Fótbolti

Fréttamynd

Portúgal heldur áfram að leika á als oddi

Portúgal fer afar vel af stað í J-riðli undankeppninnar fyrir EM 2024 í knattspyrnu karla. Portúgal vann sannfærandi 3-0 sigur á móti Bosníu Hersegóveníu í þriðju umferð undankeppninnar á Estadio da Luz í Lissabon í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Noregur fer afleitlega af stað í undankeppninni

Skotland er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í A-riðli undankeppninnar fyrir EM 2024 í fótbolta karla en skoska liðið lagði Noreg, sem fer illa af stað í undankeppninni, að velli með tveömur mörkum gegn einu á Ullevaal í Osló í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham skiptir yfir í Brentford frá Inter Miami

Romeo Beckham skrifaði í dag undir samning við B-lið Brentford en hann hafði verið hjá liðinu á láni frá Inter Miami síðan í janúar. Samingurinn er til eins árs með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.

Fótbolti
Fréttamynd

Dreymir um að spila fyrir Real Madríd

Brasilíski framherjinn Richarlison fer ekkert í grafgötur með það að honum dreymi um að spila fyrir spænska stórveldið Real Madríd. Carlo Ancelotti, þjálfari framherjans þegar hann var hjá Everton, stýrir Real í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað

Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Breiða­blik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins

Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað  fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristian­stad fikrar sig nær Meistara­deildar­sæti

Lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur unnu góðan 3-1 sigur á Vaxjo í sænsku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu. Þegar deildin er hálfnuð er Kristianstad í 4. sæti, einu stigi á eftir Pitea, en þrjú efstu sætin veita keppnisrétt í umspili Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti