Ástin á götunni

Fréttamynd

Arnór: Er enginn kjúklingur

Arnór Smárason kom inn sem varamaður á 82. mínútu í kvöld en þetta var hans fyrsti A-landsleikur. Arnór er Skagamaður en samningsbundinn Heerenveen í Hollandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Wales

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði 1-0 fyrir Wales í æfingaleik þjóðanna á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið lék á köflum ágætlega en fékk á sig blóðugt mark á lokamínútu fyrri hálfleiks og það réði úrslitum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Öruggur sigur á Serbum

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag öruggan 4-0 sigur á Serbum ytra í undankeppni EM. Staðan í hálfleik var 1-0 íslenska liðinu í vil. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum og þær Katrín Ómarsdóttir og Sara Gunnarsdóttir sitt markið hvor.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pétur Pétursson í 10 bestu í kvöld

Í kvöld hefst umfjöllun um 10 bestu knattspyrnumenn Íslands í þættinum 10 bestu á Stöð 2 Sport 2. Fyrsti þátturinn var á dagskrá fyrir viku og þar var sérstök upphitun, en í kvöld verður fjallað um markaskorarann Pétur Pétursson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þóra inn í landsliðið á ný

Þóra B Helgadóttir var í dag valin í íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu á ný, en þá tilkynnti Sigurður Ragnar Eyjólfsson hópinn sem mætir Serbum í undankeppni EM í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári ekki með gegn Wales

Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Wales á Laugardalsvelli í næstu viku. Þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í hádeginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Víkingur hafði betur gegn KA

Leikjunum þremur sem hófust klukkan 16:00 í 1. deild karla í knattspyrnu er lokið. Víkingur R sigraði KA 3-1 á heimavelli þar sem Jón Guðbrandsson skoraði tvívegis fyrir heimamenn og Sinisa Kekic þriðja markið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍBV lagði Þór

Tveimur leikjum er þegar lokið í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. ÍBV er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og í dag vann liðið 2-0 sigur á Þór fyrir norðan. Þá gerðu Fjarðabyggð og Haukar 2-2 jafntefli fyrir austan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Markalaust í Finnlandi

Finnland og Ísland gerðu í dag markalaust jafntefli í vináttulandsleik í knattspyrnu. Þetta var annað jafntefli liðanna á fáeinum dögum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland upp um eitt sæti á lista FIFA

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hækkaði um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Liðið er í 85. sæti listans en staða efstu liða breyttist ekki. Argentínumenn sitja enn á toppnum, skömmu á undan grönnum sínum Brasilíumönnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslenska liðið komst ekki áfram

Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu tapaði í dag 2-1 fyrir Búlgaríu í síðasta leik sínum í milliriðli fyrir EM og kemst þvi ekki upp úr riðlinum. Liðið vann sigur á Norðmönnum og Ísraelum en hreppir annað sætið í riðlinum eftir tapið í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland lagði Ísrael

Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu vann annan leik sinn í röð í milliriðlinum fyrir EM í Noregi í dag þegar það lagði Ísraelsmenn 1-0. Það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði mark íslenska liðsins.

Fótbolti