Innlent

Fréttamynd

Uppsveiflu Atlantic Petroleum lokið í bili

Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð í verði í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,49 prósent. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað mest í dag, eða um 2,7 prósent. Félagið hefur verið á viðstöðulausri uppleið í Kauphöllinni vikunni og hækkað um tæp 129 prósent frá áramótum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Whole Foods auglýsa Ísland á nýjan leik

Bandaríska verslanakeðjan Whole Foods hefur ákveðið að hefja markaðssetningu á íslenskum vörum á nýjan leik. Þetta var ákveðið eftir að Einar K. Guðfinsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti að ekki yrðu gefin út frekari leyfi til hvalveiða að sinni. Auglýsingar sem hafa beðið niðri í skúffum verða nú settar upp í verslunum keðjunnar í New York, Washington og Boston.

Innlent
Fréttamynd

Stærst í jarðhitavirkjunum

Safna á fimmtíu milljörðum til að fjármagna útrásararm Orkuveitu Reykjavíkur sem ætlar að verða stærsta jarðhitafyrirtæki í heimi. Bjarni Ármannsson hefur lagt hálfan milljarð í púkkið.

Innlent
Fréttamynd

Ekki fórna öryggi fyrir minni mengun

Ekki má fórna öryggi vegfarenda til að draga úr svifryki, segir framkvæmdastjóri FÍB, og er andvígur því að leggja gjald á þá sem nota nagladekk eins og vinnuhópur hefur lagt til.

Innlent
Fréttamynd

Hefnd úr hæstu hæðum ?

Hin umdeilda auglýsingu Símans, þar sem síðasta kvöldmáltíðin er sviðsett hefur verið afturkölluð. Ekki er það þó að kröfu sannkristinna heldur virðist í auglýsingunni sem bæði Jesús og Júdas séu viðskiptavinir Vodafone. Síminn er þarna að auglýsa nýjustu tegund af farsímum sínum, sem eru myndsímar með meiru. Og mikið rétt, það eru þarna myndir af Jesús og Júdasi. En undir myndunum má sjá glitta í merki Vodafone.

Innlent
Fréttamynd

Gengi Atlantic Petroleum rauk upp

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð í Kauphöllinni í dag, sum talsvert meira en önnur. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,24 prósent og endaði í 7.949 stigum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði langmest, eða um 9,19 prósent. Gengið hefur hækkað um heil 135 prósent á árinu. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkaði hins vegar mest í dag, eða um 1,46 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vitlaus og vanhugsuð ákvörðun

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir það vanhugsaða og vitlausa ákvörðun hjá arftaka sínum að kalla heim íslenskan upplýsingafulltrúa í Írak. Utanríkisráðherra sé að slá sig til riddara heimafyrir í stað þess að vinna með bandalagsþjóðum í NATO.

Innlent
Fréttamynd

Ekki búist við að aðgerðir flugfreyja raski flugi

Icelandair á ekki von á að boðaðar aðgerðir flugfreyja valdi röskun á flugi félagsins. Á fjölmennum félagsfundi Flugfreyjufélagsins í gær var samþykkt ályktun þar sem uppsagnir voru harmaðar og að farið skyldi að því fordæmi flugmanna að vinna ekki umfram vinnuskyldu.

Innlent
Fréttamynd

Hækkun á hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hefur hækkað í Kauphöllinni í mörgum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,53 prósent og stendur hún í 7.972 stigum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað langmest, eða um 6,24 prósent. Gengi bréfa í landa þeirra hjá Föroya banka hefur hins vegar lækkað mest, eða um 0,69 prósent. Hækkunin nú er í takti við hækkun á alþjóðamörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sveitarfélögin vilja jafnlaunastefnu - ekki KÍ

Formaður leikskólakennara vísar meintri jafnlaunastefnu KÍ til föðurhúsanna og segir að það séu sveitarfélögin sem komi í veg fyrir að hægt sé að bæta kjör leikskólakennara á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndir meirihlutans um fyrirtækjaleikskóla myndu ýta undir stéttskiptingu, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í leikskólaráði.

