Héðan og þaðan

Fréttamynd

Bíður dóms vegna ruslpóst

27 ára maður að nafni Joshua Eveloff á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi og sekt upp á jafnvirði allt að 17 milljónum íslenskra króna í Bandaríkjunum fyrir að senda margar milljónir af ruslpósti árið 2004. Tilgangurinn með póstsendingunum var að auglýsa hugbúnað sem gat stolið aðgangsorðum úr nettengdum tölvum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ef krónan væri bíll

Ef íslenska krónan væri bíll þá væri hún Austin Mini. Við Íslendingar höfum verið nokkuð ánægð með litla bílinn okkar. Hann hefur gert okkur kleift að skáskjóta okkur í gegnum traffíkina á aðreininni og komast út á hraðbrautina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tveggja ára leik loksins lokið

Maður nokkur í Bretlandi vann sér inn jafnvirði 13,2 milljóna íslenskra króna, þegar hann bar sigur úr býtum í leik í byrjun mánaðar sem á sér stað jafnt í raunheimi sem á netinu. Leikurinn, sem heitir Perplex City og hefur staðið yfir í tvö ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Styttist í Íslenska þekkingardaginn

Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) efnir til ráðstefnunnar og verðlaunaafhendingarinnar Íslenski þekkingardagurinn á Nordica hóteli fimmtudaginn 22. febrúar í næstu viku. Þetta er í sjöunda sinn sem ráðstefnan er haldin. Þema hennar að þessu sinni er samrunar og yfirtökur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta Tarsan-myndin í bíó

Fyrsta kvikmyndin um ævintýri hvíta frumskógarkonungsins Tarsans var frumsýnd á þessum degi árið 1918. Leikstjóri myndarinnar var Bandaríkjamaðurinn Scott Sidney en með aðalhlutverk Tarsans fór Elmo nokkur Lincoln.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kvikmyndakeppni á MySpace-síðunni

Netveitan MySpace hefur efnt til stuttmyndasamkeppni á netinu í samstarfi við bresku sjónvarpsstöðina Film4. Netverjar geta tekið þátt í keppninni, sem heitir MyMovie MashUp, með því að setja stuttmyndir sínar inn á vefsvæði MySpace.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Seed Forum vekur athygli vestanhafs

Fjárfestaþing Seed Forum þar sem efnaðir einstaklingar og sprotafyrirtæki eru leidd saman hefur vakið heilmikla athygli í fagtímaritum fyrir fjárfesta í Bandaríkjunum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við Jón Helga Egilsson, framkvæmdastjóra Seed Forum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veðjum á raunveruleg verðmæti

Það fór eins og Aurasálina grunaði. Þjónustugjöldin hafa skilað bönkunum ævintýralegum hagnaði enn eitt árið. Allir bankarnir nema Seðlabankinn tilkynna nú um frámunalega mikinn hagnað af starfsemi sinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fox gegn YouTube

Bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hefur farið fram á að stjórnendur netveitunnar YouTube gefi upp nafn manns sem hlóð tólf þáttum af teiknimyndaseríunni Simpsons og fjórum fyrstu þáttum úr nýjustu þáttaröðinni 24 inn á veituna sem gerði netverjum kleift að horfa á þættina án endurgjalds.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samstarf um græna vottun fyrirtækja

Data Íslandia er í samstarfi við eitt stærsta ráðgjafa- og vottunar-fyrirtæki á Bretlandseyjum í loftslagsmálum, The CarbonNeutral Company. „Umfjöllun um verndun loftslagsins í heiminum er eitt aðalumræðuefnið í heimsfréttunum og eftir fund þeirra í London, hafa fyrirtækin sameinað krafta sína til að beina athygli annarra fyrirtækja að mikilvægi þessa málefnis,“ segir í tilkynningu Data Íslandia.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugfrumkvöðull deyr

Í gær voru liðin 59 ár frá andláti Orvilles Wright, yngri bróður Wilburs Wright, en saman eiga þeir heiðurinn að því að hafa komið fyrstu vélknúnu flugvélinni á loft í jólamánuði ársins 1903.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gott ár hjá eBay

Bandaríska netfyrirtækið eBay, sem meðal annars rekur samnefndan uppboðsvef, netsímaþjónustuna Skype og greiðsluvefinn PayPal, skilaði 1,67 milljarða dala hagnaði á nýliðnu ári. Þetta jafngildir 116,8 milljörðum íslenskra króna sem er 24 prósenta aukning frá árinu á undan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kortaútgáfa aðgreind í nýju dótturfélagi

Kreditkort hafa tilkynnt um þá ákvörðun sína að færa korta-útgáfu félagsins yfir í dóttur-félag, líkt og greint var frá að stæði til í Fréttablaðinu á fimmtudag. Í tilkynningu félagsins segir að starfsemi Kreditkorts verði í framtíðinni miðuð að færsluhirðingu og þjónustu við útgefendur korta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afþreyingarkerfi og sæti fyrir 1,8 milljarða

Icelandair hefur samið um kaup á nýju afþreyingarkerfi fyrir farþegaflugvélar við bandaríska framleiðslufyrirtækið Thales og um kaup á nýjum sætum við franska framleiðandann Aviointerios. Heildarvirði samninganna tveggja er sagt um 1,8 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip eignast Norðurfrakt

Eimskip hefur keypt alla hluti í Norðufrakt ehf. á Siglufirði. Fyrir átti félagið 52 prósenta hlut. Í tilkynningu félagsins kemur fram að seljendur hafi verið Árni Helgason á Ólafsfirði og Ásmundur H. Einarsson á Siglufirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sænskar geimferðir?

