FH, sem eru nýliðar í Bestudeild-kvenna, hafa verið á mikilli siglingu í upphafi móts og sitja í 4. sæti deildarinnar eftir átta umferðir. ÍBV hafa aftur á móti verið í brasi og eru í næst neðsta sæti, og fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með erfiðum leik fyrir heimakonur, þar á meðal þjálfari þeirra, Todor Hristov:
Margrét Brynja Kristinsdóttir kom gestunum yfir á 13. mínútu en Olga Sevcova jafnaði leikinn á 29. svo að ekki var öll nótt úti enn fyrir ÍBV. Jafnt á öllum tölum í hálfleik.
Mackenzie Marie George kom gestunum svo yfir á 52. mínútu og strax á næstu mínútu gekk Shaina Faiena Ashouri endanlega frá leiknum.
Ashouri fékk svo eins og áður sagði rautt spjald undir lok leiksins, en hún nældi sér í tvö gul spjöld á sömu mínútunni, og verður því væntanlega í banni í 4-liða úrslitum.