Stj.mál Ríkisendurskoðun meirihlutans Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir nauðsynlegt fyrir ríkisendurskoðun að hafa trúnað minnihlutans. Ríkisendurskoðun sem sé bara endurskoðun fyrir meirihlutann sé ekki trúverðug. Innlent 13.10.2005 19:22 Ekki Halldórs að leiðrétta? Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra taldi það ekki sitt hlutverk að leiðrétta rangar upplýsingar sem einkavæðingarnefnd fékk. Þessar röngu upplýsingar gerðu það að verkum að hvergi kom fram í gögnum nefndarinnar að möguleiki væri á hagsmunaárekstri ríkis og ráðherra. Innlent 13.10.2005 19:22 Umræðan ekki skaðað Framsókn Valgerður Sverrisdóttir segir að umræðan um einkavæðingu ríkisbankanna og ásakanir um vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar hafi hvorki skaðað flokkinn né ríkisstjórnina. Halldór hafi jafnsterka stöðu sem áður innan flokksins. Þau ræddu aldrei eignatengslin sín á milli. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:22 Varaforseti S-Afríku rekinn Mbeki, forseti Suður-Afríku, rak Jacob Zuma, varaforseta sinn, úr embætti í dag vegna spillingarmála. Nelson Mandela harmaði að til þessa þyrfti að koma en lýsti jafnframt yfir stuðningi við ákvörðun forsetans. Erlent 13.10.2005 19:22 Lögfræðiálit kemur til greina Forystumenn stjórnarandstöðunnar sitja nú á fundi og ræða viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um að forsætisráðherra hafi verið hæfur til að koma að einkavæðingu ríkisbankanna þrátt fyrir tengsl sín við fyrirtækið Skinney Þinganes. Til greina kemur að stjórnarandstaðan sammælist um að kalla eftir sérstöku lögfræðiáliti í málinu. Innlent 13.10.2005 19:21 Guantanamo skaðar ekki ímyndina Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, telur ekki að fangabúðirnar við Guantanamo-flóa á Kúbu skaði ímynd Bandaríkjanna. Hann segir fangana fá betri meðferð þar en þeir fengju nokkurs staðar annars staðar. Erlent 13.10.2005 19:22 Ríkisskoðandi aftur á fund Fjárlaganefnd fjallar á ný um vanhæfismál forsætisráðherra á morgun. Framsóknarmenn eru áhyggjufullir en telja stjórnarandstöðuna nota sér málið til hins ýtrasta til að koma höggi á Framsóknarflokkinn og formann hans. Innlent 13.10.2005 19:22 Davíð á ráðsfundi EES Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat í dag ráðsfund Evrópska efnahagssvæðisins í Lúxemborg. Ráðið er samráðsvettvangur EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. Innlent 13.10.2005 19:22 Stjórnarandstaðan ræðir saman Forystumenn stjórnarandstöðunnar ætla að ræða saman í dag um viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um hæfi forsætisráðherra til að koma að einkavæðingu Búnaðarbankans. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segir að niðurstaðan sýni að málflutningur stjórnarandstöðunnar hafi verið ómálefnalegur og innistæðulaus með öllu. Innlent 13.10.2005 19:21 Pólitískur kattaþvottur Forystumenn stjórnarandstöðunnar ætla að ræða saman í dag um viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar í bankamálinu. Málið er ekki á dagskrá fjárlaganefndar Alþingis sem fundaði á hádegi. Þingmaður Vinstri - grænna segir að menn séu að verða vitni að pólitískum kattaþvotti sem sé að verða regla fremur en undantekning í íslenskum stjórnmálum. Innlent 13.10.2005 19:21 Hagnaðurinn á Hesteyri Ekki er óvarlegt að ætla að hagnaður Hesteyrar af fjárfestingu sinni í Keri hf. árið 2002 sé um fjögurra milljarða króna virði í dag. Hesteyri er eigandi fjórðungshlutar í VÍS sem er stór hluthafi í KB banka. Skinney-Þinganes á nú þriðjungshlut í Hesteyri. Innlent 13.10.2005 19:22 Gunnar Valur hættir í haust Guðmundur G. Gunnarsson, forseti bæjarstjónar Álftaness, verður ráðinn í stöðu bæjarstjóra bæjarfélagsins frá og með 1. september næstkomandi. