Ástin á götunni

Fréttamynd

Góður sigur á Norðmönnum

Íslenska U-19 ára landsliðið byrjaði mjög vel í milliriðli EM í Noregi og lagði gestgjafana 3-2 í hörkuleik í dag. Íslenska liðið hafði yfir 2-1 í hálfleik. Reynir Gunnarsson skoraði tvívegis fyrir Ísland og Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrsta markið.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Kristinsson

Var valinn efnilegastur á Íslandsmótinu 1987 en fór ekki atvinnumennsku fyrr en 1994 eftir að hafa orðið bikarmeistari með KR. Átti langan og gæfusaman atvinnumannaferil þar sem hann lék í Svíþjóð, Noregi og Belgíu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigurður Jónsson

Varð Íslandsmeistari með ÍA árið 1984, átján ára gamall, og gekk í kjölfarið til liðs við Sheffield Wednesday. Þar lék hann í fjögur ár og var svo keyptur til Englandsmeistara Arsenal þar sem hann var í tvö ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atli Eðvaldsson

Er enn þekktur í Þýskalandi fyrir mörkin fimm sem hann skoraði fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Eintracht Frankfurt í leik árið 1983. Það gerðist á laugardegi og sólarhring síðar var hann mættur á Laugardalsvöll þar sem hann tryggði Íslandi 1-0 sigur á Möltu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðni Bergsson

Valsari í húð og hár en hann hóf ferilinn þar árið 1983 og varð Íslandsmeistari með liðinu í tvígang, árin 1985 og 1987, áður en hann gekk til liðs við Tottenham í upphafi árs 1989.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásgeir Sigurvinsson

Varð á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er hann lék með landsliðinu árið 1972, sautján ára gamall. Lék í átta ár með Standard Liege í Belgíu, fór til Bayern München árið 1981 og ári síðar til Stuttgart þar sem hann lék þar til hann hætti árið 1990.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eiður Smári Guðjohnsen

Á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands (með yngri landsliðum), yngsti leikmaður efstu deildar á Íslandi og yngsti atvinnumaður Íslands er hann samdi við PSV Eindhoven sextán ára gamall og lék síðar með Ronaldo í framlínu liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Albert Guðmundsson

Brautryðjandi í íslenskri knattspyrnu. Fyrsti atvinnumaður Íslands og lék í Skotlandi, Englandi, Frakklandi og Ítalíu í tíu keppnistímabil, frá 1946 til 1955. Var í fyrsta landsliði Íslands og var fyrirliði þess í öðrum landsleik Íslands, 4-2 tapleik gegn Norðmönnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ríkharður Jónsson

Var í fyrsta landsliðshópi Íslands sem mætti Dönum árið 1946, þá sextán ára gamall. Hann kom ekki við sögu í leiknum en lék alla landsleiki Íslands næstu þrettán árin og skoraði í þeim sautján mörk.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pétur Pétursson

Átján ára gamall varð hann Íslandsmeistari með ÍA og um leið markakóngur deildarinnar með sextán mörk. Ári síðar bætti hann um betur, skoraði nítján mörk í deildinni en það met stendur enn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

U17 landslið kvenna tapaði

Íslenska U17 kvennalandsliðið hefur tapað báðum leikjum sínum í undanriðli fyrir Evrópukeppnina. Riðillinn er leikinn á Jótlandi en í dag tapaði liðið fyrir Dönum 2-4.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Veldu 10 bestu leikmenn Íslands

Stöð 2 Sport 2 mun í samvinnu við KSÍ framleiða sjónvarpsþætti um 10 bestu knattspyrnumenn Íslands frá 1946-2008. Byrjað verður að sýna þættina, sem verða í umsjá Arnars Björnssonar, í maí og mun sýningum ljúka í lok júlí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland vann Slóvakíu 2-1

Vináttulandsleik Slóvakíu og Íslands er lokið. Ísland vann góðan 2-1 sigur ytra með mörkum frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristján Örn tekur við fyrirliðabandinu

Kristján Örn Sigurðsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í vináttuleik Íslands og Slóvakíu annað kvöld. Þetta verður í fyrsta skipti sem Kristján ber fyrirliðabandið en hann á að baki 28 landsleiki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Öruggur sigur á Færeyingum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld nokkuð öruggan 3-0 sigur á Færeyingum í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Jónas Guðni Sævarsson kom íslenska liðinu yfir með skallamarki rétt fyrir hlé.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland hefur yfir í hálfleik

Íslenska landsliðið hefur 1-0 forystu gegn Færeyingum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Það var Jónas Guðni Sævarsson sem kom íslenska liðinu yfir með skalla rétt áður en flautað var til hálfleiks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur fær fjóra aðstoðarmenn

Á blaðamannafundi sem haldinn var í hádeginu tilkynnti KSÍ að Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari fengi fjóra aðstoðarmenn til að hjálpa sér að kortleggja andstæðinga liðsins í undankeppni HM.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Landsliðshópur Ólafs klár

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Færeyingum í vináttuleik í Kórnum í Kópavogi klukkan 16 á sunnudaginn. Hópurinn er að mestu skipaður leikmönnum sem spila hér heima þar eð ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland hafnaði í 7. sæti á Algarve Cup

Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér í hádeginu 7. sætið á Algarve Cup mótinu með góðum 3-0 sigri á Finnum. Margrét Lára Viðarsdóttir kom íslenska liðinu á bragðið snemma leiks með sínu 35. marki í 39 landsleikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Auðveldur sigur á Írum

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag sannfærandi sigur á Írum á Algarve mótinu 4-1. Íslenska liðið byrjaði mjög vel í leiknum og komst yfir á sjöundu mínútu með marki frá Erlu Steinu Arnardóttur.

Íslenski boltinn