Íslenski körfuboltinn Keflavík mætir Fjölni Í dag var dregið í 32-liða úrslit bikarkeppninnar í körfubolta. Tveir af leikjunum verða viðureignir úrvalsdeildarliða, en það eru leikir Keflavíkur og Fjölnis annarsvegar og Skallagríms og ÍR hinsvegar. Sport 22.11.2005 14:37 Njarðvíkingar meistarar Njarðvíkingar tryggðu sér nú rétt í þessu sigur í úrslitaleik Powerade- bikarsins, þegar þeir lögðu KR 90-78. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 20 stig, en þeir Friðrik Stefánsson og Brenton Birmingham settu 19 stig hvor. Bandaríkjamaðurinn Omari Westley skoraði mest fyrir þá svarthvítu, 28 stig. Sport 19.11.2005 18:08 Njarðvík burstaði Keflavík Það verða Njarðvík og KR sem mætast í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. Njarðvíkingar burstuðu granna sína úr Keflavík í síðari undanúrslitaleik kvöldsins 90-62 og mæta því KR í úrslitunum á morgun. Sport 18.11.2005 22:21 KR í úrslitin KR-ingar lögðu Fjölni 87-80 í fyrri undanúrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í kvöld og spila því til úrslita á morgun. Seinni leikurinn er viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur, en sá leikur hefst nú klukkan 20:30. Sport 18.11.2005 20:26 Glæsilegur Evrópusigur í gær, grannaslagur í kvöld Það er nóg að gera hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum þessa dagana. Í gærkvöld vann liðið frækinn sigur á BK Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni 121-90 og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki tekur auðveldara verkefni við í kvöld, þegar Keflvíkingar mæta grönnum sínum í Njarðvík í Powerade bikarnum. Sport 18.11.2005 12:56 Þór sigraði KR Þórsarar unnu góðan sigur á KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta karla í kvöld 62-57, en leiknum hafði áður verið frestað vegna leka í þaki íþróttahússins fyrir norðan. Sport 15.11.2005 21:28 Þór tekur á móti KR á Akureyri Leikur Þórs og KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, sem fara átti fram um helgina, verður á dagskrá klukkan 19:15 í kvöld. Fresta þurfti leiknum vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri, en nú hefur það verið lagað og því getur leikurinn farið fram í kvöld. Sport 15.11.2005 17:08 Aftur frestun vegna leka Ekkert varð af leik Þórs og KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta sem átti að fara fram í gærkvöld vegna leka á þaki íþróttahallarinnar á Akureyri. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem að fresta þarf leik norðan heiða vegna leka í íþróttahúsi en í síðustu viku fóru leikmenn Keflavíkur í fýluferð til Egilsstaða þar sem leikurinn gat ekki farið fram vegna vatnlags á gólfi íþróttahússins. Sport 13.11.2005 20:36 Njarðvík með fullt hús stiga Fimm leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar eru enn með fullt hús stiga eftir 6 leiki með 11 stiga útisigri á ÍR, 70-81. Í Stykkishólmi fóru heimamenn í Snæfelli hamförum og völtuðu yfir Fjölni með 36 stiga sigri, 130-94. Í Hverargerði steinlágu heimamenn í Hamri/Selfossi fyrir Skallagrími, 75-109 og í Grindavík unnu heimamenn 108-70 sigur á Hetti. Sport 13.11.2005 22:09 Leik Þórs og KR frestað vegna leka Leik Þórs Akureyri og KR sem fram átti að fara í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta hefur verið frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri. Leikurinn hefur verið settur á á þriðjudagskvöldið 15. nóvember nk. kl. 19:15. Fimm leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Sport 13.11.2005 17:34 Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss Fimm leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss 108-68, Fjölnir sigraði ÍR 98-74, Skallagrímur vann Þór 91-65, Grindavík vann Snæfell 95-90 og KR sigraði Hauka 99-80. Leik Hattar og Keflavíkur var frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Sport 10.11.2005 20:59 Njarðvík lagði ÍR Njarðvíkingar sigruðu ÍR 70-65 í baráttuleik í deildarbikarkeppninni í kvöld, en þetta var fyrri leikur liðanna í átta-liða úrslitunum. Jeb Ivey var stigahæstur Njarðvíkinga með 22 stig, en hitti frekar illa í leiknum. Theo Dixon var stigahæstur hjá ÍR með 22 stig. Sport 4.11.2005 22:59 Tap hjá Keflavík og Haukum Karlalið Keflavíkur tapaði fyrir finnska liðinu Lappeeranta í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld 92-75, en leikurinn fór fram í Keflavík. Á sama tíma töpuðu Haukastúlkur stórt á heimavelli fyrir Polisporto Ares frá Ítalíu 85-45 á Ásvöllum. Sport 3.11.2005 21:29 Keflavík og Haukar spila í kvöld Tveir leikir verða á dagskrá í Evrópukeppninni í körfuknattleik hér á landi í kvöld. Karlalið Keflavíkur tekur á móti finnska liðinu Lappeenranta í Keflavík og Haukastúlkur spila við Ribera frá Ítalíu á Ásvöllum. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15. Sport 3.11.2005 17:19 Fyrsta tap Grindvíkinga Nokkrir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og þá var einn leikur í kvennaflokki, þar sem Haukastúlkur skelltu Íslandsmeisturum Keflavíkur í Hafnarfirði, 66-48. Sport 31.10.2005 03:26 Heil umferð í kvöld Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19.15. Þrjú lið eru taplaus fyrir leiki kvöldsins, topplið Grindavíkur sem heimsækir ÍR, Njarðvík í 2. sæti sem heimsækir Þór á Akureyri og Keflavík í 3. sæti sem tekur á móti KR. Sport 30.10.2005 14:03 Helgi Jónas og Damon Bailey hættir Úrvalsdeildarlið Grindavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Helgi Jónas Guðfinnsson hefur mjög óvænt gefið það út að hann ætli að taka sér frí frá spilamennsku um óákveðinn tíma og í ljósi þess, auk meiðsla Jóhanns Ólafssonar, hefur félagið ákveðið að segja upp samningi við Bandaríkjamanninn Damon Bailey. Sport 28.10.2005 19:09 Keflavík tapaði í Lettlandi Keflvíkingar töpuðu öðrum leik sínum í röð í Evrópukeppninni nú áðan, gegn lettneska liðinu BK Riga 99-81. Næsti leikur Keflvíkinga verður við finnska liðið Lapperanta í Keflavík á fimmtudaginn. Sport 28.10.2005 18:19 Suðurnesjaliðin taplaus Grindavík og Njarðvík eru enn taplaus eftir leiki kvöldsins í Iceland Express-deild karla. Grindavík valtaði yfir Hamar/Selfoss 114-84 og Njarðvík vann nauman sigur á Haukum í Njarðvík 78-74. Sport 27.10.2005 21:16 Haukar töpuðu stórt í Frakklandi Kvennalið Hauka tapaði stórt fyrir franska liðinu Pays D´Aix í Evrópukeppni kvenna í körfuknattleik í kvöld 99-59. Kesha Tardy var stigahæst í liði Hauka með 25 stig og 11 fráköst, en Helena Sverrisdóttir kom næst með 17 stig. Sport 27.10.2005 20:19 Fimm leikir í kvöld Þriðja umferðin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefst í kvöld með fimm leikjum. Grindavík og Hamar/Selfoss mætast í Grindavík, en bæði þessi lið hafa unnið báða leiki sína í deildinni. Njarðvíkingar eru einnig taplausir, en þeir taka á móti Haukum á heimavelli sínum. Sport 27.10.2005 16:07 Keflvíkingar töpuðu í Finnlandi Íslandsmeistarar Keflavíkur biðu lægri hlut fyrir finnska liðinu Lappeenranta í fyrsta leik sínum í Evrópukeppninni í dag, 92-77, eftir að hafa verið 17 stigum undir í hálfleik. Sport 26.10.2005 17:42 ÍS lagði Breiðablik Einn leikur fór fram í kvennakörfunni í gærkvöldi. ÍS lagði Breiðablik með 68 stigum gegn 59. Jessalyn Deveny fór hamförum í liði Breiðabliks og skoraði 40 stig