Innlent

Fréttamynd

Hraðatakmarkandi búnaður skylda

Lögbundið er að hafa hraðatakmarkandi búnað í vöruflutningabílum hérlendis sem hindrar það að þeir komist hraðar en á níutíu kílómetra hraða. Þetta segir Jón Magnús Pálsson, formaður Landssambands vörubifreiðastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra leyfi litað bensín

Forráðamenn Atlants­olíu afhentu í gær Árna Mathiesen fjármálaráðherra áskorun þess efnis að heimilt verði að selja litað bensín á bensínstöðvum. Telja þeir þetta réttlætismál, sem gæti þýtt mikla kjarabót fyrir þá sem nota bensínknúin tæki sem ekki aka á vegakerfi landsins.

Innlent
Fréttamynd

Á lítið erindi inn á þing

„Mér finnst sjálfsagt að hann reyni ef hann vill þetta á annað borð, en mér persónulega finnst hann eiga lítið erindi inn á þing,“ segir Andrés Jónsson formaður Ungra jafnaðar­manna, en hugsanlegt framboð Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanns, í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi hefur verið í umræðunni að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Um þrjátíu bílar skemmdir

Töluvert var um skemmdarverk á Akureyri í fyrrinótt. Þá voru rúður brotnar í um þrjátíu bílum í bænum aðfaranótt mánudags og rúða í íbúðarhúsi brotinn.

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungur fólks fær krabbamein á ævinni

Einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tíma á ævinni, að því er fram kemur í krabbameinsskrá. Fimm ára lífshorfur þeirra sem fá með krabbamein hafa tvöfaldast á fimmtíu árum. Helmingur allra sem greinast er eldri en 65 ára.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla lokaði í gær búðum mótmælenda

Fjórtán mótmælendur voru handteknir við Kárahnjúkavirkjun í fyrrinótt og tjaldbúðum mótmælenda við Snæfell hefur verið lokað. Íslandsvinir segja mikilvægt að lögregla hagi sér samkvæmt sínum vinnureglum.

Innlent
Fréttamynd

Yfir hundrað fíkniefnamál

Um 111 fíkniefnamál komu upp á landinu um helgina. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, má búast við að talan hækki næstu daga, þar sem um bráðabirgðatölur er að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Með fíkniefni í foreldrahúsum

Tveir voru teknir fyrir helgi í heimahúsi í Reykjavík með áttatíu grömm af hassi og fjörutíu af hvítu efni, væntanlega amfetamíni. Einnig fundust peningar sem lögregluna grunar að hafi fengist með dópsölu. Annar mannanna er nítján og hinn 25 ára.

Innlent
Fréttamynd

Bílprófið ellefu daga gamalt

Sautján ára piltur mældist á 141 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni við Stekkjarbakka um ellefuleytið á sunnudagskvöld. Leyfilegur hámarkshraði á þessum stað er sjötíu kílómetrar á klukkustund. Ökumaður framvísaði ökuskírteini sínu, sem var ellefu daga gamalt.

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjur vegna þurrka

Orkuverð í Noregi mun að öllum líkinum rjúka upp í haust þegar þarlendar vatnsaflsvirkjanir hafa ekki nægilega mikið vatn til að knýja rafala sökum mikilla þurrka undanfarið í Evrópu, að því er fram kemur í dagblaðinu Aftenposten.

Innlent
Fréttamynd

Slegin í andlitið og rænd

Þrír tæplega tvítugir menn réðust á konu neðarlega á Laugaveginum aðfaranótt mánudags, slógu hana í andlitið og hrifsuðu af henni veski.

Innlent
Fréttamynd

Mesta umferðin að norðan

Samdóma álit lögreglumanna víðs vegar um landið er að umferðin hafi gengið vel í gær. Lögreglan í Reykjavík segir mikla umferð hafa legið til borgarinnar allan daginn, sem hafi tekið að þyngjast upp úr hádeginu. Vilhjálmur Stefánsson, lögreglumaður á Blönduósi, segir að góða veðrið fyrir norðan hafi augljóslega trekkt fólk að og veðrið í gær á Norðurlandi hafi orðið til þess að fólk var seinna á ferðinni. Lögreglan á Blönduósi stöðvaði um fimmtíu ökumenn í gær fyrir of hraðan akstur, en sá bíræfnasti ók á 149 kílómetra hraða.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsamstarf aukist

Hlýnun jarðar, nýjar siglingaleiðir og breytingar á þjóðréttarsamningum voru meðal umræðuefna á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál sem fram fór í Kiruna í Svíþjóð dagana 2.-4. ágúst. Íslensku þingmennirnir lögðu mikla áherslu á aukið samstarf á sviði leitar- og björgunarmála, vegna brotthvarfs varnar­liðsins frá Íslandi og aukinna flutninga á olíu og gasi við Íslandsstrendur.