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi bæjarstjórnar síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:22 Ríkisendurskoðandi krafinn svara Forystumenn stjórnarandstöðunnar voru að ljúka fundi þar sem rædd voru viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um að forsætisráðherra hafi verið hæfur til að koma að einkavæðingu ríkisbankanna þrátt fyrir tengsl sín við fyrirtækið Skinney Þinganes. Ákveðið var á að spyrja Ríkisendurskoðanda ýmissa spurninga sem enn væri ósvarað á fundi fjárlaganefndar á fimmtudaginn. Innlent 13.10.2005 19:21 Samfylking vill R-lista áfram Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík vill ganga til viðræðna um endurnýjað samstarf innan Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 19:21 Málinu ekki lokið Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkinarinnar, segir að mörg veigamikil atriði önnur en meint vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar varðandi söluna á ríkisbönkunum séu enn óupplýst. Málinu sé síður en svo lokið. Innlent 13.10.2005 19:22 Hvatt til samstarfs R-listans Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem hvatt er til viðræðna um endurnýjað samstarf í borgarstjórn undir merkjum Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 19:21 Hæfi Halldórs ekki á dagskrá Formaður fjárlaganefndar ætlar ekki að taka skýrslu ríkisendurskoðunar um hæfi forsætisráðherra til umræðu á fundi nefndarinnar á morgun. Stjórnarandstaðan segir skjóta skökku við að forsætisráðherra hafi kynnt skýrsluna sjálfur. Innlent 13.10.2005 19:21 Valgerður ber alla ábyrgð Ríkisendurskoðandi segir að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu Búnaðarbankans árið 2002 þrátt fyrir óbein eignatengsl við kaupendur bankans, S-hópinn. Ríkisendurskoðandi segir ábyrgðina á bankasölunni alfarið á höndum Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:21 Þjóðaratkvæðagreiðsla ógild Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort milda eigi lög um gervifrjóvgun, á Ítalíu var ógild vegna ónógrar þátttöku. Kaþólska kirkjan, með Benedikt páfa í broddi fylkingar, barðist hart gegn því að lögunum yrði breytt og hvatti fólk til þess að sitja heima og kjósa ekki. Erlent 13.10.2005 19:21 Saddam vill réttarhöld í Svíþjóð Saddam Hussein hefur krafist þess að réttað verði í máli hans utan Íraks og vill helst að það verði gert í Svíþjóð þar sem hann hefur áhuga á að afplána dóm, verði hann dæmdur til fangavistar. Erlent 13.10.2005 19:21 Mladic að gefa sig fram? Fjölmiðlar og mannréttindasamtök í Serbíu segja að Ratko Mladic hershöfðingi sé að semja við stjórnvöld um að gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Mladic stjórnaði persónulega aðgerðum í Srebrenitsa þar sem talið er að átta þúsund múslima hafi verið myrt. Erlent 13.10.2005 19:21 Ný samtök gegn álveri í Eyjafirði Samtök um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu í Eyjafirðinum voru stofnuð á fjölmennum fundi á Akureyri þann 28. maí síðastliðinn. <font face="Helv"></font> Innlent 13.10.2005 19:21 Bretar fái ekki afslátt hjá ESB Frakkar beita nú Breta miklum þrýstingi til þess að fá þá til að falla frá afslætti af framlögum til Evrópusambandsins sem þeir hafa fengið frá 1984. Bretland var á þeim árum eitt af fátækari löndum ESB og fékk lítið í sinn hlut af landbúnaðarstyrkjum sem þá voru sjötíu og fimm prósent af fjárlögum sambandsins. Erlent 13.10.2005 19:21 Búist við úrskurði í dag Búist er við að ríkisendurskoðandi skili í dag úrskurði um hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var vanhæfur þegar ríkisbankarnir voru seldir. Þetta er vegna tengsla fyrirtækis í eigu ráðherrans og fjölskyldu hans við S-hópinn svokallaða en þau tengsl voru ekki gefin upp í byrjun ferlisins. Innlent 13.10.2005 19:21 Blaðamannafundur klukkan 17 Blaðamannafundur hefur verið boðaður í ráðherrabústaðnum klukkan fimm þar sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ætlar að skýra frá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem rannsakaði hvort hann hefði verið hæfur eða vanhæfur til að taka þátt í sölu ríkisbankanna. Innlent 13.10.2005 19:21 Enn eitt áfall ESB? Útlit er fyrir að Evrópusambandið sé að verða fyrir enn einu áfallinu, að þessu sinni út af fjárlögum þess. Það eru langtímafjárlög Evrópusambandsins sem nú er deilt um. Erlent 13.10.2005 19:21 3000 föngum sleppt í S-Afríku Yfirvöld í Suður-Afríku hafa gefið rúmlega þrjú þúsund föngum frelsi á þeim forsendum að þeir hafi verið endurhæfðir. Fréttaskýrendur segja að sum fangelsin hýsi allt að þrisvar sinnum fleiri fanga en þau hafi pláss fyrir með tilheyrandi loftleysi og plássleysi og umhverfið sé gróðastía nauðgana og ofbeldis. Erlent 13.10.2005 19:21 Halldór ekki vanhæfur Ríkisendurskoðun segir hugleiðingarnar um óhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í sölu ríkisbankanna í raun óþarfar því hann hafi verið í veikindaleyfi þegar gengið var frá sölunni. Hagsmunir hans við söluna hafi reyndar verið óverulegir miðað við umfang viðskiptanna og því hefði hann ekki talist vanhæfur, hefði hann séð um söluna. Innlent 13.10.2005 19:21 Halldór ekki vanhæfur Halldór Ásgrímsson áréttar það að hann hafi ekkert haft með rekstur Skinneyjar-Þinganess að gera þegar félagið gerðist óbeinn aðili að S-hópnum í aðdragandanum að Búnaðarbankasölunni. Ríkisendurskoðandi segir Halldór ekki hafa verið vanhæfan til að fjalla um málið.</font /> Innlent 13.10.2005 19:21 Skýlir sér á bak við embættismenn Stjórnarandstaðan segir forsætisráðherra skýla sér á bak við embættismenn og víkja sér undan pólitískri ábyrgð. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að málið sé að líkindum fallið um sjálft sig komist Ríkisendurskoðun að því að ráðherrann hafi verið hæfur til að koma að einkavæðingu bankanna. Innlent 13.10.2005 19:21 « ‹ 92 93 94 95 96 97 98 99 100 … 187 ›
Ríkisendurskoðun meirihlutans Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir nauðsynlegt fyrir ríkisendurskoðun að hafa trúnað minnihlutans. Ríkisendurskoðun sem sé bara endurskoðun fyrir meirihlutann sé ekki trúverðug. Innlent 13.10.2005 19:22
Ekki Halldórs að leiðrétta? Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra taldi það ekki sitt hlutverk að leiðrétta rangar upplýsingar sem einkavæðingarnefnd fékk. Þessar röngu upplýsingar gerðu það að verkum að hvergi kom fram í gögnum nefndarinnar að möguleiki væri á hagsmunaárekstri ríkis og ráðherra. Innlent 13.10.2005 19:22
Umræðan ekki skaðað Framsókn Valgerður Sverrisdóttir segir að umræðan um einkavæðingu ríkisbankanna og ásakanir um vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar hafi hvorki skaðað flokkinn né ríkisstjórnina. Halldór hafi jafnsterka stöðu sem áður innan flokksins. Þau ræddu aldrei eignatengslin sín á milli. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:22
Varaforseti S-Afríku rekinn Mbeki, forseti Suður-Afríku, rak Jacob Zuma, varaforseta sinn, úr embætti í dag vegna spillingarmála. Nelson Mandela harmaði að til þessa þyrfti að koma en lýsti jafnframt yfir stuðningi við ákvörðun forsetans. Erlent 13.10.2005 19:22
Lögfræðiálit kemur til greina Forystumenn stjórnarandstöðunnar sitja nú á fundi og ræða viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um að forsætisráðherra hafi verið hæfur til að koma að einkavæðingu ríkisbankanna þrátt fyrir tengsl sín við fyrirtækið Skinney Þinganes. Til greina kemur að stjórnarandstaðan sammælist um að kalla eftir sérstöku lögfræðiáliti í málinu. Innlent 13.10.2005 19:21
Guantanamo skaðar ekki ímyndina Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, telur ekki að fangabúðirnar við Guantanamo-flóa á Kúbu skaði ímynd Bandaríkjanna. Hann segir fangana fá betri meðferð þar en þeir fengju nokkurs staðar annars staðar. Erlent 13.10.2005 19:22