Innlent
Fréttamynd

Búast ekki við frekari töfum á flugi

Fundur fulltrúa Icelandair og flugmanna þess í hádeginu var jákvæður og skilaði málinu vel áleiðis, að sögn Sigmundar Halldórssonar, upplýsingafulltrúa. Annar fundur verður haldinn á miðvikudag og átti Sigmundur ekki von á því að frekari tafir yrðu á flugi. Deilan stendur um að flugmenn Icelandair vilja fá forgangsrétt á störfum hjá dótturfélaginu Letcharter, sem rekið er í Lettlandi.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogur getur ekki fríað sig ábyrgð

Mannekla leikskólanna er stærra vandamál en svo að bærinn geti fríað sig ábyrgð á starfsmannahaldi einkarekinna leikskóla, segir Áslaug Daníelsdóttir, leikskólastjóri á Hvarfi. Leikskólafulltrúi Kópavogsbæjar segir bæinn eingöngu bera faglega ábyrgð á slíkum leikskólum.

Innlent
Fréttamynd

14,7% launamunur hjá SFR

Konur eru að jafnaði með þrjá fjórðu af launum karla samkvæmt nýrri launakönnun SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Núverandi ríkisstjórn hyggst minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu um helming innan fjögurra ára.

Innlent
Fréttamynd

FL Group með tæp 38 prósent í TM

FL Group hefur keypt alla hluthafa Kjarrhólma ehf. út úr félaginu og með því eignast 37,57 prósent hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni. Kjarrhólmi er annar stærsti hluthafinn í TM á eftir Glitni, sem keypti stærsta hluthafann og aðra út í síðustu viku en hefur gefið út að hann ætli að selja hlutinn áfram til fjárfesta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr forstjóri hjá Eimskipi í Ameríku

Brent Sugden, forstjóri kanadíska kæli- og frystigeymslufélagsins Versacold, hefur í kjölfar skipulagsbreytinga verið ráðinn forstjóri yfir kæli- og frystigeymslusviði Eimskips í Ameríku. Reynir Gíslason sem gegnt hefur bæði stöðu forstjóra Eimskips í Ameríku frá júlí 2006 svo og forstjóra Atlas frá nóvember 2006 heldur áfram sem forstjóri yfir annarri starfsemi Eimskips í Ameríku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskir flugmenn eiga engan forgangsrétt í Lettlandi - forstjóri Icelandair

Stjórn Icelandair telur að flugmenn félagsins eigi engan forgangsrétt á vinnu hjá lettneska dótturfyrirtækinu Letcharter. Icelandair hafi keypt flugfélag í fullum rekstri og starfsmenn þess hljóti að hafa sín atvinnuréttindi í sínu heimalandi. Talsverð truflun hefur orðið á flugi til og frá Íslandi vegna aðgerða íslenskra flugmanna. Þeir neita að fara með málið fyrir félagsdóm, eins og Icelandair hefur boðið þeim.

Innlent
Fréttamynd

Kreppu spáð

Breskir bankasérfræðingar spá bankakreppu í vikunni sem eigi sér ekki líka síðustu tuttugu ár. Bankar sem þurfi að endurfjármagna lendi í vandræðum. Hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands segir íslenska banka betur í stakk búna til að takast á við slíkt en þegar næddi um þá fyrir einu og hálfu ári.

Innlent
Fréttamynd

Símaviðtal við Jens Einarsson nýráðin ritstjóra LH Hestar

Eins og fram hefur komið þá hefur Landssamband hestamannafélaga gert samning við 365 miðla um útgáfu á átta síðna blaði um hesta og hestamennsku, sem mun koma sem innblað í Fréttablaðinu einu sinni í mánuði. Ritstjóri þessa nýja blaðs er Jens Einarsson, einn mesti hestapenni landsins, Hestafréttir sló á þráðinn til Jens og ræddi við hann um nýja verkefnið.

Sport
Fréttamynd

Jafnlaunastefna KÍ úrelt

Formaður leikskólaráðs Reykjavíkur efast um að opinbert kerfi leikskóla þrífist í markaðsdrifnu hagkerfi Íslands. Hún segir jafnlaunastefnu Kennarasambandsins úrelta í þjóðfélaginu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Einhliða upptaka ekki sniðug

Einhliða upptaka evru nú gæti leitt til atvinnuleysis segir framkvæmdastjóri ASÍ. Hann telur skynsamlegast að Ísland gangi í Evrópusambandið í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr veltu á fasteignamarkaði

Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 864 talsins í ágúst samanborið við 999 í júlí, samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. Greiningardeild Kaupþings segir að þótt dregið hafi úr veltu kaupsamninga séu þeir tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Greiningardeildin reiknar með áframhaldandi hækkun á fasteignaverði í september en telur að eftirspurn muni minnka á næstu mánuðum vegna hærri vaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skuldatryggingarálag í hæstu hæðum

Skuldatryggingarálag íslensku viðskiptabankanna hefur hækkað töluvert undanfarinn mánuð í kjölfar óróa á erlendum fjármálamörkuðum. Álagið hefur farið hækkandi frá því um miðjan júní og hefur vísitala yfir skuldatryggingarálag fjármálafyrirtækja rúmlega fimmfaldast á tímabilinu. Skuldatryggingarálag Kaupþings hefur hækkað mest en það hefur þrefaldast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan lækkar í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takti við lækkun á helstu hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í FL Group lækkaði mest, eða um 3,75 prósent. Gengi einungis tveggja félaga hækkaði, Atlantic Petroleum og Alfesca.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þröng á þingi hjá Marel Food Systems

Þröng mun vera á þingi í höfuðstöðvum Marel Food Systems í Garðabænum þessa dagana en þar stendur nú yfir þriggja daga stjórnendafundur samsteypunnar. Þar koma saman allir forstjórar og framkvæmdastjórar, sölustjórar, þjónustustjórar og fjármálastjórar allra dótturfélaga. Alls eru þetta um 150 stjórnendur frá 25 löndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoða evruna fordómalaust

Það á að skoða einhliða upptöku evru fordómalaust, segir stjórnarformaður Kaupþings, sem telur það vel gerlegt og hreint ekki sprenghlægilegt eins og fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóra, Davíð Oddssyni.

Innlent
Fréttamynd

Metvelta á gjaldeyrismarkaði í ágúst

Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 750 milljörðum króna í síðasta mánuði og hefur hún aldrei verið jafn mikil í einum mánuði. Greiningardeild Glitnis segir ástæðuna óróa á fjármálamörkuðum heims í kjölfar vandræða í Bandaríkjunum tengdum annars flokks húsnæðislánum (e. subprime).

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr forstjóri Eimskips á Íslandi

Guðmundur Davíðsson hefur verið ráðinn forstjóri yfir starfsemi Eimskips á Íslandi En Bragi Þór Marinósson verður forstjóri yfir Norður-Atlantshafssvæði félagsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að ráðningin sé til komin vegna skipulagsbreytinga en gífurlegur vöxtur Eimskips á undanförnum mánuðum hafi kallað á að Norður-Atlantshafssvæði félagsins verði skipt í tvennt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sprenghlægilegir spekingar

Davíð Oddsson seðlabankastjóri gefur lítið fyrir ummæli sérfræðinga um að kasta þurfi krónunni og taka upp evru. Hann segir orð slíkra spekinga sprenghlægileg.

Innlent
Fréttamynd

Óskar eftir fund í utanríkismálanefnd

Fulltrúi Framsóknarmanna hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna heimkvaðningar íslensks upplýsingafulltrúa í Írak. Ákvörðun utanríkisráðherra skjóti skökku við í ljósi framboðs Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Innlent