Ástin á götunni

Fréttamynd

Fjölmiðlamenn ráku þjálfara

Ólafur Jóhannesson þjálfari Íslandsmeistara FH í knattspyrnu karla segir að ýmsir blaðamenn hafi óbeint með skrifum sínum rekið knattspyrnuþjálfara úr störfum sínum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta sagði Ólafur í ræðu á formannafundi allra aðildarfélaga KSÍ sem fram fór á Hótel Nordica í morgun.

Sport
Fréttamynd

Dregið í töfluraðir í dag

Í dag kl. 13 verður dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2006 í fótbolta en þá skýrist hvaða félög mætast í einstökum umferðum viðkomandi móts. Drátturinn er fyrir Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla og fer hann fram á Hótel Nordica. Niðurstöður dráttarins ættu að liggja fyrir um miðjan daginn í dag.

Sport
Fréttamynd

Ceres 4 þrekþjálfari Þróttar

Kennarinn, þjálfarinn, tónlistarmaðurinn og athafnamaðurinn Hlynur Áskelsson, sem einhverjir kunna að þekkja sem Ceres 4 en aðrir sem Köttara númer tvö, hefur tekið að sér þrek- og úthaldsþjálfun Þróttar og mun þar af leiðandi bera ábyrgð á því að leikmenn liðsins geti hlaupið heilan fótboltaleik næsta sumar.

Sport
Fréttamynd

Sektað um 700 þúsund á árinu

Knattspyrnusamband Íslands hefur alls verið sektað um ríflega 700 þúsund krónur á tímabilinu vegna áminninga sem leikmenn íslenska landsliðsins hafa hlotið í undankeppni HM.

Sport
Fréttamynd

Allir á leið heim?

Eins og við greindum frá í gær þá er Þórarinn Kristjánsson líklega á leið til Keflavíkur á ný en samningaviðræður gætu tafist eftir að stjórn Keflavíkur komst að því að Þórarinn væri ekki lengur í viðræðum við Grindavík og því væru þeir einir um hituna.

Sport
Fréttamynd

Þórarinn til Keflavíkur

Knattspyrnumaðurinn Þórarinn Kristjánsson mun að öllum líkindum skrifa undir samning við uppeldisfélag sitt, Keflavík, í vikunni. Þórarinn hefur verið í viðræðum vð Grindavík og Keflavík síðustu vikur en Grindvíkingar hafa slitið viðræðunum þar sem þeir sáu sér ekki fært að mæta launakröfum Þórarins sem ku vera í hærri kantinum.

Sport
Fréttamynd

Breiðablik fór með sigur af hólmi

Lið Breiðabliks vann lið Icelandair í úrslitum á Mastersmótinu í Egilshöll í dag, en mótið var kennt við markaskorarann Ian Rush, fyrrum leikmann Liverpool, en lið hans hafnaði í þriðja sæti á mótinu eftir sigur á Víkingi í leiknum um þriðja sætið.

Sport
Fréttamynd

Skrifar undir hjá Skaganum á morgun

Knattspyrnumaðurinn Þórður Guðjónsson er á leið heim til Íslands og mun skrifa undir þriggja ára samning við sitt gamla félag ÍA á morgun. Þetta staðfesti Þórður sjálfur nú rétt áðan. Ljóst er að koma Þórðar verður Skagaliðinu mikill liðsstyrkur fyrir átökin næsta sumar, en hann hafnaði tilboði FHinga um að leika með liðinu og ákvað að fara á heimaslóðirnar.

Sport
Fréttamynd

Valur fær liðsstyrk

Valsmönnum gengu í dag frá samningi við tvo nýja leikmenn sem spila munu fyrir liðið á næsta ári. Þetta eru fyrrum Fylkismaðurinn Valur Fannar Gíslason og Pálmi Rafn Pálmason frá KA. Þá hefur knattspyrnudeild Víkings ákveðið að draga kæru á hendur Valsmönnum vegna ólöglegra viðræðna við leikmenn til baka, eftir að sátt náðist milli félaganna tveggja.

Sport
Fréttamynd

Lárus Orri tekur við þjálfun Þórs

Fyrrum atvinnumaðurinn Lárus Orri Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari fyrstu deildarliðs Þórs á Akureyri. Lárus hefur leikið með liðinu síðan hann sneri aftur heim úr atvinnumennsku og mun nú verða spilandi þjálfari liðsins. Samningurinn er til þriggja ára, en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í dag.

Sport
Fréttamynd

Bjarni aðstoðar Eyjólf

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Blika í Landsbankadeildinni, mun verða aðstoðarmaður félaga síns Eyjólfs Sverrissonar hjá íslenska landsliðinu. Þetta var tilkynnt í dag og kemur kannski ekki mikið á óvart, því þeir félagar hafa starfað saman áður.

Sport
Fréttamynd

Gerði þriggja ára samning

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun hefur Ásgeir Elíasson samþykkt að taka við þjálfun 1. deildar liðs Fram og hefur nú undirritað þriggja ára samning við sitt gamla félag, sem náði góðum árangri undir stjórn Ásgeirs á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Önnur kæra lögð fram á Val

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ hefur staðfest að sambandinu hafi borist kæra frá forráðamönnum Víkings á hendur Knattspyrnufélaginu Val fyrir að eiga ólöglegar viðræður við tvo af leikmönnum félagsins.

Sport
Fréttamynd

Fulham vann Liverpool

Leikjunum fjórum sem hófust klukkan 14 í enska boltanum er lokið. Þar ber hæst sigur Fulham á Liverpool, en mörk frá Collins John á 30. mínútu og Luis Boa Morte á þeirri 90. tryggðu Fulham góðan sigur á Evrópumeisturunum, sem hafa ekki riðið feitum hesti í úrvalsdeildinni í haust.

Sport
Fréttamynd

Lítið skorað á Englandi

Aðeins þrjú mörk eru komin í hálfleik í leikjunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Tottenham, þar sem Mikael Silvestre skoraði eftir mistök Paul Robinson í marki Tottenham.

Sport
Fréttamynd

Bayern á toppinn í Þýskalandi

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen skutust í toppsæti úrvalsdeildarinnar í dag þegar þeir tóku Duisburg í kennslustund 4-0 á heimavelli sínum. Michael Ballack, Ze Roberto, Claudio Pizarro og Roque Santa Cruz skoruðu mörk Bayern í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Charlton í annað sætið

Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton lyftu sér í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar áðan, þegar þeir báru sigurorð af lánlausu liði Portsmouth á útivelli, 2-1.

Sport
Fréttamynd

Wenger rólegur yfir klúðri Pires

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagðist í viðtali við BBC ekki hafa verið hrifinn af tilþrifum Robert Pires í dag, þegar hann klúðraði vítaspyrnu gegn Manchester City. Wenger á afmæli í dag og sagðist gjarnan hafa viljað eitthvað annað í afmælisgjöf en þetta.

Sport
Fréttamynd

Pires var klaufi

Robert Pires kann að hafa skorað sigurmark Arsenal gegn Manchester City í dag, en hann fór engu að síður mjög illa að ráði sínu í tvígang í leiknum. Í byrjun leiks lagði Thierry Henry upp sannkallað dauðafæri fyrir hann, en Pires tókst á óskiljanlegan hátt að skjóta boltanum yfir markið. En þar með var ekki öll sagan sögð.

Sport
Fréttamynd

Burley farinn frá Hearts

Knattspyrnustjórinn George Burley hefur hætt störfum hjá úrvalsdeildarliðinu Hearts í Skotlandi, eftir að hafa verið í starfi í aðeins fjóra mánuði. Talið er að ástæðan sé ágreiningur milli hans og eigandans Vladimir Romanov, sem keypti félagið í febrúar.

Sport
Fréttamynd

Richardson semur við United

Kieran Richardson hélt upp á 21 árs afmæli sitt með því að skrifa undir nýjan samning við Manchester United og því er ljóst að hann verður hjá félaginu til ársins 2009.

Sport
Fréttamynd

Davids tók Milan fram yfir United

Edgar Davids hjá Tottenham Hotspur hefur viðurkennt að litlu hafi munað að hann gengi í raðir Manchester United árið 1996, en hann kaus þess í stað að fara til AC Milan á Ítalíu frá liðinu sem hann lék með þá, Ajax í Amsterdam.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo verður með um helgina

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United verður í liðinu um helgina, þrátt fyrir að hafa verið kærður fyrir nauðgun. Þetta staðfesti Sir Alex Ferguson í dag. "Cristiano mætti á æfingu í gær og ég held að verði allt í lagi með hann þó þetta séu erfiðir tímar fyrir hann," sagði Ferguson, en United mætir Tottenham um helgina.

Sport
Fréttamynd

Henry segir Arsenal vanta menn

Thierry Henry, framherji Arsenal, segir að liðið vanti fleiri leikmenn og þá sérstaklega einhvern til að fylla skarð Patrick Vieira, ef það á að ná einhverjum árangri í vetur. Þær raddir gerast nú æ háværari að hann sé á förum frá Arsenal vegna óánægju með leikmannamál.

Sport
Fréttamynd

100 ára veldi Abramovich

Roman Abramovich, eigandi Chelsea segist ætla að byggja félagið upp svo það megi verða stórveldi í heimsknattspyrnunni næstu 100 árin og segir að sig hafi aldrei órað fyrir hvað væri gaman að byggja upp knattspyrnulið á Englandi.

Sport
Fréttamynd

Enn ein meiðslin hjá Villa

Wilfred Bouma, varnarmaður Aston Villa er meiddur á læri og verður frá í nokkrar vikur og eykur með því enn á meiðslavandann hjá mönnum David O´Leary, sem þegar hefur misst þá Jlloyd Samuel, Martin Laursen og Gary Cahill í erfið meiðsli.

Sport
Fréttamynd

Carroll klaufalegur

Markvörðurinn Roy Carroll hjá West Ham verður líklega ekki á milli stanganna hjá liði sínu um helgina eftir að hafa meitt sig á hné á æfingu í dag. Meiðslin eru í hæsta máta neyðarleg, því markvörðurinn flæktist í marknetinu þegar hann var að safna saman boltum eftir æfinguna.

Sport
Fréttamynd

Fjöldi liða skoðar Gunnar í kvöld

Útsendarar liða frá Englandi og Þýskalandi munu í kvöld fylgjast með Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, markahæsta leikmanni sænsku deildarinnar, þegar lið hans Halmstad mætir Hertha Berlin í Evrópukeppninni. Birmingham og Everton eru á meðal áhugasamra liða samkvæmt fréttavef BBC.

Sport
Fréttamynd

Torres orðaður við Arsenal

Breska dagblaðið Daily Mirror greinir frá því í dag að Arsenal sé á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum Fernando Torres hjá Atletico Madrid, en talið er að hann myndi kosta enska liðið um 15 milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Jol í vandræðum með Keane

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, viðurkennir fúslega að það sé óréttlátt að maður eins og Robbie Keane skuli þurfa að sitja á varamannabekk liðsins leik eftir leik, en segir að í sínum augum sé hann hluti af byrjunarliði sínu.

Sport