og hirti 13 fráköst. Sport 25.10.2005 05:16 Allt eftir bókinni 16-liða úrslitunum í Hópbílabikar karla í körfubolta lauk í kvöld með átta leikjum og segja má að úrslitin hafi verið eftir bókinni í flestum tilfellum. Sport 23.10.2005 22:33 Glæsilegur árangur í Aþenu Íslensku keppendurnir gerðu heldur betur góða hluti á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Þeir hafa nú lokið keppni og koma heim með ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun og er það glæsilegur árangur svo ekki sé meira sagt. Sport 13.10.2005 14:42 Silfur hjá Kristínu Rós Kristín Rós Hákonardóttir, sundmaður, heldur áfram að gera frábæra hluti en í gær varð hún í öðru sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi í S7 flokki á ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Sport 13.10.2005 14:40 Ólafur Stefánsson í úrvalsliði ÓL Ólafur Stefánsson var valinn sem hægri skytta í úrvalslið Ólympíuleikanna í Aþenu. Það voru Bengt Johansson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Svía, og Frakkinn Daniel Costantini sem völdu liðið í samvinnu við landsliðsþjálfara þátttökuþjóðanna í Aþenu. Sport 13.10.2005 14:35 Leikunum lokið Ólympíuleikunum var slitið í gærkvöld í Aþenu í Grikklandi. Bandaríkin hlutu flest verðlaun, 103 þar af 35 gull. Kínverjar voru með 32 gull og 63 verðlaun í heildina. Sport 13.10.2005 14:35 Kína vann gull í blaki kvenna Kínverjar unnu gullið í blaki kvenna á Ólympíuleikunum í gær þegar þeir sigruðu Rússa 3-2 í úrslitaleik. Kúba vann Brasilíu 3-1 í leik um bronsið. Sport 13.10.2005 14:34 Þriðji Ólympíumeistaratitill Dana Ólympíuleikunum í Aþenu lýkur í kvöld. Í morgun unnu Danir gullið í handboltakeppni kvenna. Danir unnu Suður-Kóreu í vítakeppni eftir að tvíframlengdum leik hafði lokið 34-34. Sport 13.10.2005 14:34 « ‹ 74 75 76 77 78 79 80 81 82 … 82 ›
Keflavík mætir Fjölni Í dag var dregið í 32-liða úrslit bikarkeppninnar í körfubolta. Tveir af leikjunum verða viðureignir úrvalsdeildarliða, en það eru leikir Keflavíkur og Fjölnis annarsvegar og Skallagríms og ÍR hinsvegar. Sport 22.11.2005 14:37
Njarðvíkingar meistarar Njarðvíkingar tryggðu sér nú rétt í þessu sigur í úrslitaleik Powerade- bikarsins, þegar þeir lögðu KR 90-78. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 20 stig, en þeir Friðrik Stefánsson og Brenton Birmingham settu 19 stig hvor. Bandaríkjamaðurinn Omari Westley skoraði mest fyrir þá svarthvítu, 28 stig. Sport 19.11.2005 18:08
Njarðvík burstaði Keflavík Það verða Njarðvík og KR sem mætast í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. Njarðvíkingar burstuðu granna sína úr Keflavík í síðari undanúrslitaleik kvöldsins 90-62 og mæta því KR í úrslitunum á morgun. Sport 18.11.2005 22:21
KR í úrslitin KR-ingar lögðu Fjölni 87-80 í fyrri undanúrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í kvöld og spila því til úrslita á morgun. Seinni leikurinn er viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur, en sá leikur hefst nú klukkan 20:30. Sport 18.11.2005 20:26
Glæsilegur Evrópusigur í gær, grannaslagur í kvöld Það er nóg að gera hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum þessa dagana. Í gærkvöld vann liðið frækinn sigur á BK Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni 121-90 og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki tekur auðveldara verkefni við í kvöld, þegar Keflvíkingar mæta grönnum sínum í Njarðvík í Powerade bikarnum. Sport 18.11.2005 12:56
Þór sigraði KR Þórsarar unnu góðan sigur á KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta karla í kvöld 62-57, en leiknum hafði áður verið frestað vegna leka í þaki íþróttahússins fyrir norðan. Sport 15.11.2005 21:28
