Stj.mál Enginn þarf að taka við styrkjum Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði á aðalfundi landssambands kúabænda í dag að enginn væri neyddur til að taka við styrkjum frá ríkinu. Jafnframt sagði hann ekki vera bann við framleiðslu á ostum utan framleiðslukerfisins en miklar umræður hafa verið um nýja mjólkursamlagið, Mjólku ehf., sem hyggst framleiða osta án styrkja ríkisins. Innlent 13.10.2005 19:01 6 milljarða niðurskurður Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. Innlent 13.10.2005 19:01 Stjórnarskráin tilbúin í ágúst Búist er við að ný stjórnarskrá fyrir Írak verði tilbúin um miðjan ágúst. Þetta var haft eftir hinum nýkjörna forseta landsins, Jalal Talabani, í dag. Tíu vikur eru liðnar síðan kosningar fóru fram í Írak og enn á eftir að mynda ríkisstjórn. Stefnt er að nýjum þingkosningum í lok þessa árs. Erlent 13.10.2005 19:01 Vörður vill samvinnu um stóriðju Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, telur að Norðlendingar eigi að sameinast um það markmið að tryggja að næsta stóriðja verði reist á Norðurlandi. Í ályktun stjórnar félagsins segir að á meðan Norðlendingar deili um mögulega staðsetningu sé hættan á því að fjárfestar snúi sér annað og reisi næstu stóriðju á öðrum stað. Innlent 13.10.2005 19:01 Mega ekki eiga meira en fjórðung Fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra leggur til að hvorki einstaklingar né fyrirtæki megi eiga meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki sem hafi þriðjungs markaðahlutdeild. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í Þjóðmenningarhúsinu fyrir stundu. Innlent 13.10.2005 19:01 Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir erlendri konu á sjötugsaldri sem tekin var á Keflavíkurflugvelli fyrir að smygla kókaíni í hárkollu hefur verið framlengt í sex vikur, eða til 15. maí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur enginn annar verið yfirheyrður eða handtekinn vegna málsins en hann segir yfirheyrslur yfir konunni hafa gengið vel. Innlent 13.10.2005 19:01 Vill selja Lánasjóð landbúnaðarins Stjórnvöld eru að leita leiða til að selja Lánasjóð landbúnaðarins að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær sagði Guðni að nefnd, sem hann skipaði til að fara yfir mál lánasjóðsins, hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að reka hann áfram heldur selja. Innlent 13.10.2005 19:01 Vilja frekar stytta grunnskólanám Á fimmta hundrað framhaldsskólanema mótmælti fyrirhugaðri styttingu náms til stúdentsprófs á Austurvelli í dag. Það var Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema sem stóð fyrir mótmælunum, en að ráðinu standa sex framhaldsskólar. Þar telja menn eðlilegra að stytta nám á grunnskólastigi og hafna þeim rökum að fara eigi að fordæmi annarra norrænna ríkja. Innlent 13.10.2005 19:01 Vilja viðræður um reykingabann Hótel- og veitingamenn samþykktu á fundi sínum á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun að ganga til viðræðna við stjórnvöld um að reykingar verði bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum frá og með 1. júní 2007. Í tilkynningu frá veitingamönnum kemur fram að miklar breytingar hafi orðið síðustu árin á reykingavenjum fólks og tillitssemi aukist til muna. Innlent 13.10.2005 19:01 Tillögur varða alla einkafjölmiðla Ef tillögur fjölmiðlanefndarinnar verða að lögum, líkt og menntamálaráðherra boðar, verður skylt að breyta eignaraðild á öllum stærstu einkareknu fjölmiðlunum á landinu, 365 miðlum, Morgunblaðinu og Skjá einum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:01 Niðurstöður nefndar kynntar Blaðamannafundur menntamálaráðherra hófst í Þjóðmenningarhúsinu nú klukkan þrjú