Breska geimferðafyrirtækið Virgin Galactic, sem er í eigu auðkýfingsins Richards Branson, náði á föstudag í síðustu viku samkomulagi við sænska fyrirtækið Spaceport að það kanni möguleikann á því að koma mönnuðum geimförum á loft frá Norður-Svíþjóð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þúsund farsímar seldir

Farsimalagerinn.is í Miðhrauni, sem hóf starfsemi sína í desember síðastliðnum, seldi þúsundasta farsímann 24. janúar síðastliðinn. Jón Valgeir Björnsson, sem festi kaup á síma af gerðinni Nokia 5140i, var við það tilefni leystur út með blómvendi og konfektkassa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samkeppnis-eftirlitið flytur

Samkeppniseftirlitið hefur tekið á leigu nýtt skrifstofuhúsnæði í Borgartúni 26 í Reykjavík. Fyrirhugað er að flytja starfsemi eftirlitsins í hið nýja húsnæði á miðju þessu ári, að því er fram kemur á vef Samkeppniseftirlitsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frá Vodafone til Matís ohf.

Gísli Þorsteinsson hefur verið ráðinn sem markaðs- og kynningarstjóri Matís ohf. Gísli hefur verið upplýsingafulltrúi Vodafone og lýkur þar störfum á næstu dögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip kaupir Alla Geira

Eimskip hefur keypt alla hluti í flutningafyrirtækinu Alli Geira hf. á Húsavík. Seljendur eru fjölskylda Aðalgeirs Sigurgeirssonar heitins sem stofnaði fyrirtækið fyrir 50 árum og Hannes Höskuldsson.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðstefna um Python-forritun

Íslensku tæknifyrirtækin CCP og dohop, sem þróa og reka samnefnda fargjaldaleitarvél halda, í samvinnu við alþjóðlegu samtökin Python Software Foundation, ráðstefnu um Python-forritunarmálið í Salnum í Kópavogi, mánudaginn 15. janúar næstkomandi. Aðgangur er ókeypis en tilgangurinn er að kynna forritunarmálið betur fyrir íslenskum áhugamönnum um forritun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Æ fleiri nýta sér kosti flugsins

Flugfélag Íslands bætir í sumar við flugleiðum til að mæta aukinni eftirspurn. Fjöldi farþega jókst um átta prósent í innanlandsflugi í fyrra. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir viðhorf til flugs hafa breyst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erum bara rétt að byrja

Árið hefur einkennst af fjárfestingum, einkum í frægum tískufyrirtækjum en í nóvember festi Baugur til að mynda kaup á House of Fraser, einu frægasta tískuhúsi Bretlands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meiri þátttakendur í erlendu atvinnulífi en nokkurt hinna Norðurlandanna

Andbyr og árangur einkenna árið 2006. Mikill andbyr setti svip sinn á viðskipta- og fjármálalífið framan af ári en þegar árið er gert upp fer ekki á milli mála að góður árangur náðist. Til marks um það er framhald útrásar, ágæt afkoma og þegar á allt er litið hagstæð þróun hlutabréfamarkaðar. Við höfum einfaldlega haldið okkar striki þrátt fyrir „danskan“ bölmóð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tækifæri í breyttum neysluvenjum

Árið 2006 markaði tímamót í sögu Bakkavarar Group en við fögnuðum tuttugu ára afmæli félagsins á árinu. Strax við stofnun félagsins settum við okkur metnaðarfull markmið um framtíðarvöxt og það er ánægjulegt að tuttugu árum seinna skuli Bakkavör Group vera orðin stærsti framleiðandi ferskra tilbúinna matvæla í Bretz samþætting starfseminnar hefur gengið vel í kjölfar yfirtökunnar á breska matvælafyrirtækinu Geest á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Traustar undirstöður og ný skref til sóknar

Vöxtur atvinnulífsins síðustu ár hefur verið ævintýri líkastur. Íslenskt atvinnulíf hefur vaxið og hlutabréfaverð hækkað verulega hér á landi síðustu árin á sama tíma og ákveðin stöðnun hefur átt sér stað á alþjóðamörkuðum. Á árinu 2006 snerist myndin við og hlutabréfaverð stóð í stað hér á landi, á sama tíma og mikillar bjartsýni fór að gæta á alþjóðamörkuðum og hlutabréfaverð tók að hækka á nýjan leik.

Viðskipti innlent