Innlent
Fréttamynd

Óþarfa afskipti af ferðafólki

Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna harðlega aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum og öðru ferðafólki á Kárahnjúkum. Samtökin segja að í lýðræðis­þjóðfélagi hafi fólk rétt á því að mótmæla með friðsamlegum hætti og eigi yfirvöld að sýna mótmælendum fulla virðingu. Lögreglan hefur ítrekað stöðvað ferðir fólks á svæðinu og leitað í bílum þess.

Innlent
Fréttamynd

Fimm teknir með fíkniefni

Um fimm þúsund manns gistu í Ásbyrgi aðfaranótt laugardags eftir tónleika Sigur Rósar. Talsverður erill var hjá lögreglunni á Húsavík vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Sendi inn erindi um litað bensín

Ólafur Tryggvason skemmtibátaeigandi sendi í maí erindi til umboðsmanns Alþingis, þar sem hann fór þess á leit að skoðað yrði af hverju sala á lituðu bensíni er ekki leyfð. Hann taldi ekki viðunandi að tveir eigendur báta, annar með bensínvél, en hinn með dísilvél, stæðu ekki jafnfætis hvað varðar eldsneytisgjöld.

Innlent
Fréttamynd

Fer í fangelsi vegna kveikjara

Sigurður Elísson þarf að sitja tvo daga í fangelsi borgi hann ekki 5.000 króna sekt fyrir að koma með gaskveikjara frá Aserbaídsjan til landsins. Hann hyggst ekki borga sektina.

Innlent
Fréttamynd

Fauk út af og velti bílnum

Bíll valt á Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu um tvöleytið í fyrradag þegar hjólhýsi sem hann dró tókst á loft í miklu hvassviðri og splundraðist.

Innlent
Fréttamynd

Tjón upp á einn og hálfan milljarð

Tjón á húsnæði vegna eldsvoða var metið á 1.640 milljónir króna á síðasta ári. Það er heldur yfir meðaltali síðustu ára á undan. Þetta kemur fram í ársskýrslu Brunamálastofnunar. Þar kemur jafnframt fram að einn týndi lífi í eldsvoða og er það nokkuð minna en í meðalári. 49 hafa látist í eldsvoðum frá árinu 1979, þrefalt fleiri karlar en konur. Flestir hafa látist í eldsvoðum á laugardegi, tólf talsins, en fæstir á þriðjudögum, eða tveir.

Innlent
Fréttamynd

Leitað að manni í Skaftafelli

Lögregla og fjöldi björgunarsveitarmanna leita nú að karlmanni á fimmtugsaldri í Skaftafelli, sem ekkert hefur spurst til síðan um klukkan hálf þrjú í nótt. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent um 80 björgunarsveitarmenn á staðinn og er að senda leitarhunda. Þá hefur fjöldi fólks af svæðinu tekið þátt í leitinni í dag. Þegar ljóst var að maðurinn væri ekki í eða við tjaldsvæðið í Skaftafelli var ákveðið að efla leitina.

Innlent
Fréttamynd

Náttúrusamtök Íslands gangrýna framgöngu lögreglu

Lektor við Háskólann í Reykjavík segir að lögregla megi hafa afskipti af mótmælendum, hindra ferðir þeirra eða leita í vistarverum þeirra ef hún telur að af þeim geti stafað einhver ógn eða hætta. Náttúruverndarsamtök Íslands eru þessu ósammála.

Innlent
Fréttamynd

Tjaldstæðið við Lindur rýmt

Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur fjarlægt allt fólk af tjaldsvæðinu við Lindur að ósk Landsvirkjunar. Til átaka kom á svæðinu í nótt þegar lögregla handtók fjórtán mótmælendur. Sumir þeirra höfðu hlekkjað sig við stangir.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitarmenn grennslast fyrir um mann

Lögreglan á Höfn í Hornafirði og um 20 björgunarsveitarmenn eru nú staddir í Skaftafelli þar sem þeir grennslast nú fyrir um mann sem ekkert hefur spurst til síðan um klukkan eitt í nótt. Enn sem komið er ekki um skipulagða leit að ræða

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að fjarlægja mótmælendur af svæðinu

Lögreglan ætlar að fjarlægja mótmælendur af Kárahnjúkasvæðinu. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði segir að framkvæmdaaðilar við Kárahnjúka hafi farið fram á þetta og hann hafi ákveðið að fara að þeirri ósk.Sýslumaður telur sig hafa lagaheimild til þessa á grundvelli lögreglulaga frá 1996.

Innlent
Fréttamynd

Marel kaupir danskan keppinaut

Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna.

Innlent
Fréttamynd

Vel heppnaður Innipúki

Innipúkahátíðinni lauk í gærkvöldi með stórkostlegri tónleikaröð. Mugison kom, sá og sigraði og var mál manna að tónleikar hans hefðu verið það besta á innipúkanum í ár.

Innlent