Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Friðrik Ingi ráðinn framkvæmdastjóri KKÍ

Friðrik Ingi Rúnarsson, sem verið hefur þjálfari meistaraflokks Grindavíkur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands. Friðrik Ragnarsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkinga, hefur verið ráðinn til starfa sem þjálfari Grindvíkinga í stað nafna síns Rúnarssonar. Þetta kom fram í kvöldfréttum NFS.

Sport
Fréttamynd

Ísland í næst neðsta sæti

Íslenska U-18 landsliðið í körfubolta vann í dag sigur á Úkraínu 100-88 í lokaleik sínum í A-deildinni á EM sem fram fer í Grikklandi. Íslenska liðið hafnaði því í 15. sæti af 16 á mótinu og er þegar fallið í B-deild. Brynjar Björnsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag með 30 stig.

Sport
Fréttamynd

Friðrik aðstoðar Sigurð

Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska A-landsliðsins í körfuknattleik og mun vinna með Sigurði Ingimundarsyni þjálfara í framtíðinni. Friðrik er öllum hnútum kunnugur hjá landsliðinu og hefur áður verið aðalþjálfari þess.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Portúgal

Íslenska stúlknalandsliðið í körfuknattleik tapaði í dag naumlega 60-58 fyrir portúgölum í B-deildinni á EM sem fram fer á Ítalíu. Helena Sverrisdóttir úr Haukum var stigahæst í íslenska liðinu með 19 stig.

Sport
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Þjóðverjum

Íslenska piltalandsliðið í körfubolta tapaði í dag 92-63 fyrir því þýska á EM í körfubolta sem fram fer í Grikklandi. Brynjar Björnsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag með 22 stig. Úrslitin þýða að U-18 ára lið Íslands er fallið niður í B-deildina.

Sport
Fréttamynd

Sigur á Englendingum

Íslenska stúlknalandsliðið vann í dag sigur á Englendingum 96-79 í B-deildinni á Evrópumóti U-18 ára landsliða sem fram fer á Ítalíu. Helena Sverrisdóttir og María Ben Erlingsdóttir skoruðu 20 stig hvor og Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 17 stig.

Sport
Fréttamynd

Frábær sigur á Evrópumeisturunum

Íslenska U-18 landsliðið vann í gærkvöld frábæran sigur á Evrópumeisturum Frakka á Evrópumótinu sem fram fer í Grikklandi 73-61. Sigur liðsins er einhver sá óvæntasti í langan tíma, en dugði íslenska liðinu þó ekki til áframhaldandi þáttöku og vermdi það að lokum neðsta sætið í riðli sínum. Hörður Hreiðarsson skoraði 17 stig fyrir íslenska liðið, Brynjar Björnsson 16 og þeir Þröstur Jóhannsson og Hörður Vilhjálmsson 15 hvor.

Sport
Fréttamynd

Íslenska liðið fékk skell

Íslenska körfuboltalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri fékk þungan skell gegn Hollendingum á Evrópumótinu í Portúgal í dag 99-58. Jóhann Árni Ólafsson átti ágætan leik í íslenska liðinu og skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst og félagi hans Kristján Sigurðsson úr Njarðvík skoraði 16 stig.

Sport
Fréttamynd

Jón Eðvaldsson tekur við kvennaliði Keflavíkur

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur ráðið Jón Halldór Eðvaldsson sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins. Samningurinn er til tveggja ára og honum til aðstoðar verður Agnar Mál Gunnarsson. Jón hefur áður verið við þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Sport
Fréttamynd

Íslendingar Norðurlandameistarar

Íslenska U-18 landslið karla varð í dag Norðurlandameistari í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Svíum í úrslitaleik í dag 82-69. Hörður Sveinsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag með 22 stig og var kjörinn maður mótsins. U-18 ára kvennaliðið hlaut silfurverðlaun eftir tap fyrir Svíum í úrslitaleik og U-16 ára lið karla fékk bronsverðlaun.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur á Norðmönnum

Átján ára karlalandslið íslands í körfubolta heldur uppteknum hætti á Norðurlandamótinu í körfubolta sem fram fer í Svíðþjóð og í dag vann liðið sannfærandi sigur á Norðmönnum 78-63. Hörður Vilhjálmsson lék vel fyrir íslenska liðið, skoraði 26 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Sextán ára lið tapaði naumlega fyrir Finnum í opnunarleik sínum og mætir Svíum síðar í dag.

Sport
Fréttamynd

Góður árangur hjá unglingaliðunum

Góður árangur náðist á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta sem hófst í Svíþjóð í dag. Átján ára landslið pilta sigraði Svía 86-84, þar sem Hörður Vilhjálmsson skoraði 30 stig fyrir Íslenska liðið. Þá vann átján ára lið Íslands í kvennaflokki einnig sigur á því sænska 71-64 og þar var það hin magnaða Helena Sverrisdóttir sem fór á kostum og skoraði 35 stig.

Sport
Fréttamynd

Snæfell ræður bandarískan þjálfara

Úrvalsdeildarlið Snæfells í körfubolta hefur ráðið til starfa bandarískan þjálfara að nafni Geof Kotila, sem kemur hingað til lands síðar í sumar og mun stýra liðinu næsta vetur. Kotila þessi hefur áður getið sér gott orð meðal annars í Danmörku, þar sem hann stýrði liði Bakken Bears. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells.

Sport
Fréttamynd

Benedikt tekur við KR

Körfuknattleiksdeild KR gekk í dag frá þriggja ára samningi við Benedikt Guðmundsson sem mun taka við þjálfun karlaliðs félagsins af Herberti Guðmundssyni. Benedikt var áður hjá Fjölni í Grafarvogi, en hann er öllum hnútum kunnugur í vesturbænum.

Sport
Fréttamynd

Ivey verður áfram hjá Íslandsmeisturnum

Leikstjórnandinn knái Jeb Ivey mun spila áfram með Njarðvíkingum næsta vetur en hann hefur gengið frá eins árs framlengingu á samningi sínum. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag. Ivey hefur um árabil verið einn allra besti leikmaður Iceland Express deildarinnar og eru þetta því góð tíðindi fyrir Íslandsmeistarana.

Sport
Fréttamynd

Sigurður áfram í Keflavík

Keflvíkingar hafa framlengt samning við þjálfara sinn Sigurð Ingimundarson og mun hann því stýra liðinu áfram næsta vetur. Lið Keflavíkur olli nokkrum vonbrigðum í vor þegar það féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins, en þar á bæ þykir það ekki góður árangur. Keflvíkingar hafa þó ákveðið að blása til sóknar undir stjórn Sigurðar næsta vetur og ætla sér eflaust að endurheimta titilinn af grönnum sínum í Njarðvík.

Sport
Fréttamynd

Bárður tekur við ÍR

Bárður Eyþórsson hefur gert fjögurra ára samning við körfuknattleiksdeild ÍR og mun sjá um þjálfun liðsins frá og með næsta vetri. Bárður hefur stýrt liði Snæfells undanfarin fimm ár með góðum árangri en er nú kominn í Breiðholtið og ætlar liðinu að vera í toppbaráttunni næsta vetur.

Sport
Fréttamynd

Marciulionis heiðursgestur á lokahófi KKÍ

Litháenski körfuboltamaðurinn Sarunas Marciulionis verður sérstakur heiðursgestur á lokahófi KKÍ sem fram fer á Radison SAS hótelinu á föstudagskvöldið. Marciulionis gerði garðinn frægan í NBA deildinni á árum áður og lék meðal annars með Golden State Warriors, Seattle Supersonics og Sacramento Kings. Hann vann einnig til gullverðlauna með Sovétmönnum á Ólympíuleikunum árið 1988.

Sport
Fréttamynd

Njarðvíkingar Íslandsmeistarar

Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla þegar liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi í fjórðu viðureign liðanna 81-60. Njarðvíkingar eru vel að titlinum komnir eftir að frábær varnarleikur var lykillinn að fyrsta sigri félagsins á Íslandsmótinu síðan árið 2002. Brenton Birmingham hjá Njarðvík var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Njarðvíkinga

Njarðvíkingar burstuðu Skallagrím 107-76 í dag og hafa því náð 2-1 forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Brenton Birmingham var stigahæsti leikmaður vallarins og skoraði 32 stig fyrir Njarðvíkinga, þar af 8 þriggja stiga körfur, og Jeb Ivey kom næstur með 24 stig. Hjá Skallagrími var Jovan Zdravevski stigahæstur með 17 stig og George Byrd skoraði 16 stig. Næsti leikur er í Borgarnesi á mánudagskvöldið, en sá leikur verður einnig sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Miklir yfirburðir Njarðvíkinga