þar sem niðurstöður fjölmiðlanefndarinnar eru kynntar. Nefndin lauk störfum í nótt, en meðal þess sem hún leggur til að er að einstaklingar eða fyrirtæki megi ekki eiga meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtækjum sem eru með meira en þriðjungs markaðshlutdeild. Innlent 13.10.2005 19:01 Svikin loforð í vegamálum Formenn stjórnarflokkanna lofuðu fyrir síðustu kosningar að unnið yrði fyrir tæpan milljarð króna á næsta eina og hálfa ári í að byggja upp Gjábakkaveg, Suðurstrandarveg og veginn um Hellisheiði. Ekkert af þessu gekk eftir. Vegagerðin tekur þó sökina að nokkru á sig. Innlent 13.10.2005 19:01 Stjórn RÚV setur reglur um fréttir Samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið hefur stjórn RÚV heimild til að setja reglur um fréttaflutning. Ögmundur Jónasson segir það færa pólitísk skipaðri stjórn auknar lagalegar heimildir til afskipta. Menntamálaráðherra segir að ekki sé ætlunin að stjórn RÚV skipti sér af dagskrá.</font /> Innlent 13.10.2005 19:01 Sundabraut vart flýtt Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, telur vafasamt að ráðist verði í byggingu Sundabrautar fyrr en ný samgönguáætlun gerir ráð fyrir jafnvel þó að ákvörðun verði tekin um að verkið verði einkaframkvæmd. Innlent 13.10.2005 19:01 Forsetahjónin til Eyjafjarðar Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar í næstu viku að því er fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forsetans. Heimsóknin til Akureyrar hefst að morgni mánudagsins 11. apríl og lýkur að kvöldi þriðjudagsins 12. apríl. Opinber heimsókn forsetahjónanna til Eyjafjarðarsveitar hefst að morgni miðvikudagsins 13. apríl og lýkur um kvöldið með fjölskylduhátíð í Hrafnagilsskóla. Innlent 13.10.2005 19:01 Óttast afleiðingar við sölu sjóðs Einhver banki eða peningastofnun mun eignast fyrsta veðrétt í nær öllum bújörðum hér á landi ef hugmyndir um að selja Lánasjóð landbúnaðarins á almennum peningamarkaði ná fram að ganga. Innlent 13.10.2005 19:01 Segir tillögur sögulega sáttagjörð Söguleg sáttagjörð hefur tekist í fjölmiðlamálinu, að mati menntamálaráðherra. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka kynntu í dag sameiginlega niðurstöðu þar sem miðað er við að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í útbreiddustu fjölmiðlunum. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi í haust. Innlent 13.10.2005 19:01 Mótmæltu styttingu stúdentsprófs Framhaldsskólanemar úr Reykjavík fjölmenntu á Austurvöll nú á tólfta tímanum til að mótmæla fyrirhugaðri styttingu á námi til stúdentsprófs. Eins og gengur og gerist með framhaldsskólanema fylgdi þeim töluverður hávaði, söngur og köll. Innlent 13.10.2005 19:01 Breyta þarf eignarhaldi félaga Búist er við að fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra nái í dag samkomulagi um það að leggja til að í nýjum fjölmiðlalögum verði gert ráð fyrir banni við því að einstaklingur eða fyrirtæki eigi meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki. Fréttablaðið greinir frá þessu. Miðað verði við að þetta ákvæði nái aðeins til fjölmiðlafyrirtækja með ákveðna markaðshlutdeild, líklega 25 til 30 prósent. Samkvæmt þessu þyrfti að breyta eignarhaldi á 365 fjölmiðlum, Skjá einum og Morgunblaðinu. Innlent 13.10.2005 19:01 Fylgi stjórnarflokkanna eykst Fylgi við stjórnarflokkanna eykst en minnkar að sama skapi við stjórnarandstöðuflokkana, nema við Frjálslynda, þegar niðurstöður úr nýjustu skoðanakönnun Gallups eru bornar saman við næstsíðustu könnun í febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig einu prósentustigi og Framsóknarflokkurinn einu og hálfu en Samfylkingin tapar þremur, Vinstri - grænir einu en Frjálslyndir bæta við sig tveimur prósentustigum og mælast nú með sex prósenta fylgi. Innlent 13.10.2005 19:00 Samstaða um takmörkun eignarhalds Þverpólitísk samstaða er um að setja hömlur á eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin mun leggja til bann við því að nokkur geti átt meira en fjórðungs eignarhlut í fjölmiðlafyrirtæki með tiltekna markaðshlutdeild. Nefndin lýkur störfum í dag.