
Matvælaframleiðsla

Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman
Hæstiréttur sýknaði í dag Ríkisútvarpið og Matvælastofnun af kröfum Bala ehf. og Geysis-Fjárfestingafélags ehf. í Brúneggjamálinu svokallaða. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað báðar stofnanir, en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að MAST bæri skaðabótaábyrgð og gerði stofnuninni að greiða félögunum fjórar milljónir hvoru um sig.

Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm
Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár og Veiðifélag Blöndu og Svartár hafa höfðað dómsmál gegn íslenska ríkinu og Arctic Sea Farm fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna leyfis Matvælastofnunar fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði.

Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi
Í heimi þar sem sjálfbær nýting auðlinda verður sífellt mikilvægari er matvælafræði ein af grunnstoðum framtíðar íslensks atvinnulífs. Á litlu eyjasamfélagi sem býr yfir einstökum náttúruauðlindum er brýnt að tryggja að þekking, nýsköpun og verðmætasköpun haldist í hendur. Þar gegna matvælafræðingar lykilhlutverki sem því miður of lítið hefur verið rætt um í opinberri umræðu.

MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði
Matvælastofnun hefur til rannsóknar gat á nótarpoka í sjókví Arnarlax við Vatnseyri í Patreksfirði. Gat á nótunni uppgötvaðist síðasta fimmtudag, 20. Mars, og var lokað samdægurs. Matvælastofnun rannsakar meðal annars hvort strok hafi átt sér stað og hvort Arnarlax hafi virkjað og farið eftir eigin verklagsreglum og viðbragðsáætlunum.

Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag
Denis Finders flutti á síðasta ári með fjölskyldu sinni frá Sviss til Íslands. Denis hefur síðustu ár starfað sem plötusnúður og búið til sterkar sósur í frítíma sínum. Hann lætur nú drauminn rætast um að koma sósunni sinni í sölu á Íslandi eins og í Sviss.

Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra afhenti í dag landbúnaðarverðlaunin fyrir árið 2025 til bændanna á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði, þeim Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur og Jóhannesi Ríkarðssyni. Verðlaunin voru afhent á Búnaðarþingi sem sett var á Hótel Nordica í Reykjavík fyrr í dag.

Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla
Það er kominn tími til að hugsa upp á nýtt hvernig við stuðlum að nýsköpun og nýliðun á landsbyggðinni. Hugmyndin um „Nýjar rætur“ er liður í þessu.

Kaupir Horn III út úr Líflandi
Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, hefur skrifað undir kaupsamning um sölu á helmingshlut í Líflandi. Kaupandi er Þórir Haraldsson, sem fyrir átti helming hlutafjár í félaginu. Með þessum kaupum verður Þórir eini eigandi Líflands.

Versta kartöfluuppskeran í áratugi
Kartöfluuppskera árið 2024 var 5.514 tonn sem er sú minnsta síðan 1993 þegar hún var 3.913 tonn. Heildaruppskera korns, sem bændur þresktu af ökrum sínum árið 2024, var rúm 5.100 tonn en það er minnsta kornuppskera frá árinu 2018.

Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri
Íslendingar ættu að takmarka neyslu sína á rauðu kjöti við 350 grömm á viku og neyslu mjólkur og mjólkurvara við 350 til 500 ml á dag. Þá ættu þeir að borða fimm til átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og þrjá skammta af heilkornum.

Stórfelldur laxadauði í Berufirði
Stórfelldur laxadauði var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði en þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru.

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Undanfarið hefur mikið gengið á í fjölmiðlum hérlendis varðandi tollflokkun osta sem fluttir eru til landsins. Mörg orð úr ýmsum áttum hafa verið látin falla og oft á tíðum hefur sannleikurinn verið látinn víkja fyrir skoðunum og hagsmunum skrifara eða hagsmunaaðila að baki skrifunum.

