Ef krónan væri bíll 14. febrúar 2007 00:01 Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. Ef íslenska krónan væri bíll þá væri hún Austin Mini. Við Íslendingar höfum verið nokkuð ánægð með litla bílinn okkar. Hann hefur gert okkur kleift að skáskjóta okkur í gegnum traffíkina á aðreininni og komast út á hraðbrautina. Á undanförnum árum höfum við brunað hratt fram hjá öðrum þjóðum sem hafa setið fastar í umferðinni og gefið lítið fyrir þau aðvörunarmerki sem Seðlabankinn og aðrir hafa sett upp. Á síðasta ári lentum við hins vegar í árekstri og eins og oft vill verða með litla fólksbíla þá varð tjónið töluvert. Sú umræða hefur því farið vaxandi að rétt sé að skipta krónubílnum út fyrir annan stærri og öruggari. Flestum hefur verið starsýnt á evruna. Skoðanir virðast hins vegar skiptar um hvers konar bíll evran sé. Sumir virðast telja að evru-bíllinn sé Land Cruiser sem hæfi betur íslenskri þjóð í útrás. Hann sé rúmbetri, láti betur að stjórn og geri okkur kleift að halda fyrri hraða en á öruggari hátt. Í mínum huga er hins vegar ljóst að ef að evran væri bíll þá væri hún strætó. Með upptöku evrunnar værum við að leggja litla fólksbílnum, ganga um borð í strætó og láta aðra um aksturinn. Það liggur fyrir að þessum valkosti fylgja ýmsir kostir, m.a. lægri rekstrarkostnaður og minni hætta á árekstrum. Á sama tíma er ljóst að strætóbílstjórinn þarf að haga akstrinum eftir óskum allra farþeganna. Við þurfum því að sætta okkur við að leið strætósins liggur stundum fjarri okkar heimahögum og ef til vill gætum við orðið lengur að komast á okkar áfangastað. Það er þó ekki víst m.a. vegna þess að eftir því sem fleiri þjóðir velja að leggja bifreiðum sínum og ganga um borð í strætóinn þeim mun greiðfærari verða göturnar. Sumir virðast halda að við Íslendingar getum svindlað okkur um borð í strætóinn en menn ættu að vita að án aðgöngumiða er líklegt að fyrr eða síðar þyrftum við að ganga niðurlægðir frá borði og við tæki hægfara fótgangandi leit að nýju ökutæki. Íslendingar standa því frammi fyrir einföldu vali. Ætlum við að halda okkur við litla krónubílinn eða ganga um borð í evrustrætóinn? Á undanförnum árum hefur íslenska þjóðin verið eins og unglingsstrákur sem er nýkominn með bílpróf. Við höfum ekið alltof hratt, hunsað öll viðvörunarljós og eftir situr krónubíllinn laskaður og lætur illa að stjórn. Treystum við okkur til að læra af reynslunni og verða ábyrgðarfyllri ökumenn? Eða eigum við bara að leggja bílnum og láta aðra um aksturinn? Héðan og þaðan Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Ef íslenska krónan væri bíll þá væri hún Austin Mini. Við Íslendingar höfum verið nokkuð ánægð með litla bílinn okkar. Hann hefur gert okkur kleift að skáskjóta okkur í gegnum traffíkina á aðreininni og komast út á hraðbrautina. Á undanförnum árum höfum við brunað hratt fram hjá öðrum þjóðum sem hafa setið fastar í umferðinni og gefið lítið fyrir þau aðvörunarmerki sem Seðlabankinn og aðrir hafa sett upp. Á síðasta ári lentum við hins vegar í árekstri og eins og oft vill verða með litla fólksbíla þá varð tjónið töluvert. Sú umræða hefur því farið vaxandi að rétt sé að skipta krónubílnum út fyrir annan stærri og öruggari. Flestum hefur verið starsýnt á evruna. Skoðanir virðast hins vegar skiptar um hvers konar bíll evran sé. Sumir virðast telja að evru-bíllinn sé Land Cruiser sem hæfi betur íslenskri þjóð í útrás. Hann sé rúmbetri, láti betur að stjórn og geri okkur kleift að halda fyrri hraða en á öruggari hátt. Í mínum huga er hins vegar ljóst að ef að evran væri bíll þá væri hún strætó. Með upptöku evrunnar værum við að leggja litla fólksbílnum, ganga um borð í strætó og láta aðra um aksturinn. Það liggur fyrir að þessum valkosti fylgja ýmsir kostir, m.a. lægri rekstrarkostnaður og minni hætta á árekstrum. Á sama tíma er ljóst að strætóbílstjórinn þarf að haga akstrinum eftir óskum allra farþeganna. Við þurfum því að sætta okkur við að leið strætósins liggur stundum fjarri okkar heimahögum og ef til vill gætum við orðið lengur að komast á okkar áfangastað. Það er þó ekki víst m.a. vegna þess að eftir því sem fleiri þjóðir velja að leggja bifreiðum sínum og ganga um borð í strætóinn þeim mun greiðfærari verða göturnar. Sumir virðast halda að við Íslendingar getum svindlað okkur um borð í strætóinn en menn ættu að vita að án aðgöngumiða er líklegt að fyrr eða síðar þyrftum við að ganga niðurlægðir frá borði og við tæki hægfara fótgangandi leit að nýju ökutæki. Íslendingar standa því frammi fyrir einföldu vali. Ætlum við að halda okkur við litla krónubílinn eða ganga um borð í evrustrætóinn? Á undanförnum árum hefur íslenska þjóðin verið eins og unglingsstrákur sem er nýkominn með bílpróf. Við höfum ekið alltof hratt, hunsað öll viðvörunarljós og eftir situr krónubíllinn laskaður og lætur illa að stjórn. Treystum við okkur til að læra af reynslunni og verða ábyrgðarfyllri ökumenn? Eða eigum við bara að leggja bílnum og láta aðra um aksturinn?
Héðan og þaðan Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira