Innlent

Fréttamynd

Lausar tennur eftir slagsmál

Maður var fluttur á slysadeild í fyrrinótt með lausar framtennur eftir slagsmál í miðborginni. Talsvert var um ölvun í miðbænum og þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum.

Innlent
Fréttamynd

Fundust kaldir í sjálfheldu

Tveir Danir, sem björgunarsveitir leituðu í fyrrakvöld og -nótt, fundust kaldir og hraktir, en heilir á húfi um klukkan hálf fimm í gærmorgun. Mennirnir hringdu í Neyðarlínuna um klukkan hálf tíu í fyrrakvöld og sögðust vera í sjálfheldu í klettum í Kistufelli í Austurbyggð. Þeir höfðu þá verið á göngu frá því klukkan þrjú síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Einstök rit afhent Hóladómkirkju

Hóladómkirkja fékk í dag afhent einstakt rit- og bókasafn en í því má finna rit frá upphafi prentlistar á Hólum til loka 18. aldar og eru mörg þeirra fátíð.

Innlent
Fréttamynd

Ástarvikan sett í þriðja sinn

Ástareldurinn mun loga í hjónaherbergjum Bolvíkinga næstu dagana en ástarvikan var sett í þriðja sinn í dag. Eins og áður er markmið bæjarhátíðarinnar meðal annars að hvetja bæjarbúa til frekari barneigna til að fjölga íbúum Bolungavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Lagði árar í bát

Sjósundkappinn og listamaðurinn Benedikt Lafleur lagði árar í bát í sjósundi sínu í gærkvöldi þegar myrkur og skyggni var farið að hamla för. Að sögn Benedikts sögðust björgunarsveitarmenn ekki lengur geta tryggt öryggi hans í myrkrinu.

Innlent
Fréttamynd

Vegleg gjöf

Forsætisráðherra afhenti Hóladómkirkju á Hólahátíð í dag rita- og bókasafn sr. Ragnars Fjalars Lárussonar prófasts til varðveislu og sýningar. Þetta er gjöf íslenska ríkisins í tilefni af 900 ára afmæli biskupsstóls og skóla að Hólum í Hjaltadal. Í safninu eru 486 guðfræðirit auk ýmissa annarra merkra rita og bóka, margar hverjar prentaðar í Hólaprentsmiðju við upphaf prentlistar á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur á slysadeild með lausar framtennur

Flytja þurfti mann á slysadeild eftir að nokkrar framtennur hans losnuðu í slagsmálum á skemmtistað í miðborginni í nótt. Nokkur ölvun var í miðbænum og þurfti lögreglan að hafa afskipti nokkrum.

Innlent
Fréttamynd

Fundnir hraktir í morgun

Tveir menn sem björgunarsveitir leituðu í gærkvöldi og í nótt fundust kaldir og hraktir, en heilir á húfi, um klukkan half fimm í morgun. Nokkkur viðbúnaður var við leitina en sex björgunarsveitir tóku þátt auk þess sem leitarhundar voru á leið á svæðið sem og þyrla Landhelgisgæslunnar þegar mennirnir fundust.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um að vera undir áhrifum lyfja

Tveir fólksbílar lentu saman á Bústaðarveginum í gærkvöldi. Ökumaður annars fólksbílsins er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja. Bílstjórarnir voru einir í bílunum og þurfti annar þeirra að leita á slysadeild vegna eymsla.

Innlent
Fréttamynd

Eltu ökumann og farþega á hlaupum

Lögrelgan í Reykjavík reyndist sneggri í gær en ökumenn og farþegar bíls sem reyndu að stinga hana af. Eltingaleikurinn hófst í miðbænum nótt þar sem lögreglan mældi bíl fólksins á nítíu og níu kílómetra hraða, þar er hámarkshraði 60 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvilið kallað að Alþingishúsinu

Sjúkrabílar, slökkvilið og lögregla voru kölluð að Alþingishúsinu á níunda tímanum í morgun. Ástæðan var tilkynningu um reyk sem barst frá Alþingi og kom í ljós að rafmagnsspennar höfðu brunnið yfir.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í tveimur strætóskýlum

Kveikt var í tveimur strætóskýlum í nótt og eru þau mikið skemmd. Slökkviliðsmenn fá reglulega útköll þar sem kveikt hefur verið í strætóskýlum.

Innlent
Fréttamynd

Strokufanga leitað

Lögregla leitar enn fanga sem strauk úr læknisheimsókn á þriðjudag. Fanginn, sem var vistaður á Litla Hrauni, heitir Hilmar Ragnarsson og er 43 ára. Hann komst undan lögreglu með því að smeygja sér út um glugga á salerni. Hilmar er dökkhærður og grannvaxinn og var klæddur í dökka úlpu, dökkar buxur og ljósa skó. Þeir sem verða varir við hann eru beðnir að hringja í lögregluna í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Með bitsár á hálsinum

Tvítug stúlka varð fyrir óhugnanlegri líkamsárás á illa upplýstum göngustíg í Breiðholtinu. Árásar­maðurinn réðst aftan að stúlkunni, reyndi að nauðga henni og beit hana í hálsinn.