</font /> Innlent 13.10.2005 19:01 Von á skýrslu fyrir vikulok Karl Axelsson, formaður fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra, segir vonir standa til þess að nefndin ljúki störfum fyrir lok vikunnar og skili ráðherra skýrslu. Innlent 13.10.2005 19:00 Mælt með takmörkun á eignaraðild Fjölmiðlanefnd lýkur vinnu sinni eftir síðasta fund sinn í dag þar sem rætt verður um hversu lágt eigi að setja markið um leyfilegan eignarhlut í fjölmiðlum. Þverpólitísk sátt er um að hámarkseignaraðild einstaklings eða fyrirtækis í fjölmiðli með tiltekna markaðshlutdeild verði miðuð við 25 prósent. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:01 Sökuð um byggðaeyðingarstefnu Opinberum störfum við stjórnsýslu fjölgaði um tólf prósent á landsbyggðinni og um tvö prósent á höfuðborgarsvæðinu á fimm ára tímabili. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í dag þegar hann svaraði ásökunum um að ríkisstjórnin stæði fyrir byggðaeyðingarstefnu. Innlent 13.10.2005 19:01 Ríkið hækkar álögur á bensín "Það nær í raun ekki nokkurri átt að ætla sér að hækka bensíngjaldið á þessum tímapunkti," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda. Fram kemur í nýrri samgönguáætlun að gjald það sem ríkið leggur á hvern lítra bensíns mun hækka um 6 til 7 prósent þann fyrsta júlí. Innlent 13.10.2005 19:00 Sat á barnaskýrslu í tvö ár Forsætisráðuneytið sat á skýrslu nefndar um málefni barna og ungmenna í tvö ár. Til snarpra orðaskipa kom á Alþingi í dag og var forsætisráðherra sakaður um að ræða málefni fjölskyldunnar og barna bara fyrir kosningar og á tyllidögum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ýmislegt bendi til þess að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé stórum útbreiddara en álitið hefur verið hingað til og að nærri fimmta hvert barn hafi orðið fyrir því. Innlent 13.10.2005 19:01 Heimdallur fagnar stofnun Mjólku Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fagnar stofnun Mjólku, nýs mjólkursamlags, sem stendur utan styrkjakerfis landbúnaðarins. Þá fagnar félagið enn fremur auknu valfrelsi neytenda á mjólkurvörum og segir að hingað til hafi neytendum nánast eingöngu staðið til boða ríkisstyrkt innlend framleiðsla. Innlent 13.10.2005 19:00 Komið verði á foreldrafræðslu Nefnd sem forsætisráðherra skipaði fyrir fjórum árum til að vinna að heildstæðri stefnumótun í málefnum barna og unglinga hefur skilað af sér skýrslu sinni. Í skýrslunni eru settar fram tillögur sem talið er að koma megi í framkvæmd á næstu fimm árum, þar á meðal foreldrafræðslu. Innlent 13.10.2005 19:00 Rúmur helmingur fylgjandi virkjun Rúmur helmingur þjóðarinnar, eða 55,5 prósent, telur að rétt hafi verið að ráðast í virkjun Kárahnjúka en tæplega 40 prósent eru á öndverðum meiði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem IMG Gallup gerði fyrir Náttúruerndarsamtök Íslands í mars. Helmingur Reykvíkinga telur að ákvörðunin hafi verið röng en 39 prósent að hún hafi verið rétt. Innlent 13.10.2005 19:00 Vilja kanna einkaframkvæmd Borgarstjóri og samgönguráðherra vilja báðir skoða möguleika á að setja Sundabraut í einkaframkvæmd. Borgarstjóri þvertekur fyrir vegagjöld en samgönguráðherra hefur ekki tekið afstöðu til þess. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:00 « ‹ 119 120 121 122 123 124 125 126 127 … 187 ›
