Innlent Grundvöllur að sókn skólans í fremstu röð Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði við útskrift 380 kandídata í dag að vísindasamstarf kennara og vísindamanna í öllum deildum og stofnunum skólans við erlenda skóla og vísindamenn í fremstu röð væri fjársjóður sem skólinn myndi grundvalla á sókn sína á næstu árum. Innan Háskólans eru vísindamenn í samstarfi um á annað hundrað alþjóðleg verkefni með mörgum af fremstu háskóla- og vísindastofnunum í heiminum. Innlent 21.10.2006 14:30 Uppreisnarinnar í Ungverjalandi 1956 minnst Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er nú á leið til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í viðburðum til minngar um uppreisnina í Ungverjalandi fyrir fimmtíu árum. Dagskráin hefst á morgun og mun standa fram á mánudag og munu margir helstu þjóðarleiðtogar heims taka þátt. Innlent 21.10.2006 14:06 Kynna umferðaröryggismál Í dag býður umferðarstofa upp á frítt mat á aksturshæfni ökumanna undir leiðsögn prófdómara. Hjá Frumherja á Hesthálsi er búið að koma upp tækjum og þrautum fyrir alla fjölskylduna og þar verða kynnt ýmis mál er tengjast öryggi í umferðinni. Innlent 21.10.2006 12:30 Fyrsti hvalurinn veiddur Áhöfnin á Hval níu hefur fangað væna langreyði úti fyrir Snæfellsnesi og hefur sett stefnuna á Hvalfjörð. Birtuskilyrði hafa gert hvalföngurum erfitt fyrir og einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forsjóra Hvals, er búist við að skipið komi að bryggju í Hvalfirði í fyrramálið gangi allt að óskum. Innlent 21.10.2006 14:12 Lítið sem ekkert samræmi Ekki virðist vera samræmi milli þess hve margir stúdentar útskrifast á landsbyggðinni og hve margir þeirra stunda háskólanám. Að þessari niðurstöðu kemst Þóroddur Bjarnason prófessonr við Háskólann á Akureyri en hann hefur borið saman skiptingu fjárveitinga þessa fjárlagaárs á háskólastigi til heilsársnema. Innlent 21.10.2006 12:23 Raflögnum og rafbúnaði víða ábótavant Úttekt Neytendastofu á tæplega fimm hundruð verkstæðum, víðs vegar um landið, leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði er víða ábótavant. Athugasemdir voru gerðar við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum í yfir níutíu og eitt prósent tilvika. Innlent 21.10.2006 12:08 Ávinningur olíusamráðsins lítill sem enginn Dómkvaddir matsmenn í máli Kers gegn Samkeppnisyfirvöldum telja hugsanlegt að ávinningur olíufélaganna af ólöglegu samráði hafi verið lítill eða enginn. Samkeppnisyfirvöld hafi gefið sér rangar forsendur við útreikninga sína. Innlent 21.10.2006 12:05 Hafa enn ekki veitt hval Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim þremur dögum sem liðnir eru frá því skipið lét úr höfn. Birtuskilyrði gera hvalföngurum erfitt fyrir. Þeir segjast finna hval, keyra á eftir honum en missa þá birtuna. Þeir hafi þó séð allar hugsanlegar tegundir úti fyrir Vestfjörðum í gær, en nú eru þeir út af Snæfellsjökli. Einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu en það segja hvalfangarar að sé ósköp eðlilegt eftir að hann hafi staðið í sautján ár. Ferðin hafi í raun gengið furðuvel. Innlent 21.10.2006 11:53 Vændi er þjóðarskömm segir biskup Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands segir hnattvæddan klámiðnað staðreynd á Íslandi og að mansal teygi anga sína hingað til lands. Vitnast hafi að menn kaupi ungar stúlkur frá fátækum löndum og haldi þeim hér eins og þrælum. Það sé þjóðarskömm. Þetta var meðal þess sem biskup gerði að umtalsefni við setningu Kirkjuþings í morgun. Innlent 21.10.2006 11:34 Lenti á hvolfi inn í garði Rétt eftir miðnætti varð harður tveggja bíla árekstur í íbúðarhverfi í vesturbæ Kópavogs, með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt og lenti á þakinu inni í garði. Engan sakaði og ekki leikur grunur á ölvun, en báðir bílarnir eru mikið skemmdir og voru fluttir af staðnum með kranabíl. Innlent 21.10.2006 09:55 Nóbelsverðlaunahafi hlýtur heiðursdoktorsnafnbót Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands í dag. