Innlent

Fréttamynd

Aflaverðmæti eykst um nærri tíu prósent

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæplega fjóra milljarða króna á fyrstu sjö mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Aflaverðmætið var um 46 milljarðar króna í lok júlí síðastliðins en aukningin milli ára nemur nærri tíu prósentum.

Innlent
Fréttamynd

Stefán nýr aðalendurskoðandi Seðlabankans

Stefán Svavarsson var nýverið ráðinn í starf aðalendurskoðanda Seðlabanka Íslands og hefur hann störf 1. nóvember næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu frá bankanaum að Stefán hafi undanfarið gegnt dósentsstöðu við Háskólann í Reykjavík en hann var áður dósent við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Olíumengun var í Glúmsstaðadalsá

Vatnsrennsli og aur úr borgöngum höfðu neikvæð áhrif á dýralífið í Glúmsstaðadalsá. Olíumengun var í ánni í ágúst. Áin var ekki inni í umhverfismati vegna Kárahnjúkavirkjunar þar sem talið var að hún yrði ekki fyrir áhrifum.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar sagðir villimenn

Náttúruverndarsamtök og erlendir ráðamenn bregðast ókvæða við þeim fréttum að Hvalur 9 hafi veitt sína fyrstu langreyði í fyrradag. Ian Campbell, umhverfisráðherra Ástralíu, segir að með því að draga dauða langreyði á land í Hvalfirði sýni Íslendingar alþjóðasamfélaginu fingurinn.

Innlent
Fréttamynd

Gert að greiða sex milljónir vegna skíðaslyss

Hæstiréttur hefur dæmt Ísafjarðarbæ til að greiða tvítugum pilti tæpar sex milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir á skíðasvæði Ísfirðinga fyrir rúmlega fjórum árum. Héraðsdómur Vestfjarða hafði áður sýknað Ísafjarðarbæ, sem og Súðavíkurhrepp sem einnig var stefnt. Piltinum er gert að bera helming tjónsins sjálfur.

Innlent
Fréttamynd

Hvalkjötið selt til manneldis í Japan

Fyrsta langreyðurin sem veidd er undir merkjum atvinnuveiða síðan 1985 var dregin á land í Hvalfirði í gær. Margmenni fylgdist með og þar ríkti hátíðastemning.

Innlent
Fréttamynd

Pyntingalögin eru hrikalegt bakslag

Íslenskir stjórnmálamenn fordæma flestir ný lög Bandaríkjamanna þar sem harkalegar yfirheyrsluaðferðir eru heimilaðar. Formaður Framsóknarflokksins er tilbúinn til að hugleiða mótmæli stjórnvalda. Niðurlægjandi, segir formaður frjálslyndra.

Innlent
Fréttamynd

Börn of lengi í skólanum

Ný rannsókn leiðir í ljós að meirihluti starfsmanna skóla telur börn erfiðari nú en fyrir tíu árum. Samkvæmt rannsókninni fer of mikill tími í greiningu á hegðunarröskun barna á kostnað meðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Bann í trássi við reglurnar

Auglýsingabann á áfengi er ekki í samræmi við Evrópureglur um frjálst flæði vöru og þjónustu, að mati Stefáns Geirs Þórissonar hæstaréttarlögmanns.

Innlent
Fréttamynd

Ræktun kannabis fer að mestu fram hér

Umtalsvert meira magn af kannabislaufum og kannabisstönglum hefur verið gert upptækt á þessu ári, sé miðað við síðustu fimm ár á undan. Samtals hafa verið gerð upptæk tæp 20 kíló af kannabislaufum og rúmlega 7,5 kíló af kannabisstönglum.

Innlent
Fréttamynd

Stórt skref í björgunarmálum

Stærsta skref sem tekið hefur verið í björgunarmálum á Íslandi var tekið á föstudaginn að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra þegar hann, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gengu frá samkomulagi við 112 hf. um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis, Öryggisfjarskipta hf., sem mun byggja upp og reka fullkomið Tetra-fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land.

Innlent
Fréttamynd

Norðurþing selur í deCODE og bönkum

Byggðaráð Norðurþings hefur orðið við ósk Bergs Elíasar Ágústssonar sveitarstjóra og heimilað honum að selja hlutabréf sveitarfélagins í ýmsum skráðum og óskráðum hlutafélögum.

Innlent
Fréttamynd

Ætla til hrefnuveiða í vikunni

Hrefnuveiðibáturinn Njörður heldur til veiða frá Kópavogi á miðvikudag eða fimmtudag. Bátarnir Dröfn og Halldór fylgja að líkindum eftir nokkrum dögum síðar. Leyfi er til að skjóta þrjátíu dýr undir formerkjum atvinnuhvalveiða fyrir vorið sem kemur til viðbótar þeim 30 hrefnum sem falla undir vísindaveiðikvóta.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins gróf kostnaðaráætlun

Gert er ráð fyrir því að hreinsun Íslendinga á varnarsvæðunum muni kosta samtals um tvo milljarða króna, eins og kom fram þegar samkomulag Bandaríkjamanna og Íslendinga var kynnt nýlega. Innan utanríkisráðuneytisins er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, talið að hreinsun á gamla ruslahaugnum muni kosta mest eða hátt í einn milljarð króna.

