Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Íslendinganýlendan í Lúxemborg missti dýrmæt tengsl við heimalandið þegar beinu flugi var hætt á milli landanna. Mjög hefur dregið úr starfsemi Íslendingafélagsins í landinu og virðist íslenska samfélagið þar smámsaman vera að renna inn í það lúxemborgíska. Innlent 15.4.2025 22:22
Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagnar í dag 95 ára afmæli sínu. Af því tilefni var gefin út bókin Frönsk framúrstefna; Sartre, Genet, Tardieu en í bókinni má finna þýðingar Vigdísar á þremur leikritum. Innlent 15.4.2025 22:05
Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her eða um 72 prósent aðspurðra. Aðeins fjórtán prósent eru hlynnt stofnun íslensks hers og svipað hlutfall er hvorki hlynnt því né andvígt. Innlent 15.4.2025 21:59
Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. Innlent 15.4.2025 19:00
Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Ung fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vogi vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir stöðunni en nokkur ungmenni hafa verið handtekin á landamærunum á undanförnum vikum vegna fíkniefnainnflutnings. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.4.2025 18:11
Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Samkvæmt fyrstu heildarúttektinni á vistkerfi skóga í Reykjavík er lítill skógur í Reykjavík miðað við flestar aðrar evrópskar borgir. Samt sem áður er heildarvirði skóga borgarinnar metið á 576 milljarða króna. Innlent 15.4.2025 16:47
Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Nýtt hættumatskort Veðurstofunnar tekur gildi í dag. Kortinu er ætlað að gera betur skil hættu sem getur átt sér stað utan þeirra svæða sem áður var lögð áhersla á. Nýtt hættumatskort gildir til 22. apríl. Innlent 15.4.2025 15:19
Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Íslenska sendiráðið í Ósló í Noregi hefur sett sendiherrabústaðinn í Bygdøy á sölu og keypt minni íbúð í miðbæ Óslóar. Ásett verð er 75 milljónir norskra króna, tæplega einn milljarður króna. Innlent 15.4.2025 15:18
Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Forsætisráðherra Ísraels lýsti harðri andstöðu við áform frönsku ríkisstjórnarinnar um að viðurkenna Palestínu sem ríki í símtali við forseta Frakklands í dag. Sagði hann að það yrði stórsigur fyrir hryðjuverkastarfsemi Hamas og Íran. Erlent 15.4.2025 14:59
Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Bandarísk flugmálayfirvöld kyrrsettu þyrlur fyrirtækisins sem átti þyrluna sem fórst með sex manns um borð í New York í síðustu viku. Þau telja að fyrirtækið hafi rekið rekstrarstjóra sinn fyrir að hafa samþykkt að stöðva ferðir á meðan banaslysið er rannsakað. Erlent 15.4.2025 14:03
Lengja opnunartímann aftur Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að lengja opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar um eina klukkastund í sumar. Kostnaður af því væri um sjö milljónir króna en talið er að auknar tekjur myndi vega upp á móti kostnaði. Innlent 15.4.2025 13:28
Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir stunguárás sem beindist gegn tveimur og er sögð átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt. Héraðssaksóknari, sem ákærir í málinu, vill meina að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Innlent 15.4.2025 13:25
Stefnir í annað metár í frávísunum Fimmfalt fleiri tilkynningar vegna gruns um mansal hafa borist til ríkislögreglustjóra síðustu þrjú ár en árin þrjú á undan. Þá hafa frávísanir á landamærum margfaldast á sama tímabili. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum vonar að auknar aðgerðir lögreglu og tolls á landamærunum hafi varnaðaráhrif. Innlent 15.4.2025 13:00
Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. Innlent 15.4.2025 12:30
Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum. Innlent 15.4.2025 12:22
Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Öllum börnum fæddum í júlí 2024 eða fyrr var boðin leikskólavist í leikskólum Garðabæjar. Alls voru 235 börn innrituð og 200 flutningsbeiðnir afgreiddar þegar innritun í leikskóla Garðabæjar fór fram í upphafi mánaðar. Innlent 15.4.2025 11:55
Jörð skelfur í Ljósufjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftan sem reið yfir í morgun við Grjótárvatn. Innlent 15.4.2025 11:37
Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Karlmaður á fertugsaldri sem er í haldi lögreglunnar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sagðist hafa ætlað að berja ríkisstjórann til bana með hamri ef hann næði til hans. Töluverðar skemmdir urðu á ríkisstjórasetrinu þegar maðurinn kastaði eldsprengju inn um glugga. Erlent 15.4.2025 11:20
Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. Innlent 15.4.2025 10:51
Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Öll börn sem verða 18 mánaða eða eldri 1. september næstkomandi, og eru með umsókn um pláss í borgarreknum leikskólum, hafa fengið boð um vistun. Börn verða tekin inn á leikskóla óháð mönnun og keyrt verður á fáliðun. Innlent 15.4.2025 10:35
Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Bakka fullum af gullmunum var stolið úr Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs á Skólavörðustíg í gærkvöldi. Bolli Ófeigsson gullsmíðameistari segir að hann eigi eftir að fara yfir myndefni úr öryggismyndavélakerfi verslunarinnar en mögulega hafi fleiri munum verið stolið. Að minnsta kosti hlaupi þýfið á fleiri hundruð þúsundum. Innlent 15.4.2025 10:32
Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagna 95 ára afmæli sínu í dag. Í rúma hálfa öld hefur hún verið eitt af virtustu og ástsælustu andlitum þjóðarinnar – bæði hér heima og á alþjóðavettvangi. Sýningin Skrúði Vigdísar verður opin næstu ellefu daga í Loftskeytastöðinni í tilefni tímamótanna. Innlent 15.4.2025 09:57
Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans. Erlent 15.4.2025 09:15
Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. Innlent 15.4.2025 08:52