Ástin á götunni

Fréttamynd

Brasilía naumlega í undanúrslitin

Brasilía komst naumlega í undanúrslit álfukeppninnar í knattspyrnu í kvöld og mætir þar Þjóðverjum. Heimsmeistararnir gerðu í kvöld 2-2 jafntefli við Japana sem sitja eftir þrátt fyrir að vera jöfn að stigum. Mexíkó er í efsta sæti B-riðls með 7 stig.

Sport
Fréttamynd

Enska FA enn í vandræðum

Einkaritarinn sem stóð í framhjáhaldi með Sven-Göran Eriksson, lansliðsþjálfara enska knattspyrnulandsliðsins, Faria Alam, heldur áfram að hrista stoðir enska knattspyrnusambandsins. Hún hefur nú ásakað sambandið um ólöglega uppsögn og heldur því fram að hún hafi orðið fyrir barðinu á kynferðislegu áreiti hjá þáverandi yfirmanni sínum.

Sport
Fréttamynd

Segist hafa hafnað tilboði Chelsea

Kamerúnski knattspyrnumaðurinn Samuel Eto´o segist hafa hafnað girnilegu tilboði enska liðsins Chelsea og ákveðið í staðinn að framlengja samning sinn við Barcelona. Reiknað er með því að Eto´o skrifi undir samning til ársins 2010.

Sport
Fréttamynd

Djurgården efst í Svíþjóð

Djurgården náði í gærkvöldi fjögurra stiga forystu í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið sigraði Helsingborg með fimm mörkum gegn engu. Kári Árnason tók út leikbann í liði Djurgården en Sölvi Geir Ottesen kom ekki við sögu. Djurgården hefur 23 stig en Malmö er í öðru sæti með 19 stig.

Sport
Fréttamynd

Fer Heiðar til Wigan?

Heiðar Helguson gæti skrifað undir hjá enska knattspyrnufélaginu Wigan Athletic sem leikur í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð í fyrsta skipti í sögunni. Heiðar hittir stjóra Wigan, Paul Jewell, í dag eða á morgun til að ræða um launaliði. Talið er að Watford, félag Heiðars, hafi samþykkt einnar milljóna punda tilboð í sóknarmanninn.

Sport
Fréttamynd

Dregið í VISA-bikarkeppninni

Dregið var í hádeginu í VISA-bikarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu á Hótel Loftleiðum. Í 16 liða úrslitum karla mætast eftirtalin lið 12. júlí:

Sport
Fréttamynd

Haraldur í liði vikunnar

Nýliðinn í íslenska landsliðinu í knattspyrnu, Haraldur Freyr Guðmundsson er greinilega að taka stöðugum framförum sem leikmaður en hann var í dag útnefndur í úrvalslið 11. umferðar í norsku úrvalsdeildinni. Haraldur sem lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Möltu á dögunum leikur með Aalesund sem er í næst neðsta sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Veigar skoraði gegn Skeid

Veigar Páll Gunnarsson skoraði eitt marka Stabæk sem sigraði Skeid 4-0 í norsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Þetta var fimmta deildarmark Veigars fyrir Stabæk sem er í öðru sæti með 27 stig, þremur stigum á eftir Bryne sem hefur forystu í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Þjóðverjum og Argentínu

Þýskaland og Argentína skildu jöfn, 2-2 í álfukeppninni í knattspyrnu nú í kvöld. Liðin eru bæði örugg í undanúrslit og eru jöfn að stigum í A-riðli en Þjóðverjar á toppnum með betri markatölu. Túnis náði 3. sætinu með því að leggja Ástrala 2-0 einnig í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Everton á eftir Bellamy

Úrvalsdeildarilið Everton virðist vera líklegasta liðið til að landa vandræðagemsanum Craig Bellamy frá Newcastle, eftir að útséð virðist með það að Celtic í Skotlandi hafi efni á honum.

Sport
Fréttamynd

Safnaði fé fyrir Watford

Tónlistarmaðurinn Sir Elton John safnaði 1,3 milljónum sterlingspunda, eða 155 milljónum íslenskra króna, fyrir fótboltaliðið Watford. Sir Elton, sem er gallharður stuðningsmaður félagsins, hélt tónleika á laugardag og 23 þúsund áhorfendur mættu. Popparinn segir að upphæðina eigi Watford að nota til þess að kaupa leikmenn.

Sport
Fréttamynd

Fylkir og ÍBV í vandræðum í bikar

Fylkir og ÍBV lentu í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í knattspyrnu í gær. Fylkir sigraði KS 4-2 í framlengdum leik. Björgólfur Takefusa skoraði tvö marka Fylkis úr vítaspyrnum. Í Ólafsfirði tryggði Orri Rúnarsson Leiftri/Dalvík framlengingu þegar hann skoraði á síðustu mínútu leiksins. Bjarni Hólm Aðalsteinsson skoraði sigurmark ÍBV í framlengingu.

Sport
Fréttamynd

Kroldrup á leið til Everton

Everton er sagt vera komið langt á veg með að tryggja sér danska varnarmanninn Per Kroldrup á fimm milljónir punda frá ítalska liðinu Udinese.

Sport
Fréttamynd

Mexíkóar lögðu Brasilíumenn

Mexíkóar sigruðu Brasilíumenn 1-0 í Álfukeppninni í knattspyrnu í Þýskalandi í gærkvöldi. Jared Borghetti skoraði markið hálftíma fyrir leikslok. Með sigrinum tryggði Mexikó sér sæti í undanúrslitum en Brasilíumenn og Japanar mætast á miðvikudag í leik sem sker úr um það hvort liðanna fylgir Mexikóum í undanúrslitin. Japanar unnu Evrópumeistara Grikkja 1-0 í gær.

Sport
Fréttamynd

Essien verður dýr

Forráðamenn frönsku meistaranna í Lyon segja að Chelsea verði að kafa enn dýpra í budduna ef þeir ætli sér að landa hinum eftirsótta Michael Essien, en segjast jafnframt vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda í miðjumanninn unga.

Sport
Fréttamynd

Óvænt úrslit í VISA-bikarnum

1. deildarlið Hauka gerði sér lítið fyrir og sló Landsbankadeildarlið Þróttar úr leik í VISA-bikarnum í knattspyrnu eftir vítaspyrnukeppni. Keflavík komst einnig í hann krappann gegn Fjölni í Grafarvogi en slapp með skrekkinn.

Sport
Fréttamynd

Mátti ekki spila gegn KR

"Það var ansi svekkjandi að fá ekki að spila þennan leik," sagði Vigfús Arnar Jósepsson, sem leikur lykilhlutverk með liði Leiknis R. sem situr á toppnum í 2. deildinni. Leiknir tók á móti KR í bikarnum á sunnudag en KR-ingar vildu ekki að Vigfús léki þann leik þar sem hann er samningsbundinn félaginu en er á lánssamningi hjá Leikni.

Sport
Fréttamynd

Bowyer ekki óvinsæll í Birmingham

Nú hefur komið á daginn að stuðningsmenn Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eru ekki eins mikið á móti því að Lee Bowyer gangi til liðs við félagið og leit út fyrir í fyrstu.

Sport
Fréttamynd

Spurs íhuga nýtt tilboð í Johnson

Áhugi Tottenham Hotspur á enska landsliðsmanninum Andy Johnson hefur nú vaknað að nýju, eftir að kappinn gaf það út opinberlega að hann vildi komast frá liði sínu Crystal Palace og í úrvalsdeildina, til að eiga betra tækifæri á að verða í enska hópnum fyrir HM í Þýskalandi á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

McClaren semur við Boro

Knattspyrnustjóri Middlesbrough, Steve McClaren hefur handsalað nýjan fjögurra ára samning við Steve Gibson, stjórnarformann liðsins.

Sport
Fréttamynd

Eto´o vildi ekki til Chelsea

Kamerúninn Samuel Eto´o hefur greint frá því að hann hafi hafnað tilboði frá Chelsea um að ganga til liðs við þá í sumar og mun þess í stað ganga frá nýjum samningi við Barcelona fljótlega.

Sport
Fréttamynd

Parma áfram í úrvalsdeildinni

Parma hélt sæti sínu í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á kostnað Bologna. Parma vann seinni einvígisleikinn við Bologna, 2-0, í gær. Í leikslok þurfti lögreglan að beita táragasi eftir að stuðningsmenn Bologna ruddust inn á völlinn.

Sport
Fréttamynd

Ruddust inn á fund hjá UEFA

Eggert Magnússon og kollegar hans í framkvæmdanefnd knattspyrnusambands Evrópu fengu heldur óvænta heimsókn á ráðstefnu nefndarinnar sem nú stendur yfir á City of Manchester Stadium í Manchester á Englandi. Óhressir stuðningsmenn Manchester United, andstæðingar bandaríska auðnjöfurins Malcolm Glazer vildu hafa áhrif á niðurstöðu ráðstefnunnar.

Sport
Fréttamynd

Hann er lítill fjarsjóður

„Ég lít á það sem lítinn fjarsjóð að geta valið leikmann með þennan persónuleika og þessa hæfileika í mitt lið,“ sagði Carlos Alberto Perreira eftir leik Brasilíu gegn Grikklandi í álfukeppninni sem nú stendur yfir í Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Uppbyggingin er að skila sér

Breiðablik er í sérflokki í 1. deild karla í fótbolta og er með fullt hús stiga að loknum fyrstu sex umferðunum. Þeir sem tengjast félaginu segja árangurinn liggja í uppbyggingarstarfsemi síðustu ára.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar í undanúrslitin

Þjóðverjar tryggðu sér áðan sæti í undanúrslitum álfukeppninnar í knattspyrnu þegar þeir lögðu Afríkumeistara Túnis 3-0 í A-riðli. Öll mörkin komu á síðustu 16 mínútum leiksins frá þeim Michael Ballack, Sebastien Schweinsteiger og Mike Hanke. Argentínumenn geta fylgt Þjóðverjum upp úr riðlinum sigri þeir Ástralíu í kvöld.

Sport
Fréttamynd

ÍA hópurinn sem fór til Finnlands

Skagamenn héldu til Finnlands í gær þar sem liðið mætir Inter Turku í 1. umferð Inter-toto keppninnar í knattspyrnuá morgun sunnudag. Þetta er fyrri leikur liðanna en sá síðari verður á Akranesi viku síðar. Töluverð meiðsli hrjá Skagaliðið þessa dagana.

Sport
Fréttamynd

Heiðar hafnaði tilboði Watford

Enskir fjölmiðlar greina frá því að landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson hjá Watford hafi hafnað tilboði um nýjan samning við félagið. Adrian Boothroyd, stjóri liðsins, býst við að Heiðar fari frá félaginu ef rétt verð fæst fyrir hann.

Sport
Fréttamynd

Pires til Valencia?

Robert Pires, miðvallarleikmaður Arsenal, gæti verið á förum frá félaginu til spænska liðsins Valencia fyrir þrjár milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Hannes skoraði í stórslagnum

U21 landsliðsmaðurinn Hannes Sigurðsson skoraði síðara mark Viking Stavanger sem sigraði Vålerenga í Osló 2-1 í í dag í fyrsta leik 11.umferðar í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Árni Gautur Arason var í marki Vålerenga sem er jafnt Viking að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar með 18 stig.

Sport