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Colubia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Hann hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Innlent 21.10.2006 09:46 Ólafsfell kaupir hlut í Árvakri Eignarhaldsfélagið Ólafsfell, sem er félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur keypt 8 prósenta hlut í Árvakri sem gefur út Morgunblaðið. Fyrir á Ólafsfell 82 prósenta hlut í Eddu útgáfu sem er stærsta bókaútgáfa landsins. Innlent 21.10.2006 09:43 Harður árekstur á Suðurlandsvegi Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. Innlent 21.10.2006 09:36 Leitað að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í gærkvöldi. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Innlent 21.10.2006 09:28 Kviknaði í dóti og fötum Eldur kviknaði í dóti og fötum í kjallaraíbúð í Skaftahlíð snemma í morgun. Húsráðandi hafði ráðið niðurlögum eldsins þegar slökkvilið kom á staðinn, en reykræsta þurfti íbúðina. Ekki er ljóst hvað olli eldinum. Innlent 21.10.2006 09:58 Fjórir handteknir vegna fíkniefnamáls Eitt fíkniefnamál kom upp í Keflavík í nótt þegar bifreið var stöðvuð og kallaði lögreglan til sérsveit Ríkislögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Tveir voru í bílnum og voru þeir í annarlegu ástandi. Í beinu framhaldi var gerð húsleit á heimili þeirra, en þar voru tveir til viðbótar handteknir. Innlent 21.10.2006 09:52 Stærsta mál Íslandssögunnar Mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, Tryggva Jónssyni og Jóni Gerald Sullenberger var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 20.10.2006 21:17 Lífræn kjötsúpa handa öllum Árlegur kjötsúpudagur verslana og íbúa við Skólavörðustíg er haldinn í fjórða sinn í dag. Í tilefni hans verða verslanir og veitingastaðir götunnar opnir fram eftir degi og gestum boðið upp á veglega kjötsúpu. Innlent 20.10.2006 21:17 Mikið slasaður eftir bílslys Maður liggur á gjörgæsludeild eftir umferðarslys á Hvolsvelli í gærkvöldi, en þar skall bifreið aftan á vörubíl sem var nánast kyrrstæður við gatnamót. Kalla þurfti til tækjabíl frá Selfossi og klippa manninn út úr bílnum, en hann var síðan fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild er maðurinn mikið slasaður, en ekki í öndunarvél. Innlent 21.10.2006 09:42 Ekkert eftirlit með lögreglu Ekkert eftirlit er með því innan lögreglunnar að farið sé eftir lögum um hleranir. Samkvæmt upplýsingum frá Ingimundi Einarssyni varalögreglustjóra er ekki hægt að taka saman tölur um hve oft hleranir samkvæmt dómsúrskurði hafi ekki leitt til ákæru. Innlent 20.10.2006 21:17 Námsgagnastofnun hindrar samkeppni Útgefendur námsefnis kvarta yfir samkeppnishindrandi starfsháttum og lagaramma Námsgagnastofnunar. Samkeppniseftirlitið gerir athugasemdir við rekstur stofnunarinnar. Menntamálaráðherra segir breytingar í vændum. Innlent 20.10.2006 21:17 Frumvarp um skerðingu eftirlauna æðstu manna Tveir þingmenn Samfylkingar hafa lagt fram frumvarp til laga um að eftirlaunaréttindi æðstu manna ríkisins verði skert meðan þeir eru enn í launuðu starfi. Þverpólitísk samstaða sem Halldór Ágrímsson reyndi að ná um málið fór út um þúfur og Geir Haarde Innlent 20.10.2006 21:17 Bretar með hótanir vegna hvalveiðanna Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra skilur orð bresks kollega síns sem dulda hótun og segir Breta ekki styðja sjálfbæra auðlindanýtingu sem sé mjög athyglisvert. Einar spyr sig hvort Bretar hafi mótmælt veiðum annarra þjóða. Innlent 20.10.2006 21:17 Þingið getur beitt þrýstingi Formaður og framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ, átti fundi í gærmorgun með þingflokksformönnum allra flokka. Ákveðið var að hittast aftur ásamt fulltrúum fjórtán lífeyrissjóða á mánudagsmorgun. Innlent 20.10.2006 21:17 Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. Innlent 20.10.2006 21:17 Afköst Landspítalans meiri en fjárframlög standa í stað Rekstrarkostnaður Landspítalans hefur staðið í stað undanfarin ár þrátt fyrir mjög aukna starfsemi. Á fjárlögum 2007 er spítalanum ætluð sama upphæð til rekstursins og í ár þrátt fyrir að hallinn nú sé milljarður. Innlent 20.10.2006 21:17 Signý fram gegn Ingibjörgu Miklar líkur eru á því að átök verði um varaformennskuna í Alþýðusambandi Íslands á ársfundi 26.–27. október. Signý Jóhannesdóttir, formaður Vöku á Siglufirði, hefur lýst yfir framboði gegn núverandi varaforseta, Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur. Innlent 20.10.2006 21:17 Málverk tvöfaldast í verði Pétur Þór Gunnarsson, sem margir þekkja sem sakborning í Stóra málverkafölsunarmálinu, segir ýmsa gamla viðskiptavini hafa skorað á sig að opna umboðs- og uppboðsstofu á sviði listmuna. Pétur Þór var sýknaður í Hæstarétti en svo virðist sem fjölmargir innan listageirans vilji ekki una því. Innlent 20.10.2006 21:17 Fjórtánfaldur munur launa Munur á hæstu og lægstu launum er nærri fjórtánfaldur hjá körlum og ellefufaldur hjá konum að því er kemur fram í rannsókn Capacent á launamun. Innlent 20.10.2006 21:17 Ekki gengið á bak orða Stefnubreyting íslensku friðargæslunnar í Afganistan samræmist fyllilega eldri skuldbindingum Íslands við NATO, að sögn Önnu Jóhannsdóttur, forstöðumanns friðargæslunnar. Hún segir núverandi verkefni Íslendinga í Afganistan standa fram í apríl á næsta ári og utanríkisráðuneytið hafi aldrei skuldbundið sig í frekari friðargæslu. Því hafi ekki þurft að hafa sérstakt samráð við NATO um stefnubreytinguna. Innlent 20.10.2006 21:17 « ‹ 191 192 193 194 195 196 197 198 199 … 334 ›
Grundvöllur að sókn skólans í fremstu röð Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði við útskrift 380 kandídata í dag að vísindasamstarf kennara og vísindamanna í öllum deildum og stofnunum skólans við erlenda skóla og vísindamenn í fremstu röð væri fjársjóður sem skólinn myndi grundvalla á sókn sína á næstu árum. Innan Háskólans eru vísindamenn í samstarfi um á annað hundrað alþjóðleg verkefni með mörgum af fremstu háskóla- og vísindastofnunum í heiminum. Innlent 21.10.2006 14:30
Uppreisnarinnar í Ungverjalandi 1956 minnst Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er nú á leið til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í viðburðum til minngar um uppreisnina í Ungverjalandi fyrir fimmtíu árum. Dagskráin hefst á morgun og mun standa fram á mánudag og munu margir helstu þjóðarleiðtogar heims taka þátt. Innlent 21.10.2006 14:06
Kynna umferðaröryggismál Í dag býður umferðarstofa upp á frítt mat á aksturshæfni ökumanna undir leiðsögn prófdómara. Hjá Frumherja á Hesthálsi er búið að koma upp tækjum og þrautum fyrir alla fjölskylduna og þar verða kynnt ýmis mál er tengjast öryggi í umferðinni. Innlent 21.10.2006 12:30
Fyrsti hvalurinn veiddur Áhöfnin á Hval níu hefur fangað væna langreyði úti fyrir Snæfellsnesi og hefur sett stefnuna á Hvalfjörð. Birtuskilyrði hafa gert hvalföngurum erfitt fyrir og einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forsjóra Hvals, er búist við að skipið komi að bryggju í Hvalfirði í fyrramálið gangi allt að óskum. Innlent 21.10.2006 14:12
Lítið sem ekkert samræmi Ekki virðist vera samræmi milli þess hve margir stúdentar útskrifast á landsbyggðinni og hve margir þeirra stunda háskólanám. Að þessari niðurstöðu kemst Þóroddur Bjarnason prófessonr við Háskólann á Akureyri en hann hefur borið saman skiptingu fjárveitinga þessa fjárlagaárs á háskólastigi til heilsársnema. Innlent 21.10.2006 12:23
Raflögnum og rafbúnaði víða ábótavant Úttekt Neytendastofu á tæplega fimm hundruð verkstæðum, víðs vegar um landið, leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði er víða ábótavant. Athugasemdir voru gerðar við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum í yfir níutíu og eitt prósent tilvika. Innlent 21.10.2006 12:08
Ávinningur olíusamráðsins lítill sem enginn Dómkvaddir matsmenn í máli Kers gegn Samkeppnisyfirvöldum telja hugsanlegt að ávinningur olíufélaganna af ólöglegu samráði hafi verið lítill eða enginn. Samkeppnisyfirvöld hafi gefið sér rangar forsendur við útreikninga sína. Innlent 21.10.2006 12:05
Hafa enn ekki veitt hval Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim þremur dögum sem liðnir eru frá því skipið lét úr höfn. Birtuskilyrði gera hvalföngurum erfitt fyrir. Þeir segjast finna hval, keyra á eftir honum en missa þá birtuna. Þeir hafi þó séð allar hugsanlegar tegundir úti fyrir Vestfjörðum í gær, en nú eru þeir út af Snæfellsjökli. Einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu en það segja hvalfangarar að sé ósköp eðlilegt eftir að hann hafi staðið í sautján ár. Ferðin hafi í raun gengið furðuvel. Innlent 21.10.2006 11:53
Vændi er þjóðarskömm segir biskup Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands segir hnattvæddan klámiðnað staðreynd á Íslandi og að mansal teygi anga sína hingað til lands. Vitnast hafi að menn kaupi ungar stúlkur frá fátækum löndum og haldi þeim hér eins og þrælum. Það sé þjóðarskömm. Þetta var meðal þess sem biskup gerði að umtalsefni við setningu Kirkjuþings í morgun. Innlent 21.10.2006 11:34
Lenti á hvolfi inn í garði Rétt eftir miðnætti varð harður tveggja bíla árekstur í íbúðarhverfi í vesturbæ Kópavogs, með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt og lenti á þakinu inni í garði. Engan sakaði og ekki leikur grunur á ölvun, en báðir bílarnir eru mikið skemmdir og voru fluttir af staðnum með kranabíl. Innlent 21.10.2006 09:55
Nóbelsverðlaunahafi hlýtur heiðursdoktorsnafnbót Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands í dag. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Colubia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Hann hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Innlent 21.10.2006 09:46
Ólafsfell kaupir hlut í Árvakri Eignarhaldsfélagið Ólafsfell, sem er félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur keypt 8 prósenta hlut í Árvakri sem gefur út Morgunblaðið. Fyrir á Ólafsfell 82 prósenta hlut í Eddu útgáfu sem er stærsta bókaútgáfa landsins. Innlent 21.10.2006 09:43
Harður árekstur á Suðurlandsvegi Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. Innlent 21.10.2006 09:36
Leitað að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í gærkvöldi. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Innlent 21.10.2006 09:28
Kviknaði í dóti og fötum Eldur kviknaði í dóti og fötum í kjallaraíbúð í Skaftahlíð snemma í morgun. Húsráðandi hafði ráðið niðurlögum eldsins þegar slökkvilið kom á staðinn, en reykræsta þurfti íbúðina. Ekki er ljóst hvað olli eldinum. Innlent 21.10.2006 09:58
Fjórir handteknir vegna fíkniefnamáls Eitt fíkniefnamál kom upp í Keflavík í nótt þegar bifreið var stöðvuð og kallaði lögreglan til sérsveit Ríkislögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Tveir voru í bílnum og voru þeir í annarlegu ástandi. Í beinu framhaldi var gerð húsleit á heimili þeirra, en þar voru tveir til viðbótar handteknir. Innlent 21.10.2006 09:52
Stærsta mál Íslandssögunnar Mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, Tryggva Jónssyni og Jóni Gerald Sullenberger var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 20.10.2006 21:17
Lífræn kjötsúpa handa öllum Árlegur kjötsúpudagur verslana og íbúa við Skólavörðustíg er haldinn í fjórða sinn í dag. Í tilefni hans verða verslanir og veitingastaðir götunnar opnir fram eftir degi og gestum boðið upp á veglega kjötsúpu. Innlent 20.10.2006 21:17
Mikið slasaður eftir bílslys Maður liggur á gjörgæsludeild eftir umferðarslys á Hvolsvelli í gærkvöldi, en þar skall bifreið aftan á vörubíl sem var nánast kyrrstæður við gatnamót. Kalla þurfti til tækjabíl frá Selfossi og klippa manninn út úr bílnum, en hann var síðan fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild er maðurinn mikið slasaður, en ekki í öndunarvél. Innlent 21.10.2006 09:42
Ekkert eftirlit með lögreglu Ekkert eftirlit er með því innan lögreglunnar að farið sé eftir lögum um hleranir. Samkvæmt upplýsingum frá Ingimundi Einarssyni varalögreglustjóra er ekki hægt að taka saman tölur um hve oft hleranir samkvæmt dómsúrskurði hafi ekki leitt til ákæru. Innlent 20.10.2006 21:17
Námsgagnastofnun hindrar samkeppni Útgefendur námsefnis kvarta yfir samkeppnishindrandi starfsháttum og lagaramma Námsgagnastofnunar. Samkeppniseftirlitið gerir athugasemdir við rekstur stofnunarinnar. Menntamálaráðherra segir breytingar í vændum. Innlent 20.10.2006 21:17
Frumvarp um skerðingu eftirlauna æðstu manna Tveir þingmenn Samfylkingar hafa lagt fram frumvarp til laga um að eftirlaunaréttindi æðstu manna ríkisins verði skert meðan þeir eru enn í launuðu starfi. Þverpólitísk samstaða sem Halldór Ágrímsson reyndi að ná um málið fór út um þúfur og Geir Haarde Innlent 20.10.2006 21:17
Bretar með hótanir vegna hvalveiðanna Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra skilur orð bresks kollega síns sem dulda hótun og segir Breta ekki styðja sjálfbæra auðlindanýtingu sem sé mjög athyglisvert. Einar spyr sig hvort Bretar hafi mótmælt veiðum annarra þjóða. Innlent 20.10.2006 21:17
Þingið getur beitt þrýstingi Formaður og framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ, átti fundi í gærmorgun með þingflokksformönnum allra flokka. Ákveðið var að hittast aftur ásamt fulltrúum fjórtán lífeyrissjóða á mánudagsmorgun. Innlent 20.10.2006 21:17
Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. Innlent 20.10.2006 21:17
Afköst Landspítalans meiri en fjárframlög standa í stað Rekstrarkostnaður Landspítalans hefur staðið í stað undanfarin ár þrátt fyrir mjög aukna starfsemi. Á fjárlögum 2007 er spítalanum ætluð sama upphæð til rekstursins og í ár þrátt fyrir að hallinn nú sé milljarður. Innlent 20.10.2006 21:17
Signý fram gegn Ingibjörgu Miklar líkur eru á því að átök verði um varaformennskuna í Alþýðusambandi Íslands á ársfundi 26.–27. október. Signý Jóhannesdóttir, formaður Vöku á Siglufirði, hefur lýst yfir framboði gegn núverandi varaforseta, Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur. Innlent 20.10.2006 21:17
Málverk tvöfaldast í verði Pétur Þór Gunnarsson, sem margir þekkja sem sakborning í Stóra málverkafölsunarmálinu, segir ýmsa gamla viðskiptavini hafa skorað á sig að opna umboðs- og uppboðsstofu á sviði listmuna. Pétur Þór var sýknaður í Hæstarétti en svo virðist sem fjölmargir innan listageirans vilji ekki una því. Innlent 20.10.2006 21:17
Fjórtánfaldur munur launa Munur á hæstu og lægstu launum er nærri fjórtánfaldur hjá körlum og ellefufaldur hjá konum að því er kemur fram í rannsókn Capacent á launamun. Innlent 20.10.2006 21:17
Ekki gengið á bak orða Stefnubreyting íslensku friðargæslunnar í Afganistan samræmist fyllilega eldri skuldbindingum Íslands við NATO, að sögn Önnu Jóhannsdóttur, forstöðumanns friðargæslunnar. Hún segir núverandi verkefni Íslendinga í Afganistan standa fram í apríl á næsta ári og utanríkisráðuneytið hafi aldrei skuldbundið sig í frekari friðargæslu. Því hafi ekki þurft að hafa sérstakt samráð við NATO um stefnubreytinguna. Innlent 20.10.2006 21:17