Erlent

3000 föngum sleppt í S-Afríku

Yfirvöld í Suður-Afríku hafa gefið rúmlega þrjú þúsund föngum frelsi á þeim forsendum að þeir hafi verið endurhæfðir. Fréttaskýrendur segja að sum fangelsin hýsi allt að þrisvar sinnum fleiri fanga en þau hafi pláss fyrir með tilheyrandi loftleysi og plássleysi og umhverfið sé gróðastía nauðgana og ofbeldis. Yfirvöld hafa vísað á bug fréttum þess efnis að þau séu að bregðast við ástandinu með að sleppa föngunum. Verið sé að marka nýja stefnu í fangelsismálum sem taki mið af endurhæfingu í stað refsinga. Allar fangelsisrefsingar hafa verið styttar nema í þeim tilfellum þar sem um er að ræða kynferðisglæpi eða annað ofbeldi og afbrot tengd vímuefnaneyslu. Styttingin nemur þó að hámarki um sex mánuðum. Þeir þrjú þúsund fangar sem sleppt var í dag er bara byrjunin því alls verður 7200 föngum sleppt í þessari viku að sögn yfirvalda í Suður-Afríku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×