Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2024 15:52 Bebe King, Alice Dasilva Aguiar og Elsie Dot Stancombe voru allar á dansnámskeiði við tónlist Taylors Swift þegar sautján ára piltur réðst á þær vopnaður hnífi. Þær létust af sárum sínum. Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. Fimm börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að sautján ára piltur réðst á þau vopnaður hníf. Börnin voru þátttakendur á dansnámskeiði með Taylor Swift þema. Yfirkennari við Marshside grunnskólann þar sem Bebe gekk í skóla segir sorgina mikla eftir að einn efnilegasti nemandi og skærasta stjarna skólans er horfin svo sviplega á braut. Lögregluþjónn tekur við blómvendi til að leggja við vettvang hryllilegrar hnífaárásar í Southport í gær.Getty/Christopher Furlong „Skólasamfélagið syrgir saman og stendur með öðrum íbúum í Southport. Blessuð sé minning Bebe,“ segir Natasha Sandland yfirkennari. Jennifer Sephton, yfirkennari við Farnborough Road grunnskólann, lýsir Elsie sem umhyggjusamri stúlku og vinur allra sem urðu á vegi hennar. Hún hafi verið ástríkur og jákvæður hluti af dásamlegu samfélagi í skólanum alveg síðan hún mætti fyrsta daginn á háhesti á öxlum föður síns. Alice Dasilva var fædd á Englandi en af portúgölskum og venesúelskum uppruna. Lögreglumenn við vettvang árásarinnar í Southport við ána Mersey á norðvestanverðu Englandi.AP/James Speakman/PA „Haltu áfram að brosa og dansa eins og þú elskar að gera prinsessan okkar. Einsog við höfum svo oft sagt þér þá ertu prinsessan okkar og engin getur breytt því. Við elskum þig, hetjuna okkar. Mamma og pabbi,“ sagði í færslu frá fjölskyldu Alice á samfélagsmiðlum. Dansnámskeiðið var skipulagt af Leanne Lucas sem er önnur hinna fullorðnu sem liggur þungt haldinn eftir árásina. Hún hefur verið hyllt fyrir hugrekki þegar hnífamaðurinn mætti á staðinn. Þá hefur íbúa á svæðinu verið lýst sem hetju fyrir að hafa gripið inn í. Tónlistarkonan Taylor Swift hefur sagt atburðinn hörmulega hvíla þungt á henni. Sautján ára piltur er í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp. Hann var fæddur í Cardiff en á ættir að rekja til Rúanda. Fyrrverandi nágrannar hafa lýst fjölskyldunni sem venjulegri og börnunum sömuleiðis. Hnífaárás í Southport Bretland England Tengdar fréttir Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30. júlí 2024 08:00 Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Fimm börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að sautján ára piltur réðst á þau vopnaður hníf. Börnin voru þátttakendur á dansnámskeiði með Taylor Swift þema. Yfirkennari við Marshside grunnskólann þar sem Bebe gekk í skóla segir sorgina mikla eftir að einn efnilegasti nemandi og skærasta stjarna skólans er horfin svo sviplega á braut. Lögregluþjónn tekur við blómvendi til að leggja við vettvang hryllilegrar hnífaárásar í Southport í gær.Getty/Christopher Furlong „Skólasamfélagið syrgir saman og stendur með öðrum íbúum í Southport. Blessuð sé minning Bebe,“ segir Natasha Sandland yfirkennari. Jennifer Sephton, yfirkennari við Farnborough Road grunnskólann, lýsir Elsie sem umhyggjusamri stúlku og vinur allra sem urðu á vegi hennar. Hún hafi verið ástríkur og jákvæður hluti af dásamlegu samfélagi í skólanum alveg síðan hún mætti fyrsta daginn á háhesti á öxlum föður síns. Alice Dasilva var fædd á Englandi en af portúgölskum og venesúelskum uppruna. Lögreglumenn við vettvang árásarinnar í Southport við ána Mersey á norðvestanverðu Englandi.AP/James Speakman/PA „Haltu áfram að brosa og dansa eins og þú elskar að gera prinsessan okkar. Einsog við höfum svo oft sagt þér þá ertu prinsessan okkar og engin getur breytt því. Við elskum þig, hetjuna okkar. Mamma og pabbi,“ sagði í færslu frá fjölskyldu Alice á samfélagsmiðlum. Dansnámskeiðið var skipulagt af Leanne Lucas sem er önnur hinna fullorðnu sem liggur þungt haldinn eftir árásina. Hún hefur verið hyllt fyrir hugrekki þegar hnífamaðurinn mætti á staðinn. Þá hefur íbúa á svæðinu verið lýst sem hetju fyrir að hafa gripið inn í. Tónlistarkonan Taylor Swift hefur sagt atburðinn hörmulega hvíla þungt á henni. Sautján ára piltur er í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp. Hann var fæddur í Cardiff en á ættir að rekja til Rúanda. Fyrrverandi nágrannar hafa lýst fjölskyldunni sem venjulegri og börnunum sömuleiðis.
Hnífaárás í Southport Bretland England Tengdar fréttir Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30. júlí 2024 08:00 Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15
Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30. júlí 2024 08:00
Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38