Innlent
Fréttamynd

Barist um sætin á þingi Framsóknar

Fleiri en eitt framboð hefur borist til allra þriggja æðstu embætta Framsóknarflokksins, sem kosið verður í á flokksþinginu 19. ágúst. Barátta var um sæti á þinginu að sögn formanns framsóknarfélagsins í syðra Reykjavíkurkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Það á enginn neitt í pólitík

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segist leggja áherslu á mikla varfærni í umgengni við náttúruna og vill ná víðtækri sátt um hvaða landsvæði verði friðlýst og hvaða auðlindir eigi að nýta. Hún útilokar ekki að tekið verði upp annað skattþrep til að sporna við vaxandi misskiptingu tekna í samfélaginu. Jónína býður sig fram til embættis varaformanns Framsóknar­flokksins á flokksþinginu um aðra helgi.

Innlent
Fréttamynd

Hýrir skrýðast

Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í gærkvöldi. Hátíðin er haldin hér á landi í áttunda sinn. Hátíðin, sem nefnist Gay Pride á ensku, er ein af stærstu útihátíðum borgarinnar á hverju ári.

Innlent
Fréttamynd

Ofurlaun

Það er staðreynd, sem stundum er vanmetin, að sumir hafa meiri áhuga á peningum en aðrir. Margt fólk leitar annars í lífinu en að eiga ofsalega mikið fé, þótt flestir vilji jú eiga nóg að bíta og brenna. Sumir telja veraldlegan auð mikinn hégóma. Aðrir eru kapítalistar. Kapítalisti er samkvæmt minni skilgreiningu manneskja sem á nóga peninga, en vill samt alltaf meira. Þannig eru sumir kapítalistar, en aðrir ekki. Nákvæmlega eins og sumir eru alkóhólistar, en aðrir ekki. Alkóhólisti drekkur alltaf meira en hann þarf.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip hafði fengið viðvörun

Meðal efnis í kæru Samskipa til samkeppnisyfirvalda í ágúst 2002 var að Eimskip stundaði undirboð og að verðskrár fyrir­tækisins væru óskýrar. Nú hillir undir lok rannsóknar yfirvalda og greindi Fréttablaðið frá því í gær að fyrstu niðurstöður gerðu ráð fyrir að Eimskip greiddi einn milljarð króna í sekt. Félagið hefur niðurstöðurnar til skoðunar og á eftir að koma að athugasemdum.

Innlent
Fréttamynd

Útilokar ekki hátekjuskatt

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra útilokar ekki að taka verði upp hátekjuskatt að nýju til að sporna gegn vaxandi misskiptingu tekna í samfélaginu, auk þess sem endurskoða verði skattlagningu á fyrirtæki og fjármagnstekjur.

Innlent
Fréttamynd

Engan vökva í handfarangri

Á Keflavíkurflugvelli er enn strangt eftirlit með farþegum á leið til Bandaríkjanna. Leitað er í handfarangri allra farþega, en blátt bann við handfarangri er ekki í gildi. Stranglega bannað er að ferðast með vökva í handfarangri á leið til Bandaríkjanna, en enn er heimilt að ferðast með rafeindabúnað til dægrastyttingar.

Innlent
Fréttamynd

745 öryrkjar fá engan lífeyri

Öryrkjabandalag Íslands fer fram á að fallið verði frá þeirri ákvörðun lífeyrissjóða að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja 1. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Til skoðunar að heimila hvalveiðar

Sjávarútvegsráðuneytið kannar möguleika á því að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Íslendingar eru ekki lengur skuldbundnir til þess að banna hvalveiðar. Málið verður líklega rætt innan ríkisstjórnarinnar á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri eru grunaðir um aðild

Par um tvítugt var handtekið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöldið, með um tvö kíló af kókaíni í fórum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Ófremdarástand í dagvistun barna

Dagforeldrum fer fækkandi og segja dagmæður að ófremdarástand ríki í dagvistarmálum í Vesturbæ Reykjavíkur. Foreldrar þurfa að leita í önnur hverfi.

Innlent
Fréttamynd

Selja helmingi minna af kjöti

Útflutningur Norðlenska á dilkakjöti til Bandaríkjanna verður helmingi minni í ár en í fyrra vegna aukinnar neyslu innanlands og lágs gengis Bandaríkjadals. Norðlenska er eini aðilinn sem flytur út lambakjöt til Bandaríkjanna og því er fyrirséð að ekki verði hægt að fullnægja eftirspurn þar, en mikið hefur verið lagt í uppbyggingu markaðar­ins undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Farið yfir stöðu mála

Þingflokkur Sjálfstæðis­flokksins fundaði á Húsavík á fimmtudag þar sem farið var yfir stöðu mála, að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Heiðarlega löggan sem vill breyta rétt

Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, komst í hann krappann í vikunni þegar það kom í hans hlut að verja aðgerðir lögreglunnar, sem þótti ganga full vasklega fram í aðgerðum sínum gegn mótmælendum við Kárahnjúka. Mótmælendur vönduðu Óskari og hans mönnum ekki kveðjurnar í fjölmiðlum og sökuðu lögregluna um að hafa beitt friðsamlega mótmælendur ofbeldi og einn úr hópi Íslandsvina fullyrti að Óskar hefði ekið á sig við fjölskyldubúðir nálægt Kárahnjúkavirkjun.

Innlent