar komið var að tjaldinu í morgun var það brunnið til kaldra kola, en því var haldið úti af samtökunum TC Ísland, sem hefur það að markmiði að styðja við jaðarsetta hópa og aðstoða fólk með fíknivanda. Innlent 26.7.2025 22:36
Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í Skötumessu á sumri, sem fyrrverandi þingmaður, Ásmundur Friðriksson hefur séð um að skipuleggja í að verða tuttugu ár í Garðinum í Suðurnesjabæ. Allur peningurinn hefur farið í að styrkja góð málefni, ekki síst fólk, sem hefur lent í áföllum eða glímir við fötlun. Innlent 26.7.2025 21:02
„Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. Innlent 26.7.2025 19:14
Líkamsárás í farþegaskipi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í dag um líkamsárás í farþegaskipi. Aðilarnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Innlent 26.7.2025 19:12