Þór tekur á móti KR á Akureyri Leikur Þórs og KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, sem fara átti fram um helgina, verður á dagskrá klukkan 19:15 í kvöld. Fresta þurfti leiknum vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri, en nú hefur það verið lagað og því getur leikurinn farið fram í kvöld. Sport 15.11.2005 17:08
Aftur frestun vegna leka Ekkert varð af leik Þórs og KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta sem átti að fara fram í gærkvöld vegna leka á þaki íþróttahallarinnar á Akureyri. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem að fresta þarf leik norðan heiða vegna leka í íþróttahúsi en í síðustu viku fóru leikmenn Keflavíkur í fýluferð til Egilsstaða þar sem leikurinn gat ekki farið fram vegna vatnlags á gólfi íþróttahússins. Sport 13.11.2005 20:36
Njarðvík með fullt hús stiga Fimm leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar eru enn með fullt hús stiga eftir 6 leiki með 11 stiga útisigri á ÍR, 70-81. Í Stykkishólmi fóru heimamenn í Snæfelli hamförum og völtuðu yfir Fjölni með 36 stiga sigri, 130-94. Í Hverargerði steinlágu heimamenn í Hamri/Selfossi fyrir Skallagrími, 75-109 og í Grindavík unnu heimamenn 108-70 sigur á Hetti. Sport 13.11.2005 22:09
Leik Þórs og KR frestað vegna leka Leik Þórs Akureyri og KR sem fram átti að fara í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta hefur verið frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri. Leikurinn hefur verið settur á á þriðjudagskvöldið 15. nóvember nk. kl. 19:15. Fimm leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Sport 13.11.2005 17:34
Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss Fimm leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss 108-68, Fjölnir sigraði ÍR 98-74, Skallagrímur vann Þór 91-65, Grindavík vann Snæfell 95-90 og KR sigraði Hauka 99-80. Leik Hattar og Keflavíkur var frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Sport 10.11.2005 20:59
Njarðvík lagði ÍR Njarðvíkingar sigruðu ÍR 70-65 í baráttuleik í deildarbikarkeppninni í kvöld, en þetta var fyrri leikur liðanna í átta-liða úrslitunum. Jeb Ivey var stigahæstur Njarðvíkinga með 22 stig, en hitti frekar illa í leiknum. Theo Dixon var stigahæstur hjá ÍR með 22 stig. Sport 4.11.2005 22:59
Tap hjá Keflavík og Haukum Karlalið Keflavíkur tapaði fyrir finnska liðinu Lappeeranta í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld 92-75, en leikurinn fór fram í Keflavík. Á sama tíma töpuðu Haukastúlkur stórt á heimavelli fyrir Polisporto Ares frá Ítalíu 85-45 á Ásvöllum. Sport 3.11.2005 21:29
Keflavík og Haukar spila í kvöld Tveir leikir verða á dagskrá í Evrópukeppninni í körfuknattleik hér á landi í kvöld. Karlalið Keflavíkur tekur á móti finnska liðinu Lappeenranta í Keflavík og Haukastúlkur spila við Ribera frá Ítalíu á Ásvöllum. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15. Sport 3.11.2005 17:19
Fyrsta tap Grindvíkinga Nokkrir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og þá var einn leikur í kvennaflokki, þar sem Haukastúlkur skelltu Íslandsmeisturum Keflavíkur í Hafnarfirði, 66-48. Sport 31.10.2005 03:26
Heil umferð í kvöld Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19.15. Þrjú lið eru taplaus fyrir leiki kvöldsins, topplið Grindavíkur sem heimsækir ÍR, Njarðvík í 2. sæti sem heimsækir Þór á Akureyri og Keflavík í 3. sæti sem tekur á móti KR. Sport 30.10.2005 14:03
