Innlent Sprungur á virkjanasvæðinu Sprungubeltið við Kárahnjúka liggur nær framkvæmdasvæðinu en áður var talið, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á framkvæmdasvæðinu. Fyrir framkvæmdirnar var það talið liggja tólf kílómetrum vestan við Kárahnjúkastíflu. Stíflan þolir jarðskjálfta upp á 6,2 á Richter-kvarða samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun, en ekki var talin ástæða til þess að bregðast sérstaklega við niðurstöðum rannsóknanna. Innlent 28.7.2006 21:54 Slasaðist þegar bíll lenti á tré Stúlka um tvítugt var flutt slösuð á Landspítalann í Fossvogi á öðrum tímanum í fyrrinótt eftir að bíl var ekið upp á hringtorg á gatnamótum Hringbrautar og Suðurgötu með þeim afleiðingum að hann hafnaði á tré. Innlent 28.7.2006 21:53 Ferðamenn fari varlega Mikill straumur ferðamanna í friðlandinu Kringilsárrana og á Eyjabökkum gæti ógnað viðkvæmu dýralífi sem þar er. Ferðamenn sem þarna eiga leið um verða að sýna ítrustu varkárni í umgengni sinni um friðlöndin. Innlent 28.7.2006 22:28 Hlægilegar ásakanir Osta og Smjörsalan segir Mjólku brjóta lög með því að setja á markað eftirlíkingar af hinum vinsæla Feta osti -- Osta og Smjörsölunnar. Ólafur Magnússon forstjóri Mjólku segir ásakanirnar hlægilegar. Innlent 28.7.2006 22:17 Finnur leiguhúsnæði um allan heim Íslenski leitarvefurinn www.evesta.is var nýlega opnaður. Vefurinn finnur skammtíma húsnæði um allan heim. Hægt er að tryggja sér gististað í fríinu áður en haldið er á vit ævintýranna. Innlent 28.7.2006 18:52 Úrvalsvísitalan hríðlækkar Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur hrunið síðustu fimm mánuði, eftir stöðuga hækkun undanfarin misseri. Eftir meira en helmingshækkun undanfarin tvö ár og snarpa uppsveiflu í byrjun ársins hefur hún lækkað um fjórðung síðan í febrúar. Innlent 28.7.2006 18:19 Segjast ekki eiga í deilum Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir félagið ekki eiga í deilum við Flugmálastjórn, deilum hafi lokið með dómi félagsdóms. Hann segir félagsmenn vinna eftir vaktatöflu sem neytt var upp á þá og þannig hafi velvilji flugumferðastjóra minnkað. Innlent 28.7.2006 17:55 Ungir sjálfstæðismenn verja skattaupplýsingar Ungir Sjálfstæðismenn reyndu að koma í veg fyrir að fólk skoðaði skattskrána á skrifstofu Skattstjórans í Reykjavík í dag, þegar álagning skatta á landsmenn var gerð opinber. Í ályktun sem stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi frá sér í dag er talað um opinberun gagnanna sem ósóma. Innlent 28.7.2006 17:09 Ægisdyr vilja frekari rannsóknir á jarðgöngum til Vestmannaeyja Ný skýrsla á vegum Ægisdyra metur kostnað við göng milli lands og Eyja tugum milljörðum lægra en nefnd samgönguráðuneytisins. Formaður Ægisdyra vill að jarðgöngum verði haldið uppi á borðinu þar til frekari rannsóknir hafa verið framkvæmdar. Innlent 28.7.2006 16:58 Íslensk stjórnvöld vilja tafarlaust vopnahlé í Líbanon Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hefur í dag ritað Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af ástandinu í Líbanon. Hún segir það viðhorf íslenskra stjórnvalda að gerð verði tafarlaus krafa um vopnahlé og eyðileggingu Líbanons hætt. Innlent 28.7.2006 15:49 Tveir bifhjólamenn teknir á yfir 140 km hraða Tuttugu og einn ökumaður var tekinn fyrir hraðakstur í Reykjavík á síðasta sólarhring. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að í þeim hópi hafi verið tveir bifhjólamenn sem óku á yfir 140 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 km. Ekki þurfi að hafa mörg orð um svona akstursmáta sem sé stórhættulegur. Bifhjólamenn héldu baráttufund í Laugardalshöll í gærkvöldi en þrír úr þeirra röðum hafa dáið í umferðarslysum á árinu. Lögreglan segir það því kaldhæðni örlaganna að lögreglan skuli stöðva för tveggja bifhjólamanna fyrir ofsaakstur, nokkru eftir að fyrrnefndum fundi lauk. Lögreglan tekur þó fram að meginþorri bifhjólamanna sé til fyrirmyndar og virði umferðarlög. En eins og oft vilji vera sé misjafn sauður í mörgu fé og þeir setji blett á allan hópinn. Innlent 28.7.2006 14:51 Hæsta íbúðarhús á Íslandi mun rísa í vetur Framkvæmdir eru hafnar við hæsta íbúðarhús landsins við Skúlagötu í Reykjavík. Jarðvegsvinna er hafin við annan áfanga Skuggahverfisins, en fimm fjölbýlishús verða byggð í þessum áfanga. Það hæsta verður 62 metrar á hæð og 20 hæðir. Húsin verða svipuð þeim sem þegar hafa risið í Skuggahverfinu. Á hverri hæð verða um tvær stórar íbúðir með mikilli lofthæð. Útsýni úr íbúðunum verður með því besta sem gerist hér á landi. Sala á íbúðum þessa áfanga hefst ekki fyrr en á næsta ári en þegar hefur orðið vart við mikinn áhuga á þeim. Félagið 101 Skuggahverfi áætlar einnig að hefjast handa við þriðja áfanga Skuggahverfisins innan næstu tveggja ára. Innlent 28.7.2006 12:15 Samgönguráðherra mun skoða nýja skýrslu um jarðgöng til Eyja Samgönguráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna nýrrar skýrslu um jarðgöng til Vestmannaeyja sem unnin var fyrir Ægisdyr, félag áhugamanna um jarðgöng milli lands og Eyja, og var birt í gær. Samgönguráðuneytið vill taka fram að unnið sé að framtíðarlausnum í samgöngumálum Vestmannaeyja o skýrsla Ægisdyra verði skoðuð. Innlent 28.7.2006 12:49 Vinstri grænir skora á stjórnvöld Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs skorar á íslensk stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva frekari manndráp og eyðileggingu í Líbanon. Innlent 28.7.2006 12:11 Fundu skreyttan kamb frá sturlungaöld Skreyttur kambur frá sturlungaöld fannst við fornleifauppgröft í Kolkuósi í Skagafirði í gær. Kamburinn er afar heillegur, tvöfaldur og settur saman með bronsnöglum en að öðru leyti gerður úr beini. Á honum er hringlaga skreyting sem er dæmigerð fyrir skreytilist 13. aldar. Innlent 28.7.2006 12:04 Meira selt en keypt Innlendir fjárfestar seldu erlend verðbréf fyrir 6,5 milljarða krónur meira en þeir keyptu í júní. Þetta er 15 milljarða krónu viðsnúningur á þessu fjármagnsflæði frá sama tíma í fyrra, samkvæmt greiningardeild Glitnis banka. Viðskipti innlent 28.7.2006 12:00 Belle and Sebastian og Emilíana Torrini á Nasa Skoska gleðisveitin Belle and Sebastian og íslenska söngkonan Emilíana Torrini skemmtu gestum á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll í gærkvöldi. Innlent 28.7.2006 10:43 Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla Samtök herstöðvaandstæðinga efna til mótmælastöðu fyrir framan bandaríska sendiráðið vegna stríðsins í Líbanon, föstudaginn 28. júlí kl. 17:30. Innlent 28.7.2006 08:53 Aldrei meiri vöruskiptahalli Vörur voru fluttar út fyrir 22,3 milljarða króna í júní en vörur voru fluttar inn fyrir 38,1 milljarð króna. Vöruskipti vöru því óhagstæð um 15,7 milljarða króna og er það mest vöruskiptahalli í einum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 28.7.2006 09:21 Um 44.000 manns fá svar frá KOT í dag Tæplega fjörtíu og fjögurþúsund manns munu í dag fá jákvætt svar vegna umsóknar um skólavist á háskólastigi í Danmörku. Erlent 28.7.2006 08:35 Hreindýrshaus fannst í ruslatunnu Hreindýrshaus, skinn og lappir fundust í ruslatunnu við Freysnes í Öræfum á miðvikudagsmorgun. Fréttavefurinn Horn.is greinir frá því að reglur Umhverfisstofnunar banni stranglega að farið sé með úrgang hreindýra yfir í Öræfin, en Jökulsá á Breiðamerkursandi myndar sauðfjárveikivarnarlínu og skal fella þau dýr sem yfir ána fara. Innlent 28.7.2006 08:04 Falsaðar Evrur Lögreglan í Reykjavík varar við útlendingi sem virðist reyna að koma fölsuðum evrum í umferð. Þetta er lágvaxinn karlmaður sem talar bjagaða ensku. Hann er dökkur yfirlitum og er líklega með gleraugu. Innlent 28.7.2006 08:36 Ók á tré Ökumaður og farþegi hans slösuðust þegar bíll þeirra hafnaði á tré á mótum Suðurgötu og Hringbrautar, við hornið á gamla kirkjugarðinum í nótt. Hvorugur er alvarlega slasaður, en ökumaðurinn, sem var á vestuleið eftir Hringbraut, ók fyrst upp á miðju hringtorgsins, þaðan sem bíllinn kastaðist á tréð. Innlent 28.7.2006 08:01 Gengi lækkar hjá Landsbankanum og KB banka Þrátt fyrir mjög góð hálfsársuppgjör KB banka og Landsbankans, hafa báðir bankarnir lækkað í verði síðan tölurnar voru birtar. Gengi á bréfum í KB banka hefur lækkað um 3% og um 1% í Landsbankanum. Innlent 28.7.2006 07:59 Segir að uppeldi sé ekki í verkahring lögreglunnar Erfitt er að sporna gegn straumi unglinga á útihátíðir. Á sumum stöðum er aldurstakmark á tjaldstæði og treyst á eftirlit lögreglu. Ekki hlutverk lögreglunnar að ala upp börn, segir lögreglustjórinn á Akureyri. Innlent 27.7.2006 21:14 Tíu þúsund fá engar bætur Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fá tíu þúsund færri einstaklingar vaxtabætur þetta árið. Greiðslur vaxtabóta lækka jafnframt um sjö hundruð milljónir vegna tekna árið 2005. Þessa skerðingu má meðal annars rekja til hækkunar á fasteignamati um 35 prósent á milli ára. Innlent 27.7.2006 21:14 Mældist á 165 km hraða Vélhjólamaður mældist á 165 kílómetra hraða á Reykjanesbraut á móts við Smáralind í gærkvöldi, þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Hann virti stöðvunarmerki Kópavogslögreglunnar að vettugi, sem reyndi ekki einu sinni að veita honum eftirför, heldur hafði samband við lögregluna í Hanfarfirði um að gera honum fyrirsát. Innlent 28.7.2006 07:56 Geðfatlaðir sagðir sviknir um sambýli Árið 2004 var gert ráð fyrir opnun tveggja nýrra heimila fyrir geðfatlaða í Reykjavík og tveimur á Reykjanesi. Þessi heimili voru aldrei opnuð og segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir tíð skipti á ráðherrum tefja framkvæmdir. Innlent 27.7.2006 21:14 Mannskaði ef eldur brýst út Gríðarlega erfitt yrði að forða fólki úr Hvalfjarðargöngum ef kviknaði í olíuflutningabíl inni í þeim, að sögn slökkviliðsstjóra í Borgarnesi. Innlent 27.7.2006 21:14 Íhugar þingframboð Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, sest á skólabekk í Háskóla Íslands í haust. Innlent 27.7.2006 21:13 « ‹ 302 303 304 305 306 307 308 309 310 … 334 ›