Innlent
Fréttamynd

105 geta hafið nám á vorönn

Nemendum í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands verður fjölgað um 25 þannig að 105 hjúkrunarfræðinemar geta hafið nám á vormisseri 2007 að loknum samkeppnisprófum í desember.

Innlent
Fréttamynd

Yfirgnæfandi líkur á að demókratar muni sigra

Nái demókratar meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings kemst stefnuskrá Bush-stjórnarinnar í uppnám og stjórnarliðar verða meira og minna uppteknir við yfirheyrslur í þinginu, að mati Michaels Corgan.

Erlent
Fréttamynd

Hækkunin breytir engu

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands, ASÍ, krefst þess að staðið verði við gefin loforð um endurreisn vaxtabótakerfisins frá því í sumar. ASÍ telur tuttugu og fimm prósenta hækkun eignastuðla engan veginn fullnægjandi og sýnir að hækkunin þyrfti að nema 83 prósentum í mörgum tilvikum.

Innlent
Fréttamynd

403 kúldruðust í 18 metra báti

Ítalska strandgæslan stöðvaði för 403 ólöglegra innflytjenda sem allir voru í sama átján metra bátnum. Báturinn fannst átta kílómetra undan strönd Lampedusa við Sikiley. Í hópnum voru meðal annars tíu mánaða gamalt barn og ólétt kona.

Erlent
Fréttamynd

Feðgar sluppu naumlega

Maður og ungur sonur hans sluppu naumlega eftir að ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að bíllinn valt og hafnaði utan vegar.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavík fái meiri tekjur

Það þarf að auka fjármagn til uppbyggingar vegakerfisins í kringum höfuðborgarsvæðið og arðsemi þarf að ráða för þegar vegaframkvæmdir eru annars vegar. Þetta er eitt af því sem fram kemur í umræðutillögum um arðsemi og öryggi stofnbrauta á Suðvesturlandi sem Samtök um betri byggð hafa sett fram.

Innlent
Fréttamynd

Fékk Fjöreggið 2006

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra afhenti Guðrúnu Adolfsdóttur hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni, verðlaunin Fjöreggið við hátíðlega athöfn á Hótel Loftleiðum á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Skoða nýtt húsnæði

Erfiðlega hefur gengið að finna kaffistofu Samhjálpar nýjan samastað. Þar hefur fátækt fólk getað fengið mat í 21 ár en daglega leita um 80 manns þangað.

Innlent
Fréttamynd

Lagaleg úrræði verða könnuð

Mjólka mun kanna lagaleg úrræði til að uppræta það fráleita ástand á mjólkurvörumarkaði sem undanþága á búvörulögum hefur í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hróbjarti Jónatanssyni lögmanni Mjólku.

Innlent
Fréttamynd

Tveir teknir með amfetamín

Tveir menn voru handteknir í heimahúsi í vesturbæ Hafnarfjarðar í fyrrinótt. Lögregla var kvödd á staðinn vegna kvartana um hávaða í íbúðinni. Þegar lögreglumenn bar að garði voru átta manns í húsinu. Vöknuðu grunsemdir meðal lögreglumannanna um að ekki væri allt með felldu og fundust fimmtán grömm af amfetamíni við leit.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingur bloggar fyrir Svía

Margrét Atladóttir er íslenskur blaðamaður sem vinnur hjá Aftonbladet í Svíþjóð. Hún skrifar um skemmtanalífið í Malmö á vefinn alltommalmo.se og bloggar um skemmtanalífið í Malmö.

Innlent
Fréttamynd

Sex nýir áfangastaðir

Iceland Express mun bæta við sex nýjum áfangastöðum næsta sumar og verða þeir þá fjórtán alls. Staðirnir sem bætast við eru París, Basel, Eindhoven, Billund í Danmörku, ásamt Ósló og Björgvin í Noregi. Áfram er flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Alicante, Berlínar, Frankfurt, Friedrichshafen, Gautaborgar og Stokkhólms.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist illa á hálsi á dansleik

Ungur maður slasaðist töluvert illa á dansleik á Sauðárkróki aðfaranótt laugardags þegar honum var hrint í gólfið. Í fyrstu var talið að hann hefði aðeins vankast en lögreglumenn sem önnuðust gæslu á staðnum ákváðu að flytja hann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til frekara eftirlits.

Innlent
Fréttamynd

Barði dyravörð með glasi

Maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann sló dyravörð á Dubliners með glasi í hnakkann 2. október. Höggið var það þungt að glasið brotnaði.

Innlent