Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Evrópusambandið er á góðri leið með að ná markmiði sínu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir 2030 miðað við þær uppfærðu áætlanir sem aðildarríkin hafa lagt fram. Markmið um 90 prósent samdrátt fyrir 2040 er sagt verða sveigjanlegt til þess að auðvelda ríkjum að ná því. Erlent 28.5.2025 09:06
„Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Guðmundur Fertram, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur miklar áhyggjur af því að hærri veiðigjöld muni hafa slæm áhrif á efnahag Vestfjarða. Það hafi verið mikill uppgangur, nýsköpun og fólksfjölgun en líklegt sé að sjávarútvegsfyrirtækin minnki fjárfestingar sínar hækki veiðigjöldin eins mikið og stjórnvöld fari fram á. Innlent 28.5.2025 08:56
Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að náða hjónin Todd og Julie Chrisley sem voru með raunveruleikaþættina Chrisley Knows Best og fengu áralanga fangelsisdóma fyrir tugmilljóna lánasvik og skattaundanskot. Erlent 28.5.2025 08:31
Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. Innlent 27.5.2025 22:04
Springur Starship í þriðja sinn í röð? Starfsmenn SpaceX munu í kvöld gera tilraun til að skjóta Starship geimfarinu á loft í níunda sinn. Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á geimfarinu sem ætlað er að bæta líkurnar á því að tilraunaskotið heppnist. Erlent 27.5.2025 22:00
Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík segist hafa orðið verulega skelkaður þegar hann sá litla flugvél nálgast Suðurlandsveg óðfluga í gærkvöldi. Hann segir flugmanninn hafa verið í góðu skapi og hund hans jafnvel hressari. Innlent 27.5.2025 21:32
Lét öllum illum látum og fær engar bætur Bandarískur ferðamaður sem fékk ekki að fara um borð í flugvél Icelandair fær engar bætur úr hendi félagsins. Icelandair segir manninum hafa verið neitað um byrðingu af öryggisástæðum, eftir að hann lét öllum illum látum í Leifsstöð. Hann hafi til að mynda kallað starfsmenn brjálæðinga og tekið af þeim myndir. Innlent 27.5.2025 21:02
Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Það er mikilægt að fagna litlu sigrunum og því var sett upp áfangabjalla á Barnaspítala Hringsins. Deildarstjóri segir bjölluna eitthvað fyrir krakkana til að hlakka til. Innlent 27.5.2025 21:02
Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sári Morg Gergö, var sofandi þegar eldur kviknaði í íbúð hans að Hjarðarhaga í síðustu viku. Hann komst lífs af, en þurfti að brjóta rúðu til að komast út og hlaut mikla áverka. Hann jafnar sig nú af sárum sínum á Landspítanum. Hann telur að meðleigjandi sinn hafi kveikt í. Innlent 27.5.2025 18:47
Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Formaður Framsýnar á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Hann segir með ólíkindum að íslenskir framleiðendur skuli kaupa ódýran kínverskan kísil í stað íslenskrar framleiðslu. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 27.5.2025 18:10
„Hann er að leika sér að eldinum!“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ósáttur við Vladimír Pútín, kollega sinn í Rússlandi, vegna ítrekaðra árása Rússa á borgir og bæi Úkraínu. Þá segist hann íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur hann sagt áður án þess að grípa til aðgerða. Trump taldi að gott samband sitt við Pútín myndi duga til. Erlent 27.5.2025 16:11
Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Erlent 27.5.2025 15:55
Erfiðast að læra íslenskuna Þrjár stelpur sem allar fengu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og eru nýbúnar að læra íslensku stefna allar á nám við sama háskólann. Þær segja vináttuna hafa gefið sér margt og segjast stoltar af því að tala íslensku. Innlent 27.5.2025 15:16
Náðar spilltan fógeta Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að náða fógeta sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Forsetinn segir fógetann spillta hafa verið ofsóttan af öfgamönnum í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Erlent 27.5.2025 14:06
Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7.30 til 16.30. Breytingin tekur gildi í september. Innlent 27.5.2025 13:44
Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Mikil gleði ríkti í Háskólabíó síðastliðinn föstudag þegar 209 nýstúdentar voru brautskráðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn. Dúx skólans var Grímur Gunnhildarson Einarsson með einkunnina 9,69 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem dúx kemur af félagsvísindabraut. Innlent 27.5.2025 13:41
Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, kemur til Íslands á fimmtudag í stutta vinnuheimsókn ásamt sendinefnd. Hann mun funda með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 27.5.2025 13:09
Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Eldur kviknaði í hjólhýsi fyrir utan einbýlishús í Lundahverfi í Garðabæ laust fyrir klukkan 13. Slökkvilið hefur náð tökum á eldinum. Innlent 27.5.2025 13:07
Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína „Lífsánægja íslenskra ungmenna minnkaði um 6 prósent frá 2018 til 2022 sem eru þau ár sem skýrslan skoðar. Mælingin endurspeglar marga þætti eins og félagsleg tengsl, stuðning frá foreldrum, einelti og upplifun ungmenna á skólum. Niðurstöður gefa því góða vísbendingu um almenna líðan 15 ára ungmenna,“ segir Inger Erla Thomsen, sérfræðingur í málsvarastarfi UNICEF á Íslandi. Innlent 27.5.2025 13:06
Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, hélt sitt árlega Landsþing 17. maí síðastliðinn, kaus þar nýja framkvæmdastjórn og ályktaði gegn áformum ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar. Innlent 27.5.2025 13:06
Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Flugvélin sem lent var á Suðurlandsvegi í gærkvöldi er sú sama og samband rofnaði við þegar verið var að fljúga henni frá Grænlandi í gær. Landhelgisgæslan lýsti yfir óvissustigi vegna flugvélarinnar eftir að flugmaður hennar hafði ekki samband við flugumferðarstjórn á tilteknum tíma, svaraði ekki kalli og flugvélin sást ekki á ratsjám. Innlent 27.5.2025 12:19
Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur fundað með vararíkissaksóknara og lagt tillögur um lausn á hans málum á borðið. Hún tjáir sig ekki um það hvort ein tillagnanna hafi verið um að gera hann að vararíkislögreglustjóra og sú staða þannig endurvakin eftir fimmtán ára dvala. Innlent 27.5.2025 12:08
Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Gestur Pálmason, markþjálfi og fyrrverandi lögreglumaður, segist eiga skýrslur, trúnaðargögn, sem hann skrifaði sjálfur fyrir tíu árum. Hann bætist nú í hóp þeirra sem gagnrýna yfirstjórn lögreglumála hart en Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum vandaði þeim sem fara fyrir löggæslumönnum ekki kveðjurnar. Innlent 27.5.2025 11:56
Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Aðeins helmingur landsmanna treysti íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í tengslum við Alþingiskosningarnar í fyrra. Yfir sextíu prósent svarenda í könnun töldu sig hafa orðið vör við falsfréttir í aðdraganda kosninga, flestar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Innlent 27.5.2025 11:45