Ríkisskoðandi aftur á fund Fjárlaganefnd fjallar á ný um vanhæfismál forsætisráðherra á morgun. Framsóknarmenn eru áhyggjufullir en telja stjórnarandstöðuna nota sér málið til hins ýtrasta til að koma höggi á Framsóknarflokkinn og formann hans. Innlent 13.10.2005 19:22
Davíð á ráðsfundi EES Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat í dag ráðsfund Evrópska efnahagssvæðisins í Lúxemborg. Ráðið er samráðsvettvangur EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. Innlent 13.10.2005 19:22
Stjórnarandstaðan ræðir saman Forystumenn stjórnarandstöðunnar ætla að ræða saman í dag um viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um hæfi forsætisráðherra til að koma að einkavæðingu Búnaðarbankans. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segir að niðurstaðan sýni að málflutningur stjórnarandstöðunnar hafi verið ómálefnalegur og innistæðulaus með öllu. Innlent 13.10.2005 19:21
Pólitískur kattaþvottur Forystumenn stjórnarandstöðunnar ætla að ræða saman í dag um viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar í bankamálinu. Málið er ekki á dagskrá fjárlaganefndar Alþingis sem fundaði á hádegi. Þingmaður Vinstri - grænna segir að menn séu að verða vitni að pólitískum kattaþvotti sem sé að verða regla fremur en undantekning í íslenskum stjórnmálum. Innlent 13.10.2005 19:21
Hagnaðurinn á Hesteyri Ekki er óvarlegt að ætla að hagnaður Hesteyrar af fjárfestingu sinni í Keri hf. árið 2002 sé um fjögurra milljarða króna virði í dag. Hesteyri er eigandi fjórðungshlutar í VÍS sem er stór hluthafi í KB banka. Skinney-Þinganes á nú þriðjungshlut í Hesteyri. Innlent 13.10.2005 19:22
Gunnar Valur hættir í haust Guðmundur G. Gunnarsson, forseti bæjarstjónar Álftaness, verður ráðinn í stöðu bæjarstjóra bæjarfélagsins frá og með 1. september næstkomandi. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi bæjarstjórnar síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:22
Ríkisendurskoðandi krafinn svara Forystumenn stjórnarandstöðunnar voru að ljúka fundi þar sem rædd voru viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um að forsætisráðherra hafi verið hæfur til að koma að einkavæðingu ríkisbankanna þrátt fyrir tengsl sín við fyrirtækið Skinney Þinganes. Ákveðið var á að spyrja Ríkisendurskoðanda ýmissa spurninga sem enn væri ósvarað á fundi fjárlaganefndar á fimmtudaginn. Innlent 13.10.2005 19:21
Samfylking vill R-lista áfram Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík vill ganga til viðræðna um endurnýjað samstarf innan Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 19:21
Málinu ekki lokið Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkinarinnar, segir að mörg veigamikil atriði önnur en meint vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar varðandi söluna á ríkisbönkunum séu enn óupplýst. Málinu sé síður en svo lokið. Innlent 13.10.2005 19:22
Hvatt til samstarfs R-listans Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem hvatt er til viðræðna um endurnýjað samstarf í borgarstjórn undir merkjum Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 19:21
Hæfi Halldórs ekki á dagskrá Formaður fjárlaganefndar ætlar ekki að taka skýrslu ríkisendurskoðunar um hæfi forsætisráðherra til umræðu á fundi nefndarinnar á morgun. Stjórnarandstaðan segir skjóta skökku við að forsætisráðherra hafi kynnt skýrsluna sjálfur. Innlent 13.10.2005 19:21
Valgerður ber alla ábyrgð Ríkisendurskoðandi segir að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu Búnaðarbankans árið 2002 þrátt fyrir óbein eignatengsl við kaupendur bankans, S-hópinn. Ríkisendurskoðandi segir ábyrgðina á bankasölunni alfarið á höndum Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:21
Þjóðaratkvæðagreiðsla ógild Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort milda eigi lög um gervifrjóvgun, á Ítalíu var ógild vegna ónógrar þátttöku. Kaþólska kirkjan, með Benedikt páfa í broddi fylkingar, barðist hart gegn því að lögunum yrði breytt og hvatti fólk til þess að sitja heima og kjósa ekki. Erlent 13.10.2005 19:21
Saddam vill réttarhöld í Svíþjóð Saddam Hussein hefur krafist þess að réttað verði í máli hans utan Íraks og vill helst að það verði gert í Svíþjóð þar sem hann hefur áhuga á að afplána dóm, verði hann dæmdur til fangavistar. Erlent 13.10.2005 19:21
Mladic að gefa sig fram? Fjölmiðlar og mannréttindasamtök í Serbíu segja að Ratko Mladic hershöfðingi sé að semja við stjórnvöld um að gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Mladic stjórnaði persónulega aðgerðum í Srebrenitsa þar sem talið er að átta þúsund múslima hafi verið myrt. Erlent 13.10.2005 19:21
Ný samtök gegn álveri í Eyjafirði Samtök um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu í Eyjafirðinum voru stofnuð á fjölmennum fundi á Akureyri þann 28. maí síðastliðinn. <font face="Helv"></font> Innlent 13.10.2005 19:21
Bretar fái ekki afslátt hjá ESB Frakkar beita nú Breta miklum þrýstingi til þess að fá þá til að falla frá afslætti af framlögum til Evrópusambandsins sem þeir hafa fengið frá 1984. Bretland var á þeim árum eitt af fátækari löndum ESB og fékk lítið í sinn hlut af landbúnaðarstyrkjum sem þá voru sjötíu og fimm prósent af fjárlögum sambandsins. Erlent 13.10.2005 19:21
Búist við úrskurði í dag Búist er við að ríkisendurskoðandi skili í dag úrskurði um hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var vanhæfur þegar ríkisbankarnir voru seldir. Þetta er vegna tengsla fyrirtækis í eigu ráðherrans og fjölskyldu hans við S-hópinn svokallaða en þau tengsl voru ekki gefin upp í byrjun ferlisins. Innlent 13.10.2005 19:21
Blaðamannafundur klukkan 17 Blaðamannafundur hefur verið boðaður í ráðherrabústaðnum klukkan fimm þar sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ætlar að skýra frá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem rannsakaði hvort hann hefði verið hæfur eða vanhæfur til að taka þátt í sölu ríkisbankanna. Innlent 13.10.2005 19:21
Enn eitt áfall ESB? Útlit er fyrir að Evrópusambandið sé að verða fyrir enn einu áfallinu, að þessu sinni út af fjárlögum þess. Það eru langtímafjárlög Evrópusambandsins sem nú er deilt um. Erlent 13.10.2005 19:21
3000 föngum sleppt í S-Afríku Yfirvöld í Suður-Afríku hafa gefið rúmlega þrjú þúsund föngum frelsi á þeim forsendum að þeir hafi verið endurhæfðir. Fréttaskýrendur segja að sum fangelsin hýsi allt að þrisvar sinnum fleiri fanga en þau hafi pláss fyrir með tilheyrandi loftleysi og plássleysi og umhverfið sé gróðastía nauðgana og ofbeldis. Erlent 13.10.2005 19:21
Halldór ekki vanhæfur Ríkisendurskoðun segir hugleiðingarnar um óhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í sölu ríkisbankanna í raun óþarfar því hann hafi verið í veikindaleyfi þegar gengið var frá sölunni. Hagsmunir hans við söluna hafi reyndar verið óverulegir miðað við umfang viðskiptanna og því hefði hann ekki talist vanhæfur, hefði hann séð um söluna. Innlent 13.10.2005 19:21
Halldór ekki vanhæfur Halldór Ásgrímsson áréttar það að hann hafi ekkert haft með rekstur Skinneyjar-Þinganess að gera þegar félagið gerðist óbeinn aðili að S-hópnum í aðdragandanum að Búnaðarbankasölunni. Ríkisendurskoðandi segir Halldór ekki hafa verið vanhæfan til að fjalla um málið.</font /> Innlent 13.10.2005 19:21
Skýlir sér á bak við embættismenn Stjórnarandstaðan segir forsætisráðherra skýla sér á bak við embættismenn og víkja sér undan pólitískri ábyrgð. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að málið sé að líkindum fallið um sjálft sig komist Ríkisendurskoðun að því að ráðherrann hafi verið hæfur til að koma að einkavæðingu bankanna. Innlent 13.10.2005 19:21