Sprungur á virkjanasvæðinu Sprungubeltið við Kárahnjúka liggur nær framkvæmdasvæðinu en áður var talið, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á framkvæmdasvæðinu. Fyrir framkvæmdirnar var það talið liggja tólf kílómetrum vestan við Kárahnjúkastíflu. Stíflan þolir jarðskjálfta upp á 6,2 á Richter-kvarða samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun, en ekki var talin ástæða til þess að bregðast sérstaklega við niðurstöðum rannsóknanna. Innlent 28.7.2006 21:54
Slasaðist þegar bíll lenti á tré Stúlka um tvítugt var flutt slösuð á Landspítalann í Fossvogi á öðrum tímanum í fyrrinótt eftir að bíl var ekið upp á hringtorg á gatnamótum Hringbrautar og Suðurgötu með þeim afleiðingum að hann hafnaði á tré. Innlent 28.7.2006 21:53
Ferðamenn fari varlega Mikill straumur ferðamanna í friðlandinu Kringilsárrana og á Eyjabökkum gæti ógnað viðkvæmu dýralífi sem þar er. Ferðamenn sem þarna eiga leið um verða að sýna ítrustu varkárni í umgengni sinni um friðlöndin. Innlent 28.7.2006 22:28
Hlægilegar ásakanir Osta og Smjörsalan segir Mjólku brjóta lög með því að setja á markað eftirlíkingar af hinum vinsæla Feta osti -- Osta og Smjörsölunnar. Ólafur Magnússon forstjóri Mjólku segir ásakanirnar hlægilegar. Innlent 28.7.2006 22:17
Finnur leiguhúsnæði um allan heim Íslenski leitarvefurinn www.evesta.is var nýlega opnaður. Vefurinn finnur skammtíma húsnæði um allan heim. Hægt er að tryggja sér gististað í fríinu áður en haldið er á vit ævintýranna. Innlent 28.7.2006 18:52
Úrvalsvísitalan hríðlækkar Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur hrunið síðustu fimm mánuði, eftir stöðuga hækkun undanfarin misseri. Eftir meira en helmingshækkun undanfarin tvö ár og snarpa uppsveiflu í byrjun ársins hefur hún lækkað um fjórðung síðan í febrúar. Innlent 28.7.2006 18:19
Segjast ekki eiga í deilum Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir félagið ekki eiga í deilum við Flugmálastjórn, deilum hafi lokið með dómi félagsdóms. Hann segir félagsmenn vinna eftir vaktatöflu sem neytt var upp á þá og þannig hafi velvilji flugumferðastjóra minnkað. Innlent 28.7.2006 17:55
Ungir sjálfstæðismenn verja skattaupplýsingar Ungir Sjálfstæðismenn reyndu að koma í veg fyrir að fólk skoðaði skattskrána á skrifstofu Skattstjórans í Reykjavík í dag, þegar álagning skatta á landsmenn var gerð opinber. Í ályktun sem stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi frá sér í dag er talað um opinberun gagnanna sem ósóma. Innlent 28.7.2006 17:09
Ægisdyr vilja frekari rannsóknir á jarðgöngum til Vestmannaeyja Ný skýrsla á vegum Ægisdyra metur kostnað við göng milli lands og Eyja tugum milljörðum lægra en nefnd samgönguráðuneytisins. Formaður Ægisdyra vill að jarðgöngum verði haldið uppi á borðinu þar til frekari rannsóknir hafa verið framkvæmdar. Innlent 28.7.2006 16:58
Íslensk stjórnvöld vilja tafarlaust vopnahlé í Líbanon Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hefur í dag ritað Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af ástandinu í Líbanon. Hún segir það viðhorf íslenskra stjórnvalda að gerð verði tafarlaus krafa um vopnahlé og eyðileggingu Líbanons hætt. Innlent 28.7.2006 15:49
