Sport

Enn ein rós í hnappagat Króata

Heimsmeistarar Króata bættu annarri rós í hnappagatið í gær þegar þeir unnu Þjóðverja, 26-24, í leik um gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í Aþenu. Þetta er í annað sinn sem Króatar vinna gullverðlaun í handbolta á Ólympíuleikum. Þeir unnu í Atlanta árið 1996 en tókst ekki að tryggja sér sæti í Sydney fyrir fjórum árum. Leikurinn var í járnum allt fram í miðjan seinni hálfleik þegar Króatar sigu fram úr. Eftir að staðan hafði verið 17-17 komust Króatar í 23-21. Þjóðverjar misstu boltann klaufalega í næstu sókn og Króatar nýttu sér mistökin og juku forskotið í þrjú mörk. Þjóðverjar náðu ekki að vinna upp tapið og urðu að játa sig sigraða. Þeir léku án Pascal Hens, sem er einn þeirra leikreyndasti leikmaður. Á laugardag tryggðu Rússar sér bronsverðlaunin með því að leggja Ungverja að velli, 28-26.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×