Helgi Jónas og Damon Bailey hættir Úrvalsdeildarlið Grindavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Helgi Jónas Guðfinnsson hefur mjög óvænt gefið það út að hann ætli að taka sér frí frá spilamennsku um óákveðinn tíma og í ljósi þess, auk meiðsla Jóhanns Ólafssonar, hefur félagið ákveðið að segja upp samningi við Bandaríkjamanninn Damon Bailey. Sport 28.10.2005 19:09
Keflavík tapaði í Lettlandi Keflvíkingar töpuðu öðrum leik sínum í röð í Evrópukeppninni nú áðan, gegn lettneska liðinu BK Riga 99-81. Næsti leikur Keflvíkinga verður við finnska liðið Lapperanta í Keflavík á fimmtudaginn. Sport 28.10.2005 18:19
Suðurnesjaliðin taplaus Grindavík og Njarðvík eru enn taplaus eftir leiki kvöldsins í Iceland Express-deild karla. Grindavík valtaði yfir Hamar/Selfoss 114-84 og Njarðvík vann nauman sigur á Haukum í Njarðvík 78-74. Sport 27.10.2005 21:16
Haukar töpuðu stórt í Frakklandi Kvennalið Hauka tapaði stórt fyrir franska liðinu Pays D´Aix í Evrópukeppni kvenna í körfuknattleik í kvöld 99-59. Kesha Tardy var stigahæst í liði Hauka með 25 stig og 11 fráköst, en Helena Sverrisdóttir kom næst með 17 stig. Sport 27.10.2005 20:19
Fimm leikir í kvöld Þriðja umferðin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefst í kvöld með fimm leikjum. Grindavík og Hamar/Selfoss mætast í Grindavík, en bæði þessi lið hafa unnið báða leiki sína í deildinni. Njarðvíkingar eru einnig taplausir, en þeir taka á móti Haukum á heimavelli sínum. Sport 27.10.2005 16:07
Keflvíkingar töpuðu í Finnlandi Íslandsmeistarar Keflavíkur biðu lægri hlut fyrir finnska liðinu Lappeenranta í fyrsta leik sínum í Evrópukeppninni í dag, 92-77, eftir að hafa verið 17 stigum undir í hálfleik. Sport 26.10.2005 17:42
ÍS lagði Breiðablik Einn leikur fór fram í kvennakörfunni í gærkvöldi. ÍS lagði Breiðablik með 68 stigum gegn 59. Jessalyn Deveny fór hamförum í liði Breiðabliks og skoraði 40 stig og hirti 13 fráköst. Sport 25.10.2005 05:16
Allt eftir bókinni 16-liða úrslitunum í Hópbílabikar karla í körfubolta lauk í kvöld með átta leikjum og segja má að úrslitin hafi verið eftir bókinni í flestum tilfellum. Sport 23.10.2005 22:33
Glæsilegur árangur í Aþenu Íslensku keppendurnir gerðu heldur betur góða hluti á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Þeir hafa nú lokið keppni og koma heim með ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun og er það glæsilegur árangur svo ekki sé meira sagt. Sport 13.10.2005 14:42
Silfur hjá Kristínu Rós Kristín Rós Hákonardóttir, sundmaður, heldur áfram að gera frábæra hluti en í gær varð hún í öðru sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi í S7 flokki á ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Sport 13.10.2005 14:40
Ólafur Stefánsson í úrvalsliði ÓL Ólafur Stefánsson var valinn sem hægri skytta í úrvalslið Ólympíuleikanna í Aþenu. Það voru Bengt Johansson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Svía, og Frakkinn Daniel Costantini sem völdu liðið í samvinnu við landsliðsþjálfara þátttökuþjóðanna í Aþenu. Sport 13.10.2005 14:35
Leikunum lokið Ólympíuleikunum var slitið í gærkvöld í Aþenu í Grikklandi. Bandaríkin hlutu flest verðlaun, 103 þar af 35 gull. Kínverjar voru með 32 gull og 63 verðlaun í heildina. Sport 13.10.2005 14:35
Kína vann gull í blaki kvenna Kínverjar unnu gullið í blaki kvenna á Ólympíuleikunum í gær þegar þeir sigruðu Rússa 3-2 í úrslitaleik. Kúba vann Brasilíu 3-1 í leik um bronsið. Sport 13.10.2005 14:34
Þriðji Ólympíumeistaratitill Dana Ólympíuleikunum í Aþenu lýkur í kvöld. Í morgun unnu Danir gullið í handboltakeppni kvenna. Danir unnu Suður-Kóreu í vítakeppni eftir að tvíframlengdum leik hafði lokið 34-34. Sport 13.10.2005 14:34