Tveir bifhjólamenn teknir á yfir 140 km hraða Tuttugu og einn ökumaður var tekinn fyrir hraðakstur í Reykjavík á síðasta sólarhring. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að í þeim hópi hafi verið tveir bifhjólamenn sem óku á yfir 140 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 km. Ekki þurfi að hafa mörg orð um svona akstursmáta sem sé stórhættulegur. Bifhjólamenn héldu baráttufund í Laugardalshöll í gærkvöldi en þrír úr þeirra röðum hafa dáið í umferðarslysum á árinu. Lögreglan segir það því kaldhæðni örlaganna að lögreglan skuli stöðva för tveggja bifhjólamanna fyrir ofsaakstur, nokkru eftir að fyrrnefndum fundi lauk. Lögreglan tekur þó fram að meginþorri bifhjólamanna sé til fyrirmyndar og virði umferðarlög. En eins og oft vilji vera sé misjafn sauður í mörgu fé og þeir setji blett á allan hópinn. Innlent 28.7.2006 14:51
Hæsta íbúðarhús á Íslandi mun rísa í vetur Framkvæmdir eru hafnar við hæsta íbúðarhús landsins við Skúlagötu í Reykjavík. Jarðvegsvinna er hafin við annan áfanga Skuggahverfisins, en fimm fjölbýlishús verða byggð í þessum áfanga. Það hæsta verður 62 metrar á hæð og 20 hæðir. Húsin verða svipuð þeim sem þegar hafa risið í Skuggahverfinu. Á hverri hæð verða um tvær stórar íbúðir með mikilli lofthæð. Útsýni úr íbúðunum verður með því besta sem gerist hér á landi. Sala á íbúðum þessa áfanga hefst ekki fyrr en á næsta ári en þegar hefur orðið vart við mikinn áhuga á þeim. Félagið 101 Skuggahverfi áætlar einnig að hefjast handa við þriðja áfanga Skuggahverfisins innan næstu tveggja ára. Innlent 28.7.2006 12:15
Samgönguráðherra mun skoða nýja skýrslu um jarðgöng til Eyja Samgönguráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna nýrrar skýrslu um jarðgöng til Vestmannaeyja sem unnin var fyrir Ægisdyr, félag áhugamanna um jarðgöng milli lands og Eyja, og var birt í gær. Samgönguráðuneytið vill taka fram að unnið sé að framtíðarlausnum í samgöngumálum Vestmannaeyja o skýrsla Ægisdyra verði skoðuð. Innlent 28.7.2006 12:49
Vinstri grænir skora á stjórnvöld Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs skorar á íslensk stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva frekari manndráp og eyðileggingu í Líbanon. Innlent 28.7.2006 12:11
Fundu skreyttan kamb frá sturlungaöld Skreyttur kambur frá sturlungaöld fannst við fornleifauppgröft í Kolkuósi í Skagafirði í gær. Kamburinn er afar heillegur, tvöfaldur og settur saman með bronsnöglum en að öðru leyti gerður úr beini. Á honum er hringlaga skreyting sem er dæmigerð fyrir skreytilist 13. aldar. Innlent 28.7.2006 12:04
Meira selt en keypt Innlendir fjárfestar seldu erlend verðbréf fyrir 6,5 milljarða krónur meira en þeir keyptu í júní. Þetta er 15 milljarða krónu viðsnúningur á þessu fjármagnsflæði frá sama tíma í fyrra, samkvæmt greiningardeild Glitnis banka. Viðskipti innlent 28.7.2006 12:00
Belle and Sebastian og Emilíana Torrini á Nasa Skoska gleðisveitin Belle and Sebastian og íslenska söngkonan Emilíana Torrini skemmtu gestum á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll í gærkvöldi. Innlent 28.7.2006 10:43
Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla Samtök herstöðvaandstæðinga efna til mótmælastöðu fyrir framan bandaríska sendiráðið vegna stríðsins í Líbanon, föstudaginn 28. júlí kl. 17:30. Innlent 28.7.2006 08:53