Enginn þarf að taka við styrkjum Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði á aðalfundi landssambands kúabænda í dag að enginn væri neyddur til að taka við styrkjum frá ríkinu. Jafnframt sagði hann ekki vera bann við framleiðslu á ostum utan framleiðslukerfisins en miklar umræður hafa verið um nýja mjólkursamlagið, Mjólku ehf., sem hyggst framleiða osta án styrkja ríkisins. Innlent 13.10.2005 19:01
6 milljarða niðurskurður Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. Innlent 13.10.2005 19:01
Stjórnarskráin tilbúin í ágúst Búist er við að ný stjórnarskrá fyrir Írak verði tilbúin um miðjan ágúst. Þetta var haft eftir hinum nýkjörna forseta landsins, Jalal Talabani, í dag. Tíu vikur eru liðnar síðan kosningar fóru fram í Írak og enn á eftir að mynda ríkisstjórn. Stefnt er að nýjum þingkosningum í lok þessa árs. Erlent 13.10.2005 19:01
Vörður vill samvinnu um stóriðju Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, telur að Norðlendingar eigi að sameinast um það markmið að tryggja að næsta stóriðja verði reist á Norðurlandi. Í ályktun stjórnar félagsins segir að á meðan Norðlendingar deili um mögulega staðsetningu sé hættan á því að fjárfestar snúi sér annað og reisi næstu stóriðju á öðrum stað. Innlent 13.10.2005 19:01
Mega ekki eiga meira en fjórðung Fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra leggur til að hvorki einstaklingar né fyrirtæki megi eiga meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki sem hafi þriðjungs markaðahlutdeild. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í Þjóðmenningarhúsinu fyrir stundu. Innlent 13.10.2005 19:01
Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir erlendri konu á sjötugsaldri sem tekin var á Keflavíkurflugvelli fyrir að smygla kókaíni í hárkollu hefur verið framlengt í sex vikur, eða til 15. maí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur enginn annar verið yfirheyrður eða handtekinn vegna málsins en hann segir yfirheyrslur yfir konunni hafa gengið vel. Innlent 13.10.2005 19:01
Vill selja Lánasjóð landbúnaðarins Stjórnvöld eru að leita leiða til að selja Lánasjóð landbúnaðarins að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær sagði Guðni að nefnd, sem hann skipaði til að fara yfir mál lánasjóðsins, hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að reka hann áfram heldur selja. Innlent 13.10.2005 19:01
Vilja frekar stytta grunnskólanám Á fimmta hundrað framhaldsskólanema mótmælti fyrirhugaðri styttingu náms til stúdentsprófs á Austurvelli í dag. Það var Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema sem stóð fyrir mótmælunum, en að ráðinu standa sex framhaldsskólar. Þar telja menn eðlilegra að stytta nám á grunnskólastigi og hafna þeim rökum að fara eigi að fordæmi annarra norrænna ríkja. Innlent 13.10.2005 19:01
Vilja viðræður um reykingabann Hótel- og veitingamenn samþykktu á fundi sínum á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun að ganga til viðræðna við stjórnvöld um að reykingar verði bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum frá og með 1. júní 2007. Í tilkynningu frá veitingamönnum kemur fram að miklar breytingar hafi orðið síðustu árin á reykingavenjum fólks og tillitssemi aukist til muna. Innlent 13.10.2005 19:01
Tillögur varða alla einkafjölmiðla Ef tillögur fjölmiðlanefndarinnar verða að lögum, líkt og menntamálaráðherra boðar, verður skylt að breyta eignaraðild á öllum stærstu einkareknu fjölmiðlunum á landinu, 365 miðlum, Morgunblaðinu og Skjá einum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:01
Niðurstöður nefndar kynntar Blaðamannafundur menntamálaráðherra hófst í Þjóðmenningarhúsinu nú klukkan þrjú þar sem niðurstöður fjölmiðlanefndarinnar eru kynntar. Nefndin lauk störfum í nótt, en meðal þess sem hún leggur til að er að einstaklingar eða fyrirtæki megi ekki eiga meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtækjum sem eru með meira en þriðjungs markaðshlutdeild. Innlent 13.10.2005 19:01
Svikin loforð í vegamálum Formenn stjórnarflokkanna lofuðu fyrir síðustu kosningar að unnið yrði fyrir tæpan milljarð króna á næsta eina og hálfa ári í að byggja upp Gjábakkaveg, Suðurstrandarveg og veginn um Hellisheiði. Ekkert af þessu gekk eftir. Vegagerðin tekur þó sökina að nokkru á sig. Innlent 13.10.2005 19:01
Stjórn RÚV setur reglur um fréttir Samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið hefur stjórn RÚV heimild til að setja reglur um fréttaflutning. Ögmundur Jónasson segir það færa pólitísk skipaðri stjórn auknar lagalegar heimildir til afskipta. Menntamálaráðherra segir að ekki sé ætlunin að stjórn RÚV skipti sér af dagskrá.</font /> Innlent 13.10.2005 19:01
Sundabraut vart flýtt Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, telur vafasamt að ráðist verði í byggingu Sundabrautar fyrr en ný samgönguáætlun gerir ráð fyrir jafnvel þó að ákvörðun verði tekin um að verkið verði einkaframkvæmd. Innlent 13.10.2005 19:01
Forsetahjónin til Eyjafjarðar Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar í næstu viku að því er fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forsetans. Heimsóknin til Akureyrar hefst að morgni mánudagsins 11. apríl og lýkur að kvöldi þriðjudagsins 12. apríl. Opinber heimsókn forsetahjónanna til Eyjafjarðarsveitar hefst að morgni miðvikudagsins 13. apríl og lýkur um kvöldið með fjölskylduhátíð í Hrafnagilsskóla. Innlent 13.10.2005 19:01
Óttast afleiðingar við sölu sjóðs Einhver banki eða peningastofnun mun eignast fyrsta veðrétt í nær öllum bújörðum hér á landi ef hugmyndir um að selja Lánasjóð landbúnaðarins á almennum peningamarkaði ná fram að ganga. Innlent 13.10.2005 19:01
Segir tillögur sögulega sáttagjörð Söguleg sáttagjörð hefur tekist í fjölmiðlamálinu, að mati menntamálaráðherra. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka kynntu í dag sameiginlega niðurstöðu þar sem miðað er við að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í útbreiddustu fjölmiðlunum. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi í haust. Innlent 13.10.2005 19:01
Mótmæltu styttingu stúdentsprófs Framhaldsskólanemar úr Reykjavík fjölmenntu á Austurvöll nú á tólfta tímanum til að mótmæla fyrirhugaðri styttingu á námi til stúdentsprófs. Eins og gengur og gerist með framhaldsskólanema fylgdi þeim töluverður hávaði, söngur og köll. Innlent 13.10.2005 19:01
Breyta þarf eignarhaldi félaga Búist er við að fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra nái í dag samkomulagi um það að leggja til að í nýjum fjölmiðlalögum verði gert ráð fyrir banni við því að einstaklingur eða fyrirtæki eigi meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki. Fréttablaðið greinir frá þessu. Miðað verði við að þetta ákvæði nái aðeins til fjölmiðlafyrirtækja með ákveðna markaðshlutdeild, líklega 25 til 30 prósent. Samkvæmt þessu þyrfti að breyta eignarhaldi á 365 fjölmiðlum, Skjá einum og Morgunblaðinu. Innlent 13.10.2005 19:01
Fylgi stjórnarflokkanna eykst Fylgi við stjórnarflokkanna eykst en minnkar að sama skapi við stjórnarandstöðuflokkana, nema við Frjálslynda, þegar niðurstöður úr nýjustu skoðanakönnun Gallups eru bornar saman við næstsíðustu könnun í febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig einu prósentustigi og Framsóknarflokkurinn einu og hálfu en Samfylkingin tapar þremur, Vinstri - grænir einu en Frjálslyndir bæta við sig tveimur prósentustigum og mælast nú með sex prósenta fylgi. Innlent 13.10.2005 19:00
