Lífið
Enn fleiri hljómsveitir bætast í hópinn
Það hefur verið staðfest að Kimono og Bang Gang bætast í sívaxandi hóp hljómsveita sem munu koma fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík Trópík daganna 2.-4.júní. Fjöldi hljómsveita og listamanna sem munu koma fram er því orðin 21 og er enn von á meiru.
Styrktartónleikar Ljóssins
Selkórinn ásamt hljómsveit, ætlar á laugardag að efna til tónleika til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Tónleikarnir verða í Neskirkju og gefa allir sem að tónleikahaldinu koma, vinnu sína.
Tónleikar Iggy Pop færðir í Hafnarhúsið
Fyrirhugaðir tónleikar Iggy Pop, sem fram áttu að fara í Laugardalshöll annað kvöld, hafa verið færðir í Hafnarhúsið við Tryggvagötu. Að sögn tónleikahaldara hafði miðasalan fram að nýliðinni helgi ekki verið eins góð og vonir stóðu til um og því var gripið til þessa ráðs.
David Gray á Reykjavík rokkar 2006
Enski ballöðumeistarinn David Gray er meðal þeirra sem leggur leið sína á tónlistarhátíðina Reykjavík rokkar 2006. Hann verður í góðum félagsskap því hópur bæði innlendra og erlendra tónlistarmanna hefur boðað komu sína á hátíðina.
Eykur áhorf sitt um tæp 30%
Í nýrri fjölmiðlakönnun Gallup sem gefin var út í dag voru kynntar niðurstöður dagbókakönnunar fyrir sjónvarp. Sjónvarpsstöðin Sirkus tók risa stökk í könnuninni og jókst áhorfið á stöðina í hópnum 12-80 ára, á öllu landinu, um tæp 30%!
Vorblót - Rite of Spring
Vorblót er ný tónlistarhátíð sem hófst á NASA við Austurvöll fimmtudagskvöld með tónleikum Mezzoforte og Ife Tolentino frá Brasilíu. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin, en ætlunin er að hún verði fastur viðburður í tónlistarlífi höfuðborgarinnar.
Erlendir blaðamenn hér á landi vegna tónlistarhátíðarinnar Vorblót
Blaðamenn frá tímaritunum Mojo og Songlines og Breska ríkisútvarpinu BBC eru meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem koma hingað til lands vegna tónlistarhátíðarinnar Vorblót, eða Rite of Spring eins og hátíðin er titluð erlendis.
Íslandsmótið í hnefaleikum
Nú stendur yfir Íslandsmót í hnefaleikum - hið fyrsta í rúm 50 ár. Undankeppnin hefur staðið yfir á fimmtudegi og föstudegi og sjálf úrslitakeppnin verður á laugardagskvöldið, annað kvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá úrslitunum og hefst útsendingin kl. 20.
Tangóhelgi í Reykjavík
Helgarnámskeið með tangóparinu Damián Essel og Nancy Louzán frá Buenos Aires, verður í Kramhúsinu helgina 28. - 30. apríl. Parið mun einnig sýna á tangókvöldi í Þjóðleikhúskjallaranum laugardaginn 29. apríl.
Eignuðust stelpu
Hollywood-leikarinn Tom Cruise og unnustu hans, leikkonan Katie Holmes, eignuðust sitt fyrsta barn í gær. Þeim fæddist stúlka sem vóg rúmlega þrjú kíló og í tilkynningu frá skötuhjúunum segir að móður og barni heilsist vel.
Lóan er komin
Lóan er komin til landsins. Til hennar sást, og reyndar um það bil fimmtán fugla, við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd í gær. Þá sáust lóur framan við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja síðdegis í gær. Frá þessu greinir á vef Víkurfrétta.
Opið í Bláfjöllum og Hlíðafjalli
Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið til klukkan sex í dag. Nýfallinn þunnur snjór er yfir svæðinu en skíðaleiðir þrengri en venjulega svo fólki er sérstaklega bent á að fara varlega og halda sig á troðnum skíðabrautum. Í Hlíðarfjalli verður opið til klukkan fimm.
Roger Hodgson með tónleika á Broadway
Fyrrum söngvari og leiðtogi hljómsveitarinnar Supertramp Roger Hodgson mun halda hljómleika í Broadway föstudaginn 11. ágúst. Á hljómleikunum mun Roger m.a. flytja öll helstu lög Supertramp eins og t.d. Give A Little Bit, The Logical Song, Dreamer, Its Raining Again, Breakfast In America, School og Take The Long Way Home. Hljómsveitin Supertramp hefur selt yfir 50 milljónir platna á ferli sínum.
Nýr og stærri vefur
Sjónvarpstímarit Þorsteins J. Þetta líf, Þetta líf hefur verið stækkað. Það var stofnað í janúar 2005 á slóðinni www.thorsteinnj.is, í þeim tilgangi að stækka sjóndeildarhringinn í fjölmiðlum, sýna efni sem ekki er annarstaðar, um listina og lífið, í stóru samhengi.
Kálfar til sýnis í Smáralind í dag
Finna mátti fjósalykt í Smáralind í dag. Það virtist þó ekki hafa áhrif á aðsóknina enda voru þarna á ferðinni kúabændur að kynna sig og framleiðslu sína.
Selja boli til styrktar öryrkjum í Palestínu
Félagið Ísland - Palestína hefur safnað nærri sex hundruð þúsund krónum fyrir öryrkja í Palestínu. Bróðurpartur fjárins hefur safnast með sölu á sérhönnuðum bolum og peysum hér á landi.
