Barist um sætin á þingi Framsóknar 12. ágúst 2006 09:00 listarnir skoðaðir Erill var á skrifstofu Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í gær. Hér sjást Ragna Ívars, Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri og Einar Gunnar Einarsson skoða hluta kjörbréfanna sem framsóknarfélög víða af landinu skiluðu síðdegis. Stjórnmál Kosið verður í öll embætti æðstu stjórnar Framsóknarflokksins á flokksþinginu 19. ágúst og fyrir liggur að nýr formaður og nýr ritari flokksins munu taka við taumunum. Þrír sækjast eftir formennsku í flokknum. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra og núverandi ritari flokksins, tilkynnti um framboð sitt í fyrradag en áður hafði Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra stigið fram. Þriðji frambjóðandinn er athafnamaðurinn Haukur Haraldsson, sem þykir eiga litla möguleika. Núverandi varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, sækist áfram eftir embættinu, en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra gerir það einnig. Þá sækjast þingmaðurinn Birkir Jón Jónsson og fyrrum formaður Sambands ungra framsóknarmanna, Haukur Logi Karlsson, eftir ritaraembættinu. Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra flokksins, eiga 171 aðalmaður úr miðstjórn flokksins sæti á flokksþinginu, auk fulltrúa frá flokksfélögum um allt land. Öll félög eiga rétt á einum fulltrúa á flokksþingið fyrir hverja fimmtán skráða félaga. "Ef þau fullnýta sinn kvóta geta þetta orðið allt að níu hundruð manns," segir Sigurður. Stærsta framsóknarfélagið er úr syðra Reykjavíkurkjördæmi og eiga sjötíu fulltrúar þess sæti á þinginu. Stærsta kjördæmið er hins vegar Norðvesturkjördæmi, þaðan koma 181 fulltrúi, en á svæðinu eru hins vegar 26 flokksfélög. Fulltrúar félaganna á flokksþingið eru valdir á fundum félaganna, og oft er slegist um þau sæti sem í boði eru. Formaður félagsins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Ingólfur Sveinsson, segir það hafa verið raunina hjá þeim í ár. "Það var barátta. Það voru 171 sem vildu vera aðalmenn fyrir félagið og við höfum sjötíu sæti." Frestur félaga til að skila kjörbréfum með nöfnum aðalmanna rann út síðdegis í gær. Á þinginu er fyrst kosið um formann, þá varaformann og síðast ritara, og er heimilt að rita nafn hvaða flokksbundins framsóknarmanns sem er á kjörseðilinn. Innlent Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Stjórnmál Kosið verður í öll embætti æðstu stjórnar Framsóknarflokksins á flokksþinginu 19. ágúst og fyrir liggur að nýr formaður og nýr ritari flokksins munu taka við taumunum. Þrír sækjast eftir formennsku í flokknum. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra og núverandi ritari flokksins, tilkynnti um framboð sitt í fyrradag en áður hafði Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra stigið fram. Þriðji frambjóðandinn er athafnamaðurinn Haukur Haraldsson, sem þykir eiga litla möguleika. Núverandi varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, sækist áfram eftir embættinu, en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra gerir það einnig. Þá sækjast þingmaðurinn Birkir Jón Jónsson og fyrrum formaður Sambands ungra framsóknarmanna, Haukur Logi Karlsson, eftir ritaraembættinu. Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra flokksins, eiga 171 aðalmaður úr miðstjórn flokksins sæti á flokksþinginu, auk fulltrúa frá flokksfélögum um allt land. Öll félög eiga rétt á einum fulltrúa á flokksþingið fyrir hverja fimmtán skráða félaga. "Ef þau fullnýta sinn kvóta geta þetta orðið allt að níu hundruð manns," segir Sigurður. Stærsta framsóknarfélagið er úr syðra Reykjavíkurkjördæmi og eiga sjötíu fulltrúar þess sæti á þinginu. Stærsta kjördæmið er hins vegar Norðvesturkjördæmi, þaðan koma 181 fulltrúi, en á svæðinu eru hins vegar 26 flokksfélög. Fulltrúar félaganna á flokksþingið eru valdir á fundum félaganna, og oft er slegist um þau sæti sem í boði eru. Formaður félagsins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Ingólfur Sveinsson, segir það hafa verið raunina hjá þeim í ár. "Það var barátta. Það voru 171 sem vildu vera aðalmenn fyrir félagið og við höfum sjötíu sæti." Frestur félaga til að skila kjörbréfum með nöfnum aðalmanna rann út síðdegis í gær. Á þinginu er fyrst kosið um formann, þá varaformann og síðast ritara, og er heimilt að rita nafn hvaða flokksbundins framsóknarmanns sem er á kjörseðilinn.
Innlent Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira