Ástin á götunni

Fréttamynd

Visa-bikarkeppnin karla í kvöld

Sextán liða úrslit í Visa-bikarkeppni karla í knattspyrnu hefjast í kvöld en þá verða þrír leikir. Skagamenn fá Breiðablik í heimsókn. Breiðablik er í fyrsta sæti 1. deildar og hefur ekki tapað leik á Íslandsmótinu.

Sport
Fréttamynd

Grétar kemur KR yfir

Grétar Hjartarson hefur komið KR yfir, 3-2 gegn Víkingi á KR velli. Markið kom á 5. mínútu seinni hálfleiks sem hófst 17 mínútur yfir 8 í kvöld. Staðan í hálfleik var 2-2 en KR-ingar komust yfir 2-0 í seinni hálfleik. Valur er ennþá 2-0 yfir gegn Haukum og Breiðablik er 0-1 yfir gegn ÍA uppi á Skaga.

Sport
Fréttamynd

Tveir leikir í framlengingu

Leikur Víkings og KR í 16 liða úrslitum Visa bikars karla fer í framlengingu en venjulegum leiktíma er lokið og staðan 3-3. Leikur ÍA og Breiðabliks fer einnig í framlengingu þar sem staðan að loknum 90 mínútum er 1-1. Valur hefur tryggt sér farseðilinn í 8 liða úrslitin með 5-1 sigri á Haukum. Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu fyrir Val.

Sport
Fréttamynd

Mourinho byrjaður

Það fer ekki á milli mála að undirbúningstímabilið í ensku knattspyrnunni er að byrja, því Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea er byrjaður að gefa út yfirlýsingar.

Sport
Fréttamynd

4 mörk komin á Hlíðarenda

Staðan hjá Val og Haukum í 16 liða úrslitum Visabikarkeppninnar er orðin 3-1 fyrir Val en seinni hálfleikur er nýhafinn. á 51. mínútu jók Baldur Aðalsteinsson forystuna fyrir Val í 3-0 en aðeins mínútu síðar minnkaði Rodney Parry muninn í 3-1. 1. Breiðablik er enn 0-1 yfir gegn ÍA uppi á Skaga og KR er 2-3 yfir gegn Víkingum í Fossvoginum.

Sport
Fréttamynd

Valur og ÍA í 8 liða úrslitin

Landsbankadeildarlið ÍA hefur tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í framlengdum leik uppi á Skaga. Fyrr í kvöld vann Landsbankadeildarlið Vals 1. deildarlið Hauka, 5-1 á Hlíðarenda. Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu fyrir Val. Nú er að hefjast vítaspyrnukeppni hjá Víkingi og KR.

Sport
Fréttamynd

Norska úrvalsdeildin

Haraldur Freyr Guðmundsson skoraði fyrir lið sitt Álasund í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Álasund tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Hannesi Sigurðssyni og félögum hans í Víkingi.

Sport
Fréttamynd

Keflavík yfir gegn FH

8. umferð Landsbankadeildar kvenna í fótbolta hófst í kvöld kl. 20 með einum leik. Keflavík er yfir á útivelli, 0-1 gegn FH. Vesna Smiljkovic skoraði markið á 21. mínútu. Í Visa bikar karla var Garðar Gunnlaugsson að koma Val í 4-1 gegn Haukum og hefur hann því skorað tvö marka Valsmanna.

Sport
Fréttamynd

Jörundur spáir Blikasigri

Í öllum þremur leikjunum í VISA-bikarnum í kvöld leika lið úr Landsbankadeildinni gegn liðum úr 1.deild. Toppliðin tvö í 1.deildinni kljást bæði við lið sem eru um miðja Landsbankadeildina og því gæti fólk séð í þeim leikjum hver munurinn milli deildanna tveggja er.

Sport
Fréttamynd

Viðræður Gerrards strandaðar?

Ensku slúðurblöðin eru uppfull af því að Chelsea muni gera Liverpool tilboð í Steven Gerrard. Blöðin segja að viðræður Gerrards og Liverpool hafi siglt í strand í gærkvöldi og að Rafael Benitez knattspyrnustjóri vilji selja fyrirliðann til að fjármagna kaup á nýjum leikmönnum.

Sport
Fréttamynd

Zenden kominn til Liverpool

Boudewijn Zenden stóðst læknisskoðun hjá Evrópumeisturum Liverpool og gengur til liðs við félagið á mánudag. Zenden kemur á frjálsri sölu frá Middlesbrough. Hann er 28 ára miðjumaður og á að baki fjölmarga landsleiki fyrir Hollendinga. Hann lék áður með Barcelona og Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Ferguson fær peninga til að kaupa

Joel Glazer, einn hinna nýju stjórnarmanna Manchester United, hefur fullvissað stuðningsmenn liðsins um að knattspyrnustjórinn, Alex Ferguson, fái peninga til þess að kaupa leikmenn. Joel Glazer er sonur Bills Glazer, bandaríska auðkýfingsins sem borgaði 92 milljarða króna þegar hann keypti félagið fyrr í sumar.

Sport
Fréttamynd

Samningi Vieris rift

Ítalska knattspyrnuliðið Internazionale hefur rift samningi við framherjann Christian Vieri. Vieri átti ár eftir af samningi en það varð að samkomulagi milli leikmannsins og félagsins að leiðir myndu skilja.

Sport
Fréttamynd

Baráttusigur Valsmanna

Valsarar sigruðu Þróttarar í Laugardalnum í gærkvöldi og fylgja FH-ingum eins og skugginn

Sport
Fréttamynd

Guðjón ræður sér aðstoðarmann

Guðjón Þórðarson hefur ráðið sér aðstoðarmann hjá Notts County. Ross McLaren heitir hann og hefur verið aðstoðarstjóri hjá Derby og Aston Villa.

Sport
Fréttamynd

Roma má ekki kaupa í eitt ár

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur bannað ítalska liðinu Roma að kaupa leikmenn í eitt ár. Romaliðið braut reglur þegar það keypti franska leikmanninn Philp Mexes í fyrra. Mexes var búinn að ganga frá samningi við franska liðið Auxerre en forráðamenn Roma settu sig í samband við leikmanninn og hvöttu hann til þess að hætta við félagaskiptin.

Sport
Fréttamynd

Lánssamningur við Liverpool

Liverpool hefur gengið frá lánssamningi við tvítugan útherja frá spænska liðinu Albacete. Mark Gonzales er Chilemaður og Liverpool fær kauprétt á honum, standi hann sig hjá félaginu. Albacete féll úr spænsku úrvalsdeildinni og er til í að selja Gonzales á 550 milljónir króna.

Sport
Fréttamynd

Deyðu Glazer, deyðu

Stuðningsmenn Manchester United sýndu vilja sinn í verki þegar nýju stjórnarmenn félagsins, synir Malcom Glazer, mættu á Old Trafford í gær. Kalla á lögreglu til að skakka leikinn þegar fjöldi stuðningsmanna voru með hávær mótmæli fyrir framan völlinn.

Sport
Fréttamynd

Gaui vill vinna Mansfield

Guðjón Þórðarson hefur lofað áhangendum Notts County að liðið muni leggja sig allt fram undir sinni stjórn á komandi tímabili, en leikmenn eru að koma saman eftir sumarleyfi um þessar mundir og munu hefja stífar æfingar að hætti Guðjóns til að koma sér í stand fyrir átökin.

Sport
Fréttamynd

Real Madrid kaupir Garcia

Real Madríd hefur fest kaup á 28 ára úrguvæskum miðjumanni, Pablo Garcia frá Osasuna. Garcia er miðjumaður og kemur væntanlega til með að berjast um stöðu í Madrídarliðinu við Danann Thomas Gravesen.

Sport
Fréttamynd

Yakubu fær ekki atvinnuleyfi

Framherjinn sterki Yakubu, sem Middlesbrough keypti frá Portsmouth fyrir skömmu, uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru varðandi leikjafjölda með landsliði sínu og hefur því verið synjað um atvinnuleyfi á Englandi.

Sport
Fréttamynd

Stoke fréttir

Fyrrverandi knattspyrnustjóri Stoke City, Tony Pulis, samdi við framherjann Mamady Sidibe án vitundar Gunnars Þórs Gíslasonar stjórnarformanns félagsins. Þetta kemur fram á Oatcake heimasíðu stuðningsmanna liðsins.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo nálægt samningi við United

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er kominn á fremsta hlunn með að skrifa undir nýjan samning við félagið, ef marka má orð knattspyrnustjórans Alex Ferguson, sem segir strákinn líklega ganga frá málinu síðar í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Alpay þrisvar útaf

Tyrkneski knattspyrnumaðurinn Alpay vann það afrek að vera þrisvar sinnum rekinn útaf í 7 leikjum í japönsku 1. deildinni.

Sport
Fréttamynd

Robinho til Real Madríd?

Líkur á að Brasiliumaðurinn Robinho fari til spænska liðsins Real Madríd eru taldar meiri en áður eftir að leikmaðurinn lýsti því yfir við í samtali við brasilíska sjónvarpsstöð í gærkvöldi að Real Madríd væri góður kostur fyrir sig.

Sport
Fréttamynd

Brasilía vann Argentínu

Brasilíumenn sigruðu Argentínumenn með fjórum mörkum gegn einu í úrslitaleik álfukeppninnar í knattspyrnu í Frankfurt í Þýskalandi í gærkvöldi. Adriano og Kaka skoruðu í fyrri hálfleik og Ronaldinho kom Brasilíumönnum í 3-0 í byrjun síðari hálfleiks.

Sport
Fréttamynd

Poulis vonsvikinn

"Ég vill taka það fram að litarháttur eða þjóðerni hafa aldrei haft áhrif á hvernig ég stilli upp mínu liði," sagði vonsvikinn Tony Pulis í samtali við breska fjölmiðla í gær, daginn eftir að hafa verið rekinn frá enska knattspyrnufélaginu Stoke City, sem er að mestu í eigu íslenska fjárfesta.

Sport
Fréttamynd

Sao Paulo í úrslit

Brasilíska liðið Sao Paulo komst í gærkvöldi í úrslit Suður Ameríkukeppni félagsliða í knattspyrnu eftir 3-2 sigur á argentínska liðinu River Plate. Sao Paolo vann fyrri leikinn 2-0 og því samtals með fimm mörkum gegn tveimur. Sao Paulo mætir annað hvort Atletico Paranaense Brasilíu eða Guadalajara Mexikó í úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Collina dæmir áfram

Pierluigi Collina, besti dómari heims, fær að sinna starfi sínu í eitt tímabil til viðbótar vegna nýrra reglna sem ítalska knattspyrnusambandið samþykkti í gær. Collina er orðinn 45 ára og átti að vera hættur þar sem hann hafði náð hámarksaldri dómara.

Sport
Fréttamynd

Robinho vill fara til Madrid

Brasilíska undrabarnið Robinho hefur tekið af allan vafa um framtíð sína og segist vilja ganga til liðs við Real Madrid á Spáni, en hinn 21-árs gamli sóknarmaður hefur verið orðaður við félög á Englandi.

Sport