Samstaða um takmörkun eignarhalds Þverpólitísk samstaða er um að setja hömlur á eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin mun leggja til bann við því að nokkur geti átt meira en fjórðungs eignarhlut í fjölmiðlafyrirtæki með tiltekna markaðshlutdeild. Nefndin lýkur störfum í dag.</font /> Innlent 13.10.2005 19:01
Von á skýrslu fyrir vikulok Karl Axelsson, formaður fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra, segir vonir standa til þess að nefndin ljúki störfum fyrir lok vikunnar og skili ráðherra skýrslu. Innlent 13.10.2005 19:00
Mælt með takmörkun á eignaraðild Fjölmiðlanefnd lýkur vinnu sinni eftir síðasta fund sinn í dag þar sem rætt verður um hversu lágt eigi að setja markið um leyfilegan eignarhlut í fjölmiðlum. Þverpólitísk sátt er um að hámarkseignaraðild einstaklings eða fyrirtækis í fjölmiðli með tiltekna markaðshlutdeild verði miðuð við 25 prósent. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:01
Sökuð um byggðaeyðingarstefnu Opinberum störfum við stjórnsýslu fjölgaði um tólf prósent á landsbyggðinni og um tvö prósent á höfuðborgarsvæðinu á fimm ára tímabili. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í dag þegar hann svaraði ásökunum um að ríkisstjórnin stæði fyrir byggðaeyðingarstefnu. Innlent 13.10.2005 19:01
Ríkið hækkar álögur á bensín "Það nær í raun ekki nokkurri átt að ætla sér að hækka bensíngjaldið á þessum tímapunkti," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda. Fram kemur í nýrri samgönguáætlun að gjald það sem ríkið leggur á hvern lítra bensíns mun hækka um 6 til 7 prósent þann fyrsta júlí. Innlent 13.10.2005 19:00
Sat á barnaskýrslu í tvö ár Forsætisráðuneytið sat á skýrslu nefndar um málefni barna og ungmenna í tvö ár. Til snarpra orðaskipa kom á Alþingi í dag og var forsætisráðherra sakaður um að ræða málefni fjölskyldunnar og barna bara fyrir kosningar og á tyllidögum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ýmislegt bendi til þess að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé stórum útbreiddara en álitið hefur verið hingað til og að nærri fimmta hvert barn hafi orðið fyrir því. Innlent 13.10.2005 19:01
Heimdallur fagnar stofnun Mjólku Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fagnar stofnun Mjólku, nýs mjólkursamlags, sem stendur utan styrkjakerfis landbúnaðarins. Þá fagnar félagið enn fremur auknu valfrelsi neytenda á mjólkurvörum og segir að hingað til hafi neytendum nánast eingöngu staðið til boða ríkisstyrkt innlend framleiðsla. Innlent 13.10.2005 19:00
Komið verði á foreldrafræðslu Nefnd sem forsætisráðherra skipaði fyrir fjórum árum til að vinna að heildstæðri stefnumótun í málefnum barna og unglinga hefur skilað af sér skýrslu sinni. Í skýrslunni eru settar fram tillögur sem talið er að koma megi í framkvæmd á næstu fimm árum, þar á meðal foreldrafræðslu. Innlent 13.10.2005 19:00
Rúmur helmingur fylgjandi virkjun Rúmur helmingur þjóðarinnar, eða 55,5 prósent, telur að rétt hafi verið að ráðast í virkjun Kárahnjúka en tæplega 40 prósent eru á öndverðum meiði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem IMG Gallup gerði fyrir Náttúruerndarsamtök Íslands í mars. Helmingur Reykvíkinga telur að ákvörðunin hafi verið röng en 39 prósent að hún hafi verið rétt. Innlent 13.10.2005 19:00
Vilja kanna einkaframkvæmd Borgarstjóri og samgönguráðherra vilja báðir skoða möguleika á að setja Sundabraut í einkaframkvæmd. Borgarstjóri þvertekur fyrir vegagjöld en samgönguráðherra hefur ekki tekið afstöðu til þess. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:00