Vistvænir bílar

Fréttamynd

Flýta banni við bensín- og dísilbílum um fimm ár

Breska ríkisstjórnin kynnti áform um að flýta banni við nýjum bensín- og dísilbílum um fimm ár í dag. Bannið á nú að taka gildi árið 2030 og vera liður í gera Bretland kolefnishlutlaust fyrir árið 2050.

Erlent
Fréttamynd

Nissan LEAF áreiðanlegasti notaði rafbíllinn í Bretlandi

Rafbíllinn Nissan LEAF var á dögunum útnefndur áreiðanlegasti notaði rafbíllinn á breska markaðnum af tryggingafélaginu Warrantywise í Bretlandi sem sérhæfir sig í sölu framhaldsábyrgða á bílum eftir að framleiðsluábyrgð þeirra lýkur.

Bílar
Fréttamynd

Fylgja þarf fyrirmælum framleiðenda um tjónaviðgerðir í hvívetna

Undanfarna daga hefur verið fjallað nokkuð um tjón á nýlegum Nissan Leaf eftir umferðaróhapp árið 2019 sem olli skemmdum á rafhlöðu bílsins. BL hefur fylgst með málinu frá því að haft var samband við fyrirtækið vegna skyndilegra skertra afkasta rafhlöðu bílsins. BL hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

Bílar
Fréttamynd

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins við Staðarskála í gærmorgun. Stöðin er samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla sú lang öflugasta á landinu. Hún verður jafnframt sú fyrsta á landinu sem notast við þriðju kynslóðar ofurhleðslutæknina.

Bílar
Fréttamynd

Toyota var með flestar nýskráningar í október

Samtals voru 124 Toyota bifreiðar nýskráðar í október. Þar af voru flestar bifreiðarnar af Rav4 gerð, eða 45. Nýst flestar nýskráningar voru hjá Suzuki, eða 98. Þar var SX4 hlutskarpasta undirtegundin.

Bílar
Fréttamynd

Askja frumsýnir Kia Sorento á Facebook

Nýr Kia Sorento verður frumsýndur á Facebook síðu Kia á Íslandi kl. 12 í dag, föstudag. Frá og með hádegi í dag verður bíllinn til sýnis í sýningarsal Kia á Krókhálsi 13 og hjá umboðsmönnum Kia út um land allt þar sem mögulegt verður að fá að reynsluaka honum.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Renault Megane eVision er fyrstur í nýrri rafbílafjölskyldu

Franski bílaframleiðandinn Renault hefur kynnt til sögunnar Megane eVision sem er ætlað að „enduruppgötva sígílda hlaðbakinn“ samkvæmt Renault. Bíllinn er hugmyndabíll eins og er en er líkur þeim bíl sem er ætlað að fara í framleiðslu undir lok árs 2021.

Bílar
Fréttamynd

Afhentu fyrsta Honda e rafbílinn

Fyrstu eintök verðlaunabílsins Honda e eru komin til landsins og afhendingar hafnar til kaupenda sem beðið hafa komu bílsins með mikilli eftirvæntingu.

Bílar
Fréttamynd

Mercedes-Benz EQS kemur á markað á næsta ári

Lúxusrafbíllinn Mercedes-Benz EQS mun koma á markað á næsta ári og verður hann flaggskip rafbílaflota þýska lúxusbílaframleiðandans. Mercedes-Benz kemur fram með nýjan arkitektúr á næsta ári sem byggir á rafmagni.

Bílar
Fréttamynd

Citroën keyrir á rafmagnið

Franski bílaframleiðandinn Citroën keyrir nú á fullu á rafmagnið og stefnir að því að allir bílar Citroën verði rafmagnaðir fyrir árið 2025. Nú stígur Citroën mikilvægt umhverfisskref til rafvæðingar með nýjum Citroën C5 Aircross PHEV tengiltvinn rafbíl.

Bílar
Fréttamynd

Tesla með langflestar nýskráningar í september

Alls voru nýskráðar 313 Tesla bifreiðar í nýliðnum september mánuði. Þar af voru 289 Model 3 bílar, 16 Model X og átta Model S. Næstflestar nýskráningar áttu Toyota með 139. Af nýskráðum Toyota-bifreiðum var tæpur helmingur Rav4 eða 63 eintök.

Bílar
Fréttamynd

Mercedes-Benz kynnir áætlun um raf- og vetnisvæðingu vörubifreiða

Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti í framleiðslu á rafknúnum vörubílum á næstu árum. Mun framleiðsla hefjast á eActros vöruflutningabílnum árið 2021 en eActros verður með vel yfir 200 km drægni og er hann er hugsaður í vörudreifingu og þjónustu innan borgarmarka segir í fréttatilkynningu frá Öskju.

Bílar
Fréttamynd

MG afhjúpar tengiltvinnbílinn HS

Bílaframleiðandinn MG afhjúpaði í Lundúnum í gær fyrstu ljósmyndirnar af annarri bílgerð sinni sem framleiðandinn hyggst kynna í Evrópu. Um er að ræða tengiltvinnbíl sem verður viðbót við hinn 100% rafknúna ZS EV sem kom á markað á síðasta ári í völdum löndum Evrópu. Áætlað er að MG HS komi á Evrópumarkað á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Bílar
Fréttamynd

Raf-Hummer með krabbatækni

Nýr raf-Hummer sem kynntur verður í næsta mánuði er ætlað að keppa við Cybertruck frá Tesla. Bíllinn un koma með beygjum á öllum hjólum, hann getur því skriðið til hliðar eins og krabbi.

Bílar
Fréttamynd

Volkswagen hefur afhendingar á ID.3

Á föstudag afhenti Volskwagen fyrsta ID.3 bílinn sem byggður er á MEB grunni. Bíllinn er tilraun Volkswagen til að keppa við aðra rafbíla í sama stærðarflokki.

Bílar
Fréttamynd

Nissan fagnar fimm hundruð þúsundasta Leaf-inum

Starfsfólk bílaverksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi fagnaði því í vikunni þegar fimm hundraðasta eintakinu af rafbílnum Leaf var ekið af framleiðslulínunni. Bíllinn var afhentur eiganda sínum, Maríu Jansen, í Noregi í gær, í tilefni alþjóðadags rafbíla (World EV Day) sem var í gær, miðvikudag.

Bílar
Fréttamynd

Hyundai ætlar að framleiða 700.000 vetnisbíla fyrir 2030

Hyundai ætlar að stíga stór skref í þá átt að framleiða vetnisbíla á næstunni og ætlar sér að vera ljúka við framleiðslu á yfir 700.000 slíkum fyrir árið 2030. Hyundai áætlar að fjárfesta í vetnisbílum og þróun þeirra fyrir um sex milljarða punda á þessum áratug. Það samsvarar um 1100 milljörðum króna.

Bílar