Hnífaárás í Southport

Fréttamynd

Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Sout­hport

Átján ára gamall karlmaður játaði að hann hefði stungið þrjár ungar stúlkur til bana og sært tíu aðra í árás í Southport á Englandi þegar réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Hann viðurkenndi einnig að hafa eitrið rísín og bækling frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda í fórum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Mikill við­búnaður vegna mögu­legra ó­eirða í dag

Þúsundir lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu vegna hættu á frekari óeirðum á Englandi í dag. Boðað hefur verið til að minnsta kosti þrjátíu mótmæla víðsvegar um landið en þau hafa ítrekað leyst upp í uppþot og ofbeldi í kjölfar hnífaárásar í Southport í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Ræddu fals­fréttir og sam­­fé­lags­­miðla á neyðar­fundi

Á annað hundrað hafa verið handteknir og fjöldi lögreglumanna slasast, í mótmælum hægri öfgamanna sem beinast gegn komu hælisleitenda til Bretlands. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðarfund í morgun með svokallaðri Cobra-nefnd, vegna óeirðanna, en boðað er til Cobra-fundar þegar neyðarástand af einhverju tagi ríkir í Bretlandi. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem verður rætt á fundinum.

Erlent
Fréttamynd

Báru eld að mið­stöð fyrir hælis­leit­endur

Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur.

Erlent
Fréttamynd

Yfir hundrað hand­teknir í ó­eirðum í Lundúnum

Mótmæli vegna stunguárásarinnar í bænum Southport í Norður-Englandi á mánudag hafa dreift sér út fyrir bæinn. Lögreglan í Lundúnum handtók tugi mótmælenda eftir að óeirðir brutust út við Downingstræti í kvöld. 

Erlent
Fréttamynd

Ó­eirðir í Southport eftir mann­skæðu á­rásina

Hópur öfgahægrimanna safnaðist saman fyrir utan mosku í bænum Southport í Norður-Englandi í kvöld, þar sem þrjár stúlkur voru stungnar til bana á dansnámskeiði í gær. Mótmælendur köstuðu flöskum og grjóti í lögreglumenn og kveiktu í lögreglubíl. 

Erlent
Fréttamynd

Þriðja stelpan látin í Southport

Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær.

Erlent
Fréttamynd

Tvö börn stungin til bana í Southport

Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður á­rásar­maður sau­tján ára gamall

Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina

Erlent