Tækni

Fréttamynd

Óánægja meðal starfsfólks

Nýtt rafrænt stimpilklukkukerfi sem tekið hefur verið upp á ríkisspítölunum þykir það flókið að starfsfólk hefur sagt upp störfum og fleiri íhuga uppsagnir. Hefur öllum starfsmönnum verið gert að sækja sérstök námskeið til að læra á kerfið og hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að sú krafa hafi fyllt mælinn hjá fjölmörgum einstaklingum.

Innlent
Fréttamynd

Bitnar á börnum og unglingum

Gægju- og njósnabúnaður er sívaxandi vandamál í heimilistölvum. Búast má við að ný heimilistölva geti allt að 850 veirur, orma og hlaðið inn gægju- og njósnabúnaði af ýmsu tagi á einni klukkustund sé hún lítið varin og netnotkunin óvarleg. Óværan bitnar einkum á börnum og unglinum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Sony sektað fyrir einkaleyfabrot

Dómstóll í Kaliforníu hefur sett sölubann á Playstation-leiki og sektað framleiðandann Sony um 90 milljónir bandaríkjadala fyrir brot á einkaleyfalöggjöfinni. Sony hefur ákveðið að áfrýja að dómnum og á meðan er fyrirtækinu heimilt að selja tölvuleikina. Dómstóllinn féllst á rök tölvufyrirtækisins Immersion, sem stefndi Sony, að það ætti einkarétt á þeirri tækni sem veldur titringi í stjórnborði Playstation-leikjanna.

Leikjavísir
Fréttamynd

Þjófnaðarhugbúnaði laumað í tölvur

Tölvunotendum stafar æ meiri ógn af óprúttnum náungum sem lauma hugbúnaði í tölvurnar þeirra eða reyna að plata út úr þeim viðkvæmar upplýsingar. Bandarískur sérfræðingur í tölvuöryggismálum segir einu vörn fólks gegn þessu að uppfæra vírusvarnir sínar reglulega.

Innlent
Fréttamynd

Bætir GSM-kerfi sitt á Vesturlandi

Og Vodafone hefur tekið í notkun GSM-senda í Hvalfjarðargöngum, en um er að ræða lokahluta verkefnis sem staðið hefur yfir frá því í fyrra og felur í sér helmingsfjölgun á sendum á GSM-dreifikerfi Og Vodafone á Vesturlandi. Í tilkynningu frá félaginu segir að markmiðið hafi verið að efla og þétta kerfið á þessu landssvæði, sérstaklega við þjóðveg 1.

Innlent
Fréttamynd

Fjarskiptatækni vel nýtt á Íslandi

Íslendingar standa næstfremstir allra þjóða í nýtingu á nýrri tækni í upplýsinga- og samskiptaiðnaði. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins sem nær til 104 landa. Singapúr er í efsta sæti listans. Framfarir Íslendinga eru miklar því að í fyrra skipuðu þeir tíunda sæti listans.

Innlent
Fréttamynd

Aukning í árásum tölvuhakkara

Mikil aukning hefur orðið á árásum svokallaðra tölvuhakkara á vefsíður íslenskra fyrirtækja upp á síðkastið. Lögreglan í Reykjavík hvetur einstaklinga og fyrirtæki til að huga vel að vírusvörnum í tölvum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Skype gríðarlega vinsælt

Meira en 150 þúsund manns hlaða niður símaforritinu Skype á degi hverjum, að sögn sænsks höfundar forritsins. Með Skype geta nettengdir talað ókeypis saman heimshorna á milli. Notendur Skype eru nú um 29 milljónir.

Erlent
Fréttamynd

Símar og vefir gáfu sig undan IDOL

Svo mikil þátttaka var í kosningu í tengslum við IDOL undanúrslitin að símakerfi hreinlega gáfust upp. Þá var svo mikil umferð á vef Vísis vegna IDOL leiksins að verulega hægði á vefnum og um tíma var hann við það að fara niður.

Innlent
Fréttamynd

Má ekki hafa Playstation2.is

Samkeppnisráð hefur úrskurðað að Haukur Vagnsson, sem búsettur er í Þýskalandi, hafi með skráningu lénsins playstation2.is, brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Því hefur Hauki verið bönnuð notkun lénsins og verður hann að afskrá það innan tveggja vikna frá birtingu ákvörðunarinnar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ólögmæt lénsskráning

Samkeppnisráð hefur úrskurðað að Haukur Vagnsson, sem búsettur er í Þýskalandi, hafi með skráningu lénsins playstation2.is, brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Því hefur Hauki verið bönnuð notkun lénsins og verður hann að afskrá það innan tveggja vikna frá birtingu ákvörðunarinnar. 

Leikjavísir
Fréttamynd

Vísir mest sótti vefur landsins

Vísir.is er orðinn fjölsóttasti vefur landsins. Þetta kemur fram í samræmdri vefmælingu Modernus fyrir vikuna 21. til 27. febrúar. Tæplega 160 þúsund manns heimsóttu Vísi síðustu heilu vikuna í febrúar og varð það til þess að vefurinn er kominn í efsta sæti á lista Modernus yfir þá vefi sem flestir netnotendur fara inn á.

Innlent
Fréttamynd

Selja hreingerningamenn á Netinu

„Mjög basískur sérstakur hreingerningamaður fyrir allur harður, fínn-æðóttur og ör-holóttur yfirborð.“ Íslenskan er snúið tungumál og ekki fyrir hvern sem er að snara erfiðum texta yfir á hið ástkæra, ylhýra.

Innlent
Fréttamynd

Tónlist hlaðin niður í farsíma

Innan tíðar verða gemsar færir um að leika tónlist eins og mp-3 spilarar. Nokia, Microsoft og Loudeye greindu í gær frá því að þau hygðust hefja samstarf um þróun næstu kynslóðar farsíma. Sú kynslóð mun gera farsímafyrirtækjum fært að bjóða áskrifendum sínum tónlist sem hægt er að hlaða niður.

Erlent
Fréttamynd

Óviðkomandi með öryggiskóða

Sumir fyrrverandi öryggisverðir Securitas hafa gilda öryggiskóða að fyrirtækjum og heimilum sem keypt hafa þjónustu af fyrirtækinu. Fyrrum öryggisvörður afhenti blaðamanni Fréttablaðsins miða með númeri sem veitti fullan aðgang að því húsi sem blaðið hefur aðsetur í. Kóðanum var hins vegar breytt eftir samtal blaðamanns við forstjóra Securitas.

Innlent
Fréttamynd

Vírusar leggist á síma og bílvélar

Vírusar verða ekki bundnir við tölvur í framtíðinni, heldur gætu þeir einnig átt eftir að leggjast á síma og bílvélar svo fátt eitt sé nefnt. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skýrslu sem öryggisdeild IBM gerði og verður birt í dag.

Erlent
Fréttamynd

Bæta öryggi barna á Netinu

Ísland er í hópi þrjátíu landa sem ætla að gera átak til að bæta öryggi barna á Netinu. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla sölu grunnnets Símans

Fjarskiptafyrirtækin Og Vodafone og eMax og INTER, samtök aðila sem veita netþjónustu, mótmæla fyrirhugaðri sölu á grunnneti Símans, sem þau segja eina mikilvægustu auðlind Íslendinga. Er þess krafist í fréttatilkynningu frá félögunum þremur að að grunnnetið verði undanskilið þegar Síminn verður seldur einkaaðilum.

Innlent
Fréttamynd

Lítið forrit lækkar símreikninginn

Eitt lítið tölvuforrit getur lækkað símreikning fólks um þúsundir króna á mánuði. Tugir milljóna manna nota þetta forrit nú þegar og þeim fer fjölgandi með degi hverjum. Tölvusérfræðingur segir að þetta kollvarpi símamarkaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta farþegavél sögunnar

Airbus A380 farþegaflugvélin verður frumsýnd við hátíðlega athöfn í dag í Toulouse í Frakklandi og muna marka tímamót því hún er stærsta farþegaflugvél sögunnar.

Erlent
Fréttamynd

Ókeypis Opera í háskólana

Norska vafrafyrirtækið Opera Software tilkynnti í gær að æðri menntastofnanir gætu fengið ókeypis hugbúnaðarleyfi fyrir netvafra fyrirtækisins. Þetta er sagt gert til að mæta kröfum nemenda og háskóla um öruggt netvafur.

Innlent
Fréttamynd

Berst fyrir frelsi hugbúnaðar

Richard M. Stallman, hugbúnaðarfrömuður og baráttumaður gegn einkaleyfisbundnum hugbúnaði hélt á mánudag og þriðjudag tvo fyrirlestra í Kennaraháskóla Íslands. Stallmann er stofnandi "Free Software Foundation" og stofnandi GNU verkefnisins.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi barna á Netinu

Heimili og skóli, landssamtök foreldra, hafa fengið 25 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til að stuðla að öruggri notkun barna og unglinga á Netinu. Verkefnið nær einnig til foreldra því meirihluti þeirra virðist ekki hafa hugmynd um netnotkun barna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Gagarín tilnefnt til verðlauna

Verkið "Hvernig verður þjóð til?" sem Gagarín vann fyrir Þjóðminjasafn Íslands er tilnefnt til norrænu Möbius margmiðlunarverðlauna.

Innlent
Fréttamynd

Kærðir fyrir brot á höfundarrétti

Félag hljómplötuframleiðenda, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, Samtök myndrétthafa á Íslandi og Framleiðendafélagið hafa lagt fram kærur til Ríkislögreglustjóra á hendur 10 mönnum á fimm svokölluðum tengipunktum fyrir gróf brot á höfundarréttarlögum.

Innlent
Fréttamynd

Ljósleiðari hækkar fasteignaverð

Seltjarnarnesbær og Orkuveita Reykjavíkur hafa undirritað samning þar sem gert er ráð fyrir að ljósleiðaratenging frá OR verði í öllum húsum á Seltjarnarnesi um mitt ár 2006.

Innlent