Geislaplata með tónlistinni komin út
Geislaplata með tónlistinni úr Litlu hryllingsbúðinnu er komin í verslanir. Útgefandi er útgáfufélagið 21 12 Culture Company í samvinnu við Leikfélag Akureyrar en Litla hryllingsbúðin var frumsýnd hjá LA í lok mars. Söngleikurinn sló í gegn snemma á níunda áratugnum þegar hann var frumsýndur og hefur notið mikilla vinsælda síðan.
Vídeobloggstjarna Íslands kynnt
Vídeóblogg gengur út á það að fólk tekur upp vídeódagbók í stað þess að blogga á hefðbundinn hátt á Netinu. Sirkus fór af stað með auglýsingaherferð þar sem leitað var að einstaklingi, pari eða hópi til þess að verða fyrsta vídeóbloggstjarna Íslands.
Litla hryllingsbúðin í Íslensku óperunni
Söngleikurinn Litla hryllingsbúðin hefur heldur betur slegið í gegn í samkomuhúsinu á Akureyri að undanförnu. Sýningin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og frábæra aðsókn. Síðasta sýningin á Akureyri er þann 6. maí, en þá verður sviðsmyndinni og öllu tilheyrandi pakkað saman, flutt suður yfir heiðar og komið fyrir í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti.
Köntrísveit Baggalúts til Pétursborgar
Hin margrómaða Köntrísveit Baggalúts leikur á þrennum tónleikum í Pétursborg í Rússlandi 8., 9. og 10. apríl næstkomandi fyrir tilstuðlan Olegs Bogdanovs athafnamanns og áhugamanns um íslenska dægurtónlist.
Ný tónlistarhátíð - Rite of Spring
Ný tónlistarhátíð, Rite of Spring, verður haldin á NASA síðustu helgina í apríl. Vefsíða hátíðarinnar hefur nú opnað á www.riteofspring.is. Mr. Destiny hefur allan veg og vanda af skipulagningu hátíðarinnar en fyrirtækið skipuleggur einnig Icelandic Airwaves, stærstu tónlistarhátíð Íslands.
Jóhannes í Bónus aðalgestur
Jóhannes Jónsson kaupmaður, Jóhannes í Bónus verður aðalgestur Strákanna á Stöð 2 í kvöld. Jóhannes breðgur rækilega á leik með Strákunum en þeir skora meðal annars á hann í svínakapphlaupi.
Lofa glæsilegri rokkhátíð alþýðunnar
Notalegheit og náungakærleikur verða í fyrirrúmi þegar rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, verður haldin í þriðja sinn á Ísafirði nú um páskana. Yfir tuttugu sveitir, allt frá heimsfrægum aðkomumönnum til lítt þekktra heimamanna, munu þar skemmta sér og öðrum en færri sveitir komust að en vildu.
Ég skemmti mér
Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar flytja lög af einni söluhæstu plötu síðastliðins árs ásamt 9 manna stórhljómsveit undir stjórn og í útsetningum Ólafs Gauks. Einnig flytja þau perlur Ellýjar og Vilhjálms.
Báglegar aðstæður á barnaspítala og misrétti gegn fórnarlömbum ofbeldisglæpa
Það verða tvö mál á dagskrá íslenska fréttaskýringaþáttarins Kompáss: Fjallað verður um þörfina á hágæsluherbergi á Barnaspítala Hringsins og að fórnarlömb ofbeldisglæpamanna þurfa sjálf að rukka ofbeldismenn um dæmdar bætur.
Kokteilsósubað og lundadiskódans
Sumar konur eru sjúkar í súrar gúrkur, aðrar hafa unun af því að fara í kokteilsósubað. Lundar geta líka dansað diskó og múmíur byggt sér kofa. Í Nýlistasafni Íslands í kvöld var hægt berja augum ýmislegt sem sjaldnast birtist almenningi. Það voru nemendur Listaháskóla Íslands sem buðu upp á gjörning í Nýlistasafninu og þar kenndi ýmissa grasa.
Miriam Makeba væntanleg á Listahátíð
Listahátíð í Reykjavík verður haldin í tuttugasta skipti nú í vor. Mikil áhersla er lögð á tónlist að þessu sinni en meðal gesta hátíðarinnar verður hin heimsþekkta afríska söngkona Miriam Makeba. Á blaðamannfundi í Iðnó í dag var dagská hátíðarinnar kynnt og nýr vefur listahatid.is var opnaður. Um fimmtíu viðburðir með þáttöku tæplega sex hundruð listamanna verða á hátíðinni. Mun fjöldinn allur af tónlistarmönnum koma fram en megináhersla er á tónlist að þessu sinni.
George Michael viðurkennir fíkniefnanotkun
Breski poppsöngvarinn George Michael hefur viðurkennt að hann hafi haft fíkniefni í fórum sínum þegar hann var handtekinn í Lundúnum aðfaranótt sunnudagsins í annarlegu ástandi. Söngvarinn viðurkenndi þetta í gær eftir að bresk blöð greindu frá málinu án þess að staðfesting lögreglu lægi fyrir.
George Michael handtekinn vegna gruns um fíkniefnanotkun
Poppsöngvarinn George Michael var handtekinn vegna gruns um fíkniefnanotkun um helgina. Þetta kemur fram í götublaðinu Sun. Þar segir að söngvarinn hafi fundist í annarlegu ástandi í bíl sínum í Lundúnum snemma á laugardagsmorgun og verið handtekinn vegna gruns um að hafa fíkniefni í fórum sínum.