Ástin á götunni

Fréttamynd

ÍR Reykjavíkurmeistari

ÍR varð í dag Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið vann sigur á Fram í úrslitaleik, 1-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland niður um tvö sæti á lista FIFA

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur um tvö sæti á nýjum styrkleikalista Fifa sem birtur var í morgun. Liðið er nú í 89. sæti listans en var í því 87. þegar listinn var síðast birtur í janúar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland - Aserbaídsjan í ágúst

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Aserbaídsjan hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik. Leikurinn fer fram 20. ágúst og verður leikinn á Laugardalsvelli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fastnúmerakerfi tekið upp

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum um helgina að taka upp fastnúmerakerfi í Landsbankadeild kvenna og 1. deild karla, líkt og verið hefur í Landsbankadeild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Loksins sigur hjá Ólafi

Ólafur Jóhannesson vann í dag sinn fyrsta sigur sem þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu þegar liðið lagði Armena 2-0 í lokaleik sínum á æfingamótinu á Möltu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni fyrirliði í kvöld

Sjö breytingar hafa verið gerðar á byrjunarliði íslenska landsliðsins sem mætir Möltu í kvöld. Leikurinn er liður í æfingamóti sem stendur yfir á Möltu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Hvít-Rússum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði fyrsta leiknum sínum á æfingamótinu á Möltu í dag þegar það lá 2-0 fyrir Hvít-Rússum. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en lenti undir gegn gangi leiksins á 32. mínútu þegar Rússarnir skoruðu úr sínu fyrsta markskoti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrír nýliðar í byrjunarliði Íslands í dag

Ólafur Jóhannesson hefur valið þrjá nýliða í byrjunarlið íslenska landsliðsins sem mætir Hvít-Rússum í fyrsta leik sínum á æfingamótinu á Möltu í dag. Þetta eru markvörðurinn Stefán Magnússon og miðjumennirnir Aron Gunnarsson og Bjarni Viðarsson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland mætir Wales í maí

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mun leika vináttuleik við Wales miðvikudaginn 28. maí á næsta ári og er þetta sjötti fyrirhugaði æfingaleikur landsliðsins á árinu. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hermann: Ágætt að prufa bekkinn

Hermann Hreiðarsson var í dag kjörinn knattspyrnumaður ársins af KSÍ. Hann segist ekki kvíða framtíðinni hjá Portsmouth þótt hann hafi þurft að verma bekkinn að undanförnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dregið í milliriðla á EM U19

Íslenska U19 ára landslið karla verður í milliriðli með Noregi, Ísrael og Búlgaríu í undankeppni EM 2008 þar sem sigurvegarinn í riðlinum kemst í úrslitakeppnana sem fram fer í Tékklandi í júlí á næsta ári. Milliriðillinn verður leikinn í Noregi í apríl og maí í vor.

Fótbolti