Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Ólafur Guðmundsson: Ég er 100% núna

"Ég er fullur sjálfstrausts og það gengur vel. Ég þakka það að vera heill heilsu. Ég fór í axlaraðgerð fyrir síðasta tímabil. Ég fór að gera hluti sem ég var ekki vanur að gera og náði ekki að spila minn leik,“ sagði Ólafur Guðmundsson sem er tilbúinn í stórt hlutverk með íslenska handboltalandsliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Meiddist í fótbolta

Aron Rafn Eðvarðsson var ekki með á æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla í stóru tá hægri fótar. Gömul meiðsli tóku sig upp í fótbolta á æfingu í gær en Aron reiknar ekki með að þetta stoppi hann frá þátttöku á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Danmörku í janúar.

Handbolti
Fréttamynd

Fjöldi lykilmanna frá | Óli Gúst ekki með

Mikið hefur verið rætt og ritað um meiðslavandræði íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem æfir nú fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Danmörku í janúar. Landsliðið var með opna æfingu í hádeginu sem margir lykilmanna gátu ekki tekið þátt í.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander getur ekki horft á leiki íslenska landsliðsins

Alexander Petersson mun ekki spila með Íslandi á EM í janúar vegna þrálátra axlarmeiðsla. Þetta er þriðja stórmótið af síðustu fjórum sem hann missir af. Þó svo ástand leikmannsins sé ekki gott ætlar hann ekki að leggja landsliðsskóna á hilluna.

Handbolti
Fréttamynd

Vísa ummælum Norðanmanna á bug

Forráðamenn kvennaliðs HK í handbolta furða sig á ummælum formanns handknattleiksdeildar KA/Þórs vegna frestunar á viðureignum liðanna í mánuðinum.

Handbolti
Fréttamynd

„Skítlegt af HK og HSÍ“

Forráðamenn KA/Þórs í Olísdeild kvenna í handbolta eru afar ósáttir við vinnubrögð Handknattleikssambands Íslands og HK. Segja þeir landsbyggðarliðin og liðin á höfuðborgarsvæðinu ekki sitja við sama borð.

Handbolti