Ástin á götunni

Fréttamynd

Ótrúleg endurkoma Henry

Leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni er lokið og óhætt að segja að Thierry Henry hjá Arsenal hafi verið maður kvöldsins, en hann tryggði liði sínu 2-0 sigur í Prag með tveimur mörkum, eftir að hafa komið inná sem varamaður eftir aðeins fimmtán mínútna leik.

Sport
Fréttamynd

O´Leary kærður

Enska knattspyrnusambandið hefur kært David O´Leary, stjóra Aston Villa, fyrir óviðeigandi hegðun eftir að lið hans vann sigur á grönnum sínum í Birmingham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Sport
Fréttamynd

Wenger hrósaði Henry

Arsene Wenger er yfir sig ánægður með gengi sinna manna í Arsenal í Meistaradeildinni í ár og þá ekki síður með framherja sinn Thierry Henry, sem í gærkvöld varð markahæsti leikmaður Arsenal frá upphafi þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum á Sparta Prag.

Sport
Fréttamynd

Cissé líklegur gegn Anderlecht

Rafael Benitez segir vel koma til greina að nýta hungur franska framherjans Djibril Cissé með því að gefa honum tækifæri í byrjunarliðinu gegn Anderlecht í Meistaradeildinni annað kvöld, en liðin eigast við í G-riðli.

Sport
Fréttamynd

Ferguson ekki kátur með jafnteflið

Alex Ferguson var ekki par hrifinn af leik franska liðsins Lille í Meistaradeildinni í gær og sagði liðið aldrei hafa reynt að vinna leikinn. Einnig þótti honum rauða spjaldið sem Paul Scholes fékk í leiknum vera ansi strangur dómur.

Sport
Fréttamynd

Giggs verður frá í nokkrar vikur

Ryan Giggs hjá Manchester United verður frá keppni í allt að sex vikur vegna kinnbeinsbrots sem hann hlaut í leiknum við Lille í Meistaradeildinni í gærkvöld og eykur þar með enn á ófarir liðsins, sem hefur verið einstaklega óheppið með meiðsli á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

Melchiot meiddur

Varnarmaðurinn Mario Melchiot hjá Birmingham verður frá keppni í þrjár vikur í viðbót vegna hnémeiðsla, en hann missti af leik liðsins við grannaliðið Aston Villa um helgina. Fyrir eru þeir Stephen Clemence og David Dunne meiddir og verða frá í nokkurn tíma.

Sport
Fréttamynd

Ferguson vill hafa Keane í liðinu

Sir Alex Ferguson sagði í viðtali í gær að hann vildi hafa Roy Keane í liði sínu eins lengi og hann gæti reimað á sig skóna og hefur ekki gefið upp alla von um að halda fyrirliða liðsins hjá félaginu lengur en út þessa leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Henry í metabækurnar

Thierry Henry varð í gærkvöldi markahæsti leikmaður Arsenal frá upphafi, þegar hann skoraði tvö mörk í sigri Arsenal á Sparta Prag í Meistaradeildinni. Hann hefur nú skorað alls 186 mörk fyrir félagið, eða einu meira en Ian Wright.

Sport
Fréttamynd

Samningur Kerr ekki endurnýjaður

Stjórn írska knattspyrnusambandsins ákvað á fundi í gær að samningur landsliðsþjálfarans Brian Kerr yrði ekki endurnýjaður og þar með er átta ára starfi hans með liðið senn lokið. Ákvörðunin kemur ekki á óvart í kjölfar þess að honum mistókst að koma írska liðinu á HM næsta sumar.

Sport
Fréttamynd

Rooney verður í banni gegn Lille

Manchester United verður án Wayne Rooney í leiknum gegn Lille í Meistaradeildinni annað kvöld, en liðið getur huggað sig við að Ryan Giggs kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af leiknum gegn Sunderland um helgina vegna tognunar á læri.

Sport
Fréttamynd

Djurgården sænskir meistarar

Hvorki Kári Árnason né Sölvi Ottesen komu við sögu með liði sínu Djurgården sem tryggði sér sænska meistaratitilinn í knattpspyrnu í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Örgryte í næst síðustu umferð úrvalsdeildarinnar. Kári og Sölvi sátu á varamannabekknum allan leikinn.

Sport
Fréttamynd

Henry í hópnum gegn Sparta Prag

Thierry Henry hefur óvænt verið settur inn í leikmannahóp Arsenal fyrir leikinn gegn Sparta Prag í Meistaradeildinni annað kvöld, en mikil meiðsli eru í hóp Arsenal þessa dagana. Henry hefur ekki spilað leik fyrir Arsenal síðan í lok ágúst vegna nárameiðsla.

Sport
Fréttamynd

Arsenal ekki sterkt án lykilmanna

Knattspyrnustjórinn Martin Jol hjá Tottenham nýtur gríðarlegra vinsælda há stuðningsmönnum liðsins þessa dagana og varla hafa ummæli hans í garð erkifjendanna liðsins í dag verið til þess að draga úr aðdáun stuðningsmanna Tottenham.

Sport
Fréttamynd

Essien gæti fengið bann

Miðjumaðurinn Michael Essien gæti átt yfir höfði sér leikbann fyrir ljóta tæklingu hans á varnarmanninn Tal Ben Haim hjá Bolton um helgina, en vel má vera að knattspyrnusambandið fari yfir myndband af atvikinu í vikunni.

Sport
Fréttamynd

Wenger þreyttur á meiðslum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, virðist vera búinn að fá sig fullsaddan af tíðum meiðslum leikmanna sinna, ekki síst þegar þeir eru að spila með landsliðum sínum og telur það koma afar illa niður á Arsenal í deildarkeppninni. Meiðsli Alexander Hleb voru dropinn sem fyllti mælinn hjá Wenger.

Sport
Fréttamynd

Djurgarden sænskur meistari

Djurgarden, lið Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen, tryggði sér sænska meistaratitilinn í knattspyrnu í kvöld, þegar liðið krækti í stig gegn liði Jóhanns Guðmundssonar, Örgryte. Þar með tryggði liðið sér sigur í deildinni þegar ein umferð er eftir, því Gautaborg tapaði fyrir Hammarby á sama tíma.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Charlton og Fulham

Charlton og Fulham gerðu 1-1 jafntefli í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Collins John kom Fulham yfir í fyrri hálfleik en Danny Murphy jafnaði fyrir Charlton í upphafi síðari hálfleiks. Hermann Hreiðarsson lék allan tímann í vörn Charlton, en Heiðar Helguson fékk ekki tækifæri með Fulham.

Sport
Fréttamynd

Manchester United ræður þjálfara

Manchester United tilkynnti í dag ráðningu nýs þjálfara fyrir unglingalið félagsins í stað Ricky Sbragia, sem gekk í raðir Bolton á dögunum. Nýji þjálfarinn heitir Rene Meulensteen og er hollenskur. Hann hefur verið hjá Manchester United síðan 2001 og hefur fram til þessa starfað sem tækniþjálfari hjá liðinu.

Sport
Fréttamynd

Kári og Sölvi sænskir meistarar ?

Úrslitin í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta þetta tímabilið gætu ráðist ráðist á næstu 2 klukkutímum en nú kl. 17 hófust fjórir síðustu leikir næst síðustu umferðar. Djurgården sem er á toppnum heimsækir Örgryte og getur með sigri nánast gulltryggt sér sænska titilinn. Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru báðir á varamannabekk Djurgården.

Sport
Fréttamynd

Ferguson tekur ekki við Írum

Sir Alex Ferguson brást ókvæða við þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að taka við stöðu landsliðsþjálfara Íra eftir að Brian Kerr hætti með liðið, en haft var eftir Dennis Irvin, fyrrum leikmanni Manchester United, að Ferguson hefði verið í sambandi við írska knattspyrnusambandið um að taka við stöðunni.

Sport
Fréttamynd

Xavier féll á lyfjaprófi

Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier hjá Middlesbrough er kominn tímabundið leikbann í öllum keppnum, eftir að hafa fallið á lyfjaprófi sem hann fór í eftir leik Boro og Xanthi þann 29. september síðastliðinn.

Sport
Fréttamynd

Inter í 2. sætið á Ítalíu

Inter Milan lyfti sér upp í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með stórsigri á Livorno, 5-0. Inter er 6 stigum á eftir toppliði Juventus sem er með fullt hús stiga eftir 7 umferðir. Fiorentina sem var jafnt AC Milan í 2. sæti fyrir umferðina mistókst að saxa á forskot Juve þar sem liðið tapaði fyrir Lazio, 1-0 í dag.

Sport
Fréttamynd

Pearce ánægður með Andy Cole

Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, var ánægður með frammistöðu Andy Cole í gær, þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í sigri 2-1 á nýliðum West Ham á afmælisdaginn sinn.

Sport
Fréttamynd

Real Madrid komið á toppinn

Ronaldo skoraði þrennu og skaut Real Madrid á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi með 3-0 sigri á Atlético Madrid í gærkvöldi en þá fóru fram 3 leikir í deildinni. Deportivo La Coruña gerði jafntefli við Barcelona í 6 marka þriller.

Sport
Fréttamynd

Ívar & Brynjar með í sigri Reading

Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson léku báðir allan leikinn með Reading sem endurheimti 2. sætið í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag með 2-0 sigri á Ipswich. Reading er 3 stigum á eftir toppliði Sheffield Utd í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Leikmenn Guðjóns án sjálfstrausts

Guðjón Þórðarson þjálfari enska 2. deildarliðsins Notts County veit ekki sitt rjúkandi ráð þessa dagana en lið hans lék í gær áttunda leik sinn í röð án sigurs þegar það steinlá fyrir Rochadale, 3-0. <em>"...Þegar menn vorkenna sjálfum sér hjálpar það engum og þess gætir einmitt meðal minna leikmanna um þessar mundir."</em>

Sport
Fréttamynd

Man City í fjórða sætið

Andy Cole skoraði bæði mörk Manchester City sem læddi sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta nú síðdegis með sigri á West Ham 2-1. City komst í 2-0 en Bobby Zamara minnkaði muninn á lokamínútunum. City er með 17 stig í fjórða sætinu, jafnmörg stig og Man Utd sem er í 3. sæti. West Ham er í 9. sæti með 12 stig.

Sport
Fréttamynd

Robson tekur ekki við Írum

Gamla kempan Sir Bobby Robson hefur vísað þeim getgátum að hann muni taka við írska landsliðinu á bug og segir að liðið sé nú þegar með góðan þjálfara í Brian Kerr. Ekki er þó búist við að samningur hans verði endurnýjaður úr því að liðið komst ekki í lokakeppni HM.

Sport
Fréttamynd

Óvæntur sigur Álasunds á Start

Það urðu óvænt úrslit í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar efsta liðið Start tapaði á heimavelli 5-4 fyrir Álasundi. Jóhannes Harðarson var í byrjunarliði Start en Haraldur Guðmundsson kom inn á sem varamaður í liði Álasunds.

Sport