Njarðvíkingar eru að valta yfir Borgnesinga í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, en staðan í Njarðvík eftir þrjá leikhluta er 87-64. Það má því væntanlega fara að slá því föstu að Njarðvíkingar fari með sigur af hólmi í dag og geti því tryggt sér titilinn í Borgarnesi á mánudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík með örugga forystu

Njarðvíkingar eru heldur betur í stuði á heimavelli sínum gegn Skallagrími í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Njarðvík hefur yfir 60-37 í hálfleik og fram að þessu er eins og aðeins eitt lið sé á vellinum. Þeir Brenton Birmingham (23 stig) og Jeb Ivey hafa til að mynda skorað samtals 10 þriggja stiga körfur í hálfleiknum og fátt í stöðunni sem bendir til annars en að Njarðvíkingar séu að ná yfirhöndinni í einvíginu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Skallagrímur jafnaði metin

Skallagrímur jafnaði í kvöld metin í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla þegar liði skellti Njarðvík á heimavelli sínum í Borgarnesi 87-77. Heimamenn voru skrefinu á undan allan leikinn og eru vel að sigrinum komnir. Næsti leikur fer fram í Njarðvík.

Sport
Fréttamynd

Skallagrímur yfir í hálfleik

Skallagrímur hefur yfir 42-38 gegn Njarðvík þegar flautað hefur verið til leikhlés í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, en leikurinn fer fram í Borgarnesi. Heimamenn náðu mest 17 stiga forystu í fyrri hálfleiknum og hittu mjög vel úr langskotum sínum. Gestirnir hafa síðan vaknað til lífsins og náð að minnka mun heimamanna niður í aðeins 4 stig. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Viðsnúningur í Njarðvík

Njarðvíkingar hafa snúið dæminu við í fyrsta leiknum við Skallagrím í úrslitum Iceland Express deildarinnar, því þeir hafa nú 11 stiga forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiks 43-32. Skallagrímur skoraði aðeins 9 stig í öðrum leikhluta. Jeb Ivey er stigahæstur heimamanna með 11 stig, en Axel Kárason og George Byrd hafa skorað 8 stig hvor fyrir gestina úr Borgarnesi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Skallagrímur yfir eftir fyrsta leikhluta

Skallagrímur hefur yfir 23-19 eftir fyrsta leikhluta í fyrsta leik úrslitaeinvígisins við Njarðvík í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn þar sem Svali Björgvinsson og Friðrik Ingi Rúnarsson lýsa leiknum af mikilli innlifun, dýpt og þunga.

Sport
Fréttamynd

Haukar Íslandsmeistarar

Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfuknattleik kvenna þegar liðið lagði Keflavík 81-77 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Haukar unnu því samtals 3-0 og eru vel að titlinum komnir eftir frábæran árangur í vetur.

Sport
Fréttamynd

Skallagrímur í úrslit

Skallagrímur er kominn í úrslit Iceland Express-deild karla í körfubolta eftir frækinn sigur á Keflvíkingum í oddaleik í Keflavík í kvöld 84-80. Þetta er sannarlega sögulegur sigur fyrir Val Ingimundarson þjálfara Skallagríms, sem bar þarna sigurorð af yngri bróður sínum Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkur. Leikurinn var æsispennandi í lokin, en Keflvíkingar gerðu dýr mistök á lokasprettinum og voru í raun langt frá sínu besta þegar allt var undir í oddaleiknum í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Rafmögnuð spenna í Keflavík

Staðan í leik Keflavíkur og Skallagríms að loknum þriðja leikhluta er 61-60 fyrir gestina úr Borgarnesi, en heimamenn hafa heldur betur spýtt í lófana í síðari hálfleik eftir að hafa verið 14 stigum undir í hálfleik. Þær verða því væntanlega æsilegar síðustu tíu mínúturnar í leiknum, þar sem ræðst hvort liðið mætir Njarðvíkingum í úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Skallagrímur leiðir í hálfleik

Skallagrímur hefur nokkuð óvænta forystu í Keflavík í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta. Staðan í hálfleik er 42-28 gestunum í vil, en heimamenn hafa verið langt frá sínu besta það sem af er leiks. AJ Moye hefur skorað 12 stig fyrir Keflavík, en Hafþór Gunnarsson er kominn með 14 stig hjá Skallagrími - öll í fyrsta leikhlutanum og Pétur Guðmundsson hefur skorað 9 stig. Þá er George Byrd búinn að hirða 15 fráköst. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport