Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. Innlent 7.11.2025 07:38
Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Stjórnvöld í Katar eru sögð hafa ráðið tvö bresk fyrirtæki til að afla upplýsinga um konu sem hefur sakað Karim Khan, yfirsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC), um kynferðisbrot. Erlent 7.11.2025 07:30
Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Eins og undanfarna daga beinir hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði suður í hafi austan- og norðaustanátt til landsins þar sem víða verður fimm til þrettán metrar á sekúndu, en tíu til átján syðst á landinu. Veður 7.11.2025 07:12
„Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent 7.11.2025 07:00
„Samlokumaðurinn“ sýknaður Bandarískur maður sem gengið hefur undir nafninu „samlokumaðurinn“ undanfarnar vikur var í kvöld sýknaður af tiltölulega smávægilegri ákæru fyrir að kasta samloku í starfsmann Landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Það gerði maðurinn, sem heitir Sean Dunn, í miðbæ Washington DC í ágúst. Erlent 6.11.2025 20:22
Gagnrýnisverð hegðun Þingflokksformaður Viðreisnar telur viðskipti embættis Ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið vera gagnrýnisverð. Hann segir ríkislögreglustjóra ekki endilega rétta einstaklinginn til að endurvinna traust til embættisins. Innlent 6.11.2025 19:05
Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyar fyrir börn með fjölþættan vanda lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Fíkniefni séu látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit sé til málamynda. Eftirlitsstofnun leggur til verulegar umbætur á heimilinu eftir íkveikju vistmanns. Innlent 6.11.2025 19:03
Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Maður féll í yfirlið í skrifstofu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í kvöld. Það gerðist á blaðamannafundi þar sem Trump og ráðherrar hans voru að kynna samkomulag um lækkun verðs á þyngdarstjórnunarlyfjum í Bandaríkjunum. Erlent 6.11.2025 18:52
Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Trans Ísland, hefur tekið til starfa hjá Reykjavíkurborg. Hún tekur við sem sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks. Innlent 6.11.2025 18:13
Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyar fyrir börn með fjölþættan vanda lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Fíkniefni séu látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit sé til málamynda. Innlent 6.11.2025 18:01
Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir atvikið afar leiðinlegt en engar aðrar tilkynningar um slíkar athugasemdir hafi borist þeim. Innlent 6.11.2025 17:55
Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Ráðist verður strax í aðgerðir á Norðausturlandi til að auka afhendingargetu og afhendingaröryggi raforku í landshlutanum. Þannig skapast forsendur fyrir aukinni atvinnuuppbyggingu og jákvæðri byggðaþróun á svæðinu til skemmri og lengri tíma. Fjárfesting ríkisins vegna þessa nemur 2,2 milljörðum króna. Innlent 6.11.2025 17:04
Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Fjársvikamálið gagnvart bönkunum er komið til héraðssaksóknara. Fram hefur komið að fleiri séu grunaðir en þeir fimm sem handteknir voru um helgina. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn málsins halda áfram hjá embættinu. Innlent 6.11.2025 16:46
Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. Innlent 6.11.2025 16:42
ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Bæði Ísland og Noregur þurfa að standa sig betur til þess að uppfylla loftslagsmarkmið fyrir árið 2030, að mati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Áætlanir sem íslensk stjórnvöld sendu inn um frekari aðgerðir eru töluvert bjartsýnni en opinber stofnun sem birti tölur um losun í sumar. Innlent 6.11.2025 16:11
Stutt stopp Orbans á Íslandi Forsætisráðherra Ungverjalands gerði stutt stopp á Keflavíkurflugvelli í morgun. Hann er á leið til Bandaríkjanna til að funda með Bandaríkjaforseta. Innlent 6.11.2025 15:53
Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tíu ára dreng í Hafnarfirði sagði sig frá trúnaðarstörfum hjá BHM og stéttarfélagi lögfræðinga sama dag og hann var handtekinn. Formaður BHM segir málið hræðilegan harmleik. Innlent 6.11.2025 15:03
Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Nýleg skrif leikarans Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar um skólamál og þjónustu við börn og barnafjölskyldur í Reykjavík hafa vakið spurningar um hvort leikarinn góðkunni sé á leið í framboð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur verið nefndur sem mögulega efnilegur framboðskostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík en sjálfur segist leikarinn ekki vera að stefna á framboð. Innlent 6.11.2025 14:47
Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Austurríska leyniþjónustan segist hafa lagt hald á vopnabirgðir Hamas-samtakanna palestínsku í Vín. Mögulega hafi staðið til að nota þau til þess að fremja hryðjuverk í Evrópu. Erlent 6.11.2025 14:19
Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Tugir bíla, póstkassar og húsveggir voru saurgaðir með hakakrossum sem voru málaðir með blóði úr manni í borginni Hanau í Þýskalandi í vikunni. Lögregla rannsakar spellvirkin en tákn nasismans eru ólögleg í Þýskalandi. Erlent 6.11.2025 13:39
Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Karlmennirnir fimm sem sviku hundruð milljóna króna út úr Landsbankanum virðast fæstir hafa hugsað glæpinn til enda. En í skamma stund lifðu þeir sem kóngar, léku sér í spilavítum á netinu og keyptu sér flotta bíla. Innlent 6.11.2025 13:33
Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík, hefur tekið við embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í stað Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, sem áður var formaður ráðsins. Á móti hefur Dóra Björt nú tekið við hlutverki formanns borgarráðs sem Líf hefur stýrt síðan núverandi fimm flokka meirihluti tók til starfa í borginni. Innlent 6.11.2025 13:07
Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Drengur á grunnskólaaldri var hætt kominn í skólasundi í Dalslaug í Úlfarsárdal í Reykjavík gær þegar hann missti meðvitund á meðan hann var í skólasundi. Brugðist var hratt við og er líðan drengsins góð. Innlent 6.11.2025 12:40
„Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vera að taka til eftir óstjórn í ríkisfjármálum á síðustu árum en sérstök umræða um efnahagsmál er í gangi á Alþingi að beiðni Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns Sjálfstæðisflokks. Guðrún sagði stöðu hagkerfisins erfiða og að atvinnulífið ætti undir högg að sækja. Innlent 6.11.2025 12:19
Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Ríkislögreglustjóri segist hafa gert mistök að bjóða ekki út verkefni sem Intra sinnti. Embættið taki mjög alvarlega þá annmarka sem hafa komið fram um kaup stofnunarinnar á ráðgjöf og þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga eða ráðgjafa og greiðslur til verktaka. Unnið sé að ítarlegum verklagsreglum um innkaup og samningagerð til að tryggja gagnsæi og samræmi við opinber innkaup. Innlent 6.11.2025 12:05