Aldrei meiri vöruskiptahalli Vörur voru fluttar út fyrir 22,3 milljarða króna í júní en vörur voru fluttar inn fyrir 38,1 milljarð króna. Vöruskipti vöru því óhagstæð um 15,7 milljarða króna og er það mest vöruskiptahalli í einum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 28.7.2006 09:21
Um 44.000 manns fá svar frá KOT í dag Tæplega fjörtíu og fjögurþúsund manns munu í dag fá jákvætt svar vegna umsóknar um skólavist á háskólastigi í Danmörku. Erlent 28.7.2006 08:35
Hreindýrshaus fannst í ruslatunnu Hreindýrshaus, skinn og lappir fundust í ruslatunnu við Freysnes í Öræfum á miðvikudagsmorgun. Fréttavefurinn Horn.is greinir frá því að reglur Umhverfisstofnunar banni stranglega að farið sé með úrgang hreindýra yfir í Öræfin, en Jökulsá á Breiðamerkursandi myndar sauðfjárveikivarnarlínu og skal fella þau dýr sem yfir ána fara. Innlent 28.7.2006 08:04
Falsaðar Evrur Lögreglan í Reykjavík varar við útlendingi sem virðist reyna að koma fölsuðum evrum í umferð. Þetta er lágvaxinn karlmaður sem talar bjagaða ensku. Hann er dökkur yfirlitum og er líklega með gleraugu. Innlent 28.7.2006 08:36
Ók á tré Ökumaður og farþegi hans slösuðust þegar bíll þeirra hafnaði á tré á mótum Suðurgötu og Hringbrautar, við hornið á gamla kirkjugarðinum í nótt. Hvorugur er alvarlega slasaður, en ökumaðurinn, sem var á vestuleið eftir Hringbraut, ók fyrst upp á miðju hringtorgsins, þaðan sem bíllinn kastaðist á tréð. Innlent 28.7.2006 08:01
Gengi lækkar hjá Landsbankanum og KB banka Þrátt fyrir mjög góð hálfsársuppgjör KB banka og Landsbankans, hafa báðir bankarnir lækkað í verði síðan tölurnar voru birtar. Gengi á bréfum í KB banka hefur lækkað um 3% og um 1% í Landsbankanum. Innlent 28.7.2006 07:59
Segir að uppeldi sé ekki í verkahring lögreglunnar Erfitt er að sporna gegn straumi unglinga á útihátíðir. Á sumum stöðum er aldurstakmark á tjaldstæði og treyst á eftirlit lögreglu. Ekki hlutverk lögreglunnar að ala upp börn, segir lögreglustjórinn á Akureyri. Innlent 27.7.2006 21:14
Tíu þúsund fá engar bætur Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fá tíu þúsund færri einstaklingar vaxtabætur þetta árið. Greiðslur vaxtabóta lækka jafnframt um sjö hundruð milljónir vegna tekna árið 2005. Þessa skerðingu má meðal annars rekja til hækkunar á fasteignamati um 35 prósent á milli ára. Innlent 27.7.2006 21:14
Mældist á 165 km hraða Vélhjólamaður mældist á 165 kílómetra hraða á Reykjanesbraut á móts við Smáralind í gærkvöldi, þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Hann virti stöðvunarmerki Kópavogslögreglunnar að vettugi, sem reyndi ekki einu sinni að veita honum eftirför, heldur hafði samband við lögregluna í Hanfarfirði um að gera honum fyrirsát. Innlent 28.7.2006 07:56
Geðfatlaðir sagðir sviknir um sambýli Árið 2004 var gert ráð fyrir opnun tveggja nýrra heimila fyrir geðfatlaða í Reykjavík og tveimur á Reykjanesi. Þessi heimili voru aldrei opnuð og segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir tíð skipti á ráðherrum tefja framkvæmdir. Innlent 27.7.2006 21:14
Mannskaði ef eldur brýst út Gríðarlega erfitt yrði að forða fólki úr Hvalfjarðargöngum ef kviknaði í olíuflutningabíl inni í þeim, að sögn slökkviliðsstjóra í Borgarnesi. Innlent 27.7.2006 21:14
Íhugar þingframboð Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, sest á skólabekk í Háskóla Íslands í haust. Innlent 27.7.2006 21:13