Skipulagsstofnun bíður upplýsinga um kjötvinnsluna
Skipulagsstofnun bíður gagna frá Álfabakka 2, eiganda skemmunnar margumtöluðu við Álfabakka, en þegar þau liggja fyrir mun stofnunin taka ákvörðun um hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat.

„Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“
Sveitarstjórn Húnabyggðar segir uppsögn Kjarnafæðis Norðlenska á 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi vera reiðarslag fyrir samfélagið. Sveitarfélagið ætlar sér að reyna að finna lausnir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna.

Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun
Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist 28. febrúar 2025, er því haldið fram að tollflokkun rifins pítsaosts með jurtaolíu geri innflutning nánast ómögulegan og tryggi þannig Mjólkursamsölunni (MS) markaðsráðandi stöðu.

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Mjólkursamsalan (MS) vill koma á framfæri leiðréttingu vegna rangfærslna sem fram koma í grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem birt var á Vísir.is þann 20. febrúar 2025 undir fyrirsögninni „Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda“.

Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða
Ölgerðin hefur samið um kaup á öllu hlutafé Kjarnavara ehf. Kjarnavörur er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Þá á félagið Ísbúð Vesturbæjar. Heildarvirði félagsins er 3,97 milljarðar króna.

Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri
Smári Rúnar Þorvaldsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Eðalfangs. Eðalfang er íslenskt eignarhaldsfélag sem rekur fyrirtæki í matvælaiðnaði, einkum tengd sjávarafurðum. Félagið á meðal annars Eðalfisk og Norðanfisk, sem sérhæfa sig í vinnslu og dreifingu sjávarafurða, sérstaklega laxaafurða.

E. coli í frönskum osti
Ein framleiðslulota af franska blámygluostinum Morbier Tradition Émotion hefur verið innkölluð vegna gruns um að í henni sé að finna E. coli bakteríuna.

Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir?
Í nýlegri grein heldur Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda því fram að: innflutningur á pítsuosti með íblandaðri jurtaolíu muni hafa lítil áhrif á íslenska mjólkurframleiðslu og að innlendir grænmetisbændur hafi staðið sig vel í samkeppni við innfluttar vörur.

Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta
Rófustappa á þorrablóti á Brúarási í Jökulsárhlíð norður af Egilsstöðum olli því að fleiri tugir gesta sýktust og fengu snarpan niðurgang. Ljóst er að eitthvað fór úrskeiðis við meðferð stöppunnar en ekki ljóst hvað.

Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests
Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024.

„Það er verið að vernda stórkaupmenn“
Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda.

Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk
Níu frumkvöðlaverkefni hafa hlotið styrk úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga. Uppsprettan styður frumkvöðla við þróun og nýsköpun í íslenskri matvælaframleiðslu.

Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi?
Rannsóknir og nýsköpun eru nauðsynlegar til að takast á við breytingar og efla íslenskan matvælaiðnað. Til þess þarf mannauð, samstarf, samnýtingu aðstöðu, tækja og búnaðar og fjármagn. Þetta þarf að spila saman. Þörfin er mikil og samkeppnin er mikil við aðrar greinar atvinnulífs og þjónustu.

Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum
Stjórnvöld í Japan hafa opnað neyðarbirgðir sínar og hyggst flæða 210.000 tonnum af hrísgrjónum inn á markaðinn í fordæmalausri tilraun til að knýja fram verðlækkun.

Skoða hvort megi taka betur á móti tilkynningum
Forstjóri Matvælastofnunar segir það þurfa að skoða hvort taka megi betur á móti tilkynningum um dýraníð. Hún segir það slæma hugmynd að slíta starfsemi stofnunarinnar í tvennt.

„Við hörmum þetta atvik og erum miður okkar”
Árni Bergþór Hafdal Bjarnason veitingamaður og eigandi Veisluþjónustu Suðurlands segir miður að fjöldi gesta hafi veikst á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi þar sem hann sá um veitingar.

Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn
Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn.

Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál?
Hvað er fæðuöryggi (Food security)? Stutta skilgreiningin er “Aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum.